Þjóðviljinn - 26.06.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 26.06.1985, Síða 15
ÍÞRÓTTIR 1. deild Víkingshmn! 3-0yfir27 mínútumfyrir leikslok en töpuðu 4-3! Sjötta tapið íröð Sorglegt hjá Víkingum - en vel að verki staðið hjá FH-ingum, í ótrúlegum sveifluleik í Kapla- krikanum í gærkvöldi. Þegar Vík- ingar voru komnir í 0-3 í byrjun seinni hálfleiks voru hörðustu Hafnflrðingar búnir að sætta sig við tap en 4 mörk á síðustu 27 mínútunum sneru stórskelli uppí frækilegan sigur. FH komið af mesta hættusvæðinu - Víkingar sitja áfram í neðsta sæti með 6 töp í röð. Víkingar komu mjög ákveðnir til leiks og áttu mun meira í fyrri hálfleik. Jóhann Holton kom þeim yfir, fylgdi vel þegar Hall- dór Halldórsson FH-markvörður hélt ekki aukaspyrnu Aðalsteins FH-Víkingur 4-3 (0-2) ★ ★★★ Mörk FH: Henning Henningsson 63. mín. Jón E. Ragnarsson 71. min. Ingi B. Albertsson 80. mín. Höröur Magnússon 88. mín. Mörk Víkings: Jóhann Holton 19. mín. Aðalsteinn Aöalsteinsson 29. mín. Atli Einarsson 49. mín. Stjörnur FH: Jón E. Ragnarsson ** Henning Henningsson * Ingi B. Albertsson * Viöar Halldórsson * Stjörnur Víkings: Andri Marteinsson * Atli Einarsson * Jóhann Hoiton * Jóhannes Bárðarson * Dómari: Kjartan Tómasson ** Áhorfendur 487 Aðalsteinssonar, og Aðalsteinn var síðan á ferð með óvænt en fallegt mark - skot utan vítateigs efst í þaknetið, 0-2. FH byrjaði seinni hálfleik með látum og Jón Erling Ragnarsson átti strax sláarskot en Víkingar svöruðu með þriðja markinu. Atli Einarsson var þar á ferð eftir slæm mistök varnarmanns FH. FH sótti stíft, fékk hvert færið á fætur öðru - en heimamenn voru búnir að sætta sig við tap, vonuð- ust bara eftir einu marki eða svo. En orrustuhríðin hófst 27 mín- útum fyrir leikslok. Henning Henningsson, nýkominn inná sem varamaður, skallaði frá víta- teig og boltinn fór í boga og hafn- aði neðst í markhorninu, 1-3. Þá kom Jón Erling með snyrtilegt skallamark eftir aukaspyrnu Viðars Halldórssonar. Staðan skyndilega 2-3 og nú heimtuðu Hafnfirðingar jöfnunarmark. Það lá í loftinu í 9 mínútur og það kom loks þegar Ingi Björn Al- bertsson tók af skarið eftir þvögu og þrumaði í bláhornið. Reglu- lega fallegt, 3-3. Allt var á suðupunkti. Víking- ar virtust búnir með allt úthald og reyndu að tefja en þeir misstu líka þetta eina stig sem eftir var útúr höndunum á sér. Tvær mín- útur eftir, Hörður Magnússon nær skoti af stuttu færi. 4-3 - frækilegur sigur í höfn hjá FH- ingum, góð uppskera fyrir að gef- ast ekki upp og berjast til síðustu mínútu. -lg 1. deild Loks heima- sigur Víðis Jafntefli gegn Völsurum, bæði mörkin um miðjan seinni hálfleik Þar kom að því að Víðismenn reka tána í boltann til að skora. fengu stig á heimavelli sínum - gamla mishæðótta Garðskaga- vellinum sem var vonandi notað- ur í síðasta sinn í 1. deild í gær- kvöldi. Valsmenn voru I heim- sókn og máttu sjá á bak tveimur dýrmætum stigum í viðbót. Valsmenn sóttu öllu meira í fyrri hálfleiknum og á 7. mínútu þrumaði Hilmar Sighvatsson yfir Víðismarkið úr góðu færi. Víðis- menn komust í sína fyrstu eigin- legu sókn á 13. mínútu - Vilberg Þorvaldsson einlék upp völlinn og eftir samvinnu við Einar Ás- björn gaf hann á Grétar Einars- son sem hefði aðeins þurft að Víöir-Valur 1-1 (O-O) *** Mark Víðis: Guðjón Guðmundsson 68. min (víti). Mark Vals: Þorgrímur Þráinsson 64. mín. Stjörnur Víðis: Gísli Heiðarsson *. Vilberg Þorvaldsson ** Gísli Eyjólfsson * Guðjón Guðmundsson * Stjörnur Vals: Þorgrímur Þráinsson ★ * Guðmundur Þorbjörnsson * Dómari: Friðgeir Hallgrímsson *. Áhorfendur 455 Hann skaut of fast - og yfir. Magni Pétursson skaut rétt fram- hjá marki heimamanna á 16. mín- útu og síðan varði Gísli Heiðars- son markvörður Víðis glæsilega frá Ingvari Guðmundssyni sem var frír á markteig. Gísli varði líka glæsilega frá Guðmundi Þorbjörnssyni fyrir hlé. í byrjun seinni hálfleiks var Gísli enn á réttum stað, nú varði hann frá Sævari Jónssyni. En hann réð ekki við rosafast skot landsliðsbakvarðarins Þorgríms Þráinssonar af stuttu færi um miðjan hálfleikinn. Staðan 0-1, en við það tvíefldust Víðismenn. Guðjón Guðmundsson var felld- ur í vítateig Vals fjórum mínútum síðar og úr vítaspyrnunni skoraði hann sjálfur, 1-1. Eftir þetta var hart barist, en báðir aðilar virtust einum of upptrekktir til að ná að einbeita sér þegar mest lá við. Reyndar skoraði Svanur Þorsteinsson fyrir Víði með þrumuskoti en þá var dæmd gömul rangstaða á Grétar. Önnur eiginleg færi var ekki um að ræða það sem eftir var, dálítill æsingur í sumum og Guðni Bergsson Valsmaður fékk gula spjaldið - en jafnteflið stóð. -SOM/Suðurnesjum 1. deild Fram-maskínan malar Fœri affœribandi íseinni hálfleik. Framarar sannfærandi- víti ogfleira ísúginn hjá Þrótti í lokin Með þessu áframhaidi verður lítil spenna í íslandsmótinnu, 1. deild, síðari hluta sumars. Fram-maskínan malar allt og alla - í gærkvöldi var lið númer tvö í deildinni, Þróttur, sigrað á sannfærandi hátt á Laugardalsvell- inum, 2-0. Þróttarar gáfu eftir miðjuna í fyrri hálfleik og vörðust við vítateiginn og það gekk upp. Fram sótti nánast allan hálfleikinn en fékk fá umtalsverð færi - tveir hættulegir skallar frá Ómari Torfasyni og einn frá Guðmundi Torfasyni framhjá og hörkuskot frá Kristni Jónssyni af 25 m færi sem Guðmundur Erlingsson varði. Strax í byrjun seinni hálfleiks færðu Þróttarar sig uppá skaftið, og um leið komu færi Framara af færibandi. Eftir þriggja mínútna Þróttarsókn sendi G. Torfason fyrir Þróttarmark- ið og Ómar skallaði fallega í netið, 1-0. Það sem eftir var bauðst opin og fjörug knattspvrna og um miðjan hálfleikinn óð Ómar upp völlinn, var stöðvaður á vítateig en boltinn barst til Kristins sem skoraði af mikilli yfir- vegun, 2-0. Á 71. mín. skaut Ómar afturfyrir sig í stöng og út, náði bolt- anum aftur en þrumaði í G. Torfason og framhjá. Á 74. mín. kom fyrsta færi Þróttar, Sigurjón Kristinsson Þróttur-Fram 0-2 (O-O) ★ ★★ Mörk Fram: Ómar Torfason 49. mín. • Kristinn Jónsson 67. mín. Stjörnur Þróttar: Loftur Ólafsson * Kristján Jónsson * Pétur Arnþórsson * Theodór Jóhannsson* Stjörnur Fram: Ómar Torfason *** Ásgeir Elíasson * Ormarr Örlygsson * Kristinn Jónsson * Pétur Ormslev * Viðar Þorkelsson * Dómari: Magnús Theodórsson *** Áhorfendur 940 skallaði hættulega en Friðrik Frið- riksson varði. Á 79. mín. skallaði Ómar í samskeyti Þróttarmarksins - fékk boltann aftur og skallaði en þá varði Guðmundur. Loks í lokin komu bestu færi Þrótt- ar. Á 80. mínútu fékk liðið víta- spyrnu, hendi á varnarmann Fram- ara, en Ársæll Kristjánsson skaut framjá! Tveimur mínútum síðar þru- maði Pétur Arnþórsson í þverslá Frammarksins af 25 m færi - Ársæll skallaði frákastið rétt yfir. Þá var Arnar Friðriksson einn á vítapunkti en skaut yfir mark Fram. Loks á lok- amínútunni var Pétur Ormslev í samskonar færi hinum megin en skaut líka yfir. Þar með var það búið, virki- lega sanngjarnt og sannfærandi hjá Fram og miðað við færi seinni hálf- leiks hefðu 5-2 gefið betri mynd af leiknum. Ómar frábær, yfirburða- maður á vellinum, en hjá Þrótti var það vörnin og Pétur sem stóð sig best, athygli vakti góð gæsla Theodórs Jó- hannssonar á Guðmundi Steinssyni sem sást varla í leiknum. -VS Ómar Torfason skorar fyrra mark Fram með skalla - Þróttararnir Ársæll Kristjánsson, Arnar Friðriksson, Sverrir Pétursson og Guðmundur Erlingsson markvörður fá ekkert að gert. Mynd: E.ÓI. 1. deild Tvö mörk Ragnars IA sterkari aðilinn en tapaði heima gegn ÍBK Það dugði Skagamönnum ekki að sækja meira og spila betur þeg- ar þeir fengu Keflvíkinga í heim- sókn í gærkvöldi. Suðurnesja- menn voru ákveðnir eftir tvö töp í röð og héldu sínu eftir að Ragnar Margeirsson hafði komið þeim yfir, 2-1, á fyrstu mínútu seinni hálfleiks úr vítaspyrnu sem hann nældi í sjálfur. Keflvíkingar byrjuðu með látum, mikill kraftur í þeim, en færi ekki teljandi. ÍA náði síðan ÍA-ÍBK 1-2 (1-1) *** Mark lA: Karl Þórðarson 33. mín. Mörk IBK: Ragnar Margeirsson 34. og 46. mín (vfti). Stjörnur IA: Karl Þórðarson ** Árni Sveinsson * Guðjón Þórðarson * Sigurður Lárusson * Stjörnur ÍBK: Ragnar Margeirsson ** Björgvin Björgvinsson * Helgi Bentsson * Dómari Guðmundur Haraldsson *** Áhorfendur 851 betri tökum á leiknum og Sveinbjörn Hákonarson var tví- vegis nærri því að skora áður en Karl Þórðarson kom heimaliðinu yfir. Góð samvinna Sveinbjörns og Árna Sveinssonar, Árni sendi fyrir frá vinstri og Karl var einn og óvaldaður og skallaði í netið, 1-0. En Ragnar Margeirsson var ekki lengi að jafna. Mínutu síðar renndi hann sér í gegnum vörn í A með aðstoð Björgvins Björgvins- sonar og jafnaði, 1-1, með ágætu skoti. Og í byrjun seinni hálfleiks kom vítið hans sem gerði útum leikinn. ÍA sótti stíft eftir það - Árni Sveinsson skaut tvívegis yfir úr ágætum færum á 55. og 63. mín. og Hörður Jóhannesson skallaði en Þorsteinn Bjarnason varði á 65. mín. Síðan varði Þor- steinn vel aukaspyrnu frá Árna og á 71. mín. hitti Sigurður Lár- usson ekki boltann í góðu færi á markteig ÍB K. Síðan dró úr sókn- arþunga Skagamanna, liðin sóttu til skiptis til leiksloka án veru- legra færa, nema hvað Ragnar átti gott skot rétt framhjá á 86. mínútu. Alltaf hætta þegar hann var á ferð. Enn dregur því ur meistara- vonum meistaranna, það verður erfitt fyrir þá að vinna upp þau átta stig sem Framarar hafa fram- yfir þá. -sh/Akranesi Staðan í 1. deildarkeppninni i knattspyrnu eftir leikina í gærkvöldi: Fram 7 6 1 0 20-8 19 Þróttur 7 4 0 3 9-6 12 IA 7 3 2 2 13-5 11 ÞórA 6 3 1 2 9-8 10 IBK 7 3 1 3 10-11 10 FH 7 3 1 3 9-12 10 Valur 7 2 3 2 10-8 9 KR 6 1 3 2 6-11 6 Víðir 7 1 2 4 7-16 5 Vikingur 7 1 0 6 8-16 3 Markahæstir: ÓmarTorfason, Fram.................7 GuömundurTorfason, Fram............6 Ragnar Margeirsson, ÍBK............6 GuðmundurSteinsson, Fram...........5 í kvöld leika KR og Þór á KR-vellinum kl. 19. Miftvikudagur 26. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.