Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN LADA-Sport 1979 ekinn 78.500 til sölu. Útvarp- segulband. Transistorkveikja. Verö: 140.000 - eöa 100 þús. gegn staö- greiðslu. Upplýsingar í síma 71858. Til sölu Lítið notuð 7 ára Brother prjónavél með borði á kr. 7000. Gamall svamp- laus svefnbekkur kr. 500, lítið Winter drengjareiðhjól 20“ kr. 500, 4 stykki rafmagnsþilofnar með 5/termostati kr. 2500 stk., 2 gamlir stólar með góðri stálgrind með púðum klæddum nautshúð, þurfa viðgerð kr. 300 stk. Uppl. í síma 45663. Til sölu gólfteppi 3.80x4.20 11/2 árs gamalt. Verð 3 þús. og Copco útigrill. Sími 27541. ísskápur til sölu, sími 44482. Til sölu borðstofuskápur (lengd 160, hæð 117) úr tekki, fjórir læstir skápar og einn glerskápur 4- 4 skúffur, út- skurður í skápum og skúffum, selst ódýrt. Sími 28321. Barnagæsla - Vesturbær Frá 1. ágúst get ég bætt við mig 2 börnum í gæslu f.h. Hef leyfi. Sími 28321. Margrét. Fallegur grár kettlingur fæst gefins. Uppl. í síma 31519, eftir kl. 15.00. Túnþökur til sölu, uppl. í síma 32742. Húsnæöi Róm - Reykjavík Frá miöjum ágúst fæst 3 herb. ibúð í Róm í skiptum fyrir húsnæði í Reykja- vík eða nágrenni. Húsnæði vantar í 2-3 mánuði en hægt er að semja um annan tíma. Uppl. í síma 71975. íbúð óskast 24 ára reglusöm stúlka í góðu starfi óskar eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð. Helst í miðbæ eða Þingholtum (þó ekki skilyrði). Einhver fyrirfram- greiðsla möguleg. Upplýsingar í síma 84563 eftir kl. 17. Sjúkraliði óskar eftir 3-4 herbergja íbúð, helst í Árbænum, ekki skilyrði. Til greina kemur húshjálp sem hluti greiðslu. Skilvísar greiðslur og alger reglu- semi. Tilboð sendist til auglýsinga- deildar Þjóðviljans merkt: LEIGA XX. Herstöðvaandstæðingar Munið að greiða útsenda gíróseðla fyrir félagsgjöldum. Nú liggur mikið við. Stuðningsframlög vegna Friðar- búða má greiða beint inná ávísana- reikning nr. 30703 við Alþýðubank- ann. Samtök herstöðvaandstæðinga Hjónarúm Til sölu er hjónarúm úr tekki með áföstum náttborðum og dýnum. Selst ódýrt. Hringið í sima 18404 milli klukkan 6 og 7 í kvöld. Stúdíó - París Stúdíó til leigu í París í ágúst og sept- ember. Leigist i lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar í síma 29775. Volvo 242, árgerð 1975 til sölu með B 20 skiptivél, ekinn 50 þús. km, sprautaður í nóvember síð- astliðnum. Upplýsingar í síma 29672 eftir klukkan 17. Til sölu Amerísk grá-blá dragt, kápa og rauð buxnadragt, stærðir 50-52. Sími 15501. Frystikista til sölu Til sölu 470 lítra Gramfrystikista. Sími 15501. Óska eftir að kaupa gamlan ísskáp, ekki hærri en 1,36 m. Upplýsingar í síma 33396. Herbergi til leigu Til leigu er 10 fermetra herbergi í kjall- ara í blokk í Neðra-Breiðholti. Kemur bæði til greina sem íbúðar- og geymsluherbergi. Upplýsingar í síma 75209 eftir kl. 17.30. Húsnæði óskast Kurteis, reglusamur, velættaður, karlmaður á besta aldri í þrifalegri vinnu óskar eftir stóru herbergi eða lítilli íbúð. Helst í gamla bænum, þó ekki skilyrði. Upplýsingar í síma 37429 til klukkan 16. Til sölu Gömul Haka þvottavél og notaður vel með farinn ísskápur til sölu vegna flutninga. Hagstætt verð. Uppl. í síma 38924. Reiðhjól óskast Óska eftir að kaupa vandað vel með farið karlmannsreiðhjól. Óska einnig eftir að kaupa Olympus OM-1 hús. Uppl. í síma 621132. Litlar barnakojur óskast keyptar - sakar ekki þó að þær fáist á gjafverði. Uppl. í síma 20771. Sumarleyfisupplifun ársins Hvernig væri að eyða hluta af sumar- leyfinu í Friðarbúðum? Létt stemmning og friðsæld að eigin vali. Pantanir í síma 17966. Samtök herstöðvaandstæðinga Barnavinir Okkur vantar inni- og útileikföng í Friðarbúðir, 6.-9. ágúst. Kíkið íkjallar- ann og á háaloftið. Uppl. í síma 17966. Móttaka að Mjölnisholti 14 3. hæð. Samtök herstöövaandstæðinga. Til sölu Barnarimlarúm, barnakerra, hopp- róla o.fl. barnadót. Upplýsingar í síma 39064. Vantar pípara Vantar pípulagningamann í vinnu í nokkra daga. Góð laun. Upplýsingar í síma 24494 og 36091 (Guðmundur). Til sölu Colner keppnishjól, lítill skjalaskápur, skrifborðsstóll, svefnbekkur, svefn- herbergisgardínur (1,8x6 m), stóris og strauborð. Upplýsingar í síma 36838 á kvöldin. Nýsmíði - breytingar viðhald Tek að mér smærri og stærri verk fyrir einstaklinga og fyrirtæki, viðhald, breytingar og nýsmíði. Húsa- og hús- gagnasmiður, sími 43439. íbúð óskast Ung kona utan af landi óskar eftir 2ja herbergja íbúð í vesturbæ, miðbæ eða Norðurmýrinni, til lengri tíma. Góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 93-1275. Halló - halló Við erum tvær ungar stúlkur sem hyggjum á háskólanám í haust. Okk- ur vantar 3ja herb. íbúð strax. Við erum mjög reglusamar og báðar gæðablóð. Við getum borgað leigu upp að 12.000.- en sættum okkur við minna. Helst af öllu viljum við vera í vesturbænum, en allt kemur til greina. Hringdu og talaðu við okkur í síma 11884. Til sölu Barnavagn með dýnu, flauelisburð- arrúm, skenkur frá 1910 með spegli, úr dökkri bæsaðri furu, Zanussi þvottavél notuð i eitt ár og Candy þvottavél. Upplýsingar í síma 29672. hátíðarmatur hjá þeim. En keppikefli okkar er að ná lifrinni. Þar eru mjög verðmæt efni sem eru notuð í snyrtivöruiðnaði. Við vinnum að því að einangra þessi efni úr lifrinni og selja, því fyrir þetta fæst þokkalegt verð. Þessi efni eru m.a. notuð í varaliti og húðkrem. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA notar fituna úr þessari lifur í geimskip og gervihnetti, því hún er þess eðlis að hún þolir vel kulda þar sem venjuleg smurolía myndi frjósa. Þarna eru því mikl- ir möguleikar á sölu og við stefn- um að fullvinnslu á þessu á næsta ári. Samvinna við sjómenn Lárus: „Við höfum reynt að hafa samvinnu við sjómenn í þessu efni. Hákarlinn kemur oft í veiðarfærin hjá þeim og við kaupum lifur og ugga á 30-35 þús- und. Þetta byggist alit á því að góð samvinna takist við sjómenn. Þeir kalla það stundum Mesóp- ótamíu, landið milli fljótanna á norð austurlandi þar sem Húsey í Hróarstungu er staðsett. Það býr Orn Þorleifsson, þekktur bar- áttumaður fyrir nýjungum í land- búnaði og hefur kynnt sér sér- staklega ýmis nytjadýr, grasætur sem geta lifað á innlendu fóðri og hægt væri að flytja út afurðir þeirra. Örn ferðaðist í fyrra til Austur og Vestur-Þýskalands og Tékk- óslóvakíu og kynnti sé hvernig ræktun og meðhöndlun slíkra dýra er háttað þar. „í Austur-Þýskalandi vakti at- hygli mína önd sem þeir kalla Carina 2000. Það er nú víst ekki sannað hvort þetta er önd eða gæs. Á íslensku er hún kölluð mosku önd. Þeir hafa þar náð mjög góðri ræktun og kynbótum ATVINNUUF Við höfum góða samvinnu við útibú Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík og saltfiskdeildin hjá BÚR hefur verið mjög hjálpleg við þurrkun á uggunum. Það þarf samstillt átak í þessu.“ „Það vantar herslumun á að þetta gangi fullkomlega upp og sjómenn hirði hákarlinn og komi til okkar með lifur og ugga. Beinhákarlinn er hérna við landið og sjómenn fá hann stund- um í veiðarfærin. Ef okkur tekst að selja þessi verðmætu efni beint erlendis þá fáum við þokkalegt verð fyrir þau. Við höfum líka verið að kanna náttúrlega fitu í öðrum fisktegundum sem hægt væri að flytja út. Þær rannsóknir eru í gangi.“ „í sambandi við Lýsi og mjöl þá höfðum við augastað á verk- smiðju til þess að vinna fitusnautt fiskimjöl, sem er lyktarlaust en með mikið af eggjahvítuefnum. Það er notað til manneldis, t.d. í hjálparstarfi í Afríku, en einnig er góður markaður fyrir þetta í á þessari önd. Hún lifir eingöngu á grasi og grænfóðri. Afurðir hennar selja þeir svo á markað á vesturlöndum. Kjötið er hvítt og magurt, öfugt við ýmsar aðrar andartegundir hverra kjöt er feitt.“ „Svo eru kanínur sem vega allt uppí 7 kíló lifandi. Þessar kanínur eru auðvitað af ýmsum stærðum og ég þori ekkert að fullyrða um hvort þessar stóru eru heppilegar fyrir okkur. Það eru til meðal kanínur, svona þrjú til fjögur kíló á fæti. En það má nefna að 1980 framleiddu Austur-Þjóðverjar 13000 tonn af kanínukjöti, en 1984 fór það uppí 24000 tonn. Markaðurinn í Evrópu er geysi- mikill fyrir þetta kjöt. Og þessi markaður vex ört, t.d. vegna þess að þetta er magurt kjöt og nú eru allir svo hræddir við hjartasjúk- Bandaríkjunum í sambandi við gæludýrafóður; hunda og katta- mat. Þarna eru miklir mögu- leikar, en við lögðum ekki í þetta einir því þetta kostar mikið fé. Við fengum ekki þá fyrirgreiðslu úr opinberum sjóðum sem við vorum að vonast eftir og hefði gert gæfumuninn. En hráefni og þekking er til staðar í þessum efn- um og við erum tilbúnir þegar og ef fé fæst.“ „Hydrol getur framleitt 10-12 þúsund tonn á ári af harðfeiti, sem er notuð í smjörlíki og djúp- steikingarfeiti. Við breytum loðnulýsi í harðfeiti og aukum við það verðmæti þess um 25%. Við bindum það íslenskri orku, þ.e. vetni frá Áburðarverksmiðjunni til þess að herða lýsið. Þetta er það sem mestu máli skiptir fyrir íslenska framleiðslu almennt. Að hætta að selja hrávöru endalaust, heldur vinna þess í stað verðmæt- ari vöru úr okkar auðlindum með innlendri þekkingu." dóma þannig að þetta er hættu- minna að því leyti en feita kjötið. Skinnið fer svo í pelsa og annað þvíumlíkt. Það er sem sagt ekki verðlaust." Fenjabjór „Síðan er dýr sem ættað er frá Brasílíu og heitir fenjabjór. Það var flutt á þriðja áratugnum til Þýskalands. Austur-Þjóðverjar framleiða 185 þúsund skinn af þessum dýrum á ári, og selja í Vestur-Evrópu. Þessi dýr lifa ein- göngu á heimafengnu fóðri. Þeir ala þau aðallega á grasi og græn- fóðri, mest grasi og maísstöng- lum á sumrin en á vetrum gefa þeir fenjabjórnum . kartöflu- smælki líkt eins og til er hér. Fenjabjórinn eignast á tveimur árum fimm sinnum unga.“ „Fenjabjórnum myndi henta vel að búa t.d. í gömlum fjárhús- um. Það sem skiptir höfuðmáli í sambandi við lífsskilyrði fenja- bjórsins er að bólið þeirra þarf að vera hlýtt. Hins vegar þola þeir vel 20-30 stiga gadd, bara að ból- ið sem þeir sofa í sé hlýtt.“ „Búnaðarþingsfulltrúar okkar hér á Austurlandi hafa lagt til á búnaðarþingi að þessi mál verði könnuð, sérstaklega að hefja ræktun á fenjabjórnum og mosku öndinni. Ég vil nú að það verði líka kannaðir möguleikar okkar á kanínuræktuninni. Ég held að það yrði bæði auðveld og hentug hliðargrein fyrir bændur." „Fenjabjórinn hefur ekki bara verðmætt skinn. Kjötið má borða og svo eru framtennurnar notað- ar til skrauts. Einhverjir hafa sótt um að fá að flytja hann inn. Við Austfirðingar viljum að tilrauna- stöðin á Skriðuklaustri byrji á að rækta fenjabjór. Það er okkar miðstöð Austfirðinga í landbún- aðarvísindum og rétt að byrja þar.“ „Ég vona að það fari að verða einhver hreyfing íþessum efnum. Við verðum að beina sjónum okkar að öllum nýjum mögu- leikum í landbúnaði og kanna þá vel. Ég held að í þessum grasét- andi nytjadýrum, dýrum sem geta lifað á innlendu fóðri og hægt er að flytja afurðir utan, séu að mörgu leyti framtíðarbúgrein á íslandi.“ Útboð Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í styrkingu og lögn malarslitlags á Norðausturvegi austan Kópa- skers. (Lengd 5,4 km, burðarlag 10.600 m3, malarslitlag 3.300 m3) Verkinu skal lokið fyrir 1. október, 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og á Akureyri frá og með 31. júlí, 1985. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 12. ágúst, 1985. Vegamálastjóri. —pv Fenjabjór á Skriðuklaustri? Örn Porleifsson á Húsey vill látakanna hagkvœmni innflutnings á nýjum grabítum. Nytjakanínur, Mosku-endur og Fenjabjór. Vaxandi markaðurfyrir hvítt kjöt. Gætu lifað á innlendufóðri og orðið verðmœt útflutningsvara. Framtíðarbúgrein á Islandi?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.