Þjóðviljinn - 25.06.1985, Side 16
Aðalsfml: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
MðDlflUINN
Þrlðjudagur 25. Júnf 1985 141. tölubiað 50. árgangur
Dœmt í sérkennilegu höfundarréttarmáli í gœr
Ígær var kveðinn upp dómur í
bæjarþingi Reykjavíkur í máli
sem Kristín G. Magnús leikkona
höfðaði gegn Ríkisútvarpinu og
Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu.
Málið er nokkuð óvenjulegt og
vekur upp ýmsar spurningar um
höfundarrétt, svo og hvort menn
séu bundnir af munniegum lof-
orðum forvera sinna í starfi.
Forsaga málsins er að Kristín
G. Magnús bauð Ríkisútvarpinu
árið 1977 til flutnings þýðingu
sína á leikritinu „The Private
Ear“ eftir Peter Shaffer. Hún
mun um leið hafa óskað eftir að
fá að leikstýra verkinu sjálf. Þá-
verandi leiklistarstj óri útvarps
mun hafa gefið henni til kynna að
henni yrði falin leikstjórn verks-
ins, þá og þegar það væri flutt.
Næst gerist það að settur leik-
listarstjóri útvarps ræður Herdísi
Þorvaldsdóttur til að stjórna
flutningi þessa verks í útvarpið og
var það sent út í júlí 1982.
Ýmsar breytingar höfðu þá
verið gerðar á þýðingu Kristínar
og verkið, sem er sviðsverk,
lagað að útvarpsflutningi. Málið
stóð meðal annars um það hvort
leikstjóri hefði farið út fyrir hei-
mild sína til breytinga á handriti
án samþykkis höfundar.
Svo virðst sem hvorki leik-
stjóra né leiklistarstjóra útvarps
hafi verið kunnugt um samkomu-
lag Kristínar og fyrrverandi leik-
listarstjóra.
Steingrímur Gautur Kristjáns-
son borgardómari, Helgi Hálf-
danarson rithöfundur og Stefán
Baldursson leikhússtjóri kváðu
upp þann dóm að Herdís skyldi
sýknuð af öllum kröfum, en
Rikisútvarpið dæmt til greiðslu
bóta í ljósi þess að samkomulag
hafði verið gert við Kristínu,
verki hennar breytt sumstaðar til
hins verra og að brotið hafi verið
á skýlausum rétti hennar til þess
að vera með í ráðum um
breytingar sem þýðanda verks-
ins.
-pv
Pjóðleikhúsið
Frumsýning
á
Blönduósi
Leikför um Noröur-
og Austurland
með gamanleikinn
Með vífið í lúkunum
Þjóðleikhúsið hyggst leggja
land undir fót í sumar með bresk-
an gamanleik sem heitir Með vífíð
í lúkunum og verður frumsýning
1. júlí nk. í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Verður síðan sýnt á
hverju kvöldi í hálfan mánuð og
haldið austur um. Síðasta sýning
verður á Höfn í Hornafírði 14.
júlí.
Með vífið í lúkunum er nýlegur
ærslaleikur eftir Ray Cooney og
er Benedikt Árnason leikstjóri.
Með hlutverkin í sýningunni fara
Örn Árnason, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Anna Kristín
Arngrímsdóttir, Sigurður Sigur-
jónsson, Pálmi Gestsson, Sigurð-
ur Skúlason, Randver Þorláks-
son og Þorgrímur Einarsson.
-GFr
Reyni Pétri var vel tekið við komuna til Reykjavíkur og telur lögreglan að um 12-14000 manns hafi verið á Lækjartorgi til að fagna kappanum.
SBHBHBBBBBHHBBHHBBDi
Afmœli
Hlakka til að hitta vini mína
María Markan áttrœð í dag. Fimm lög eftir hana flutt í afmœlishófinu í dag
María Markan óperusöngkona
er 80 ára gömul í dag og í afmælis-
hófí hennar í Domus Medica í dag
verða flutt fímm lög eftir hana við
Uóð höfunda, sem allir verða við-
staddir. Við áttum örstutt spjall
við Maríu í gær í tilefni af afmæl-
inu:
„Ég hlakka mikið til að halda
upp á afmælið og hitta vini mína.
Það er fyrst og fremst nokkrum
nemendum mínum og konum úr
Kvenfélagi Laugarnesóknar að
þakka að ég held upp á afmælið
með þessum hætti. Þær hafa stað-
ið í þessu og eiga allan heiðurinn.
Ég var að draga fram stórriddar-
akrossinn minn sem Kristján
heitinn Eldjárn afhenti mér síð-
asta árið hans í forsetaembætti.
Ég hef aldrei borið krossinn, en
ég vil heiðra minningu Kristjáns
með því að bera krossinn í afmæl-
inu.“
„Og það verða sungin lög eftir
þig í afmælishófinu?“
„Já, ég hef oft samið lög við
Ijóð sem mér hafa þótt falleg og
Élín Sigurvinsdóttir ætlar að
syngja fimm þeirra. Og höfund-
arnir verða allir viðstaddir. Mér
hefur þótt ákaflega gaman að
semja tónlist, þótt söngurinn hafi
alltaf verið aðalatriðið," sagði
María ennfremur.
í tilefni af afmælinu hefur hún
beðið um að þeirri ósk yrði kom-
ið á framfæri að þeir sem vilja
senda henni gjafir eða blóm láti
andvirðið renna til Blindrabóka-
safns íslands.
„Ég hef fengið ómælda ánægju
af því að hlusta á upptökur
safnsins og ég vil miklu frekar
styðja safnið, en að fylla allt af
blómum sem ég verð svo að
fleygja. Þetta er svo gott félag og
ég vil leggja mitt af mörkum til
mannúðarmála af þessu tagi,“
sagði María.
„Það er ómetanlegt að geta
fylgst með og notið góðra bóka á
þennan hátt. Það er svo mikið
sem hægt er að gera fyrir fólk í
dag sem er farið að förlast sýn og
missa heyrn. Ég er t.d. með glæ-
nýtt heyrnartæki. Nú get ég farið
í leikhús og á tónleika og þá stilli
ég bara á segulsviðið og heyri allt
sem gerist á sviðinu. Þetta er stór-
kostlegt," sagði María að lokum.
Þeir sem vilja heiðra Maríu
með því að styrkja Blindrabóka-
safnið geta snúið sér beint til
safnsins. Um leið óskum við af-
mælisbarninu til hamingju með
afmælið.
þs
Göngu-Reynir
Lokar
hringnum
Göngu-Reynir að
nálgastmarkið.
Hress og kátur að
vanda og lœtur engan
bilbug á sérfinna.
Hringurinn alltof
stuttur.
í dag þriðjudag mun kappinn
Göngu-Reynir ganga frá Höfða-
bakka til Selfoss og loka með því
hringnum, með sínum alkunna
eldmóð og iætur sig ekki dreyma
um annað en íþróttaleikhús.
Selfyssingar og félagar frá Sól-
heimum í Grímsnesi munu taka á
móti Reyni Pétri við Kögunarhól
og fylgja honum eftir síðasta
spölinn að Ölfusárbrú, þar sem
hann hóf hið sögulega framtak.
Þetta verður framlag bæjarbúa til
göngudags ungmennafélaganna.
Móttaka verður við kaupfé-
lagshúsið, bæjarstjóri Selfoss
mun þar afhenda Reyni Pétri fra-
mlög sem safnast hafa, ávörp
flutt og lúðrahljómsveit þeytir
lúðra sína.
Að síðustu munu Selfossbúar
bjóða Reyni Pétri og fylgdarliði
hans til kvöldverðar. _sp
Sjá bls. 7
og leiðara bls. 4