Þjóðviljinn - 16.07.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 16.07.1985, Side 4
LEIÐARI Þetta er féð sem vantar í Þjóöviljanum aö undanförnu hefur verið sagt frá og fjallaö um margvíslega möguleika íslendinga til nýrrar sóknar í atvinnumálum. Ljóst er að móðurinn er runninn af stóriðjupostulunum og virkjanariddur- unum, og meðal alþýðu manna og vísindamanna blómstrar íslenskt hugvit sem gæti skilað margföld- um arði í þeirri sókn til framfara sem nú stendur fyrir dyrum. Fram hefur komið að stjórnvöld hafa ekki sýnt nægilegan skilning á því sem hlýtur að teljast grund- vallaratriði þessarar sóknar. Stjórnvöld hafa ekki skilið að leggja þurfi áherslu á vöruþróun, þau hafa ekki skilið mikilvægi markaðskannana og þau hafa ekki skilið mikilvægi þess að leggja fjármagn í rannsóknarstarfsemi. Ríkisstjórnin vaknaði upp við vondan draum í vet- ur og ákvað að veita 50 miljónum króna til rannsóknarstarfsemi fyrir nýsköpun í atvinnulífinu. Þjóðviljinn hefur áður látið í Ijós von um að þetta lítilræði væri til vitnis um að skilningur stjórnvalda væri að vakna. Á laugardaginn segir frá því í frétt blaðsins að þrjú fyrirtæki hér á landi hafi árið 1983 greitt sem svarar 160 miljónum króna á verðlagi ársins í ár til útlanda einmitt til rannsóknarstarfseminnar. íslenska álfé- lagið, Járnblendiverksmiðjan og Kísiliðjan greiddu árið 1983 93.5 miljónir króna til auðhringanna sem eiga þessi fyrirtæki erlendis. Það er gert ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut að svo stórar fjárhæðir fari árlega til rannsóknarstarfsemi. Til samanburðar var fjárveiting íslenska ríkisins 1983 til rannsóknarstarf- semi Orkustofnunar 67.5 miljónir og Iðntæknistofn- unar 15.7 miljónir. Enda sagði Hörður Jónsson deildarstjóri Iðntæknistofnunar þegar Þjóðviljinn innti hann álits á þessum útflutningi á fjármagni til rannsóknarstarfsemi: Þetta er það fé sem vantar til rannsóknar- og þróunarstarfsemi á íslandi. Fiskvinnslan í Reykjavík Þegar stjórnir fiskvinnslustöðva í Reykjavík boð- uðu þingmenn kjördæmisins á sinn fund á dögunum til að kynna þeim það ófremdarástand sem ríkir í fiskvinnslunni í höfuðborginni einsog annars staðar í landinu, sáu flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sér ekki fært að mæta, fremur en þingmenn BJ í Reykjavík. í grein sem Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins reit í Þjóðviljann á laugardaginn, kem- ur fram að fiskvinnslan hefur ávallt verið ein megin- stoða atvinnulífs í höfuðborginni. Þessi atvinnugrein hefur hins vegar ekki síður en annars staðar á landinu þurft að láta undan síga gagnvart fjandsam- legri ríkisstjórn og efnahagsstefnu hennar. í grein Svavars kemur frám, að árið 1980 nam hlutur Reykjavíkur í þorskaflanum 7%, en þessi hlutur var aðeins 4% í fyrra. Á árunum 1980 til 1983 var aflinn í Reykjavík að meðaltali yfir 64 þúsund tonn en á síðasta ári var heildaraflinn á Reykjavík kominn niður í rúmlega 47 þúsund tonn. Samdrátturinn er enn meiri einungis í þorskafla. Þannig var 29 þúsundum tonna af þorski landað í Reykjavík árið 1980 en á síðasta ári var þorskaflinn kominn niður í tæplega 11 þúsund tonn. Svavar bendir á, að veltufjárhlutfall fiskvinnslunn- ar í Reykjavík sé lægra en annars staðar á landinu. Eiginfjárhlutfall fiskvinnslustöðvanna sé lægra en nokkurs staðar annars staðar nema á Reykjanesi, - og að hlutdeild fjármagns sem hlutfalls af tekjum sé langt frá landsmeðaltali. Fiskvinnslufólkið í Reykjavík situr við sama borð og stéttarsystkinin á landsbyggðinni: atvinnuöryggi lítið, fyrirvaralausar uppsagnir, bónusþrælkun og lágu launin þeirra viðbit einsog annars staðar. Hér er því allt á sömu bók í landinu. Svavar Gestsson segir að það sé nauðsynlegt - ef Reykjavík á að vera góð höfuðborg íslands - að þar sé blómleg fiskvinnsla. „Ella verður þróun höfuðborgarinnar viðskila við þró- un þjóðlífsins að öðru leyti. Það má ekki gerast." -óg. KLIPPT OG SKORIÐ _LLL ---------------- --- Hagvaxtaræði í Kína: Stjórnvöldum mistekst að hægja á hagvexti iðnaðarframleiðslan eykst um 23,1 prósent Eftir bjórverkfall Pað var efnt til verkfalls hjá Carlsberg og Tuborg í Kaup- mannahöfn og blöð skrifuðu margt um þær raunir sem bjór- skortur veldur í Danmörku. En svo er verkfallinu lokið, og verkamenn í brugghúsunum hafa beðið ósigur. Þeir fóru í verkfall vegna þess að þeir vildu hafa áhrif á það hvernig ný tækni er nýtt og arður af henni notaður og af því að fyrst og síðast vilja þeir vernda störf sín. Þeir áttu mögu- leika á að ná nokkrum árangri að því er varðar það að koma í veg fyrir uppsagnir eða fresta þeim, en nú, þegar verkfallið er tapað, er hæpið að slík málamiðlun verði látin standa. Þetta verkfall í Danmörku bæt- ist nú við nokkrar aðrar orustur sem tapast hafa í verkalýðs- baráttu - sú frægasta er vitanlega kolanámuverkfallið í Bretlandi sem stóð í nær ár. Það er sam- eiginlegt þessum verkföllum og ýmsum öðrum, að þau eru ekki háð út af kaupi heldur stendur slagurinn um það að vernda störf, koma í veg fyrir uppsagnir eða að hætt sé við framleiðslu hér og þar þar sem yfirstjórn fyrirtækja og samsteypa telja það ekki lengur hagkvæmt. Þessir ósigrar vekja upp mikla beiskju og ásakanir þeirra sem í verkfalli stóðu um að önnur verklýðssambönd hafi brugðist, ekki veitt nægan stuðn- ing, eða þá að viðkomandi verk- lýðsflokkar hafi tekið dauflega undir kröfur verkfallsmanna. Hér er vitanlega mikil hætta á ferð. Það virðist ljóst af allmörgum dæmum, að sam- nefnari í hefðbundinni verklýðs- hreyfingu Evrópu er rýrari miklu en hann áður var. Einkum virðist erfitt að vekja utan viðkomandi verklýðssambands áhuga og sam- úð annarra launþega á baráttu fyrir því að menn geti haldið störfum sínum hvað sem tækni- þróun og öðrum breytingum líð- ur. Sjálf tækniþróunin hefur á undanförnum árum átt drjúgan þátt í að draga úr mætti verklýðs- hreyfinganna í heild og það sýnist ljóst, að einstök félög og samtök geta ekki náð tökum á því að snúa þeirri þróun við. Það gæti aðeins gerst með nokkuð traustri sam- stöðu um atvinnulýðræði - sam- stöðu sem sýnist því miður langt undan um þessar mundir. - Öfugur hagfræðivandi Nú er agúrkutíminn svokall- aði, þessi erfiði tími í blaða- mennsku þegar fátt gerist. Dálkahöfundar verða að grípa ýmsileg ráð sem eru meira eða minna út í hött, eins og að spá í það hvað gerast muni þegar þeir Reagan forseti og Gorbatsjof flokksleiðtogi hittast í Genf í haust. En það er í agúrkutíðinni sem upp skýtur ýmsum sérkenni- legum fréttum sem annars fer kannski ekki mikið fyrir. Ein slík var í NT um helgina og fjallaði um það sérstæða vanda- mál Kínverja að geta ekki dregið úr hagvexti. Það kemur á daginn að „heildarverðmæti iðnaðar- framleiðslu í Kína jókst um 23,1% á fyrstu sex mánuðum árs- ins þrátt fyrir ráðstafanir stjórn- valda sem ætlað var að draga úr óheftum vexti efnahagslífsins”. Fylgir sögunni að ástæðan fyrir þessari þróun sé minnkandi mið- stýring og mikill vöxtur umsvifa lítilla samvinnu- og sameignar- fyrirtækja. Nú eru, eins og menn vita, allir að væla yfir því allt í kringum okkur, að hagvöxtur sé lítill eða enginn og þá er skemmtileg til- breyting að sjá þessa kínversku frétt um alltof mikinn hagvöxt. Má vera að upp úr þeirri sérstæðu blöndu af ríkissósíalisma, smá- kapítalisma og samvinnubúskap, sem Kínverjar hafa búið til, verði til næsta „efnahagsundrið” í heiminum? Hin jákvæða gagnrýni Og úr því við erum í útlendum fréttum á agúrkutíð: Breska kommúnistablaðið Morning Star var á dögunum að skrifa um gagnrýni Gorbatsjofs flokks- ritara á sovéskt efnahagslíf. Blað- ið segir: nú munu margir andsov- étingar taka þetta upp og segja: hvað sagði ég ekki? En Morning Star er ekki lengi að snúa sig út úr slíku: „Afstaða (Gorbatsjofs) er allt annað en títuprjónsstungur frá vissum aðilum eins og þeim í Gu- ardian og öðrum sem segjast vera hin nýja gerð Marxista... Það er búið að tala margt um nauðsyn þess að vinstrimenn í Bretlandi haldi uppi „uppbyggilegri gagn- rýni” á sósíalísk ríki, jafnvel þótt menn hafi ekki komið á sósíal- isma enn í okkar landi... En hr. Gorbatsjof hefur gefið okkur raunverulegt dæmi um það, sem Lenín meinti með uppbyggilegri gagnrýni, með öðrum orðum, gagnrýni sem byggð er á raun- verulegum staðreyndum en ekki ímyndunum kapítalískra blaða”. Þetta er alveg ljómandi. Það sem úrskeiðis fer fyrir austan er ímyndun nema að austanmenn kannist við það sjálfir - kannski þvert ofan í þann lofsöng um ástandið sem þeir rétt áður héldu uppi. Og enginn skyldi gagnrýna „sósíalisma” nema hann hafi fyrst komið sér upp sósíalisma sjálfur. Sem mætti líka orða si sona: framkvæmdu fyrst og hugsaðu á eftir. En þetta var sumsé skrýtin klausa úr litlu bresku blaði. Og það er agúrkutíð. _ÁB DJðDlflLJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rit8tjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir. Útlft og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmda8tjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiöslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiöslustjórl: Baldur Jónasson. Afgroiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavar8la: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnflörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsvorð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.