Þjóðviljinn - 20.07.1985, Page 8
HEIMURINN
Tvísýnar
kosningar
framundan
Höfuðkeppinautarnir í sænsku kosningunum, Olof Palme forsætisráðherra og Ulf Adelsohn formaðúr hægrimanna,
þeirra sem kenna sig við hófsemi (Moderatarna).
Þann 15. september n.k.
ganga Svíartil kosninga. Kos-
iö veröur til þings sem og til
bæjar- og sveitarstjórna. Hér í
landi er þessi háttur hafður á
og þá kosið á 3 ára fresti sem
eróvenju stutt kjörtímabil mið-
að við önnur þingræðislönd.
í augnablikinu fer fremur
hljóðlega um kosningabaráttuna.
í júiímánuði er stór hluti sænsku
þjóðarinnar í sumarleyfi og það
mun venjan á kosningaári að
skrúfa niður í kosningaslagnum á
meðan sumarleyfin ganga yfir. 1
ágúst má svo búast við að aftur
Björn Guðbrandur
Jónsson skrifar
frá Svíþjóð
taki að skrölta í áróðursvélum
flokkanna og þá svo um munar.
Tveir höfuðfjendur
Hvort þessar kosningar séu
mikilvægari en aðrar undan-
gengnar verður sagan að skera úr
um en víst er að skilin eru skarp-
ari en oftast áður. Það hefur legið
í loftinu allt síðasta ár að tveir
meginpólar verða ráðandi í ný-
byrjaðri kosningabaráttu. Ann-
ars vegar Jafnaðarmenn og hins
vegar Hægri flokkurinn eða
Moderatarnir s.k. (Moderata
samlingspartiet). Þessir flokkar
eru langstærstir af þeim 5 flokk-
um sem í dag eiga fulltrúa á
sænska þinginu. Jafnaðarmenn
hafa löngum haft 40-50% at-
kvæða á bak við sig og geta því
kallast „kjölfestan í sænskum
stjórnmálum” svo notað sé al-
þekkt orðfæri af íslandi. Moder-
atarnir hafa hins vegar verið í
örum vexti síðari ár og er nú spáð
fylgi um 30% atkvæða, sem er
meira en flokkurinn hefur nokk-
urn tíma fengið áður.
Samanlagt fá þessir flokkar því
líklega 70-80% atkvæða og
afgangurinn deilist á 5 litla
flokka. Miðjuflokkarnir, þ.e.
Þjóðarflokkurinn og Miðflokk-
urinn mega muna sinn fífil fegri.
Þeim er nú spáð 7-10% og 10-
14% atkvæða. Á blómaskeiðum
sínum munu þessir flokkar hafa
hirt langt yfir 20% atkvæða. f
þetta sinn virðast þeir ætla að
falla í skuggann af hinni ágengu
pólitík Moderatanna. Samkvæmt
skoðanakönnunum mun Vinstri
flokkurinn-kommúnistarnir
(VPK) halda sínum hefðbundna
hlut þ.e. 4-6%.
Kosið um
sœnska módelið
Stóru flokkarnir deila um það
hvort Svíþjóð sé á réttri eða
rangri braut. Jafnaðarmenn
halda að sjálfsögðu fram hinu
fyrrnefnda og benda á lítið at-
vinnuleysi og uppgang síðustu
ára í atvinnulífinu því til stuðn-
ings. Jafnaðarmenn eru helstu
höfundar þess samfélagsmódels
sem ríkir í Svíþjóð og heimsfrægt
er orðið. Þeirra meginboðskapur
er að standa vörð um velferðar-
þjóðfélagið. Að mati Moderat-
anna er Svíþjóð á rangri leið og
þeir reka nú harðari hægri pólitík
en oftast áður eins og vinsælt er
hjá hægri flokkum í augnablik-
inu. Stefnuskrá þeirra ber keim
af þeim frjálshyggjuhugmyndum
sem eru nú í æ ríkari mæli að
verða læknisráð hægri afla víða
um heim við timburmönnum
hagvaxtarins.
Það skýtur hins vegar skökku
við að mitt í meintum sósíalisma
Olofs Palme þrífast sænsk stór-
fyrirtæki sem aldrei fyrr. Flest út-
flutningsfyrirtæki svo sem t.d.
Volvo, Saab-Scania og SKF sýna
hagnað upp á marga milljarða
sænskra króna, meiri gróða en
nokkru sinni á tíma hinna
tveggja borgaralegu ríkisstjórna
1976-82. Móderatarnir ásaka
hins vegar Jafnaðarmenn um að
vera sífellt að bremsa af hina
efnahagslegu þróun í landinu
með því að reyna að deila út hin-
um efnahagslega ábata. Hin
gamla ásökun að Jafnaðarmenn
geri út á öfundsýkina hefur nú
aftur skotið upp kollinum. Kjör-
orð Moderata er „Látum hina
eljusömu og duglegu máttar-
stólpa njóta sín ótruflaða”. í því
samhengi er krafist aukins einka-
rekstrar m.a. innan heilsugæslu,
menntakerfis og fjölmiðlunar. I
sjálfu sér gömul og margtuggin
hægri pólitík en er í dag ófeimnari
og ágengari en áður.
Jafnaðarmenn vara óspart við
þessari pólitík sem þeir fullyrða
að komi til með að kollvarpa vel-
ferðarsamfélaginu sænska og
gera fólk ofurselt markaðs-
lögmálunum. Þeir Ieggja áherslu
á hin klassísku hjartans mál
krata, þ.e. samneyslu og traustar
almannatryggingar. Jafnaðar-
menn fullyrða einnig að Moder-
atar komi til með að hrófla við
hlutieysisstöðu Svía á alþjóða-
vettvangi.
Launþegasjóðir
Borgaraflokkarnir þrír með
Moderata í fararbroddi hafa ver-
ið ansi hatrammir út í launþega-
sjóðina sænsku, sem eru af-
sprengi núverandi stjórnar
Jafnaðarmanna. Hugmyndin á
bak við sjóðina er að reyna að
tryggja launþegahreyfingunni
einhver ítök í stjórn atvinnu-
lífsins. Atvinnurekendur og
launþegar greiða í sjóði þessa
sem síðar geta keypt hlutabréf í
stórum sem smáum fyrirtækjum
innanlands. Strangar reglur segja
þó svo til að hlutur sjóðanna í
hverju fyrirtæki megi ekki fara
upp fyrir ákveðið mark og það
mark liggur langt fyrir neðan
50%. A þann hátt er áfram-
haldandi einkaeign framleiðslu-
tækjanna tryggð og komið í veg
fyrir róttækar breytingar á hluta-
bréfaeign.
Borgaraflokkarnir, forstjóra-
stéttin og aðrir forkólfar hægra
megin í pólitíkinni fullyrða að
með launþegasjóðunum sé „eðli-
legu” eignarhaldi á atvinnu-
tækjunum stefnt í voða. Hér sé á
ferðinni byrjunin á sósíalisma af
austur-evrópskum toga. Frægar
eru orðnar „forstjóragöngurnar”
s.k. gegn sjóðunum sem megn-
uðu að safna saman þúsundum
fyrirfólks í aðgerðir sem ýmsir í
einfeldni sinni héldu að vinstri
menn og græningjar einir legðu
sig niður við. Frá hendi Jafnaðar-
manna hefur hins vegar verið
undarlega hljótt um sjóðina og
hafa þeir lítt haft fyrir því að verja
þetta sköpunarverk sitt. Greini-
legt er að Jafnaðarmenn ætla af
sinni hálfu ekki að gera sjóðina
að meiriháttar kosningamáli en
það vilja borgaraflokkarnir hins
vegar ólmir gera.
Smáflokkar
í kreppu
Það verður því kosið um hug-
myndafræði tveggja stærstu
flokkanna og ríkisstjórnarval-
kostirnir eru borgaraleg ríkis-
stjórn eða áframhaldandi minni-
hlutastjórn Jafnaðarmanna með
stuðningi VPK.
Smáflokkarnir 3 á þingi hafa
átt í erfiðleikum með að skapa sér
sérstöðu meðal hinna stóru og
hafa gripið til þess ráðs að taka
ástfóstri við einstök mál. Þjóðar-
flokkurinn hamrar t.d. á því að
hver og einn vistmaður á elli-
heimili hafi sér herbergi en þurfi
ekki að deila því með öðrum og
Ieggur einnig áherslu á að
þróunaraðstoð Svía nái 1% af
þjóðartekjum. Að öðru leyti á
flokkurinn í stökustu vandræðum
með að aðgreina sig frá Moder-
ötum. Miðflokkurinn, þar sem
Thorbjörn Fálldin er enn við for-
mennsku er í mörgu sænskur
Framsóknarflokkur. Flokkurinn
á erfitt með að ákveða hvort hann
eigi að halda tryggð við uppruna
sinn meðal bænda og búaliðs en
slíkt yrði eflaust til að skafa af
honum fylgið enn meir en orðið
er. Flokkurinn náði sér á flug
1976 með einarðri andstöðu við
áframhaldandi þróun kjarnork-
unnar sem orkugjafa og hefur
reynt að finna sér samastað í til-
verunni sem einhvers konar um-
hverfísverndarflokkur. Slík
stefna hefur þó farið flokknum
misvel og greinilegt er að þarna
er á ferðinni flokkur í kreppu.
Margir brigsla Miðflokknum
um svik og linkind í umhverfis-
málum og nú býður fram í annað
skiptið sérstakur Flokkur Um-
hverfissinna - Hinir grænu, ætt-
ingi þess þýska. Flokkurinn á
strax á bernskuskeiði við innan-
mein og klofning að stríða og
ólíklegt er að hann nái 4% mark-
inu og komist þannig inn á þing-
ið.
Á síðasta hausti sofnaði Mið-
flokkurinn til kosningabandalags
við smáflokk einn, Kristilega
demókrata (KDS) sem aldrei
hefur komist á þing með sín 2-3%
atkvæða. KDS eins og nafnið
bendir til leggur áherslu á kristi-
legt líferni með kjamafjölskyld-
una í öndvegi. Fóstureyðingar og
hjónaskilnaðir eru KDS ekki
þóknanlegir og guð er borgara-
legur. Þetta kosningabandalag
hefur valdið óróa hjá Jafnaðar-
mönnum sem sjá að borgaralegu
blokkinni nýtist þarna skyndilega
nokkur prósent atkvæða sem
áður féllu dauð. Það getur vel far-
ið svo að kosningabandalagið
verði til þess að stjórn Olofs
Palme falli í haust.
Loks er Vinstri flokkur-
inn-kommúnistarnir, flokkur
sem einnig á erfitt með að finna
sér „próffl”. Vandamálið er að
VPK sýnist ekki vera annað en
útlimur vinstra megin á Stóra-
Kroppi Jafnaðarmannaflokksins
og hlutverk hans ekki annað en
að verja stjórnina falli. Skoðana-
kannanir benda þó til þess að
VPK hafi ekkert að óttast í kom-
andi kosningum og bæti jafnvel
við sig fylgi. Sú aukning kæmi
mest til vegna gamals baráttu-
máls VPK um niðurfellingu sölu-
skatts á matvöru. Þessi hugmynd
hefur skyndilega komist í sviðs-
ljósið og reynist eiga mikinn
stuðning m.a. innan Miðflokks-
ins.
Staðan jöfn
Síðustu skoðanakannanir (í
júní) sýna að blokkirnar standa
hnífjafnt. Það er gleðiefni fyrir
jafnaðarmenn því mest allt kjör-
tímabilið hafa skoðanakannanir
sýnt nokkuð traust forskot
borgaraflokkanna. f maí sýndu
raunar kannanirnar að vinstri
blokkin hefði yfirhöndina. Stað-
an er því æsispennandi og ekki
má mikið út af bera til að of mikið
halli ekki á annan aðilann. Eða
hvað myndi t.d. annar kafbátur
upp i á sænsku skeri hafa að segja
í stöðunni?
Gautaborg 9. júlí,
Björn Guðbrandur Jónsson.
LAUSAR STÖDUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
• Forstöðumaður við dagh./leiksk. Iðuborg. Frá 1.
sept.
• Fóstrur og starfsmenn á eftirtalin heimili.
Dagheimilin:
Bakkaborg v/Blöndubakka. Frá 1. águst n.k
Efrihlíð v/Stigahlíð. Frá 1. ágúst n.k.
Hagaborg, Fornhaga 8. Frá 1. sept. n.k.
Hlíðarenda, Laugarásvegi 77. Frá 1. ágúst n.k.
Sunnuborg, Sólheimum 19. Frá 1. ágúst n.k.
Valhöll, Suðurgötu 39. Frá 15. ágúst n.k.
Leikskólana:
Barónsborg, Njálsgötu. Frá 1. sept. n.k.
Hlíðarborg v/Eskihlíð. Frá 1. ág. og 1. sept. n.k.
Leikfell, Æsufelli 4. Frá 1. ágúst n.k.
Holtaborg, Sólheimum 21. Frá 1. sept. n.k.
Dagh./leikskólana:
Grænuborg, Eiríksgötu 2. Frá 1. sept. n.k.
Iðuborg, Iðufelli 16. Frá 1. ágúst n.k.
Ægisborg, Ægissíðu 104. Frá 1. sept. n.k.
Skóladagh. Skála v/Kaplaskjólsv. frá 15. ág. n.k.
Hlutastörf koma til greina.
• Matráðskona við dagh. Austurborg, Háaleitisbraut
70. Frá 1. sept. n.k.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar-
fóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277 og forstöðu-
menn viðkomandi heimila.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00,
miðvikudaginn 31. júlí 1985.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. júlí 1985