Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 5
Verksmiðjan Lýsið er verðmæt vara Nýjar afurðir fæðast á hverju ári. Langlífið lýsinu aðþakka. Ótrúlegir markaðsmöguleikar. Þriðjungur af heimsframleiðslunni hjá Lýsi hf. Til að standa sig í samkeppni og vinna markaðiþarfað leggja áherslu á rannsóknastarfsemina. Samstarfvið Háskólann. Vestur á Grandavcgi starfar eitt af merkari fyrirtækjum landsins, Lýsi h/f. Mikill upp- gangur þess hin síðari ár hefur einkum komið til vegna þeirrar áherslu sem forráðamenn hafa lagt á að stunda rannsóknir á því hráefni sem til er og vinna að því að áður óunnið efni verði dýr- mætari vara og nýta ti) þess þekk- ingu sem til er í landinu. Við ræddum við Baldur Hjalta- son efnaverkfræðing og Lárus Asgeirsson vélaverkfræðing hjá Lýsi h/f, en fyrirtækið rekur einn- ig Lýsi og mjöl í Hafnarfirði og Hydrol h/f. Við spurðum þá um aðdragandann að þeirra lýsis- vinnslu, um þróun sem átt hefur sér stað í greininni og hvað væri að gérast í rannsóknum hjá fyrir- tækinu. Baldur: „Það er fyrst til að taka að ísland og Noregur eiga um 90% af allri þorskalýsisfram- leiðslu. Lýsi h/f á um 60% af hlut íslands í henni og þar með um 30% af heimsframleiðslu á lýsi, sem er vitanlega hátt hlutfall mið- að við stærð fyrirtækisins, en hér vinna um það bil 30 manns. í gamla daga neyttu menn lýsis að- allega vegna A og D vítamína, og það var einkum D vítamínið sem sóst var eftir því fáar afurðir höfðu það. Fyrirtækið var stofn- að 1937 af Tryggva Ólafssyni og flutti þá lýsi til Bandaríkjanna. Um 1950 koma svokölluð gervivítamín á markaðinn og við það má segja að lýsið missi ímynd sína. Fólk fór að borða frekar gervivítamín í pilluformi. Við þetta minnkaði markaðurinn mikið og verðið féll. Það er svo árið 1979 sem lýsið fær á sig nýja ímynd. Þá komust danskir vís- indamenn að því að eskimóar í Grænlandi höfðu lægri tíðni hjartasjúkdóma heldur en eskimóar í Danmörku. Ástæða þessa hlaut að liggja í ólíkri fæðu og það kom í ljós að eskimóar í Grænlandi neyttu meira af fjöl- ómettuðum fitusýrum. Sérstak- lega var um að ræða fjölómettaða fitusýru sem kölluð er EPA sem er talin lækka kólesterol og blóð- fitu sem er aftur taliö minnka lík- ur á hjartasjúkdómum.“ Vaxandi áhugi „Áhuginn á lýsinu er alltaf að aukast og markaðir hafa verið að stækka undanfarið. En það tekur sinn tíma að vinna upp það sem glataðist á þessum árum sem ég gat um. Að auki erum við líka að glíma við ýmis gamalgróin við- horf, t.d. um hve lýsið sé vont á bragðið, lykti illa og þess háttar." Lárus: „Við teljum að það sé engin tilviljun að þær þrjár þjóðir sem hæstu líflíkur hafa í heimin- um íslendingar, Norðmenn og Japanir, þær búa allar við sjó og neyta mikils magns af fiskmeti og lýsi. Við viljum setja jafnaðar- merki milli hás meðalaldurs og þessara staðreynda. Rannsóknir hafa líka leitt það í ljós að lýsi hefur lækkandi áhrif á kólesterol og blóðfitu.“ Baldur: „í framhaldi af niður- stöðu dönsku vísindamannanna fór Lýsi h/f út í rannsóknir á þessu í samvinnu við dr. Sigmund Guð- bjarnarson prófessor og í fyrra gerðum við þriggja ára rannsókn- arsamning við Sigmund og Raun- vísindastofnun Háskóla Islands. Megintilgangur rannsóknanna er að kanna áhrif fjölómettaðra fit- usýra þorskalýsis á tilraunadýr. Markmiðið er að þróa eins konar þorskalýsisþykkni, með EPA og DHA fitusýrum sem eru í meira magni en í venjulegu lýsi.“ „Allt bendir til að DHÁ fitu- sýran hindri hjartatitring, sem er álitinn algengasti orsakavaldur skyndidauða hér á landi. Þessi samningur er sem sagt enn í gildi og rannsóknirnar í fullum gangi. Við vonumst jafnvel til að þorskalýsisþykknin komi á mark- að með haustinu. Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins er með til- raunaverksmiðju sem við höfum líka aðgang að. í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Sig- mund erum við að rannsaka fitu - sýrusamsetningu almenn í ís- lensku sjávarfangi, þ.e. öllum tegundum fisks í kringum ís- land.“ „Ástæða þessa samnings má segja að sé sú stefna okkar að fá verðmætari vöru úr hráefninu. í staðinn fyrir að vera í magnfram- leiðslu, þá reynum við að pakka lýsinu í smærri einingar og dýr- mætari. Framleiðendur þorska- lýsis höfðu og hafa meira eða minna selt það í tankskipum og í stórum gámum. Við höfum reynt að snúa þessu við og árið 1981 voru spilin stokkuð upp. Tækni- menntað fólk var fengið til starfa hér og hér vinna t.d. þrír háskóla- menntaðir tæknimenn sem er hátt hlutfall, því hér vinna 30 manns eins og fyrr segir. Fyrir- tækið lagði líka mikið fé í rann- sóknir og kostaði m.a. rannsókn- ir dr. Sigmundar og hans fólks. Okkar skoðun er sú að ef við eigum að standast samkeppni er- lendis þá verðum við að sinna rannsóknarþættinum vel.“ Óhemju þekking Lárus: „Þó þetta kosti auðvit- að mikið fé, þá er enginn vafi á því að þetta skilar sér eftir ákveð- inn tíma. Á íslandi er til staðar óhemju þekking og það þarf bara að beina henni á réttar brautir. Okkur hefur verið ákaflega vel tekið bæði af Sigmundi og hans fólki á Raunvísindastofnun Há- skólans og hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Án sam- starfs við þessa aðila gætum við ekki gert það sem við erum að gera.“ Baldur: „Um leið höfum við líka hert mjög gæði fram- leiðslunnar. Við framleiðum nú eitt besta þorskalýsi sem hægt er að fá að okkar mati. Það gerum við með því að hafa algera stjórn á vinnslunni; allt frá því að ná í lifrina í verstöð og þangað til lýsisflaskan er keyrð í kæliborð verslana. Þannig getum við gæða- stýrt framleiðslunni mjög ná- kvæmlega. Aðrir kaupa lýsi sem er framleitt á mörgum stöðum úti á landi og vita því aldrei um upp- hafleg gæði lifrarinnar. Við hins- vegar flokkum hana niður eftir gæðum.“ Lárus: „Það má líka nefna það að við vinnum afurð úr allri lifr- inni. Úr grútnum framleiðum við lifrarmjöl, sem m.a. er selt til Tai- wan til álaræktar og sem gælu- dýrafóður. Við náum í lifrina um leið og hún fellur til og nýtum hana til fulls, Þekking manna á hráefninu hefur aukist mjög og eitt af því sem skiptir máli fyrir gæði vörunnar er að vinna lifrina sem fyrst.“ Baldur: „Við höfum líka verið að gera ýmislegt fyrir neytendur, t.d. boðið upp á ávaxta- og mint- lýsi. í febrúar í fyrra settum við á markað Frískamín sem er fjölví- tamínblanda, algerlega hönnuð og búin til hér. Þetta er ákveðin vöruþróun sem er afleiðing af því að við höfum lagt mikið fé í rann- sóknir og hert gæðaeftirlit. í ár settum við svo Magnamín á markað, sem er bætiefnabelgur sérstaklega samansettur miðað við könnun Manneldisráðs á þörfum íslendinga á vítamínum og bætiefnum. Við stefnum að því í haust að koma með nýja út- gáfu af frískamíninu og erum að auki með ýmislegt annað í poka- horninu." Beinhákarl Baldur: „Við leitum alltaf að einhverju spennandi í sambandi við vöruframleiðslu og beinhá- karlinn er eitt af því. Fyrir tveimur árum fórum við að kanna beinhákarlslýsi og það náði há- marki í fyrra þegar við komumst yfir lifur og ugga úr 7 beinhák- örlum. í fyrirtækinu hefur safnast á- kveðin þekking á markaðsmál- um. Hún leiddi til þess að við höf- um nýverið flutt út þurrkaða hákarlsugga til Hong Kong. Þeir voru boðnir þar upp og eru lík- lega á borðum Hong Kong búa þessa stundina, - sennilega í ein- hverri veislunni, því þetta þykir bandaríska geimvísindastofnunin, notar fitu í geimskipog gervihnetti og þannig mætti lengi telja upp möguleikana. Lárus með hinn dýra vökva. Mynd Ari. Þriðjudagur 30. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.