Þjóðviljinn - 24.07.1985, Page 6

Þjóðviljinn - 24.07.1985, Page 6
Kaffisopinn er vel þeginn. í baksýn sést í Eyjafjallajökul og Eyjafjöllin. Þar er Paradísarhellir þar sem Hjalti, ástmaður önnu á Stóru-Borg, faldi sig fyrir yfirvöldum. — Frá vinstri: Már Másson, Margrét Harðardóttir, Þórunn Sigurðardóttir, blaðamaður, Orri Vésteinsson, Mjöll Snæsdóttir og bak við hana sést grilla í Einar Jónsson. Mynd: eik. „Hvað skyldi þetta vera?" Már og Margrét grafarar skoða steinhellu. Framhald af bls. 5 pinni eða rúnakefli, með áletrun, sem ekki hefur tekist að ráða ennþá. 66 grafir fundust þegar kirkjugarðurinn austan í hólnum var grafinn upp, en beinin voru mjög morkin og var mokað yfir þau aftur. En skyldu fimm- menningarnir aldrei vera myrk- fælnir þarna niðri á söndunum, þegar fer að hausta og daginn að stytta, með allar þessar grafir við hliðina á sér? „Nei, þetta er svo löngu látið fólk, að það er hætt að ganga aft- ur. Fólk gengur ekki aftur nema í sjö ættliði", segir Einar Jónsson, einn grafaranna. „Auk þess er þetta allt sann- kristið fólk og löngu komið í betri staðinn. Það hefur áreiðanlega aldrei gengið aftur“, segir Mjöll og sýpur á kaffinu. Við göngum um allt svæðið undir leiðsögn Mjallar. Á gólfinu sem virðist vera skemmugólf er far eftir stórt kerald. „Við höfum fundið för eftir skyrker, allt að 1,5 metra í þver- mál. Ég er farin að trúa frásögn- inni af Gissuri Þorvaldssyni, sem faldi sig í kerinu. Það hefur meira að segja verið pláss fyrir tvo“, segir Mjöll. Það vekur athygli okkar að enginn er með útvarp með sér við uppgröftinn. „Nei, okkur þykir hafsniðurinn fallegri en rás tvö“, heyrist í einum graf- aranna upp úr rústunum. Mjöll bætir við að þau séu ekki einu sinni með sjónvarp í barnaskól- anum á Skógum þar sem þau búa. „Við höfum nóg að gera að lesa og spjalla við fólk. Og svo erum við alltaf að skoða það sem við finnum. Þetta er svo spennandi", segja þau. Megnið af rústunum sem þarna hafa verið grafnar upp eru frá 15. öld og fram undir miðja 19. öld, þegar bæjarstæðið var flutt. Kir- kjan og kirkjugarðurinn eru hins vegar frá 14. öld og hugsanlega eldri. Hluti af munum sem skipta þús- und og grafnir hafa verið upp á Stóru-Borg er geymdur í Byggða- safninu á Skógum, en hluti í Þjóðminjasafninu. „Vonandi getum við einhvern tíma safnað þessum hlutum sam- an og valið úr þeim og sett upp sýningu á munum frá Stóru- Borg. Rústunum sjálfum getur enginn bjargað, þær munu fara undir sjó og sand, en hlutirnir munu um ókomnar aldir bera vitni um mannlíf sem lifað var á Stóru-Borg“, sagði Mjöll að lok- um. þs. Þetta eru rúnirnar á rúnapinnanum, eða rúnakeflinu sem fannst nýlega. Er þetta bæn eða blautlegur kveðskapur? - ef einhver getur ráðið rúnirnar er hann beðinn að láta vita. Margrét mokar af kappi, en öllu sem kemur upp úr rústunum er ekið frá þeim, svo það fjúki ekki ofan í aftur í næsta roki. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.