Þjóðviljinn - 20.07.1985, Page 4
LEIÐARI
Úrtölustefnan á NT
Það hefur verið hálf undarlegt að fylgjast með
þeirri skrítnu úrtölurödd sem nú talar æ oftar til
þjóðarinnar úr leiðurum NT. Eigandi hennar
virðist bersýnilega mjög illa haldinn af minni-
máttarkennd fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Að
minnsta kosti er ekki annað hægt að ráða af
þeim vafasömu og mjög svo neikvæðu skrifum
sem NT hefur birt upp á síðkastið um ýmsa
möguleika í atvinnumálum hér á landi. Hitt er
svo jafnvel enn verra, að stundum er eins og sá
sem þar heldur á penna hafi ekki hundsvit á því
sem hann er að skrifa um. Þetta kom sorglega í
Ijós í leiðara NT í gær.
Leiðarahöfundur NT byrjar á því að fara lítils-
virðandi orðum um loðdýrarækt. Þeir sem til
þekkja vita, að þessi nýja grein á sér mjög mikla
möguleika hér á landi, og er öllum sem vit hafa
á, talin afar velkominn gestur í íslenskt atvinnu-
líf. Sá sem skrifar leiðara NT hefur hins vegar
greinilega ekkert vit á málinu. Hann veit til dæm-
is ekki, að það er búið að vinna mjög merkilegt
undirbúningsstarf hér á landi fyrir loðdýrarækt
framtíðarinnar. Hann veit heldur ekki að verð-
þróun á mörkuðum erlendis hefur verið okkur
hagstæð. Hann veit heldur ekki, að þessa dag-
ana er að koma út mjög vel unnin skýrsla um
möguleika og væntanlega þróun loðdýraræktar
á íslandi, ásamt áætlun yfir þær rannsóknir sem
þarf að gera á næstunni. Vegna þessarar van-
þekkingar sinnar veit leiðarahöfundur NT held-
ur ekki, að raunsærri menn sem til þekkja, telja
að einmitt vegna þessarar undirbúningsvinnu
þá sé nú allt búið undir það sem kunnugur mað-
ur kallaði sprengingu í loðdýrarækt.
Loðdýrarækt er í rauninni eina nýbúgreinin
sem getur komið í stað hefðbundins búskapar,
verið unnin af fjölskyldueiningu, eins og hefð-
bundnu bændabýlin eru flest rekin í dag. Það
kemur því úr hörðustu átt þegar málgagn Fram-
sóknarflokksins er farið að mylja úr undirstöð-
um greinarinnar.
Sama minnimáttarkennd og fáviska koma
fram í leiðara NT varðandi fiskeldi. Þar er sami
úrtölutónninn. Ekkert er gert úr möguleikum
fiskeldis, en hins vegar talað um að í uppsigl-
ingu sé verðstríð á laxamörkuðum milli Norð-
manna og Nýsjálendingal! Úr þessu, og raunar
ruglingslegri forsíðufrétt blaðsins frá deginum
áður, er ekki hægt að lesa annað en sökum
þessa yfirvofandi verðstríðs kunni nú mögu-
leikar íslensks fiskeldis að vera minni en áður.
Af þessu tilefni er rétt að upplýsa leiðarahöfund
NT um nokkur grundvallaratriði:
Norðmenn (og íslendingar) framleiða Atl-
antshafslax, sem er allt önnur og verðmeiri teg-
und en Kyrrahafslaxarnir. í Nýja Sjálandi er At-
alantshafslaxinn hins vegar ekki til nema í tak-
mörkuðum mæli og ræktunartilraunir hafa
gengið seint og illa. Nýsjálendingar hafa hins
vegar framleitt eitthvað af Kyrrahafstegundum.
Það er því út í hött að ætla að þessar þjóðir muni
Úrtölur NT koma einnig glögglega fram í þeirri
umræðu sem hefurfarið fram um vanda sjávar-
útvegsins síðustu daga. Eina tillegg NT hefur
nefnilega verið að hreyta skít í þá sem leyfa sér
að gagnrýna hið undarlega ráðleysi Halldórs
Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra. En
ráðherrann, sem einu sinni þótti efnilegur, hefur
vakið þjóðarathygli fyrir að telja sér hentara að
sitja að marklitlu hjali á ensku hóteli um hvali,
meðan Rómaborg hins íslenska sjávarútveqs
brennur.
lenda í einhverju sérstöku verðstríði af þeirri
einföldu ástæðu að Nýsjálendingar eru að
bjóða allt aðra vöru.
Þess má líka geta, að það eru aðeins um 50
þúsund tonn af Atlantshafslaxi á boðstólum í
heiminum árlega, en 850 þúsund af Kyrrahafs-
tegundunum. Auðvitað er ekki ólíklegt að í fram-
tíðinni muni framleiðendur Atlantshafslaxa
reyna að vinna undir sig eitthvað af þeim mörku-
ðum sem seljendur Kyrrahafslaxa hafa í dag.
Sú barátta verður hins vegar tæpast háð við
Nýsjálendinga, því samkvæmt norskri skýrslu
sem væntanleg er innan tíðar, þá komast Nýsjá-
lendingar ekki einu sinni á blað yfir laxaframl-
eiðendur framtíðarinnar.
Leiðarahöfundur NT þarf því bersýnilega að
kynna sér málin betur áður en hann byrjar úrtöl-
ur sínar. Og í staö þess neikvæða viðhorfs sem
hann er haldinn, þurfum við jákvæða og
bjartsýna upplitsdirfsku. Við þurfum kraft en
ekki keng. En kannski er erfitt að vera upplits-
djarfur ef menn eru Framsóknarmenn í dag.
Til að lappa upp á ásýnd ráðherrans bregður
Þy/ NT á það ráð í gær, að birta gamla grein um
sjávarútveg eftir Halldór. Þar hæfir skel kjafti.
Greinin er nefnilega úr riti sem Heimdallur gaf út
fyrir skömmu, og í því var að finna hina alræmdu
ráðleggingu frjálshyggjupáfans Miltons Fried-
mans, til þeirra sem höndla með íslenska sjáv-
arútveginn: Látið hann bara fara á hausinn!
Hvalamaðurinn úti í Englandi sýnist hafa gert
það viðhorf að sínu. ^
Hvalamaðurínn
Ó-ÁLIT
MOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, MörðurÁrnason, Páll Valsson, SigríðurPótursdóttir, SævarGuð-
björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljóamyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir. Sigríður Pótursdóttir.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðsiustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnflörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
lltkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverö: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 360 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. júlí 1985