Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 4
UEIÐARI
Þorstein í stjómina
Sjaldan hefur nokkur ríkisstjórn í þessari
heimsálfu fengiö annan eins friö til þess aö gera
þaö sem henni sýnist einsog sú sem nú situr í
ráðherrastólum á íslandi.
Þessi ríkisstjórn, sem býr viö meiri þingmeiri-
hluta en venja er til um ríkisstjórnir á Islandi,
hefur samt sem áöur hvaö eftir annaö afrekað
aö komast mjög neöarlega í almenningsálitinu.
Hvaö eftir annaö hefur líf hennar hangið á blá-
þræði. Ekki vegna þess að verkalýðshreyfingin
hafi velgt henni svo undir uggum einsog ætla
hefði mátt vegna kjaraskerðinganna. Heldur
vegna þess aö hneykslismál og ósætti innan
ríkisstjórnarinnar hafa gert hennar starf aö
meiriháttar farsa sem birtist landsmönnum nær
reglulega á nokkurra mánaöa fresti.
Síöustu daga hafa aðalpersónur í farsanum
sýnt alþjóð fram á, aö innan ríkisstjórnarinnar er
ekkert samráö um meiriháttar stjórnvaldsaö-
geröir.
Jón Helgason fóöurmálaráöherra gefur út
reglugerö um kjarnfóðurgjaldshækkun - og for-
maður Sjálfstæöisflokksins spólar einsog naut
sem sér rautt á síöum blaðanna. Þorsteinn
Pálsson og aörir frammámenn í Sjálfstæöis-
flokknum halda því fram að ekki hafi verið haft
samráð á milli stjórnarflokkanna um þetta mál.
Upp er risin deila milli flokksbræöranna Al-
berts Guðmundssonar og Sverris Her-
mannssonar um þaö hvort 400 þúsund króna
skattur Kísiliöjunnar í Mývatnssveit eigi að
renna beint í ríkissjóö ellegar í nefnd á vegum
Sverris. Málið er ekki rætt í ríkisstjórninni.
Albert Guðmundsson ákveöur að efna til
uppboðs á eignarhlut þjóöarinnar í tveimur stór-
fyrirtækjum, Flugleiöum og Eimskip. í máli for-
sætisráðherra og fleiri kemur fram aö ekki hafi
verið sérstaklega rætt um þetta opinbera upp-
boö í ríkisstjórninni.
Og nú eru þeir komnir í hár saman, Geir
Hallgrímsson og Albert Guðmundsson,
utanríkisráöherrann og fjármálaráöherrann, umí
þaö hvort þvinga eigi amríska hermenn á Kefla-
víkurvelli til aö eta alíslenskt kindakjet. Þetta
mál hefur heldur ekki veriö rætt sérstaklega í
ríkisstjórninni.
Ekkert þessara hitamála sem til umræöu erui
Nýríkir
Þessa dagana fer fram eftirtektarvert uppgjör
í Bandalagi jafnaðarmanna. Kristófer Már
Kristinsson formaöur Landsnefndar BJ kallar
þaö fólk sem leggja vill áherslu á jafnaðar-
mennsku í BJ „fornaldarkrata". En Garðar
Sverrisson starfsmaöur BJ upplýsir í DV í gær,
að hann hafi ítrekað reynt aö upplýsa formann-
inn um „ýmis meginmarkmið jafnaöarstefnunn-
ar“. Þannig er komið fyrir Bandalagi jafnaöar-
meðal manna og miöla hefur verið tekiö til um-
fjöllunar og ákvörðunar í ríkisstjórninni. Hins
vegar vekur athygli aö mörg þessara mála hafa
veriö til umfjöllunar í Framleiösluráöi landbún-
aöarins. Þaö er því ekki nema von, aö menn
spyrji sig hvort aöallega sé fjallað um fallþunga
dilka á fundum ríkisstjórnarinnar, en Fram-
leiðsluráðinu sé látiö eftir aö móta stjórnarstefn-
una.
í kjölfar hitamálanna hjá ráöherrum í ríkis-
stjórninni og hneykslismálanna, sem bíða í
hrönnum eftir aö komast aö á síöum dagblað-
anna, hefur skapast um það hreyfing í Sjálf-
stæðisflokknum aö Þorsteinn Pálsson veröi
geröur aö ráöherra með formlegum hætti. Hann
fái ráðuneyti birgöamála í spillingardíkinu á am-
ríska hervellinum. Þá vantar Þorstein í farsann.
„uppar“
manna. Og starfsmaöur þess segir að nafngiftin
„fornaldakratar" segi ef til vill að áherslur í anda
jafnaðarstefnunnar „þyki jafnvel hallærislegar
hjá fólki einsog hinni nýríku uppa-kynslóð“.
Þaö verður fróðlegt aö fylgjast meö því hvernig
„fornaldarkrötum" gengur í glímunni viö hina
nýríku „uppa-kynslóð“ í Bandalagi jafnaðar-
manna.
-óg.
KLIPPT og SKOBIÐl
Miklir — en ekki ímyndaðir
hagsmunir Suðurnesjamanna
að afgreiðsla skipa fari fram á Suðurnesjum
V
Látum þá borða
kindakjöt
Framleiðsluráð landbúnaðarins:
Kjötmnflutningur'
hersinserlöobrnt
Kíötinnflutningurinn
^Brýtur ekki í \
bága við lögin”
— segir Ólafur Egilsson í utanrikisráðuneyt
ásara .....
Kjötið
Kanans
Nú er stand á Goddastöðum.
Allt í einu man Albert Guð-
mundsson eftir því, að það eru til
lög á íslandi sem banna innflutn-
ing á hráu kjöti - og hann stöðvar
kjötgáma til bandaríska hersins,
sem hefur flutt sín matvæli inn í
meira en þrjátíu ár rétt eins og
slík lög væru ekki til, já og íslensk
tollgæsla ekki heldur. Og menn
Alberts segja að þetta sé ólög-
legur innflutningur, en menn
Geirs í utanríkisráðuneytinu
segja að hann sé löglegur.
Þetta er vitanlega nokkuð
klókt hjá Albert- í þeim skilningi
að áform hans um að stöðva kjöt-
streymið til hersins eru líkleg til
vinsælda. Oddvitar landbúnaðar-
ins sjá allt í einu fram á mögu-
leika til að lækka kjötfjallið. ís-
lenskir ferðamenn, sem hafa
misst sína dönsku spægipylsu í
tolli, fagna því að Kanar missi sín
matvælaforréttindi. Og þar fram
eftir götum.
Hefnd fyrir
Hafskip
Það er því hætt við að menn
gleymi því, að Albert er enginn
knár smáþjóðardavíð sem
slöngvar hnullung í haus hins am-
ríska Golíats. Fjármálaráðherra
er náttúrlega að hefna sín og Haf-
skips fyrir að spónn var dreginn
úr aski íslenskra skipafélaga,
þegar Rainböw Navigation yfir-
tók flutninga fyrir herinn í krafti
gamalla laga um bandarískan
forgangsrétt til slíkra verkefna.
Munu víst fáir efast um það, að ef
þetta skipafélag, sem kennir sig
við regnbogann, dytti upp fyrir,
þá mundu Albert og ýmsir hans
líkar gleyma því snarlega, að til
eru lög frá 1928 um varnir gegn
útbreiðslu gin- og klaufaveiki.
Skugga-
hliðar
Þetta kjöt- og gámamál hefur
reyndar ansi dapurlegar hliðar.
Það dregur það ofur skýrt fram,
hve rækilega afstaða manna til
hersins er tengd við þá buddunn-
ar lífæð sem í brjóstinu slær.
Natóvinir hafa reynt að fá ís-
lendinga til að samþykkja her-
stöðvar hér með því að hræða
menn á Rússum og hafa á lofti
sérstaklega matreiddar tölur úr
vígbúnaðarkapphlaupinu. En Is-
lendingar hafa aldrei lagt hlustir
við þessu tali svo að heitið geti.
Herstöðvaandstæðingar hafa að
sínu leyti gert sitt besta til að festa
hug manna við háska af herstöð,
við kjarnorkuvá, við hættur þær
sem íslenskri menningu og þjóð-
ernisvitund stafar af hersetu. Sá
málflutningur hefur átt hljóm-
grunn, samt hvergi nærri sem
skyldi - og valda þar um miklu
einmitt þau áhrif hersetunnar
löngu, sem nú væla upp á okkur
eina ferðina enn.
Hver greiðir
hvað
Það er nefnilega hvorki Nató-
vinir né herstöðvaandstæðingar
sem ráða ferðinni í þessu máli.
Það eru þeir sem spyrja fyrst og
síðast: Hvað getum við grætt á
hernum, og hver á að græða á
honum? Framleiðsluráð land-
búnaðarins krefst þess að kjötinu
bandaríska verði brennt og NT
tekur undir í leiðara og segir:
„Látum þá borða lambakjöt“.
(Ein stórskemmtileg setning hef-
ur skotist inn í þann leiðara: „NT
tekur undir þá skoðun... að
bandarískir hermenn séu ekkert
ofgóðir utanum íslenskt kinda-
kjöt“, hvernig sem nú ber að
sirilja það.) Um daginn mátti lesa
í Víkurfréttum í Keflavík grein
þar sem „græðgi“ íslenskra
skipafélaga var kennt um það að
Rainbow skipafélagið fór af stað
- ef að þau hefðu ekki grætt jafn-
mikið á flutningum fyrir herinn
og raun bar vitni, þá hefði banda-
rískum aðilum ekki þótt taka því
að vasast í þeim. Eimskipafélags-
menn hafa brugðist reiðir við
þessari kenningu og sagt að þess-
um skrifum sé ætlað að vernda
„ímyndaða hagsmuni Suður-
nesjamanna vegna lestunar og
losunar“ á skipum Rainbow Na-
vigation á Suðurnesjum. Þessu
svarar svo hafnarstjórar og ver-
klýðsforingjar á Suðurnesjum
með bréfi í Morgunblaðinu um
helgina, jsar sem þeir segja að hér
séu miklir hagsmunir í veði en
ekki „ímyndaðir“ og aldrei skuli
afgreiðsla á vörum til hersins
framar frá Suðurnesjum. Og svo
framvegis og svo framvegis, og er
það allt heldur dapurlegt.
Hulan
rifnar
Hinu er svo ekki að neita, að
kjötmál þetta hefur vissar já-
kvæðar hliðar. Málið allt verður
miklu meira en hefndaraðgerð
fyrir íslensk skipafélög eða enn
eitt uppgjörið milli ráðherra
Sjálfstæðisflokksins. Það varpar
skörpu ljósi á mikið að þeirri
spillingu sem dafnar í og á „Vell-
inum“ eins og gorkúlur á fjós-
haug. Á þá hermangsspillingu
sem allir vita af, en vill samt
gleymast eða þokast til hliöar
eins og margt annað sem er löngu
orðið hvunndagslegt. Það skiptir
þá ekki höfuðmáli hvað Albert
Guðmundsson ætlaði sér þegar
hann lagði til atlögu við kjöt-
birgðir hersins, Rainbow Navig-
ation og Geir Hallgrímsson utan-
ríkisráðherra - hann hefur í
leiðinni rifið þá verndarhulu
þagnar sem að öðru jöfnu hvílir
yfir hvunndagsleika hermang-
sins. ÁB
DJÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Rlt8tjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, MörðurÁrnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, SœvarGuð-
björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljóamyndlr: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrlta- og prófarfcaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Útkeyrala, afgrelðala, auglýsingar, ritatjóm:
Skrifatofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Síðumúla 6, Reykjavík, aíml 81333.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf.
Utbreiðaluatjórl: Sigríður Pótursdóttir. Prentun: Blaðaprent hf.
Auglý8lngastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýaingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Verft *lausaaölu: 30 kr.
Clausen. Sunnudagsverð: 35 kr.
Afgreiðslustjórl: Baldur Jónasson. ÁskrWtarverð ó mánuði: 360 kr.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. frá kl- 9 tM 12> b®'™ sími: ®1663-
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júl/1985