Þjóðviljinn - 16.07.1985, Page 15

Þjóðviljinn - 16.07.1985, Page 15
Frá Singapore: bygg- ingaræðið hefur stöðvast. HEIMURINN Afturkippur í Singapore Sölutregða á tölvum truflar greiðan hagvöxt Eyríkið Singapore úti fyrir strönd Malasíu hefur búið við mikinn hagvöxt undanfarin ár, en nú er komið babb í bátinn. Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað þar um þriðjung síðan 1983, ferðamannaiðnaður hefur hætt að vaxa og bygg- ingaæði sem hefur staðið í tíu ár hefur sprungið á limminu. Ekki svo að skilja: mörg ríki mættu enn öfunda Singapore af hagvextinum. Hann gæti á þessu ári orðið 5%. En þeir í Singapore eru betra vanir og margir telj a sig hafa ástæðu til bölsýni. í Singapore búa um 2,5 miljón- ir manna, eyjan er lítil og nátt- úruauðlindirnærengar. Stjórn- völd hafa stefnt að því að laða til sín erlend fyrirtæki með miklum fríðindum og að því að sérhæfa iðnaðinn í rafeindatækni - fyrir utan skipasmíðar og olíu- hreinsun, en ríkar olíulindir Indónesíu eru skammt undan. Hin gífurlega söluaukning í tölv- um á Bandaríkjamarkaði á árun- um 1983 og 1984 varð mjög til að bæta stöðu fyrirtækja í Singapore sem hafa sérhæft sig í hálfleiður- um og einstökum tölvuhlutum. En það hrun sem nú hefur orðið í bandarískum tölvuiðnaði hefur haft hin verstu áhrif í Singapore og á fyrstu þrem mánuðum þessa árs dróst útflutningur á rafeinda- búnaði saman um 7%. Skipa- smíðastöðvar hafa og átt í mikl- um erfiðleikum víða. Þeir bjartsýnni spá því að Sing- apore muni jafna sig, hér sé um að ræða vaxtarverki frá „millitæknisamfélagi” til „hátæknisamfélags”. Þá sé það til góðs, ef by ggingaræðið stöðvast um st und til að draga úr því glæfralega lóðabraski sem stund- að var í þessu litla ríki. Singapore er skipt í 60 ein- menningskjördæmi og hefur þar í raun verið eins flokks ríki Athafnaflokks fólksins - það er ekki langt síðan að einum manni úr stjórnarandstöðunni tókst að ná kjöri á þing. Ritfrelsi ernokk- uð af skornum skammti í Singap- ore þótt ástandið þar sé að sönnu betra en víða annarsstaðar á þess- um slóðum. Meira en 80% íbú- anna eru Kínverjar, en Indverjar og Malajar eru þar og allfjöl- mennir. áb tók saman. Moskva Tíu þúsund gestir á æskulýðshátíð Tuttugu manna hópur frá íslandi - Fjölbreytt dagskrá Þann 27. júlí hefst í Moskvu Tólfta Heimsmót æskufólks og stúdenta og stendur til 3. ágúst. Búist er við um 10 þúsundum er- lendra þátttakenda frá 120 löndum og um 12 þúsundir Sovét- manna munu gera sér ferð til Moskvu vegna hátíðarinnar. Frá Islandi fer um tuttugu manna hópur sem myndaður var upp úr fundi sem haldinn var um mótið á vegum Æskulýðssambands ís- lands. í fréttum frá APN um mótið segir á þá leið, að mótið sé helgað 40 ára afmæli sigurs yfir fasisma, tíu ára afmæli Helsinkisáttmálans og alþjóðaári æskunnar. Öðrum þræði á hátíðin að verða umræðumiðstöð. í Moskvu verða fimmtán umræðuklúbbar sem fjalla um frið og afvopnun, friðaruppeldi, hlutverk Samein- uðu þjóðanna, möguleika á því að leysa upp hernaðarbandalög og fleira. Þátttakendur velja sér umræðuklúbb eftir áhugasvið- um. Auk þess verður boðið upp á margskonar menningardagskrár - tónleika, sýningar og fleira og efnt til skoðanaferða og heimsókna í fyrirtæki og stofnan- ir í Moskvu. Heimsmót æskunnar var áður haldið í Moskvu árið 1957 og var þessi mynd þá tekin. Fyrsta æskulýðsmótið af þessu tagi var haldið í Prag árið 1947. Þá gerðu menn sér vonir um að hægt væri að samstilla hugi ungs fólks um allan heim um frið og vinsamleg samskipti, en fljótlega fór svo að afstaða manna til há- tíðanna fór í reynd eftir því hvar þeir voru staddir í því köldu stríði sem þá var að hefjast. Mótin voru framan af haldin annaðhvert ár í höfuðborgum Evrópu austan- verðrar. Mikill fjöldi íslendinga sótti þessi mót, ekki síst mótið í Berlín 1951, í Búkarest 1953, í Varsjá 1955 og í Moskvu 1957. Fysta mótið sem haldið var utan Austur-Evrópu var í Vín 1959 og annað var í Helsinki þrem árum síðar. Síðan hafa mótin ekki verið haldin með eins reglulegum hætti og áður. Það síðasta á undan Moskvumótinu var haldið á Kúbu árið 1978. Af fréttabréfum má marka að mikið verður um að vera í Mos- kvu hátíðardagana. Á hverjum degi verða nær hundrað dagskrár í gangi - sígild tónlist, þjóðleg tónlist, poppmúsík, sirkussýning- ar og hvaðeina. Um 50 þúsundir listamanna, bæði atvinnumenn og áhugafólk mun koma fram. Öll leikhús, kvikmyndahús og útileikhús verða lögð undir hátíð- ina. íþróttir verða á dagskrá, líka keppni sem gestir geta sjálfir tekið þátt í. Og það verður efnt til keppni um besta hátíðalagið. - áb Andropof: Það var aldrei minnst á Brésjnéf.... Persónudýrkun\ Fróðleg sjónvarpsmynd um Andropof Gorbatsjofvill bersýnilega líta á hann semfyrirrennara sinn Sovéska sjónvarpið hefur sýnt 75 mínútna kvikmynd um Júrí Andropof, næstsíðasta aðalritara Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna og þykir myndin benda til þess, að hinn nýi leiðtogi, Gorbatsjof, vilji telja Andropof fyrirrennara sinn og feta í hans spor. Þetta kemur m.a. fram í því, að í þessari mynd er hvergi minnst á Leoníd Brésjnéf, sem var yfir- maður beggja í hátt á annan ára- tug, né heldur á Tsjernenko, sem tók við af Andropof, aldraður og sjúkur maður. Aftur á móti sést Gorbatsjof að minnsta kosti þrisvar við hlið Andropofs í myndinni. í myndinni er lögð mikil áhersla á að gera Andropof sem manneskjulegastan, hann er sýndur í faðmi fjölskyldunnar mikið, börn hans og eiginkona rifja upp ýmsar sögur af honum og þess er getið að hann hafi ort ástarljóð. Andropof hóf sinn valdaferil á baráttu gegn spillingu og á þv( að boða ýmsar breytingar í efna- hagsmálum, sem enn er ekki vit- að hvað um verður. Þriðjudagur 16. júlí 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.