Þjóðviljinn - 20.07.1985, Qupperneq 5
INN
SÝN
vantar í skoðanakannanir
Ungt fólk hugsar öðruvísi cn
miðaldra, fólk á landsbyggðinni
hugsar öðruvísi en fólkið á höf-
uðborgarsvæðinu, konur öðru-
vísi en karlar, miðstéttir öðruvísi
en lágstéttir og þar fram eftir göt-
um.
í ljósi þessarar yrðingar er
býsna fróðlegt að líta á skoðana-
kannanir sem birst hafa í Helgar-
póstinum og Morgunblaðinu að
undanförnu. Pessar skoðana-
kannanir gefa að vísu mjög tak-
Það
markaða mynd af t.d. aldurs-
skiptingu og hvaðan af lands-
byggðinni hinir ýmsu skoðana-
straumar liggja þegar þeir eru
þvert á höfuðborgarstraumana.
Við vitum býsna lítið um skoð-
anakannanir, sem þó stjórna að
miklu leyti umræðu um tilað-
mynda stjórnmálaflokka. Þannig
veit maður ekki hverjir svara í
símann. Getur verið að þar vanti
stóra hópa? Gæti t.d. verið að þar
vanti vinstri menn sem orðið hafa
fyrir vonbrigðum, - þeir bregðist
þannig við að gefa sig ekki „upp”
í skoðanakönnunum í refsinga-
skyni við flokkinn sinn? Og þá er
vert að hafa í huga að iðulega
svara á milli 30% og 40% alls
ekki í slíkum könnunum.
En enginn efast um að þær gefa
vísbendingar um strauma, - og að
þær hafa í sjálfu sér pólitísk áhrif.
Þetta er eins konar nýtt birtingar-
form á tregðulögmálinu, þannig
að flokkur sem er á uppleið hefur
tilhneigingu til að ná hærra í
næstu könnun, - og flokkur sem
tapar fylgi hefur tilhneigingu til
að tapa meira fylgi í næstu könn-
un. Þess vegna er það í rauninni
alvarlegt áfall fyrir Alþýðu-
flokkinn hans Jóns Baldvins, að í
báðum þeim könnunum sem
gerðar hafa verið núna í sumar af
Helgarpósti og Hagvangi (birtist í
Morgunblaðinu), hafa kratar
tapað verulegu fylgi frá skoðana-
könnunum. Samkvæmt lög-
málinu verður þrautin þyngri
fyrir Balann að fá byr í seglin að
nýju, - fyrir hann gæti meirað-
segja blásið hressilega á móti
áfram. En það eru víst fleiri með
storminn í fangið.
Ólík sjalfsviöhorf
í skoðanakönnun HP á dögun-
um voru þátttakendur spurðir til
hvaða stéttar þeir teldu sig heyra.
Gefnir voru upp þrír möguleikar
hástétt, miðstétt og lágstétt. Og
niðurstöðurnar voru svo birtar
með fyrirvara um svo grófa
stéttaskiptingu, sem og að nær
30% telja enga stéttskiptingu í
landinu. Fáir Islendingar telja sig
heyra hástéttinni til, eða 2.8% á
höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík
og Reykjanes saman) og 2% á
landsbyggðinni.
Velflestir á höfuðborgar-
svæðinu telja sig vera miðstéttar-
menn eða 72.4%. Hins vegar líta
einungis 58.6% á landsbyggðinni
á sig sem miðstéttarfólk. Og í
samræmi við það telur 24.8% á
höfuðborgarsvæðinu sig til lág-
stéttar en 39.4% á lands-
byggðinni.
Ríkidæmi ræður
stétt
í þessar skoðanakönnun HP
kemur fram að flestir telja að
peningar og ríkidæmi einkenni
yfirstéttarfólk á íslandi. Að vísu
telja 31.6% í Reykjavík að emb-
ætti, ætterni, virðing og menntun
skipti mestu en aðeins 17.5% á
landsbyggðinni eru sömu skoð-
unar.
Af þessum niðurstöðum gæti
maður ætlað, að þróunin hafi ver-
ið sú að peningar hafi streymt frá
landsbyggð í þensluna á höfuð-
borgarsvæðinu - og m.a. þess
vegna telji mun fleiri sig heyra til
lágstéttar á landsbyggðinni.
En ef upplýsingar frá Þjóð-
hagsstofnun sem Morgunblaðið
birti í vikunni um tekjur launa-
fólks á síðasta ári eru kannaðar
kemur annað í ljós. í samanburði
Þjóðhagsstofnunar á skattfram-
tölum áranna 1985 og 1984 kem-
ur fram að meðaltekjur Reykvík-
inga voru 6% undir landsmeðal-
tali. Tekjur Reykvíkinga hækk-
uðu um 29% miðað við árið á
undan en annarra landsmanna
um 30% við 1984.
Þar kemur t.d. í ljós að Vest-
firskir launamenn hafa að meðal-
tali 38% hærri laun en Reyk-
víkingar, eða 600 þúsund króna
árslaun miðað við 428 þúsund
króna árslaun Reykvíkinga.
Margar skýringar geta verið á
þessari öðruvísi upplifun lands-
byggðarmanna af stéttum, heldur
en tekjurnar, - og er það vissu-
lega umhugsunarvert. Getur til
dæmis verið að öll opinbera um-
ræðan um vandræðaganginn í
sjávarútveginum valdi því að þeir
sem við hann starfa telji sig frem-
ur til lágstéttar en aðrir sem hafa
mun lægri tekjur?
Bændur hrifnastir?
Enn undarlegri verður allur
þessi samanburður þegar afstað-
an til ríkisstjórnarinnar er tekin
inní dæmið. En Morgunblaðið
birti í fimmtudaginn upplýsingar
byggðar á skoðanakökkun Hag-
vangs um afstöðu fólks til ríkis-
stjórnarinnar.
Þar kemur fram, að 67.1% í
stjálbýli styðja ríkisstjórnina,
55.5% í þéttbýli úti á landi og
57.3% á höfuðborgarsvæðinu.
Nú hefði margur haldið að ríkis-
stjórnin hefði ekki beinlínins
dekrað við bændur og búalið á
landsbyggðinni - og má niður-
staða þessi vera mörgum stjórn-
málaflokkum til verulegrar um-
hugsunar.
I Helgarpóstinum er ekki sýnd
afstaða landsbyggðarinnar og
höfuðborgarbúa til stjórnarinnar
í töflu, en í texta segir að á lands-
byggðinni njóti ríkisstjórnin
stuðnings 57% en hlutfallið er
öfugt í Reykjavík.
f Hagvangskönnuninni kemur
fram að konur eru meðvitaðri en
karlar í þeim skilningi að 46%
þeirra eru andvígar ríkis-
stjórninni en aðeins 39.4% karl-
anna.
Unga fólkið á
kjörskrá
f skoðanakönnun er afar sjald-
an gerð grein fyrir aldurs-
skiptingu og birt samantekt og
töflur um afstöðu fólks eftir aldri.
En engu að síður verður einmitt
unga fólkið einna mikilvægasti
„markhópurinn" í næstu kosn-
ingum.
Um 150 þúsund manns voru á
kjörskrá við síðustu alþingis-
kosningar. Við næstu kosningar
hafa þær breytingar orðið á að
kosningaaldur er kominn niður í
18 ár. Það þýðir að ef kosið yrði
fyrir 1. desember á þessu ári
myndi kjósendum fjölga um rúm-
lega 20 þúsund, - þ.e. að ár-
gangarnir frá 1963 og til 1967
kæmu nýir inná kjörskrá. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hag-
stofunni er hér um að ræða
20.100 manns. Til viðbótar má
gera ráð fyrir að úr þessum ár-
göngum komi 3 til 5 hundruð ein-
staklingar sem búsettir eru er-
lendis en eiga kosningarétt hér á
landi.
Af tölfræðilegum upplýsingum
ábyggilegum eru yngstu tölur af
nemendaskrá frá árinu 1982. Þá
voru hinir nýju kjósendur á aldr-
inum 15-19 ára. 1982 voru sam-
tals 22436 einstaklingar fæddir á
árunum frá 1963 til 1967. Þar af
voru 14.591 á nemendaskrá.
(Vert er að hafa í huga að hér'
er um fleiri að ræða heldur en þá
sem kæmu beint nýir á kjörskrá
1. des., þar sem inní heildar töl-
unni eru þeir sem fæddir eru 1963
fyrir 23. apríl og kusu síðast - og
þeir sem fæddir eru eftir 1. des.
1967.) Ef kosið yrði á næsta ári,
gætu nýir kjósendur orðið um 25
þúsund talsins.
Miðað við tölur 1982 eru þessir
hópar í skólunum. Fyrir
stjórnmálaáhugamenn gæti verið
fýsilegt að vita, að þá voru 7937 í
tveimur efstu bekkjum grunn-
skóla, 12843 í framhaldsskólum
(mennta-fjölbraut), 1569 í
samningsbundnu iðnnámi, 4251
voru í háskólanámi hérlendis og
1816 í námi erlendis. Samtals
voru nemendur árið 1982 28416,
og þá að sjálfsögðu meðtaldir
nemendur yfir 20 ára aldur. Engu
að síður hlýtur að vera ljóst að sá
vettvangur þar sem kjósendur
eru fjölmennastir á einum stað
eru skólanir. Þar er hægt að ná til
um 30 þúsund kjósenda af þeim
170 þúsundum sem gera má ráð
fyrir að verði á kjörskrá við næstu
kosningar.
Hjálpartæki fyrir
stjórnmálaflokka
Á Vesturlöndum eru skoðana-
kannanir lykilatriði fyrir
stjórnmálaflokka. í gegnum þær
fylgjast þeir með viðhorfs-
breytingum hjá fólki og leggja
upp skammtíma og langtíma-
áætlanir með það fyrir augum að
ná til hinna ýmsu markhópa. Ég
er í sjálfu sér ekki að mæla með
því að stjórnmálaflokkar einsog
minn taki upp einhverja tæki-
færismennsku í þessu efni, en hitt
má ljóst vera að öll frekari þekk-
ing á hinum ýmsu hópum kjós-
enda hlýtur að auðvelda stjórn-
málaflokkum áróðurinn.
Víða láta stjórnmálaflokkarnir
sjálfir framkvæma slíkar kannan-
ir fyrir sig og leita þá eftir upp-
lýsingum sem þeir telja sig þurfa
á að halda. Og í þeim tilfellum
eru kannanirnar ekki endilega
birtar opinberlega. Þó orðið
áróður sé feimnismál, þá er það
nú einmitt hann sem oftast ræður
mestu um gengi flokka.
í markaðsþjóðfélögum fer
gjarnan fyrir pólítíkusum einsog
hverri annarri vöru. Og í Banda-
ríkjunum eru öfgarnir í þessu til-
liti langmest áberandi. Þannig
keypti Kóka kóla-hringurinn upp
dýrustu áróðurssérfræðinga Cary
FÍarts og Reagans úr kosninga-
baráttunni til að fá þá til ráðs um
andlitslyftingu kók-drykkjarins.
Og við höfum stöðugt fyrir
augunum á okkur dæmi um það
hvernig vel heppnaðar aug-
lýsingar og áróður fyrir vöru-
tegundir og póítíkusa bera ríku-
legan ávöxt. En til lengri tíma
litið þá gildir það sama fyrir
hvorttveggja - varan verður að
vera góð ef hún á að halda velli á
markaðnum.
Það er mikil kúnst að lesa rétt í
skoðanakannanir, því þær gefa
margvíslegar vísbendingar. Og
stjórnmálaflokkar eiga auðvitað
að nota þær sem hjálpartæki í
stað þess að verða fórnarlömb
þeirra með reglulegu millibili.
Flestir stjórnmálaflokkanna á ís-
iandi beina áróðri sínum til mið-
aldra karla. Þeir höfða í mál-
flutningi sínum síður til annarra
markhópa sem nefndir hafa verið
í þessari grein svo sem einsog
kvenna og ungs fólks. Og þegar
betur er rýnt í þetta atriði má
furða sig á að ekki skuli meira
vera stílað inná fjölmenna hópa í
pólitík: t.d. bankamenn, opin-
bera starfsmenn, þá sem vinna
við flug, - en þessir hópar eru
samtals fjölmennari en t.d.
bændur og fiskvinnslufólk
samanlagt. Máski er það vegna
þess að skoðanakannanir hafa
ekki komið auga á þessa hópa og
sérhagsmuni þeirra, máski er það
vegna þess að stjórnmála-
mennirnir koma síður úr röðum
þessara hópa. Við gætum fengið
vísbendingar um 'ástæðuna í
skoðanakönnun.
Óskar Guðmundsson
Laugardagur 20. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5