Þjóðviljinn - 20.07.1985, Page 10
Höfnin frá 1924, eftir Jón Stefánsson.
Múlakot í Fljótshlíð, 1913, eftir Ásgrím Jónsson.
Framhald af bls. 9
sverja þeir sig í ætt við fjölmarga
kollega sína á Norðurlöndunum,
sem sóttust eftir því sama (Sjá
aðalþema sýningarinnar „Scand-
inavia Today”, sem nýlega fór
um Bandaríkin).
Formfesta og
fantasía
Þeir Jón Stefánsson og Jóhann-
es S. Kjarval eru jafn ólíkir og
fyrrnefndir málarar eru líkir. Þaö
er afstaðan sem skilur þá að. Jón
er jarðbundinn formalisti, á með-
an Kjarval svífur á vit ímyndun-
arinnar. Einna helst mætast þeir í
hinu hreina landslagi en eru þó
alltaf á öndverðum meiði. Sjón-
deildarhringur Jóns er víður
þannig að fjarlægðin verður aðal-
atriði í myndum hans. Kjarval
þrengir sinn svo hið nálæga þenj-
ist sem mest yfir myndflötinn.
Jón vinnur verk sín hægt og bít-
andi og má sjá í ófáum myndum
hans átök efa og kreppu, sem
hann yfirvinnur á meistaralegan
hátt. Á hinn bóginn lýsa verk
Kjarvals óvenjulegu sjálfstrausti
og öryggi. Enginn hinna eldri
málara hefur tjáð sig á jafn
hispurslausan máta og með svo
frjálsu handbragði. Tvímælalaust
verður að telja hann nútfmaleg-
astan þeirra fjögurra og ætti eng-
um að finnast það undarlegt að
hann skuli njóta svo mikillar virð-
ingar meðal yngstu kynslóða
listamanna sem raun ber vitni.
Einhver skaut því að mér að
„Fantasía” hans frá 1940, væri
hvorki meira né minna en fyrir-
boði nýja málverksins.
Hvað svo sem segja má um
hvern einstakan listamann í hópi
frumherjanna, þá er víst að sam-
an mynda þeir sterka heild og
sókndjarfa, því vafalaust hefur
verið á brattann að sækja á fyrstu
árum íslenskrar málaralistar. En
um leið og Listasafni íslands skal
þakkað framtakið, er ekki úr vegi
að hvetja listráð þess til að huga
að stærri sýningu, þar sem allir
frumherjar íslenskrar listar
fengju að fljóta með. Þar er átt
við konur jafnt sem karla, mynd-
höggvara jafnt sem málara. Slíkt,
breitt yfirlit gæti varpað nýju ljósi
á upphaf íslenskra nútímalista og
orðið uppspretta frjórra um-
ræðna og endurmats.
HBR
Verndaður
vinnustaður -
Egilsstöðum
Staða forstöðumanns á nýjum vernduðum vinnu-
stað er laus til umsóknar. Stöðunni fylgir undirbúning-
ur og skipulagning á vinnustaðnum, almenn verk-
stjórn og verkþjálfun.
Mikilvægt er að umsækjandi hafi áhuga á að starfa
eða hafi starfað með líkamlega og andlega fötluðu
fólki og hafi reynslu á sviði verkstjórnar.
Skriflegar umsóknir, sem greini frá menntun og fyrri
störfum, sendist til skrifstofu Svæðisstjórnar Austur-
lands, Vonarlandi, Egillsstöðum.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Svæðisstjórnar, í síma 97-1833.
Umsóknarfrestur framlengdur til 31. júlí 1985.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra Austuriandi
Endursöluíbúðir
Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi auglýsir eftir
umsóknum um endursöluíbúðir. Rétturtil íbúðakaupa
er bundinn við eftirfarandi skilyrði:
A. Eiga lögheimili í Kópavogi.
B. Eiga ekki íbúðir fyrir eða samsvarandi eign í öðru
formi.
C. Fara eigi yfir þau tekjumörk sem hér fara á eftir:
Meðaltekjur (nettótekjur miðað við árin 1982,1983
og 1984) mega ekki fara fram úr kr. 300.700,- að
viðbættum kr. 28.000 fyrir hvert barn innan 16 ára
aldurs á framfæri.
Heimilt er að víkja frá þessum reglum í sérstökum
tilvikum. Þeir sem búa við erfiðasta húsnæðisaðstöðu
hafa forgang að íbúðum í Verkamannabústöðum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofu
Kópavogs. Umsóknum skal skila fyrir 6. ágúst n.k. í
lokuðu umslagi merkt stjórn verkamannabústaða í
Kópavogi.
Stjórn VBK
Sonur minn og bróðir okkar
Ketill Guðmundsson,
Stigahlíð 26,
andaðist í London 17. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju, þriðjudaginn 23. júlí kl. 10,30 árdegis.
Lilja Halldórsdóttir
og börn.
Norrœna húsið
Norrœn Ijóðlistar-
hótíð í haust
Boðið hefur verið 21 Ijóðskóldi fró öllum norrœnum mólsvœðum
og þar að auki sex þekktum skóldum utan Norðurlanda.
Dagana 8.-14. septernber verð-
ur fyrsta Norræna Ijóðlistarhá-
tíðin haldin í Reykjavík. Frum-
kvæði að hátíðinni átti Knut 0de-
gárd skáld, en með honum í fram-
kvæmdastjórn hennar eru
skáldin Einar Bragi og Thor Vil-
hjálmsson. Hafa þeir unnið að
undirbúningi síðan í janúar. Síð-
ar k vöddu þeir til liðs við sig Árna
Sigurjónsson bókmenntafræð-
ing, Einar Kárson rithöfund,
Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda-
stjóra, Sigurð Pálsson skáld,
Svein Einarsson fyrrv. Þjóð-
leikhússtjóra, Þórarin Eldjárn
skáld og Ornólf Thorsson bók-
menntafræðing, og skipa þessir
tíu stjórn ljóðlistarhátíðarinnar.
Markmiðið með Norrænu
ljóðlistarhátíðinni er að hefja
ljóðlist til vegs í huga almenn-
ings, gefa ljóðskáldum frá ýms-
um löndum kost á að kynnast og
vinna saman að framgangi listar
sinnar og stuðla að því að
Reykjavík verði í augum um-
heimsins höfuðborg Ijóðlistar í
þeim skilningi, að þar sé ljóðlist
meira iðkuð og metin en í öðrum
höfuðborgum.
Boðið hefur verið 21 ljóðskáldi
frá öllum norrænum málsvæðum
og þar að auki sex þekktum
skáldum utan Norðurlanda til að
hátíðin geti orðið með alþjóðlegu
ívafi. Munu skáldin lesa úr verk-
um sínum, flytja erindi og taka
þátt í umræðum um ljóðlist
samtímans. Auk þess verður
meðan á hátíðinni stendur reynt
með ýmsum hætti öðrum að
gleðja ljóðaunnendur og glæða
áhuga almennings á mikilvægi
ljóðlistar í lífi nútímamanna.
Gestir Norrænu ljóðlistarhátíð-
arinnar verða eftirtalin norræn
skáld: Ivan Malinovski, Uffe
Harder og Marianne Larsen frá
Danmörku, Lars Huldén, Peter
Sandelin og Pentti Saaritsa frá
Finnlandi, Karsten Hoydal frá
Færeyjum, Arqaluk Lynge frá
Grænlandi, Hannes Pétursson,
Sigfús Daðason, Sigurður Páls-
son, Snorri Hjartarson, Stefán
Hörður Grímsson og Þorsteinn
frá Hamri frá íslandi, Harald
Sverdrup, Kjell Heggelund og
Jan Erik Vold frá Noregi, Britta
Marakatt frá Samalandi, Harald
Forss, Lars Forssell og Östen
Sjöstrand frá Svíþjóð, en utan
Norðurlanda: Mimmo Morina
frá Ítalíu, Justo Jorge Padrón frá
Spáni, Georges Astaloa frá Rúm-
eníu (býr í París og yrkir á
frönsku), Ted Hughes frá Eng-
landi, Robert Bly frá Bandaríkj-
unum og Andrej Andrejevitsj
Voznenskij frá Sovétríkjunum.
Hafa öll erlendu skáldin þegar
boðað komu sína, nema svar er
enn ófengið frá þremur utan
Norðurlanda.
Norræni menningarsjóðurinn,
Reykjavíkurborg, Norræna hús-
ið í Reykjavík og Norræna höf-
undamiðstöðin hafa heitið hátíð-
inni fjárhagslegum stuðningi og
enn fleiri munu leggja henni lið
með ýmsum hætti.
Skólholts-
hátíð
Skálholtshátíð verður á
sunnudag. Hefst hún með
klukknahringingu kl. 13.30 en
kl. 13.40verðurorganleikur
Björns Sólbergssonar. Kl. 14
er svo skrúðganga presta og
biskupa og lúðraþytur úr Þor-
lákstíðum og síðan messa.
Síðar um daginn er samkoma
í kirkjunni, helguð 170 ára af-
mæli Hins íslenska biblíu-
félags.
Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson
prófastur prédikar í messunni og
Skálholtskórinn syngur undir
stjórn Glúms Gylfasonar.
Trompetleikarar eru Jón Hjalta-
son og Sveinn Birgisson en óbó-
leikari Davíð Kolbeinsson.
1985
Á samkomunni kl. 16.30 er
flutt dagskrá er Guðrún Ás-
mundsdóttir leikari hefur tekið
saman og nefnist Guðleg ný tíð-
indi - svo sem kvað Oddur Gott-
skálksson. Flytjendur með henni
eru Auður Bjarnadóttir, Hall-
grímur Helgason og Karl
Guðmundsson. Flutt verður Air
& Rondo eftir Hándel á óbó og
orgel. Sr. Felix Ólafsson flytur
erindi um Ebenezer Henderson,
Guðmundur Gíslason syngur ein-
söng og sr. Helga Soffía Konráðs-
dóttir les úr ritningunni og fer
með bæn.
Ferðir verða frá Umferðar-
miðstöð kl. 12 og svo til baka að
hátíðardagskrá lokinni.
-GFr
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN