Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 9
VJÐHORF
Svanasöngur á heiði
- einsog hann hljómar í eyrum utansveitarmanna
eftir Sighvat Björgvinsson
Svanur Kristjánsson hefur um
árabil staðið framarlega í röðum
Alþýðubandalagsmanna. í vor
leið sagði hann sig úr flokknum. í
síðasta tbl. af tímaritinu
„Mannlíf“ birtist úttekt hans á
Alþýðubandalaginu, sem Ólafur
Ragnar Grímsson hefur nefnt
„flokk í kreppu“. Skýrir Svanur
þar m.a. hvers vegna hann tók
þann kost að hverfa á braut.
Kynslóð
þess liðna
í úttekt Svans Kristjánssonar á
„kreppuflokknum" er ýmislegt
athyglisvert sagt og sumt án efa
rétt. Utansveitarmenn eiga þó
erfitt að dæma um réttmæti mats
hans á ýmsum innanflokksklík-
um og valdabraski þeirra. Sjálf-
sagt er það rétt hjá Svani, að
gamli sósíalistafélagshópurinn
hefur ráðið úrslitum um útskúfun
Ólafs Ragnars Grímssonar í for-
valinu fyrir síðustu Alþingiskosn-
ingar. Ólíklegt þykir mér þó, að
hann hafi verið sá „prímus
motor“ í þeirri atburðarás, sem
Svanur vill vera láta.
Flestallir í þessum hópi til-
heyra kynslóð hins liðna. Sumir
horfnir á vit feðra sinna; aðrir
sestir í helgan stein. Staða
„yngri“ forystumanna þessa hóps
í Alþýðubandalaginu, svo sem
eins og Kjartans Ólafssonar,
bendir ekki til þess, að styrkur
hans í valdabatteríinu sé sá sami
og áður. Sjálfsagt má enn fá
eitthvað af þessu fólki á vettvang
með neyðarkalli ef mikið liggur
við; svo sem eins og ef stöð va þarf
uppgang „aðskotadýra" eins og
Ólafs Ragnars Grímssonar;
frumkvæðið liggur nú orðið hjá
öðrum.
Líttu þér nœr,
lagsi
í tilfelli Ólafs Ragnars Gríms-
sonar hefur þetta frumkvæði
óhjákvæmilega legið hjá jafn-
aldra hans Svavari Gestssyni og
öðrum samstarfsmönnum af
yngri kynslóðinni í flokksmaskín-
unni. Gömlu sentristarnir í Al-
þýðubandalaginu standa vörð um
sína menn, kvenfrelsisvalkyrj-
urnar líta sér næst o. s. frv. svo það
var einfaldlega ekki pláss fýrir
Ólaf Ragnar. Þessir hópar sam-
einuðust gegn Ólafi af ýmsum og
ólíkum ástæðum og hafa eflaust
vakið upp gamla sósíalistafélags-
drauginn til liðs við sig því mikið
þótti við liggja. Að gefa honum
frumkvæðið og forystuna er hins
vegar ofílagt.
En fleiri hljóta að hafa lagt
hönd á sama plóg; þ.á m. það
volduga landsstjórnarafl, sem
Þjóðviljaklíkan kallar „Grensás-
deildina“. Fátt á hún nú skylt
með sósíalistafélagshópnum eins
og Morgunblaðið er reiðubúið að
votta og gerir raunar reglulega
óumbeðið. Líklegt þykir mér og
raunar fullvíst, að ekki hafi sú
deild harmað þótt gengi Ólafs
Ragnars og félaga yrði minni, en
efni stóðu til. Þar má nú segja, að
ekki launi kálfur ofeldi því ef ein-
hver einn það var öðrum fremur,
sem setti kopp þann undir þessa
deild, sem hún nú situr á, þá er
það títtnefndur Ólafur.
Ráðgátur tvœr
Jafnvel utansveitarmenn þykj-
ast mega sjá, að svona hljóti að
hafa legið í málunum. Af ein-
hverjum ástæðum kýs Svanur
Kristjánsson að umskrifa þennan
þátt í kreppuleiknum og gera að-
alhlutverk úr aukahlutverkum og
aukahlutverk úr aðalhlutverk-
um. Mér er ráðgáta hvers vegna.
Mér er það raunar líka ráðgáta
hvers vegna öðru stærsta aðal-
hlutverkinu er bókstaflega alveg
sleppt úr leikgerð Svans Krist-
jánssonar - þ.e.a.s. hlutverki
verkalýðsforystu Alþýðubanda-
lagsins, sem í lok 8da áratugarins
tók það fangaráð í samvinnu við
stjórnmálaforystu flokksins að
efna til allsherjar samstarfs við
íhaldið. Minni ákvarðanir hafa
svo sem dregið dilka á eftir sér
fyrir stjórnmálaflokka. Mér er
næst að halda að mörg innanmein
Alþýðubandalagsins nú megi
rekja til hennar því íhaldssam-
starfið í verkalýðshreyfingunni
stendur enn óhaggað þótt leiðir
hafi skilið um stund í landsmálun-
um.
Um áratuga skeið lögðu Al-
þýðubandalagið og fyrirrennarar
þess á það höfuðáherzlu, að þeir
væru „öðru vísi flokkur“ en allir
flokkar aðrir - hefði sérstöðu í
stjórnmálaheiminum. Það væri
einfaldlega tiltekin mál, sem Al-
þýðubandalagið fengist aldrei til
þess að eiga hlut að þótt aðrir
flokkar létu sig hafa það. Ég veit
að ég þarf ekki að rifja upp fyrir
lesendum Þjóðviljans hver þessi
sérstaða var - hvaða hlutir og
málefni það voru, þar sem Al-
þýðubandalagið hefði sérstöðu;
var ávallt öðru vísi en aðrir.
Sérstaðan
fyrir bí
Með afdrifaríkri ákvörðun í fe-
brúarmánuði árið 1980 var þessu
breytt. Alþýðubandalagið tók þá
ákvörðun um að hverfa frá sér-
stöðu sinni til þess að geta að
fullu orðið gjaldgengt í sam-
steypustjórnarfari og unnið með
hverjum sem er um hvað sem er.
M.ö.o. var skipt á sérstöðunni
fyrir valdaaðstöðuna.
Eftir þetta hefur komið betur
og betur í ljós, að ímynd Alþýðu-
bandalagsins er orðin ímynd
hefðbundins stjórnmálflokks.
Eftir þessa stjórnarþátttöku með
sínar fjórtán vísitöluskerðingar,
umsvif í varnarmálum o.fl. er
ekki lengur neitt sem hægt er að
gera ráð fyrir að Alþýðubanda-
lagið geti ekki staðið að með öðr-
um í samsteypuríkisstjón. Sér-
staða flokksins er fyrir bí.
„Kúpp“ aldarinnar
Á sínum tíma var þessi kú-
vending skýrð með því, að stjórn-
armyndunin sjálf væri „kúpp“
aldarinnar - beinlínis í þeim til-
gangi gerð að kljúfa Sjálfstæðis-
flokkinn og fyrir það mætti
mörgu fórna. Auðvitað var þetta
bara fyrirsláttur eins og dómur
reynslunnar hefur nú staðfest.
Hin raunverulega ástæða var
önnur:
Sérstaða eins og sú, sem Al-
þýðubandalagið áður hafði, tak-
markaði auðvitað olnbogarými
flokksforystunnar. Slíkur flokk-
ur, með steinbörnin sín í magan-
um, á auðvitað ekki eins greiða
leið að stjórnarstólunum og aðr-
ir. Forystumenn hans ekki eins
greiða leið að ráðherrastólum og
forystumenn annarra flokka.
Þetta er gjaldið fyrir sérstöðuna.
Nýja valdakynslóðin í flokkn-
um, sem fundið hafði velgjuna úr
sessum ráðherrastólanna í
skammlífri ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar, vildi einfaldlega fá
að verma sitjandann eitthvað
áfram. Hún var ekki reiðubúin að
greiða gjaldið fyrir sérstöðu
flokksins. Því voru höfð hin
„sléttu skipti".
Engin ný reynsla
Það hefur svo sem hent fleiri
flokka en Alþýðubandalagið að
fórna sérstöðu sinni fyrir að
verða gjaldgengir í samsteypu-
stjórnir. Reynsla Alþýðubanda-
lagsins staðfestir, að það getur
svo sem gengið upp á meðan
vinningurinn er í hendi - sjálf
landsstjórnin - en erfiðleikarnir
koma í ljós eftirá þegar flokkur-
inn þarf að leita sér að trúverðug-
um grundvelli til þess að standa á.
Við þá erfiðleika þarf nú Alþýðu-
bandalagið að kljást þar sem það
stendur utan stjórnar sem hefð-
bundin og venjuleg pragmatísk
stjórnmálasamtök sem með ann-
arri hendinni leitast við að hylja
sig með gauðrifinni skikkju geng-
innar sérstöðu en geta þó ekki
látið vera að seilast með hinni
eftir handfestu í stjórnarráðinu
aftur með hverjum sem er um
hvað sem er.
Rammlega
hnýttir hnútar
Svo afdráttarlaust og alfarið
var blaðið brotið í sögu flokksins
og starfsemi hans í lok 8da ára-
tugarins, að jafnvel í verkalýðs-
hreyfingunni gerðist hið óímunn-
beranlega: að gengið var til sam-
starfs við sjálft íhaldið. Svo
rammlega voru þeir hnútar hnýtt-
ir að þeir hafa lítt gefið sig enn,
þótt vinslit hafi orðið með íhald-
inu um stjórn landsmálanna um
stundarsakir. Þess vegna er sá tví-
skinnungur í stefnu og starfsað-
ferðum Alþýðubandalagsins, að
verkalýðsforysta flokksins semur
við og setur á núverandi ríkis-
stjórn, sem stjórnmálaforysta
flokksins telur vera sinn höfuð-
andstæðing. Alþýðubandalagið
er sum sé orðinnn kristilegur
stjórnmálflokkur í þeim skiln-
ingi, að vinstri höndin veit ekki
hvað sú hægri er að gera. Hvar
sósíalistafélagshópurinn hún
gamla Grýla kemur inn á í því
samhengi er fyrir utan og ofan
minn skilning.
Alþýðubandalagið hefur ekki
lengur þá sérstöðu, sem það hafði
meðal íslenskra stjórnmála-
flokka. Það er ekki Iengur „öðru
vísi flokkur", en allir hinir og lað-
ar ekki lengur að sér fólk sem
slíkur.
Verkalýðsforysta flokksins er
ennþá að langmestu leyti í þeirri
íhaldssamvinnu, sem stofnað var
til í lok 8da áratugarins og starfar
í samræmi við það þótt þeir Svav-
ar, Ragnar og Hjörleifur séu í
annarri vist; - sem stendur.
Ekkert af þessu er hægt að
skrifa á reikning hennar görnlu
Grýlu af þeirri einföldu ástæðu,
að atburðarásinni réðu aðrir.
Einhver annar svanur þarf því að
syngja sinn söng á heiði um
kreppu Alþýðubandalagsins
áður en andlitsmynd flokksins
telst vera fulldregin.
Og þá kemur loks „miljón dala
spurningin" eins og þeir segja í
Ámeríkunni:
Hverjir réðu því, að sagt var
skilið við sérstöðu Alþýðubanda-
lagsins og í staðinn tekið upp alls-
herjar samstarf við íhaldið haust-
ið 1979 og veturinn 1980?
Hver mat áhrif þess samstarfs
svo hróplega rangt, að það myndi
leiða til klofnings Sjálfstæðis-
flokksins og uppgangs Alþýðu-
bandalagsins, þegar reynslan hef-
ur dæmt þveröfugt?
Var það gamli sósíalistafélags-
hópurinn?
Sighvatur Björgvinsson er
fyrrverandi fjármálaráðherra
Alþýðuflokksins
„Hverjir réðu því, að sagt var skilið við
sérstöðu Alþýðubandalagsins og í
staðinn tekið upp allsherjarsamstarf við
íhaldið haustið 1979 og veturinn 1980?“
FRÁ LESENDUM
Svarthöfðamir
Svarthöfði á sér andleg skyld-
menni á ólíklegustu stöðum hér-
lendis, einnig meðal lesenda
Þjóðviljans, ef marka má lesend-
abréf merkt „prjónakonu” sem
birtist í blaðinu á miðvikudag.
Skyldleiki þessháttar skugga-
baldra er einkum fólginn í hug-
leysi og siðleysi. Þeir skríða fram-
úr rottuholum sínum í skjóli
nafnleyndar og bera blásaklausa
menn ýmsum vömmum og
skömmum, spinna sinn ótútlega
vef lyga og rangfærslna, skríða
síðan aftur inní holurnar. Þegar
ég var braggabúi bjó ég í nábýli
við rottur og þekki því hegðunar-
mynstrið tiltölulega vel. Síðan
kemur nafnlaus blaðamaður
Þjóðviljans til skjalanna og krýn-
ir þvættinginn stórri ljósmynd og
feitletraðri fyrirsögn rokufréttar.
Þó ég leggi ekki í vana minn að
elta ólar við mannskemmandi
blekiðju umræddra skugga-
baldra, þá þykir mér hlýða að
andmæla þessum tiltekna sóða-
pistli, ekki vegna sjálfs mín, enda
löngu orðinn ónæmur fyrir
óhróðri lítilmenna, heldur vegna
þeirra fjölmörgu kvenna sem
orðaðar eru við þrælahald í
pistlinum. Ætli ráðherrafrúm og
ýmsum vel bjargálna konum,
sem dunda sér við prjónaskap
fyrir Hildu, hvort heldur er af
Sigurður A. Magnússon
tjáningarþörf eða búhyggindum,
þyki ekki ambáttarstimpillinn
nokkuð kynlegur? Vitaskuld veit
hver sá sem vita vill, að Hilda
hefur lyft grettistaki í þágu ís-
lensks ullariðnaðar í stífri sam-
keppni við mörg önnur fyrirtæki,
og það þrekvirki hefði ekki verið
unnið án dyggilegs stuðnings og
samstöðu allra sem þar háfa lagt
hönd á plóginn. Á þeim vettvangi
eru margir um hituna, og þá væri
mörlandanum illa brugðið ef
hann leitaði einkum og sérílagi til
þeirra sem þrælahald stunda.
Hygg ég að lesendum og aðstand-
endum Þjóðviljans væri sæmra að
leita uppi önnur og miklu nær-
tækari dæmi en starfslið Hildu, ef
þeir vilja í fullri alvöru ganga úr
skugga um hvar þrælahald líðst í
þessu landi.
Það er með öðru til vitnis um
þekkingu bréfritara á málinu sem
hann fjasar um, að Thomas Holt-
on, forstjóri Hildu, er nefndur
„erlendur maður” þó hann hafi
áratugum saman verið íslenskur
ríkisborgari og þykist að ég held
vera jafndyggur þegn þessa kot-
ríkis og til dæmis Vladimir Ash"
kenazy, sem íslendingar tala
gjarna um sem einn af eftirlætis-
sonum þjóðarinnar. Þeir áttu
samflot á því tiltekna frumvarpi
alþingis sem veitti báðum heimild
til að halda upphaflegum nöfnum
sínum.
Ég skal ekki fjölyrða um hé-
gómagirnd íslenskra listamanna
eða annan þvætting í títtnefndum
pistli, en leyfi mer að staðhæfa að
þegar vanþekking og sjúkleg
öfund sverjast í fóstbræðralag við
hugleysi og siðleysi, þá verður
niðurstaðan það svarthöfðaraus
sem líta gat á níundu síðu Þjóð-
viljans síðastliðinn miðvikudag.
Þó í litlu væri gat Svarthöfði að
jafnaði haft vissa stflleikni sér til
afbötunar, en henni er hvergi til
að dreifa í sóðapistlinum í Þjóð-
viljanum.
Sigurður A. Magnússon
Þriðjudagur 30. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13