Þjóðviljinn - 26.06.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.06.1985, Blaðsíða 14
MINNING ÍÞRÓTTIR Einar Aron Pálsson FœddurlO. janúar 1968 - Dáinn 16. júní 1985 Okkur langar að minnast hér örfáum orðum vinar okkar og skólafélaga Einars Arons Páls- sonar. Við urðum öll harmi slegin er okkur barst sú fregn að elsku Ein- ar Aron hefði látist af slysförum þann 16. júní síðastliðinn. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Við kynntumst Einari síð- astliðið haust er leiðir okkar lágu saman er við öll hófum nám í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Strax í upphafi duldist okk- ur ekki að þar fór góður félagi sem aldrei brást. Hann var með ólíkindum rólyndur, vel skapi farinn og prúðmenni mikið. Við áttum margar frábærar stundir bæði í skólanum og utan hans, stundir sem aldrei gleymast og það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Einar Aron var námsmaður mikill og náði mjög góðum ár- angri bæði í grunnskóla og það sem af var menntaskólans. í frístundum stundaði hann íþróttir af miklum krafti og vann marga góða sigra með yngri flokkum Vals bæði í handknatt- leik og knattspyrnu. Einar var vinmargur og ætíð ef eitthvað amaði að vinum hans var hann alltaf tilbúinn til að gera allt sem hann gat til að aðstoða. Hann var vinur vina sinna. Um leið og við kveðjum frá- bæran vin, þá vottum við elsku- legum foreldrum hans Ingu og Páli, systkinum hans og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Við munum öll sakna hans sárt en minningin um góðan dreng lifir áfram. Elísa, Fjóla, Gunnar og Höski. Á nýliðnu skólaári bættist Ein- ar Aron í vinahóp heimilisins, allri fjölskyldunni til mikillar ánægju. Okkur leist strax vel á þennan vin sonarins og fundum að mikið var spunnið í unga manninn. Hann hafði frjálslega og þægilega framkomu, rólegur og kurteis í háttum birtist hann í dyrunum og gaf sér oftast tíma til að koma inn og spjalla. Eftir ára- mót kom hann akandi, stoltur og ánægður með þann áfanga. Það var hress hópur nýnema sem hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð í haust. Líf þeirra einkenndist fyrst og fremst af áhyggjuleysi og lífsgleði ungling- anna sem vita að lífsbarátta full- orðinsáranna er enn langt fram- undan, en um leið af alvöru náms og prófa og þeirri staðreynd að fullorðinsárin þarf að undirbúa af kappi. Þessir tveir þættir komu vel í ljós hjá Einar Aroni. Hann var skemmtilegur og félagslyndur og átti stóran vinahóp sem mat fé- lagslífið oft meira en háar ein- kunnir, en hann var líka frábær námsmaður og náði góðum ár- angri á þeim vettvangi. En skyndilega breytist birta vordaganna í myrkur og sorg. Einar Aron er dáinn. Tveir ungir vinir hans gengu með sjónum daginn eftir slysið og skrifuðu nafnið hans í sandinn. Um leið og aldan máði nafnið út staf fyrir staf reyndu þeir að átta sig á að vinur þeirra væri farinn - að alvara lífs- ins gæti verið svo nálæg og svo miskunnarlaus. Þeir eiga eftir að finna að í raun máist ekkert út. Minningarnar um liðnar samverustundir eru greyptar í vitund þeirra sem þótti vænt um hann og handa áfram að móta líf þeirra á margan hátt alla ævi. Fyrir félagana, skólann og samfélagið allt er hörmulegur missir að þessum unga manni. En sorg og söknuður foreldra hans og systkina er dýpri en orð fá lýst. Fyrir hönd rektors, kennara og annars starfsfólks Mennta- skólans við Hamrahlíð sendi ég foreldrum Einars Arons og fjöl- skyldu hans allri innilegar samúð- arkveðjur. Eygló Eyjólfsdóttir. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð á Norðurlandi vestra: í Svarfaðardal Að þessu sinni verður sumarferö Alþýðubandalagsins á Norður- landi vestra í Svarfðardal laugardag og sunnudag 6. og 7. júlí n.k. Farið verður frá Hvammstanga kl. 9 að morgni laugardag um Blönduós, Varmahlíð, Sauðárkrók, Hofsós og Ketilós yfir Lágheiði um Ólafsfjörð í Svarfaðardal. Alþýðubandalagsmenn á Norðurlandi eystra halda sumarhátíð í Svarfaðardal um þessa helgi á Flötutungum undir Stólnum sem skilur að Svarfaðardal og Skíðadal. Gert er ráð fyrir að hópurinn verði kominn í Svarfaðardal kl. liðlega 14 en kl. 15 verður gönguferð upp að Nykurtjörn undir leiðsögn Hjartar Þórarinssonar á Tjörn. Um kvöldið verður samverustund við tjaldstæðið og sameiginlegt útigrill. Haldið verður heim á leið seinni hluta sunnudags. Fargjald verður kr. 1200 en hálft gjald fyrir börn 14 ára og yngri. Nánari upplýsingar gefa: Örn Guðjónsson, Hvammstanga, s. 1474, Guðmundur Theo- dórsson, Blönduósi, s. 4196, Eðvarð Hallgrímsson, Skaga- strönd, s. 4685, Ingibjörg Kristinsd., Skagaströnd, s. 4790, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki, s. 5289, Benedikt Sig- urðsson, Siglufirði, s. 71588, Brynja Svavarsdóttir, Siglufirði, s. 71142, Gísli Kristjánsson, Hofsósi, s. 6341. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður helgina 29. og 30. júní nk. Farið verður í Strandasýslu og gist að Klúku í Bjarnarfirði. Umboðsmenn: (safjörður: Þuríður Pétursdóttir s. 4082 og Smári Haraldsson s. 4017, Bolungarvík: Kristinn H. Gunnarsson s. 7437, Suöureyri: Þóra Þórðardóttir s. 6167, Flateyri: Ágústa Guðmunds- dóttir s. 7619, Þingeyri: Hermann Guðmundsson s. 8157, Bíldudal- ur: Halldór Jónsson s. 2212, T álknafjörður: Jóna Samsonardóttir s. 2548, Patreksfjörður: Rögnvaldur Bjarnason s. 1496, Barða- strönd: Einar Pálsson s. 2027, Hólmavík: Jón Ólafsson s. 3173, Árneshreppur: Jóhanna Thoroddsen s. 3046, Inndjúp: Ari Sigur- jónsson s. 4833, Austur-Barðastrandarsýsla: Giesela Halldórs- dóttir s. 4745. Handbolti Flugleiðamótið byrjar annað kvöld Keppt íKópavogi, og síðan íKeflavík, Hafnarfirði, Mosfellssveit, Akranesi og Reykjavík. Island með tvö lið og síðan landslið Noregs og Hollands Flugleiðamótið í handknatt- leik, með þátttöku landsliða ís- lands, Noregs og Hollands ásamt 21 árs landsliði Islands, hefst í Digranesi í Kópavogi annað kvöld. Leikin verður tvöföld um- ferð, sex leikir á lið á fímm dögum, en mótinu lýkur á mánu- dag. Þetta er í fyrsta sinn sem al- þjóðlegt mót af þessu tagi er hald- ið hér á landi. Leikið verður á flestum þeim stöðum suðvestanlands þar sem á annað borð eru íþróttahús af lög- legri stærð. Annað kvöld verður leikið í Digránesi (ísland U21- Holland og Island-Noregur), á föstudagskvöld í Keflavík og Hafnarfirði, á laugardaginn á Selfossi, á sunnudaginn að Varmá og á Akranesi og lok- aumferðin fer fram í Laugardals- höllinni í Reykjavík á mánu- dagskvöldið. Það er athyglisvert að öll sveitarfélögin hafa fellt niður leigu af húsum sínum - nema Reykjavíkurborg. Fyrir Laugar- dalshöllina þarf að greiða að vanda. íslenski hópurinn sem æfir fyrir mótið er skipaður 24 leik- Noregur „Islenskur veggur“ Stórleikur Bjarna gegn Lilleström Frá Erlingi Jóhannssyni frétta- manni Þjóðviljans í Noregi: „Islenskur veggur lokaði marki Brann allan fyrri hálfleikinn og kom í veg fyrir að toppliðið skoraði,“ sagði í fyrirsögn og inn- gangi blaðsins Verdens Gang í gær er það fjallaði um leik Brann og Lilleström í 1. deildinni í knatt- spyrnu sem fram fór í fyrrakvöld frammi fyrir 10 þúsund áhorf- endum í Bergen. Bjarni Sigurðsson átti stórleik í marki Brann og af því sem sýnt var í sjónvarpi sást hann verja tví- vegis á snilldarlegan hátt. Hann er valinn í lið vikunnar í Verdens Gang, öll blöð eru sammála um að hann hafi verið besti maður vallarins og áhorfendur í Bergen útnefndu hann „mann leiksins". Lilleström vann þó 0-1 að lokum, tveir sóknarmenn Iiðsins komust einir gegn Bjarna á 54. mínútu og skoruðu. Start vann Moss 3-0 í fallbar- áttuleik en Guðbjörn Tryggva- Handbolti son lék ekki með Start frekar en í síðustu leikjum. Eftir 10 umferðir af 22 er Lill- eström með 16 stig, Rosenborg 15, Viking 13, Bryne og Váler- ingen 11, Brann 10, Kongsvin- ger, Molde og Start 9, Mjöndalen og Moss 6 og Eik 6 stig. mönnum en eftir er að stilla lið- unum tveimur upp. Leikmenn- irnir 24 eru eftirtaldir: Markverðir: Brynjar Kvaran, Stjörnunni Guðmundur Hrafnkelsson, Breiðabliki Einar Porvarðarson, Tres de Mayo Kristján Sigmundsson, Víkingi Aðrir leikmenn: Þorbjörn Jensson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Geir Sveinsson, Val Jakob Sigurðsson, Val Guðmundur Albertsson, Vikingi Valdimar Grímsson, Val Páll Ólafsson, Dankersen Sigurður Gunnarsson, Tres de Mayo Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Kristján Arason, Hameln Þorbergur Aðalsteinsson, Saab Júlíus Jónasson, Val Sigurjón Guðmundsson, Stjörnunni Árni Friðleifsson, Gróttu Agnar Sigurðsson, Fram Sigurjón Sigurðsson, Haukum Einar Einarsson, Stjörnunni Hermundur Sigmundsson, Stjörnunni Snorri Leifsson, Haukum Gylfi Birgisson, Stjörnunni. Með þessu móti lýkur áfanga í undirbúningi landsliðsins fyrir A- heimsmeistarakeppnina í Sviss og 21-árs liðsins fyrir sína heimsmeistarakeppni sem fram fer á Ítalíu í desember. Hópurinn hefur æft átta sinnum í viku frá 3. júní og það verður fróðlegt að sjá árangur erfiðisins nú á næstu dögum. _y§ Farið til S.Kóreu? Landsliði stúlkna, undir 21 rs, hefur verið boðið að taka átt í sterku móti sem haldið erður í Seoul í Suður-Kórcu í któber. „Þetta er gott boð og við öfum mikinn áhuga á að þekkj- st það,“ sagði Jón Hjaltalín /lagnússon formaður HSI í gær. -VS Bjarni Sigurðsson stóð sig vel í marki Brann í fyrrakvöld. Haukar Andrés þjálfari? Andrés Kristjánsson landsliðs- maður í handknattleik sem lcikið hefur með GIJIF í sænsku 1. deildinni undanfarin ár vcrður mjög líklega ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Hauka fyrir næsta vet- ur. Andrés mun þá einnig leika með sínu gamla félagi sem þá ætti að geta stillt upp öflugu liði næsta vetur og rifið sig uppúr lægðinni sem það hefur verið í undanfarin ár. -VS Körfubolti Kentucky vann báða Handbolti Stúlkurnar til Ítalíu Unglingalandslið kvenna í handknattlcik er á förum til Ítalíu í næstu viku og tekur þar þátt í geysilega fjölmcnnu móti. Stúlk- urnar hafa æft mjög stíft undan- farið undir stjórn Viðars Símonarsonar. -HRA Úrvalslið menntaskólanna (high-school) í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum lauk árlegri Evr- ópuferð sinni hér á landi um síð- ustu helgi, eins og það hefur gert sl. tvö ár. Liðið er geysisterkt, vann m.a. í ferðinni sterk 1. deildarlið í V.Þýskalandi og tapaði aðeins einu sinni, gegn ungverska lands- liðinu. Einn leikmanna þess er að öllum líkindum á leið beint inní NBA, bandarísku atvinnu- deildina í körfuknattleik. Á laugardaginn lék liðið gegn unglingalandsliðinu í Keflavík. íslenska liðið kom hinum sterku andstæðingum sínum í opna skjöldu og leiddi 55-54 í hálfleik en lokatölur urðu síðan 116-84 fyrir Kentucky. Magnús Matt- híasson skoraði 33 stig í leiknum, Kristinn Einarsson 22 og Teitur Örlygsson 17. A sunnudagskvöld mættust lið- in aftur og þá léku fimm eldri leikmenn, ungir þó, með íslenska liðinu. Þá vann Kentucky 92-80 eftir 44-26 í hálfleik. Magnús skoraði 19stig,BirgirMikaelsson 17, Guðjón Skúlason 10 og Ólafur Guðmundson 9. -VS 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.