Þjóðviljinn - 16.07.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 16.07.1985, Side 5
Fiskvinnslan Tvífrysting ný bylting Gœði aflans minnka ekki við tvífrystingu segir í nýrri skýrslu sem Alda Möller hefur sentfrá sér. Hœgtað dreifa aflatoppumfiskiskipa ívinnslunni. Kjörfiskverkunarfólks myndu stórbatna. Atvinnuástandyrði tryggara. Fiskvinnsla í ísbirninum Nýlegar rannsóknir sem gerðar voru á vegum Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins um tví- frystingu sjávarafla (þorsks og grálúðu) og áhrif hennar á gæði hans sýna, að bragðgæði minnka ekki við tvífrystingu, nema síður sé. Niðurstöður rannsóknanna eru þannig vaxnar, að talið er lík- legt, að þær geti valdið straum- hvörfum í vinnslu sjávarafla á ís- landi. Þetta kemur fram í skýrslu, sem Alda Möller hefur unnið fyrir Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins. Tvífrysting afla felst í því, að aflinn er frystur um borð í frysti- skipum, síðan er hann þíddur í landi og unninn þar með sömu afköstum og nú eru og síðan frystur á ný. Þetta er reyndar ekki ný hugmynd, Kanadamenn og Danir hafa rannsakað þetta nokkuð áður og Norðmenn eru farnir að stunda þetta í ein- hverjum mæli, en nú hafa í fyrsta sinn á íslandi verið gerðar ítar- legar rannsóknir á þessu. Tvífrysting getur haft gífurlega þýðingu fyrir fiskvinnsluna á Is- landi. Helsti kostur hennar er sá, að með henni er hægt að dreifa aflatoppum eins og nú eru hjá fiskiskipum á lengri tíma í vinnslu, því þá væri hægt að geyma hráefnið í lengri tíma. Það myndi síðan hafa það í för með sér, að sú vinnuþrælkun, sem nú viðgengst hjá þessu fólki þegar mikið aflast myndi jafnvel leggj- ast af. Þá þyrfti fiskvinnslufólk heldur ekki að óttast að verða sent heim hýrulaust ef útgerðar- menn telja að verði aflaskortur. Ennfremur gæti þetta leitt til þess, að kaupið í greininni myndi hækka stórlega, því með tvífryst- ingunni væri alltaf hægt að vinna fiskinn í hagkvæmustu pakkn- ingarnar og afkoma frysti- húsanna myndi stórbatna. At- vinnurekendur og ríkisvald gætu þá ekki hindrað sjálfsagðar kaup- hækkanir. Allt þetta myndi að sjálfsögðu gera starf fiskvinnslu- fólks mun eftirsóknarverðara, en nú hefur skapast vandræðaástand í fiskvinnslu vegna þess að fólk fæst ekki til að vinna þessi störf vegna bágra kjara og ótryggs at- vinnuástands oft á tíðum. í skýrslu Öldu Möller segir m.a.: Áhrif á bragð og lykt Bragð og lykt af nýuppþíddum fiski er í aðalatriðum hið sama og af fiskinum við frystingu, nema óhæfilega lengi eða illa sé geymt. Ljóst er því að með frystingu um borð í veiðiskipum skapast að- stæður til að vernda ferskleika- einkennin mun betur en við geymslu í ís. Loks þarf að minna á, að við langa geymslu í frosti verða óhjá- kvæmilega breytingar á neyslu- gæðum fisks. Holdið verður smám saman seigt og þurrt vegna próteinbreytinga og í feitum fiski verður þráamyndum. Þessar breytingar má tefja verulega með góðu og stöðugu frosti og þéttum umbúðum. Niðurstöður rannsókna á þorski vorið 1985 í maí 1985 gerði Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins nokkrar athuganir á áhrifum tvífrystingar á gæði þorsks. Eftir veiði hafði fiskurinn verið frystur slægður án hauss í frysti- togara. Mismunandi tími leið frá veiði til frystingar og fiskurinn fékkst í mismunandi togum. í landi var fiskurinn þíddur upp í plastpoka í köldu vatni með sí- rennsli, og var flakaður og roð- dreginn í frystihúsi ísbjarnarins og pakkað þar í 5 lbs öskjur.... Vatnstap við þíðingu Við uppþíðingu einfrystra þorskflaka í 5 lbs pakkningum hafa rannsóknir á R.f. sýnt vatns- tap við þiðnun 5-10% á ágætu hráefni (14), þannig að vatnstap við þíðingu tvífrysta fisksins nú er síst meira en vatnstap við þíðingu venjulegra afurða og vatnstap við þíðingu heila fisksins líklega sist meira en þyngdarrýrnun við geymslu í ís fyrir venjulega land- vinnslu. Áhrif á áferð Af dreifingum niðurstaðna al- mennt er ljóst að tvífrysting út af fyrir sig hefur ekki afgerandi áhrif á áferð. Líklegt er m.a.s. að venjulegir neytendur finni minni mun á ein- og tvífrystum fiski en dómararnir hér að ofan sem höfðu viðmiðunina við höndina, þ.e. staðal. Engan veginn er þó hægt að fullyrða að tvífrystur fiskur geymist jafn vel einfrystum svo mánuðum skiptir og verður að athuga það vel í framhalds- rannsóknum. Grálúða Um áferð grálúðu segir: Sjö starfsmenn R.f. vanir áferðarmati dæmdu áferð soð- inna grálúðubita (miðhluta flaka). Grálúða er mjög laus í sér og næstum „bráðnar í munni”. Fólk var beðið að raða sýnum (sem öll voru dulmerkt) eftir því hve meyr áferðin var. Vatnsinni- hald var áður mælt í fremsta hluta flakanna (ósoðnum) og valin saman sýni með líkt vatnsinni- hald. Niðurstöður urðu eftir- farandi: Sýni Vatn Skynmat % ófryst 73.0 meyrast einfryst 72.3 næst meyrast tvífryst 72.0 stífast Frystitogarinn Siglfirðingur í Reykjavíkurhöfn. Þriðjudagur 16. júlí 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.