Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Óskabamið borið út
Albert Guðmundsson hefur gert enn eitt
áhlaupið á fjölmiðlaheiminn og vill nú
gjarnan selja eignarhluta ríkisins í fyrir-
tækjum einsog Flugleiðum og Eimskip. Það
var alltaf spurning um daga hvenær Albert
vekti á sér athygli - og hún hefur næstum
því verið þrúgandi þessi þögn sem ríkt hefur
um ráðherrann í hartnær tvo mánuði.
(stjórnarskrá lýðveldisins er kveðið á um
að ekki megi selja eða láta af hendi neina af
fasteignum landsins eða afnotarétt þeirra
nema samkvæmt sérstakri lagaheimild. Nú
er það svo að áðurnefnd fyrirtæki eru ekki
eign ríkisins nema að hluta og því ekki bein-
línis lagabrot að fjármálaráðherra bjóði
hlutabréf til sölu. Hins vegar brýtur það í
bága við anda stjórnarskrárinnar og laga-
fyrirmæla að leita ekki álits alþingis á gjörn-
ingi sem þessum.
Þessi stórfyrirtæki bæði, Flugleiðir og
Eimskip, hafa hvað eftir annað hlaupið
undir pilsfaldinn á ríkisvaldinu þegar á hefur
bjátað í rekstrinum eða þeim verið fjárskylft
við fasteignakaup. Ríkisstjórnir hafa fyrir
hönd þjóðarinnar talið réttast að eignast
hluti í þessum fyrirtækjum - og hlutabréf
ríkisins í þeim eru því þjóðareign í vissum
skilningi. Hvaða ráðherra hefur pólitískt
siðferðislega heimild til að selja hlut af
þjóðareign án þess að um málið hafi vel og
vandlega verið fjallað á alþingi?
Sala á ríkiseignum er í sjálfu sér ekki
forkastanleg, þegar eftir málefnalega um-
ræðu er ákveðið að selja starfsmönnum
slíkar eignir í anda atvinnulýðræðis. Hitt er
með öllu fráleitt að óvissa ríki um kaupend-
ur, atvinnuöryggi starfsmanna, rekstrar-
form og jafnvel verðgildi eignanna sem ver-1
ið er að selja. Ruglið í sölumennsku ráð-
herranna á sér fá takmörk. Albert datt í hug
að selja hlut ríkisins í Álafossi - en þeir hlutir
heyrðu ekki einu sinni undir hans ráðuneyti.
Sverrir ætlaði að selja Sementsverk-
smiðjuna en alþingi hafði engan áhuga á
því, þannig að vilji þessarar æðstu stofnun-
ar hefur verið kannaður til slíkrar sölu. Og
þegar Landssmiðjan var seld var lítið vitað
hvort allir starfsmenn héldu vinnu sinni við
fyrirtækið.
Þessi sölumennska hefur verið rekin í
anda frjálshyggjugaukanna í Sjálfstæðis-
flokknum, partur af heimsmynd þeirra og
því ekki verið mikið til lýðræðislegrar um-
ræðu.
Nú hefur komið fram að Albert vill að
þessi útsala á hlutabréfum í Eimskip og
Flugleiðum verði í einum „pakka”. Flug-
leiðaforstjórinn segist ekki hafa trú á því að
neinn hafi efni á því að kaupa þetta allt
saman í einu lagi, en Albert segist ekki vilja
láta bréfin missa mátt sinn með því að selja
þau niðurbrytjuð.
Því er ekki nema eðlilegt að spurt sé hvað
vaki fyrir ráðherranum. Getur verið að hann
ætli að selja íslenskum Aðalverktökum
þessa hluti, þeim Geir og Halldóri H. Jóns-
syni sem hafa næga peninga í svona
„pakkakaup” hjá Albert?
Eða getur verið að hann sé einungis að
sýna frjálshýggjuarmi Sjálfstæðisflokksins
að hann geti nú líka staðið við loforð sem
ráðherrarnir hafa gefið á Heimdallarfundum
um að selja allt undan ríkinu?
Eimskip var stofnað fyrir rúmum sjötíu
árum með fjöldaþátttöku landsmanna.
Fyrirtækið var kallað „óskabarn þjóðar-
innar” og það þótti sérstakt markmið og
hugsjón aldamótakynslóðarinnar að sem
allra flestir ættu hluti í fyrirtækinu. Og það er
erfitt að ímynda sér að drengurinn sem sat
til skiptis á hnjám hinna merku hugsjóna-
manna, séra Friðriks og Jónasar frá Hriflu,
skuli nú stuðla að einskonar pólitískum út-
burði á þessu óskabarni þjóðarinnar. -óg
KUPPT OG SKORIÐ
Spjallað
við Castro
DV endursagði um helgina
langt viðtal við Fidel Castro leið-
toga Kúbumanna, þann mann
sem á sínum tíma komst furðu
nærri því að verða átrúnaðargoð
hverskyns vinstrimanna. Kúbu-
byltingin sem sigraði fyrir rösk-
lega aldarfjórðungi þótti mikils
vísir, margir töldu hana upphaf
mikillar byltingaröldu sem myndi
gjörbreyta þriðja heiminum eða
að minnsta kosti Rómönsku Am-
eríku. Ekki gekk það eftir og bar
margt til - stóraukinn stuðningur
risans í norðri, Bandaríkjanna,
við herforingjaklíkur og hægri-
öfl, erfiðleikar Kúbumanna
sjálfra, sem máttu reyna það eins
og svo margir aðrir, að þá fyrst
byrjar byltingarvandinn þegar
valdatakan hefur átt sér stað - og
margt fleira.
Margir vinstrimenn hafa orðið
fyrir vonbrigðum með það að á
Kúbu reis einflokkskerfi sem í
alltof mörgum greinum dregur
dám af Austur-Evrópu. En einn-
ig hjá þeim hefur Kúba samt haft
vissa sérstöðu - því sú bylting sem
þar gerðist var sannarlega „ekta“,
hún var ekki flutt út, hún spratt af
aðstæðum í landinu sjálfu og,
hvað sem ávirðingum einsflokks-
kerfis líður, hefur hið kúbanska
þjóðfélag gert meiri tilraunir með
grasrótarvirkni ýmiskonar en
menn eiga að venjast í ríkjum
sem kommúnistaflokkar stjórna.
Hlutverk ein-
staklings
Viðtalið við Fidel snýst meðal
annars um hlutverk leiðtoga í
sögunni og vill Kúbuleiðtoginn
gera sem minnst úr því, en því
meira þeim aðstæðum tímanna,
sem kalla á foringja af vissri gerð.
Hann segir til dæmis:
„Efég hefði ekki lœrt að lesa og
skrifa, hvaða hlutverk hefði égþá
getað leikið í byltingunni? Þar
sem ég ólst upp vorum við
systkinin einu börnin á stóru
svœði sem lœrðu að lesa ogskrifa.
Hversu tnörg barnanna höfðu
miklu meiri hœfileika en ég en
gátu ekki nýtt þá vegna þess að
þau fengu ekki tœkifœri til
menntunar? Eitt afhundrað bestu
kvœðunum á spænskri tungu
fjallarumþað, hvernigsnilligáfan
sefur oft djúpt í sálinni og bíður
þess að rödd kalli: „Rís upp og
gakk“. / þessu er sannleikur, ég
trúi þessu statt og stöðugt. Því trúi
ég því einnig, að leiðtogahœfi-
leikar séu ekki bundnir við ein-
staklinga heldur sé þá að finna
meðal þjóðarinnar".
Sámur frændi
og frelsið
Eins og að líkum lætur er fjand-
skapur Bandaríkjanna við suður-
amerískar byltingar mjög á dag-
skrá í þessu samtali - það er rifj að
upp hvernig leyniþjónustan CIA
ætlaði að ráða Castro af dögum
og það er talað um stuðning
hennar við andbyltingarliðið í
Nicaragua. Það er líka talað um
frelsið. Aðalröksemd Castros er
sú, að frelsi sé meira á orði en
borði í Bandaríkjunum - bæði
inn á við og út á við. Hann segist
ekki halda uppi málfrelsi heima
fyrir, en hann sé þó að minnsta
kosti heiðarlegur og viðurkenni
það. Hann segir á þessa leið:
„Frjálsasta land í heimi útrýmdi
líka indjánunum. Þið drápuð
fleiri indjána heldur en Buffalo
Bill tókst að drepa af vísundum.
Síðan hafið þið gert að banda-
mönnum ykkar verstu harðstjóra
í Chile og Argentínu, þið hafið
verndað Suður-Afríku, þið hafið
notað verstu morðingja í heimi til
að skipuleggja Contra upp-
reisnina - og ennþá talið þið um
frelsi...
Það má gagnrýna okkur á
Kúbu, en við erum að minnsta
kosti heiðarlegri en þið. Okkar
kerfi er hreinlegra vegna þess að
við þykjumst ekki vera gunnfáni
frelsisins".
Að sönnu er samanburður á
málfrelsi í þjóðfélögum einfald-
aður um of með þessum hætti -
en nokkuð hefur Fidel karlinn
samt til síns máls. Og miklu meira
en þegar hann tekur það að sér að
réttlæta fyrirvaralaust hernað So-
vétmanna í Afganistan.
„Brjálæði
byltingar“
Reyndar er af þessu viðtali
mest að græða í kynnum af þeim
sérstæða persónuleika sem Fidel
Castro er. Það er t.d. gaman að
skoða hvernig hann les þá miklu
og sígildu sögu af Don Kíkóta:
„Eg held að bókin hafi verið
mjög kœnlega skrifuð. Raunar tel
ég að hún sé einhver magnaðasti
dýrðaróður til drauma mannsins
og hugsjóna sem festur hefur ver-
ið á blað og mjög merkilegur í
þokkabót. Þarna eru tvœr per-
sónur: Sansjó með báða fœtur á
jörðunni, sem skoðar vandamálin
og gefur ráð, hann er varkárnin
uppmáluð og man öll smáatriði
sem máli skipta, hinsvegar er svo
Don Kíkóti sem lœtur sig sífellt
dreyma um málstað til að verja.
Brjálœði Don Kíkóta og brjálæði
byltingarinnar eru náskyld,
andinn er svipaður... Ég kann af-
skaplega vel við þessa persónu.
Ég er handviss um að Don Kíkóti
hefði ekki hugsað sig um tvisvar
áður en hann réðist gegn risanum
í norðri".
Castro finnst það reyndar eitt
af undrum veraldar hve mikið af
skínandi góðum bókum koma
enn út í heiminum og kvartar sár-
an yfir því að hafa ekki nægan
tíma til lestrar. Viðkunnanleg af-
staða það hjá Kúbuleiðtoga.
ÞJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Berqmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, MörðurÁrnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, SævarGuð-
björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Oskarsdóttir.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbroiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglysingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verö í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 360 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. júlí 1985