Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Krafla
Seld á rúman miljarð
Heildarskuldir3.2 miljarðar. Ríkið tekuryfirrúma2 miljarða afskuldasúpunni.
Tryggir óbreytt orkuverð, segir Landsvirkjun.
Landsvirkjun tekur yfir rekstur áramót. Samkvæmt samningi
Kröflu virkj unar um næstu sem undirritaður var í gær
Neytendasamtökin
Kartöflum illa við solina
Það hefur færst mjög í aukana
að kaupmenn hafi á boðstólum
utandyra matvæli sem geyma á í
kæli. Sérstaklega er kartaflan
veik fyrir sólaráhrifum og getur
myndað eiturefni (solanum) við
mikla sól- og hitaböðun.
Neytendasamtökin benda á að
fráleitt sé að vörur séu með-
höndlaðar á þennan hátt. Þó sé
gott eitt að segja um þann nýja
sið, að selja varning utan-
dyra.Slíkir verslunarhættir setja
oft skemmtilegan svip á mannlíf
og umhverfi. En Neytendasam-
tökin harma það að vara sem eðli
sínu samkvæmt á að geymast við
0-4 gráður sé höfð úti, óvarin.
Telja samtökin það harmaefni ef
kaupmenn í hugsunarleysi eyði-
leggja þann árangur í vöruvönd-
un sem náðst hefur eftir mikla
baráttu samtakanna og breyttra
jákvæðra viðhorfa framleiðenda.
kaupir Landsvirkjun Kröflu af
ríkinu fyrir 1.170 miljónir sem
greiðast með skuldabréfi til 25
ára. Heildarskuldir Kröfluvirkj-
unar eru hins vegar rúmir 3,2
miljarðar og tekur ríkissjóður
yfir skuldir að upphæð rúmir 2
miljarðar.
Kaupsamningurinn var undir-
ritaður með fyrirvara um sam-
þykki Alþingis. Eigendur Lands-
virkjunar, ríkið, Reykjavíkur-
borg og Akureyrarbær, telja að
þessi kaupsamningur muni ekki
hafa í för með sér verðhækkun á
raforku frá Landsvirkjun enda
hafi það verið grundvallarfor-
senda fyrir samningsgerðinni.
í kaupsamningnum er sérstakt
ákvæði um áhættuskiptingu aðila
vegna hugsanlegs tjóns á Kröflu-
virkjun af völdum jarðhræringa.
Mun ríkissjóður bæta Lands-
virkjun tjón umfram 40 miljónir
og allt að 200 miljónum.
Samhliða yfirtöku Landsvirkj-
unar á Kröflu verða gerðar
breytingar á skipulagi og rekstri
og starfsmannahaldi við virkjun-
ina. Þá eru aðilar sammála um að
taka upp viðræður um kaup
Landsvirkjunar á eigum Jarð-
varmaveitna ríkisins í Bjarnar-
flagi sem metnar eru á um 150
miljónir.
Kröfluvirkjun framleiðir nú
um 30 MW og að sögn talsmanna
Landsvirkjunar eru ekki uppi
ráðagerðir um frekari orku-
vinnslu að sinni enda engin þörf
fyrir viðbótarorku í landskerfinu.
-íg-
Hvenær hættir Shell að kaupa
Moggann?
Hjá ESSO
færðu kuldann í
kælikistuna!
Á eftirtöldum bensínstöðvum Esso getur þú komið með þiðnaða
kælikubba úr kælikistunni þinni og við látum þig fá frosna um hæl.
Veitingastofan Þyrill
Söluskálinn Skútan
Bensínstöö Esso
Esso skálinn
Bensínstöð Esso
Ábær
Esso Veganesti
Bensínstöö Esso Naustagili
Söluskáli Esso
Bensínstöð Esso
Bensínstöðin
Bensínstöðin Leirubakka
Fossnesti
Bensínstöð Esso
Bensínstöð Esso
Hvalfirði
Akranesi
Borgarnesi
Blönduósi
Varmahlíð
Sauðárkróki
Akureyri
Húsavík
Egilsstöðum
Nesjaskóla Hornafirði
Skaftafelli
Landssveit
Selfossi
Þrastarlundi
Laugarvatni
*
D
<
Það er eitthvað fyrir alla á bensínstöðvum Esso
Olíufélasið hf
Framfœrsluvísitala
Víðbek neyslu-
könnun hafin
Nýr grunnur fyrir framfœrsluvísitölu
líklega nœsta haust.
Hagstofan hefur óskað eftir því
við 600 einstaklinga alls stað-
ar af landinu að halda nákvæmt
bókhald yfir öll innkaup og út-
gjöld sín og fjölskyldu sinnar. Til-
gangurinn er að finna nýjan
grunn fyrir framfærsluvísitöl-
unni en síðast var gerð neyslu-
könnun hérlendis fyrir fimm
árum.
Það er kauplagsnefnd sem sér
um útreikning framfærsluvísitöl-
unnar en nefndin hefur falið
Hagstofunni að annast neyslu-
könnunina. Mun könnunin
standa fram á næsta sumar og
niðurstöður að líkindum kunnar
á næsta hausti.
Auk þeirra búreikninga sem
fjölskyldur verða beðnar að
halda munu starfsmenn Hagstof-
unnar heimsækja þátttakendur í
könnuninni í byrjun næsta árs og
afla upplýsinga um ársútgjöld
helstu þátta heimilishaldsins.
-*g-
Athugasemd lögmanns
í blaði yðar 26. júlí s.l. er á
forsíðu birt grein er varðar skipti
umbjóðanda míns Gísla Árnason-
ar við Lárus Jónsson varðandi
fasteignina Arnartangi 35 í Mos-
fellssveit. Greinin hefur inni að-
halda hlutdræga lýsingu á við-
skiptum aðila. Virðist henni ætl-
að að vekja þá trú lesandans, að
brotinn hafi verið rétur á Lárusi
Jónssyni í skiptum þessum. Hefur
umbjóðandi minn óskað eftir að
ég taki eftirfarandi fram við yður
og óski birtingar athugasemd-
anna í blaði yðar:
1. Lárus (kaupandi) hélt því fram
að fasteignin hefði verið gölluð
og hætti að greiða kaupverðið.
Hélt hann eftir samtals kr.
850.000,- af kaupverðinu vegna
galla, sem metnir voru á kr.
43.000,-
2. Kaupunum var aldrei rift af
Gísla (seljanda) hálfu heldur
krafðist hann þess að Lárus stæði
við kaupin og greiddi kaupverð-
ið. Var fallist á þá kröfu hans með
dómi aukadómþings og Lárus
dæmdur til að greiða kr.
807.000.- auk vaxta og kostnað-
ar.
3. Rangt er í grein yðar að Gísli
hafi ekki viljað greiða Lárusi
skaðabætur vegna galla. Bauðst
Gísli strax til að láta gera við
gluggaþéttingar á sinn kostnað en
meginhluti tjóns Lárusar var
vegna þess atriðis.
4. Gísli gekk að fasteigninni með
fjárnámi skv. dómi aukadóm-
þings Kjósarsýslu, enda hefur
Lárus ekki viljað greiða dóm-
skuldina sjálfviljugur. Á upp-
boðsþingi (fyrri sala) 6. maí 1985
var enginn mættur af hálfu Lárus-
ar til þess að biðja um annað og
síðara uppboð. Gísli gat því látið
slá sér eignina þá. Það gerði hann
ekki heldur hafði frumkvæði að
því að annað og síðara uppboð
færi fram. Vildi hann með þessu
enn leyfa Lárusi að greiða
kaupverðið skv. dóminum. Næst
var uppboðsþing 12. júní 1985.
Þá fékk Lárus frest til 5. júlí.
Engin merki komu fram um að
Lárus ætlaði að greiða skuldina.
5. Á uppboði 5. júlí var eignin
slegin Gísla á 2.7 milljónir. Nægir
kaupverðið til að greiða allar
veðskuldir sem hvfla á eigninni
framar kröfu Gísla. Sú krafa er
hins vegar nú orðin ca. kr. 1,1
milljón. Það hefði því þurft að
bjóða ca. kr. 3,8 milljónir til að
bjóða upp fyrir Gísla. Með boði
sínu er Gísli að beita þeirri aðferð
sem lög bjóða til að gæta
hagsmuna sinna. Þess skal getið,
að söluverð eignarinnar, þegar
Gísli seldi Lárusi, var kr. 3,0
milljónir og átti að greiðast á
lengri tíma heldur en gildir í upp-
boðskaupum.
6. Vera má að blaði yðar þyki að
sá „réttur" eigi að gilda í landinu,
að menn kaupi sér fasteignir af
samborgurum sínum, neiti að
greiða kaupverðið en fái samt að
halda eignunum. Umbj. minn er
þá ósammála yður og kveðst
munu áfram reyna að verja sig
fyrir því, að menn sem hann á
viðskipti við leggi að vild undir
sig eigur hans.
Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júlí 1985