Þjóðviljinn - 24.08.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Side 3
FRÉTTIR Sigríður J. Hannesdóttir stærðfræðikennari og Pálína Jónsdóttir endur- menntunarstjóri KHf virða fyrir $ér sýningargripina. Ljósm. Sig. KHÍ Sýning á kennslugögnum Félag raungreinakennara í framhaldsskólum sýna kennslugögn í stærðfræði, eðlis- fræði og efnafræði fyrir fram- haldsskóla í húsakynnum Kenn- araskóla Islands. Á sýningunni eru kennslubæk- ur gámlar og nýjar, handbækur og tímarit, myndbönd, skyggnur og glærur auk kennsluforrita fyrir tölvur. Til sýnis eru flestar þær bækur sem kenndar hafa verið í framhaldskólum síðastliðin 5 ár og til samanburðar er stillt upp kennslubókum Hins lærða skóla í Reykjavík frá síðari hluta 19. aldar. Þá hafa félaginu borist gjafir frá nágrannalöndum þar sem er að finna nýtt kennsluefni frá þessum löndum. Innlend út- gáfufyrirtæki hafa gefið eintök af kennslubókum sem þau hafa gef- ið út og nokkrir bóksalar sýna úr- val bóka sem snerta kennslu í þessum greinum. Sýningin er opin á laugardag kl. 10 til 14 og munu bækumar síðan liggja frammi í bókasafni KHÍ á opnunartíma þess kl. 8-16 fram til 6. september. Heilbrigðismál Læknar hættir að símsenda lyfseðla Landlœknir: Ekki símsenda. Þvífylgir óöryggi og misnotkun. Guðmundur Elíasson lœknir: Um er að rœða kjarabaráttu lækna. Munu lœknar taka tillittil aldraðra og fatlaðra? Apótekin taka 22 kr. í skriftargjald á hvert lyf. Heimilislæknar eru hættir að símsenda resept. Hvað verður um fatlað fólk og aldraða? sagði reykvísk kona sem hafði samband við Þjóðviljann. „Ég hringdi í heimilislækninn minn og hann neitaði að sím- senda lyfseðil fyrir mig. Þetta er mjög erfitt fyrir fatlaða og aldr- aða. Þeir þurfa að standa undir háum leigubflakostanði ef þeir þurfa að fara að eltast við lyfseðla út um allan bæ,“ sagði viðmæl- andi Þjóðviljans að lokum. Guðmundur Sigurðsson að- stoðarlandlæknir hefði ítrekað beint þeim tilmælum til lækna að símsenda ekki lyfseðla. Ástæðan er sú að útgáfa lyfseðlanna er óöruggari. Aðspurður hvort gamalt fólk yrði að líða fyrir þetta sagði Guð- mundur að möguleikar væru á að koma til móts við fólk sem á erf- itt. Úti á landi er algengt að apó- tekin sæki lyfseðlana til lækn- anna. Það er örugg leið og kemur eins út fyrir sjúklinginn. Þetta er náttúrlega illframkvæmanlegt í Reykjavík. Því verður hver lækn- ir að meta það út af fyrir sig hversu erfitt er fyrir sjúklinginn að sækja lyfseðilinn. Guðmundur Elíasson læknir í Domus Medica hafði dálítið ann- að um málið að segja. „Ástæðan fyrir því að heimilislæknar neita að símsenda lyfseðla er sú að við stöndum í samningaviðræðum um kaup okkar við Trygginga- stofnunina. Það var á döfinni að við innheimtum greiðslur af fólki sem fengi ráðleggingar frá okkur í síma. Við mótmæltum því þetta er fjarstæða. Tryggingastofnun féll frá þessu en í staðinn lítur hún þannig á að við höfum afsalað okkur rétti til þess að taka greiðslur fyrir að símsenda lyf- seðla. Við teljum þetta vera allt annað og óskylt mál. Þetta er ástæðan fyrir því að við hættum að símsenda lyfseðla. Við viljum að sjálfsögðu einnig tryggja ör- yggi með þessu. Ég og læknarnir í kringum mig taka tillit til fatlaðra og gamals fólks. Þetta fólk verður áfram að fá sína lyfseðla sím- senda í apótek. Hinir verða að sækja lyfseðlana til læknisins. Þeir sem ekki þurfa að koma í skoðun til heimilislæknisins geta sótt lyfseðilinn í afgreiðsluna. Ég vil að lokum koma því á framfæri,“ sagði Guðmundur Elíasson „að þegar lyfseðill er símsendur bætist við aukakostn- aður. Apótekarinn tekur nefni- lega 22 kr. auka á hvert lyf fyrir það að hlusta á lækninn og skrifa niður lyfseðil frá honum. Fyrir fólk sem þarf að fá 6-7 lyf í einu er þetta verulegur kostnaður. SA Matreiðslumaður Kjötiðnaðarstöð Sambandsins óskar eftir að ráða matreiðslumann. Starfssvið hans er að hafa umsjón með framleiðslueldhúsi Kjötiðnaðarstöðvarinnar. Nánari upplýsingar hjá deildarstjóra. Umsóknarfrestur til 1. sept. n.k. $ Kjötiðnaðarstöð Sambandsins KIRKJUSANDI REYKJAVÍK SÍMI686366 Sérkennaraverkefni Skólanefnd Akureyrar óskar að ráða starfsmann að tilraunaverkefni, ólíku hefðbundnu skólastarfi. Sérkennaramenntun eða kennaramenntun æskileg- ust. Nánari upplýsingar veitir Fræðsluskrifstofa Norður- landsumdæmis éystra, Furuvöllum 13, Akureyri. Sími 96-24655. Frá grunnskólum V Garðabæjar Innritun: Innritun nýrra nemenda fer fram í skólunum daglega kl. 10-12 og 13-15. Sími Flataskóla er 42756, Hofsstaðaskóla 41103 og Garðaskóla 44466. Til þess að unnt sé að tryggja nemendum skóla- vist verður að tilkynna þá nú þegar. Sömuleiðis verður að tilkyr.na brottflutning þeirra nemenda sem ekki verða í grunnskólum bæjarins næsta skólaár. Dagvistarmál Fóstrur funda ArnaJónsdóttir: Þýðir ekki að rœða aðeins skammtímalausnir Iallri þessari umræðu um dag- vistarmál hafa verið ræddar einfaldar lausnir á vandanum. Okkur finnst að það þurfi að ræða miklu nánar hvað liggi til grundvallar þessum vanda. Það þýðir ekki að ræða aðeins ein- hverjar skammtímalausnir til að forðast upplausnarástand 1. sept- ember, sagði Arna Jónsdóttir for- stöðumaður á Laufásborg. Stjórn Fóstrufélagsins og trún- aðarmenn fóstra héldu með sér fund á fimmtudaginn þar sem rædd voru vandamál dagvistar- heimilanna. Arna sagði að fóstr- ur túlkuðu lögin þannig að öll störf sem snertu uppeldi barna á bamaheimilum væru í raun fóstrustöður. „Því teljum við að orð Davíðs borgarstjóra um að skapa nýja stétt sem væri e.k. milliliður milli fóstra og ófag- lærðs starfsfólks, rekist á okkar réttindi. En það má ekki mis- skilja orð mín á þann veg að að- stoðarfólk sé einhver ógnun við fóstrur. Því fer fjarri. Á meðan ekki fást nægilegar margar fóstr- ur til starfa, verður aðstoðarfólk ætíð við hlið fóstra á dagheimil- um. Aðalatriðið er, að það eru fóstrur sem þarf að ræða við um þessi mál. Fóstmr eiga auðvitað að vera leiðandi f umræðunni um þessi fagmál. Við teljum að borg- aryfirvöld hafi gengið fram hjá okkur í umræðunni um þessi mál. Á næstunni munum við kynna sjónarmiða okkar frekar. Við ræddum um að halda fund með starfsfólki dagvistarheimilanna í næstu viku. Og við viljum gjaman hafa náið samstarf við Sókn og þau stéttarfélög sem máUð varðar,“ sagði Arna Jóns- dóttir að lokum. IH Laugardagur 24. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Upphaf skólastarfs 1985. Hofsstaðaskóii:' Nemendur komi í skólann mánudaginn 9. september sem hér segir: kl. 9.00 - 3. bekkur kl. 9.30 - 2. bekkur kl. 10.00 - 1. bekkur kl. 11.00 - 6 ára Flataskóli: Nemendur komi í skólann mánudaginn 9. september sem hér segir: kl. 9.00 - 5. bekkur kl. 10.00 - 4. bekkur kl. 11.00 - 3. bekkur kl. 13.00-2. bekkur kl. 14.00 - 1. bekkur Forskólabörn (6 ára) veröa boöuö bréflega. Garðaskóli: Nemendur komi í skólann sem hér segir: 9. bekkur kl. 12.00 miðvikudaginn 4. sept. 8. bekkur kl. 12.00 fimmtudaginn 5. sept. 7. bekkur kl. 12.00 fimmtudaginn 5. sept. 6. bekkur kl. 13.30 fimmtudaginn 5. sept.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.