Þjóðviljinn - 24.08.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Page 2
FRETTIR Skúlagötuskipulagið Uggur í íbúunum Fjölmenni á kynningarfundi um skipulagið. Óánægja með fundarsköp. Áœtlað að halda annanfund. Afimmtudagskvöldið var hald- inn kynningarfundur um Skúlagötuskipulagið á Hverfis- götu 105 og var það Borgarskipu- lag Reykjavíkur sem stóð fyrir þeim fundi. Fundinn sóttu rúm- lega 200 manns og var greinilegur uggur í íbúum svæðisins um hvert endanlegt útiit svæðisins kæmi til með að verða. Fundurinn hófst meö því að Þorvaldur S. Þorvaldsson og Björn Hallson kynntu skipulagið. Björn ræddi um svæðið eins og það lítur út í dag. Mátti greina í máli hans að hann taldi þörf á að lagfæra heildarsvip hverfisins, sérstaklega hvað varðar stærð húsa. Einnig tók Birgir Sigurðs- son, skipulagsfræðingur til máls og rakti þróun byggðarinnar í Reykjavík á undanförnum ára- tugum. Baldvin Baldvinsson verkfræðingur kynnti einnig um- ferðarskipulag nýja hverfisins. Fjölmargar fyrirspurnir Að loknum þessum erindum var mælendaskrá opnuð og fólki boðið að koma með fyrirspurnir um þetta nýja skipulag. Fólk lét ekki á sér standa með það og tóku margir til máls. Gerður Pálma- dóttir sem býr við Smiðjustíg spurði um gamalt iðnaðarhús- næði s.s. Völundarhúsið og Kveldúlfshúsið, hvort ekki væri möguleiki á að þau hús fengju að standa áfram. Hún sagðist telja að fjölmargir borgarbúar væru þess fýsandi að þessi hús fengju Ætli varnarþing Geirs Hall- grímssonar sé í nýju flugstöð- inni? íbúar í Skuggahverfi fjölmenntu á fundinn þar sem skipulagstillögurnar voru kynntar. Mynd - E. Ól. að vera inni í framtíðarskipu- laginu. Björn Hallsson svaraði þessari fyrirspum og sagði m.a.: „Þessi tillaga hefur það markmið, að byggja íbúðarhús í stað þess iðn- aðarhúsnæðis sem er við Skúla- götu. Það er markmið tillögunnar í sjálfu sér. Ekki fjárhags- lega hagkvæmt Það hefur verið sýnt fram á það í greinagerð, að ef breyta ætti þessu iðnnaðarhúsnæði í íbúðar- hús eða húsnæði undir aðra starf- semi væri það engan veginn fjár- hagslega hagkvæmt. Það getur hins vegar vel verið að það væri Lagervinna Verslunardeild Sambandsins óskar eftir aö ráöa karl- menn og konur til lagerstarfa. Nánari upplýsingar hjá lagerstjóra á staönum. VERSLUNARDEILD HOLTAGÖRÐUM'SÍMI 8 12 66 Tilkynning frá stofnlána- deild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1986 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgjateikning og nákvæm lýsing áfram- kvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Þá þurfa að koma fram í umsókn væntanlegir fjár- mögnunarmöguleikar umsækjanda. Sérstaklega skal á það bent að þeir aðilar sem hyggja á framkvæmdir í loðdýrarækt árið 1986, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 15. september n.k. svo þeir geti talist lánshæfir. Þá skal einriig á það bent að bændur, sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember n.k. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 15. ágúst 1985 Búnaðarbanki ísiands Stofniánadeild landbúnaðarins æskilegt að ýmsu leyti. Slíkt fer eftir því hvaða mat menn leggja á svona byggingu, menningarsögu- legt eða annað. En það er allt annað mál. Fjárhagslega er það engan veginn hagkvæmt. Þetta á við Völundarhúsið jafnt sem Kveldúlfshúsið,“ sagði Björn Hallsson, einn höfunda skipu- lagstillögunnar. Vilja ýtarlegri umræðu Fleiri tóku til máls og báru fram fyrirspurnir um einstök hús jafnt sem skipulagið í heild. For- svarsmenn fundarins báðu fólk um að forðast að ræða einstök hús, bera heldur fram fyrirspurn- ir um skipulagið í heild. Margir voru ósáttir við þessa tilhögun á fundarsköpum. Geirharður Þor- steinsson bar fram fyrirspurn um hvort ekki væri mögulegt að halda annan fund mjög bráðlega þar sem fólki gæfist kostur á að tjá sig frekar um þessi mál, þar sem fólk væri ekki bundið af þeirri kvöð að bera aðeins fram fyrirspurnir. Þegar Geirharður hafði ítrekað þessa fyrirspurn sína og fengið jákvæðar undir- tektir hjá Þorvaldi S. Þorvalds- syni, forstöðumanni Borgar- skipulags, fór fundurinn að leysast upp. Fólki skildist að ann- ar fundur yrði haldinn þar sem fundarsköp yrðu frjálslegri og fannst því lítill tilgangur í að sitja lengur. Þorvaldur S. Þorvaldsson minnti fólk á að Skipulagið yrði fljólega til sýnis í Byggingarþjón- ustunni við Hallveigarstígs og þar gæti fólk komið með fyrirspurnir til forsvarsmanna skipulags til- lögunnar. Þeir verða þar við milli 16.00 og 18.00. Þetta verður kynnt nánar síðar. Skoðun íbúanna fái að koma fram Geirharður Þorsteinsson sagði x samtali við Þjóðviljann í gær að sér fyndist kynning skipulagsins hingað til, hafa verið dálítið ein- hliða. „Mér fínnst ástæða til að brjóta upp þetta hefðbundna form. Yfirleitt fer þetta fram á þann hátt að það fer fram svo- nefnd kynning, þá eru bomar fram fyrirspurnir, síðan sendir fólk inn ábendingar bréflega, til yfírvalda. Ég held að borgaryfir- völd ættu að grípa það fegins hendi að fá umræðufund þar sem menn gætu taiað meira um hvað þeim finnst um hlutina þó við- komandi séu ekki endilega í því að skipuleggja svæðið. Að mínu viti er þetta merkilegur þáttur í sambýlinu milli þegna og yfir- valda. Á slíkum fundi gætu kom- ið fram viðbrögð íbúa borgarinn- ar sem yfirvöldum gæti verið akk- ur í að fá, þó ekki sé kannski um að ræða skilgreindar tillögur. Það er mitt sjónarmið og margra annarra sem hugsa um skipulagsmál að þó íbúar svæðis sem yfirvöld eru að gera breytingartillögur um, eigi ekki að stjórna þeirri vinnu, eru íbúar þessa svæðis engu að síður þo- lendur breytinganna. Þeir geta verið e.k. samnefnari fyrir hin mannlegu viðbrögð, hvort sem þessir íbúar eða einhverjir aðrir eiga í hlut,“ sagði Geirharður Þorsteinsson að lokum. í Þjóðviljanum í fyrradag birt- ust teikningar úr margnefndri skipulagstillögu þar sem urðu leiðinleg mistök. Birtar voru teikningar af Vatnsstíg að vestan, núverandi útlit og skipulagstil- laga. Á þeirri síðarnefndu er stærri mælikvarði þannig að hús- in virðast hærri, því virðist nýja tillagan umfangsmeiri en hún er í raun og veru. Beðist er velvirð- ingar á þessu. -IH Grœnfríðungar íslendingar hætta Pete Wilkinsson talsmaður Greenpeace-samtakanna telur að íslendingar muni hætta öllum hvalveiðum sínum nú í nóvember þegar veiðibann Alþjóða hval- veiðiráðsins tekur gildi, - einnig veiðum í vísindaskyni. Þetta kemur fram í fréttaskýr- ingu frá Reuter-fréttasofunni um hvalamál. Þar er haft eftir Wilk- inson að áhöfn Síríusar, skips grænfriðunga, hafi mætt almenn- ri velvild og stuðningi í heimsókn sinni til íslands, og segir Wilkins- son það trú sína að þótt ekki liggi fyrir opinberar yfirlýsingar muni íslendingar hætta hvalveiðum í nóvember. -m/reuter Grímsnes Eldur í Vaðnesi I gær kom upp eldur á bænum Vaðnesi í Grímsnesi. Allt tiltækt slökkvilið á Selfossi var kallað út. Fljótlega tókst að ráða niður- lögum eldsins. Það var um þrjúleitið í gær sem eldur kom upp í gömlu íbúðar- húsi á bænum Vaðnesi í Grímsnesi. Eldurinn reyndist minni en talið var í fyrstu og gekk greiðlega að slökkva hann. Þegar síðast fréttist var ekki vitað um eldsupptök. Engin slys urðu á mönnum. IH Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í styrkingu Djúpvegar í Álftafirði. (Lengd 5,1 km, magn 10.000 m3). Verki skal lokið 20. október 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísa- firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 26. ágúst n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 9. september 1985. Vegamálastjóri 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Starfsfólk óskast til Æskulýðsráðs Reykjavíkur við almennt unglinga- og æskulýðsstarf félagsmið- stöðvum æskulýðsráðs. Menntun og reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Upplýsingar veita forstöðumenn félagsmiðstöðva. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 2. september 1985.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.