Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 5
■ \ ♦ <
,Við þurfum ekkert útvarp. Sjávarniður og fuglasöngur fæst ekki á rás tvö“. Einar og Orri ofan í skemmugólfinu. Mynd: eik.
„Hér gengur enginn aftur“
Litið við á Stóru-Borg, þar sem umfangsmesti tornleifauppgröftur
Þjóðminjasafnsinsstendur yfir
„Nei, við erum ekkert
farin að lengja íslands-
söguna íannan
endann, - ekki ennþá,
hvað sem verður. Við
höfum nóg að gera við
að skoða þessar 3 til 4
aldirsem
mannvistarieifarnar
héráStóru-Borg
spanna. Þaðsem er
einna skemmtilegast
við þennan uppgröfter
allt þetta hversdags
dót sem við höfum náð
í, alltfrá vettlingum í
nöguð þorskbein. Með
þessum uppgreftri
fæst innsýn í daglegt
líf manna en lítið hefur
veriðgrafið uppfrá
þessum tímatil
þessa“, sagði Mjöll
Snæsdóttir, fornleifa-
fræðingur, sem við
heimsóttum austur á
Stóru-Borg.
Það var raunar heppni að sólin
skein glatt, þegar komið var nið-
ur á sandhólinn, sem geymir rúst-
irnar af bæ Önnu á Stóru-Borg og
aðrar eldri og yngri rústir, því ár
og sandbleyta gera svæðið erfitt
yfirferðar og ekki sést í rústirnar
fyrr en komið er alveg niður
undir fjöruna.
Uppgröfturinn á Stóru-Borg er
umfangsmesti uppgröftur Þjóð-
minjasafnsins og hefur nú staðið
yfir í 7 sumur og er ekki nærri
lokið. Fimm manns vinna við
uppgröftinn og er unnið á hverju
sumri í 6-10 vikur eftir því hvern-
ig viðrar.
„Hér hefur verið gott að búa,
húsin eru vel reist og varð-
veisluskilyrði ágæt. Ég er mest
hissa hvað húsagerðin hefur lítið
breyst í gegnum aldirnar", segir
Mjöll og sýnir okkur ofan í rústir
sem trúlega eru af skemmu.
„Það er vegna þess að bændur í
Rangárvallasýslu eru svo íhalds-
samir“, segir Orri Vésteinsson,
sem er að skafa skemmugólfið
með múrskeið og fægiskúffu.
„Láttu ekki nokkurn mann
heyra þetta“, segir Mjöll og bætir
við: „Þeir hlóðu að minnsta kosti
fallega.
Já, þetta er góður hóll og mikið
af góðum húsum í honum. Bara
að okkur takist að Ijúka við upp-
gröftinn áður en sjórinn tekur
þetta allt til sín“. Við setjumst
niður til að fá okkur kaffisopa, en
nestið er smurt ofan í hópinn uppi
í Drangshlíð.
Anna á Stóru-Borg, sú fræga
kvenhetja, er fyrsti nafngreindi
ábúandinn á Stóru-Borg, en
meðal hluta sem fundist hafa er
snældusnúður sem á er letrað
nafnið Anna.
Hvort það er sú eina sanna
Anna er ekki vitað, en líklegt er
að nafnið hafi loðað lengi við
ættina. Þá hefur fundist rúna-
„Þetta er góður hóll“, segir Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur.
Miðvikudagur 24. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5