Þjóðviljinn - 24.07.1985, Page 8
ST. JOSEFSSPITALI,
LANDAKOTI
Lausar stöður:
Röntgenhjúkrunarfræðingur-röntgentæknirósk-
ast sem fyrst viö röntgendeild. Upplýsingar veitir
deildarstjóri kl. 11 - 12 og 13 - 14 alla virka daga.
Hjúkrunarfræðingar á handlækningadeild 1-B, 11-
B, lyflækningadeild 11-A, barnadeild.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist hjúkrunarforstjóra kl. 11 - 12 og 13 - 14 alla
virka daga.
Skrifstofa hjúkrunarforstjóra.
Óskum eftir
að ráða
þroskaþjálfa og annaö starfsfólk að dagheimilinu
Lyngási frá og með 1. ágúst eöa 1. september. Upp-
lýsingar veitir forstöðukona í síma 38228.
Styrktarfélag vangefinna.
Laus embætti SS er forseti íslands veitir Meö lögum nr. 61 27. júní 1985 var stofnað embætti dýralæknis fisksjúkdóma, er skal undir stjórn yfirdýra- læknis sinna vörnum, sjúkdómsgreiningu og reglu- bundnu eftirliti á sviöi fisksjúkdóma. Embætti þetta er hér meö auglýst laust til umsóknar. Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa aflað sér sérmenntunar á sviði fisksjúkdóma. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf sendist landbúnaöarráöuneytinu fyrir 20. ágúst n.k.. Landbúnaðarráðuneytið, 22. júlí 1985.
Herstöðvaandstæðingar - friðarsinnar - kjarnorkuvopna- andstæðingar Tilkynnið þátttöku í Friöarbúðirnar sem fyrst í síma 17966 eða að Mjölnisholti 14, 3. hæð, Reykjavík. Skrifstofan er opin alla daga og flest kvöld. Brýnt er að sem flestir tilkynni sig, hvort sem um lengri eða skemmri þátttöku er að ræða. Samtök herstöðvaandstæðinga.
Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júní mánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m.. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. ágúst. Fjármálaraðuneytið, 19. júlí 1985.
Móðir okkar og tengdamóðir Margrét Einarsdóttir Hjallalandi 24 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 15. Einar Kristjánsson Ingileif Eyleifsdóttir Matthías Kristjánsson Hjördís Magnúsdóttir Oddný Kristjánsdóttir Ragnar Bjarnason Sigurður E. Kristjánsson Hólmfríður Sigmunds
Alúðarþakkir og góðar óskir sendum við venslafólki og vin- um, starfsliði Sjúkrahússins á Akureyri og öðrum er veittu hjálp, sýndu hlýhug og samúð við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, Eyjólfínu Eyjólfsdóttur frá Heiðarseli á Síðu. Árni Sigurðsson Þórunn Árnadóttir Rafn Jón Jónsson Halldóra Sigurrós Árnadóttir Rafn Valgarðsson Guðrún Áslaug Árnadóttir Pálmi Andrésson Elín Gíslína Árnadóttir Kristjón Guðbrandsson
MENNING
Réttur
Kjarnorkuvetur
Páll Bergþórsson skrifar um afleiðingar
kjarnorkustríðs í 2. hefti tímaritsins Réttar
Nú er komiö út 2. hefti 68.ár- þessu hefti kennir eins og oft
gangsaf tímaritinu Rétti. í áðurýmissagrasa.
Forsíðumynd Réttar: „Afleiðingarnar”, grafíkmynd eftir Francisco Goya úr
myndaröðinni Hörmungar stríðsins.
Meðal efnis í blaðinu má nefna
grein eftir Helga Guðmundsson
um íbúðakaup sem nefnist „Eigin
íbúð. Frelsun eða hlekkir?” Páll
Bergþórsson skrifar um áhrif
kjarnorkustríðs á veðurfar og af-
leiðingar þess. „Kennaradeilur
1984 og 1985” heitir grein eftir
Heimi Pálsson um þær vinnu-
deilur sem kennarastéttin á ís-
landi hefur átt í á undanförnum
misserum. Soffía Guðmunds-
dóttir fjallar um Alexöndru Koll-
ontay, líf hennar og baráttu.
Þá er í Rétti fjórði hluti greina-
flokks um Mið-Ameríku sem
spannar tímabilið frá byltingunni
á Kúbu og fram á 8. áratuginn.
Einar Olgeirsson skrifar grein
um uppgjör Nasista 1945 og
„Endurminningar úr Bröttugötu-
salnum.”. Og ekki má gleyma er-
lendri og innlendri víðsjá og
neistum sem eru á sínum stað.
Ristjóri Réttar er Einar Ol-
geirsson og kostar heftið 125
krónur.
-aró
KVIKMYNDIR
Tveggja heima hasar
Vitnið/The Witness
Bandaríkin 1985
Leikstjóri: Peter Weir
Handrit: Robert Dillon
Leikarar: Harrison Ford, Kelly
McGillis, Lukas Haas o.fl.
Sagan sem hér er sögð er bæði
óvenjulega skemmtileg og vel
upp byggð. Saman við glæpa-
söguna fléttast gagnmerk lýsing á
Amish-fólkinu í Ffladelfíu, sem
sjálfviljugt býr við tæknivæðingu
fyrri alda og brúkar þarmeð hest-
vagna í stað bfla og kemst vel af
án síma, útvarps, sjónvarps, dag-
biaða, skotvopna eða nokkurra
annarra vondra véla andskotans.
Amishar þessir eru afkomendur
þýskra og svissneskra mennoníta
sem fluttust vestur um haf á 17.
öld undan ofsóknum brennu-
glaðra meðbræðra sinna.
Fróðleiksfúsum lesanda má hér
benda á grein Árna Bergmanns
um fólk þetta í síðasta Sunnu-
dagsblaði (21.7.).
Þarna í Ffladelfíu lifa Amish-
arnir í dýrlegu sakleysi langt frá
heimsins vígaslóð og ugga ekki að
sér þegar spilling í nærliggjandi
stórborg ryðst inn í tilveruna á
skítugum skónum. Hinn göfugi
lögreglumaður, sem ágætlega er
leikinn af Harrison Ford (Indiana
Jones), fer sumsé í felur hjá fólki
þessu undan fjendum sínum.
Þarna hefði hann auðveldlega
geta dvalist til hárrar elli ef hann
hefði getað samið sig að siðum
fólksins og er það til marks um
ágæti handritsins hve smávægileg
hliðarspor lögreglumannsins vísa
óvinum hans veginn.
Það sem einna helst angraði
mig á þessum ágæta stað var hve
fólkið virtist hvert öðru líkt, sem
reyndar er skiljanlegt miðað við
aðstæður. Hópsálin virðist hvergi
afdráttarlausari en hjá ofsatrúar-
flokkum sem láta leiðtoga sína og
spámenn eða fyrirmæli einhverr-
ar ritningar stjórna nánast allri
tilverunni. Bókstafurinn blífur og
er honum fylgt út í hörgul. Þetta
drepur andann í dróma.
Flitt er svo önnur saga, hvort
þeir sem ekki eru bundnir á klafa
sem þennan, noti frelsi sitt ekki
einmitt til þess að láta múlbinda
sig á enn verra spil.
Efnistök ástralska leikstjórans
Peter Weirs (Picnic at Hanging
Rock, The Year of Living Dang-
erously), kvikmyndatökumanns-
ins og tæknimanna eru með mikl-
um ágætum. Skemmtilegt er að
fylgja myndavélinni þegar hún er
látin vera í augnhæð snáðans sem
er vitnið í myndinni. Og þó
atburðarásin sé hægari en hasar-
myndaneytendur eiga að venjast
þá er spennan því meiri og of-
beldið magnaðra þegar það brýst
fram. Lokauppgjörið er með
betri útfærslum sem ég hef séð af
þessu tagi.
Ástarsagan ómissandi er ansi
smekkleg eins og annað í þessari
mynd og sannast enn hið forn-
kveðna að erótík þarf ekki að
vera eintómar uppáferðir. Það er
ekki daglegt brauð að heyra og
sjá vel sagða og spennandi sögu.
Því er ég harla hress með þessa
bíómynd.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. júlí 1985