Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 13
Anddyri bænahúss Gyðinga í Kristalsgötu eftir sprenginguna: - á að reyna að
reka fleyg milli Gyðinga og samborgara þeirra á Vesturlöndum?
Reyndar er það markmið Heilags
stríðs að flæma alla þegna vest-
rænna ríkja á brott frá Beirút - og
líklega hina austurevrópsku líka.
Þetta eru heittrúarmenn að upp-
ræta villur og „skaðleg áhrif’,
hvaðan sem þau koma.
Hermdarverk
í Evrópu
Heilagt stríð hefur áður komið
við sögu í Vestur-Evrópu. Til
þeirra samtaka eru rakin fjögur
tilræði í Aþenu, Madrid og París
nú í vor - eitt misheppnaðist
(gegn kvikmyndahátíð Gyðinga í
París) en í hinum hafa 18 manns
lítið lífið og á annað hundrað
særst. í nokkrum tilvikum hefur
verið rakið saman samstarf þeirra
íslömsku öfgahópa sem að tilræð-
unum standa og nýnasista í
Þýskalandi og víðar.
Yfirlýst markmið þessara hópa
er að koma höggi á Bandaríkin og
ísrael. Ekki er þá öllum jafnljóst
hvers vegna ráðist er á bænahús
Gyðinga hér og þar í Evrópu,
slíkar „krystalsnætur” vekja hér í
álfu upp minningar, sem vekja
fyrst og síðast upp sterka andúð á
tilræðismönnum og ekkert ann-
að. Ein hugsanleg skýring á þessu
hljómar á þessa leið: Með því að
fremja hermdarverk sem beinast
gegn þeim íbúum Evrópuríkja
sem eru gyðingaættar á að reyna
að einangra gyðingasamfélög frá
öðrum íbúum landanna og skapa
þar með óbeint fjandskap í garð
alls þess sem gyðinglegt er og þá
Ísraelsríki um leið. Það er að
segja: hermdarverkamenn og
þeir sem að baki þeim standa
vilja skapa gyðingafjandskap í
skýring er einatt fram borin í
fyllstu alvöru.
Gegn
samningum
Eftir tilræðin í Kaupmanna-
höfn skrifaði fyrrnefnt danskt
blað, Information, athyglisverð-
an leiðara um mál þessi. Þar segir
fyrst á þá leið, að sprengingarnar
í Kaupmannahöfn leiðrétti þá
einföldun, sem margir taki gilda,
að átökin í Austurlöndum nær
séu eingöngu á milli ísraels og
Bandaríkjanna annarsvegar og
hins arabíska heims og þá Palest-
ínumanna hinsvegar. Ódæðið,
segir í leiðaranum er framið af
hermdarverkamönnum, sem
ekki aðeins eru að berjast gegn
ísrael heldur hafa þeir einnig bar-
ist gegn sjálfstæði PLO, Frelsis-
samtaka Palestínumanna. Það
eru hálfgerðir og algjörir mið-
aldamenn eins og Assad Sýr-
landsforseti og Khomeini erki-
klerkur sem standa að baki þeirra
manna úr Hezbollah eða Heilögu
stríði og öðrum sjítasamtökum,
sem fyrir skömmu efndu til mikils
blóðbaðs á Palestínumönnum í
Beirút - m.a. fyrir það að þeir
vildu ekki sitja og standa eins og
Sýrlendingar vilja.
Leiðarahöfundur segir það
enga tilviljun að sprengjur
sprungu einmitt í Kaupmanna-
höfn. Sprengjumenn hafi stjórn-
ast af svipuðum hvötum og þeir,
sem drápu árið 1983 palestínskan
samningamann, Issam Sartavi,
þegar hann ræddi við fulltrúa Al-
þjóðasambands sósíalista í Por-
túgal. Og í Kaupmannahöfn er
nú búið að opna skrifstofu PLO,
óskir um viðræður við forstöðu-
mann þeirrar skrifstofu. Fleiri
dæmi nefnir Information um það,
hvernig Heilagt stríð grípur inn í
þar sem einhverjar samningavið-
ræður fara fram: það má hvergi
gera neitt annað en skerpa línur
og andstæður, allir eru svikarar
og tortryggilegir nema þeir sem
sitja uppi með hina réttu trú ís-
lamskra sjíta.
Spurt um
lýðræði?
í leiðaranum er á það minnt
líka, að menn láti einatt hug-
leiðingar um sekt - raunverulega
sekt vitanlega - vesturvelda, eða
„hinna ríku iðnvelda í norðri”
villa um fyrir sér þegar menn
skoða mál Þriðja heimsins. Menn
telji allt jákvætt sem kallast bylt-
ing - eins þegar bylting gerir illt
verra - eins og þegar upp úr höt-
uðu stjórnarfari íranskeisara
spratt klerkaveldið, þar sem ekki
er einu sinni hægt að tala um
mannréttindi hváð þá meir.
í þessum heimshluta er um
fleira teflt en afleiðingar þeirrar
nýlendustefnu sem var eða nú-
gildandi viðskiptakerfis. Það er
ekki síður spurt um það, hvort
þriðjaheimsríki verði alræðisríki
eða hvort að lýðræði, fjölflokk-
akerfi geti skotið þar rótum.
Meðal þeirra markmiða sem
heittrúaðir hafa sett sér, er að
eyðileggja það sem til var af lýð-
ræði í Líbanon - og kveða niður
hinar sterku freistingar til lýð-
ræðis sem uppi eru meðal hinna
vel menntuðu Palestínumanna,
sem eru löngu þreyttir á því
hvernig arabískir harðstjórar fara
Kaupmannahöfn
Sprengjumar þáttur í víðtækri
herferð
Fátt um varnir- Heilagt stríð víðar íEvrópu- Hernaður bœði gegn Gyðingum og Palestínumönnum.
Fyrir rúmri viku sprungu tvær
sprengjur í Kaupmannahöfn -
í skrifstofu bandarísksflugfé-
lags og viö samkunduhús
Gyöinga í borginni. í Líbanon
gerðist það, aö hringt var í er-
lendafréttastofu og eftirað
romsað var upp úr Kóraninum
og minnst píslarvotta Sjíta,
var skýrt f rá því að samtökin
Jihad, Heilagt stríð, stæðu að
sprengjutilræðunum - sem
væru liður í baráttunni gegn
ísrael og Bandaríkjunum.
Dönsk yfirvöld hafa gert sitt
bestatil að komastásportil-
ræðismanna en ekki haft er-
indi sem erfiði, enda von til að
fátt sé um varnir þegar óvænt
árásergerð.
Dönsk blöð hafa að sjálfsögðu
rætt mikið um málið. Stjórnmála-
menn hafa talað um ráðstafanir
til að efla lögregluna - en aðrir
benda á það, hve óhemju erfitt
það sé að tryggja öll hugsanleg
skotmörk fyrir hermdarverka-
mönnum: um leið og eitt er varið
er hið næsta tekið fyrir. Og það er
ekki síst erfitt að verjast þeim
heittrúarmönnum sem kenna sig
við Heilagt stríð og hafa marg-
sýnt sig reiðubúna til að springa
sjálfir í loft upp með fórnarlömb-
um sínum og tryggja sér svo vist í
Paradís Múhammeðs spámanns.
Danska blaðið Information
varar reyndar við því á dögunum,
að menn glati skynsemi sinni í
viðbrögðum við ótíðindunum og
hleypi sér í útlendingahatur: til-
efnið er að ýmsir áhrifamenn fóru
að nota tilefnið til að kenna um
tilræðin þeim fjölda flóttamanna
sem leitað hefur til Danmerkur
að undanförnu - ekki síst undan
klerkaveldinu í íran.
Dularfull samtök
Heilagt stríð eru næsta dular-
full samtök og sýnist enginn vita
neitt með vissu um þau. Það er þó
vitað, að þeir sem þar koma við
sögu er sjítar og aðdáendur
Khomeinis og hafa fengið í íran
fjárstyrk og þjálfun til að vinna
að því að í Líbanon komist á ís-
lamskt lýðveldi. Margir telja að
þau opinberu samtök sjíta í Lí-
banon sem heita Hezbollah standi
að baki leynifélagi þessu - að
minnsta kosti eru viðhorfin svip-
uð og markmið. Til Heilags stríðs
eru rakin sjálfsmorðstilræði gegn
bandarískum og frönskum sendi-
ráðum í Beirút og Kuwait og rán
á bandarískum, breskum og
frönskum þegnum í Beirút.
Evrópu, sem fyrr eða síðar mundi
snúast gegn ísrael. Þetta hljómar
kannski langsótt, en slík út-
Frelsissamtaka Palestínumanna
og rabbí Gyðinga í Danmörku,
Bent Melchior, hafði látið í ljós
með sína andófsmenn - með þá
sem „öðruvísi” hugsa.
AB tók saman.
Þrenn samtök sjíta
„Heilagt stríð“ er
kannski ekki til
Þrjú eru helstu samtök Sjíta í
Líbanon. Amal er þeirra öfl-
ugast og lýturforystu Nabih
Berri, ráðherra í stjórn Líban-
ons, sem kom mjög við sögu
gíslamálsinsádögunum.
Amal eru þau samtök sem
Sjítar almennt munu treysta
mest á til að bæta stöðu sína í
pólitísku valdatafli í Líbanon.
Þau eru talin tiltölulega „hóf-
söm” en margt er á huldu um
samband vopnaðra sveita
þeirra við aðraSjíta, þásem
„öfgamenn” eru kallaðir.
Amal hefur notið stuðnings
Sýrlendinga, en er í nokkurri
kreppu nú og hefur misst
meðlimi til róttækari hópa.
íslamskt samal er annar þeirra
og hefur helstu bækistöðvar sínar
í Austur-Líbanon. Þessi samtök
hafa tekið ábyrgð á ýmsum
mannránum' á seinni árum og
munu fá bæði fjárstyrk og „and-
lega leiðsögn” frá íran.
Sama má segja um Hezbollah,
sem hefur höfðað til fátækari
Sjíta í Beirút og sunnar og er nú
talinn skæður keppinautur
Amals Nahibs Berris - m.a.
vegna þess að talið er að þessi
samtök njóti mjög verulegs fjár-
stuðnings frá íran til að byggja
upp „ísamskt Líbanon”.
Það er Hezbollah sem öðrurn
samtökum fremur er bendlað við
„Heilagt stríð”. Margir telja þó
að Heilagt stríð sé ekki til. Um
það sé að ræða, að t.d. Hezbollah
geri út sveitir til vissra verkefna
sem leystar séu upp að þeim lokn-
um - ef þá þeir sem í áhlaupum
eða tilræðum tóku þátt lifa sjálfir
af. Séu þessar sveitir kallaðar
Heilagt stríð svosem í feluskyni.
Þriðjudagur 30. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17