Þjóðviljinn - 24.08.1985, Page 12

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Page 12
DÆGURMÁL Nýgilt og sígilt Belgur og Biða göslast í gegnum þrjár íslenskar hljómplötur Með nöktum á stjái.Emotionat swingbara hálfgerð snilld,” segja Belgur og Biða. Kannski yrði snilldin algjör ef sveitin stæði undir nafni líka að neðan? Stúdíó Mjöt hefur nú fært út kvíarnar og jafnframt gerst út- gáfufyrirtæki. Hljómsveitirnar Fásinna og Með nöktum eru fyrstu skjólstæðingar Mjatar í útgáfumálunum hvormeð sinni sex laga breiðskífunni. Á dagskrá hjá Mjöt er að gefa út plötu með píanóleikaranum Martin Berkofskí og yrði ágóða af henni varið til bygg- ingarsjóðs tónleikahúss sem svo tilfinnanlega vantar hér í borg. Heilmikill metnaður liggur 'á bak við báðar þessar Mjatar- skífur, en látum stafrófið ráða og lítum á Fásinnu á undan. Músik hennar er nokkurskonar sam- bland af þungarokki og hljóð- gerflapoppi, taktföst og melódísk nokk. Besta lag plötunnar finnst mér Hvað er hinumegin (sem reyndar er Hitt lagið) eftir Karl Erlingsson sem hefur samið fyrir Dúkkulísur og snúist í kringum þær (sem sagt góður í Dúkkulísu- leik... ha ha ha... voða smellið!) og leikur á þessari Fásinnu-skífu á gítar og hljómborð. t*á hef ég lúmskt gaman af fyrsta lagi skíf- unnar sem ber hið merkingar- Barnabuxur Barnapeysur Barnabolir Dömujakkar Dömukápur Dömubuxur Dömupils Kjólar Herrapeysur Herrabuxur Herraskyrtur Herrajakkar Barnaskór Dömuskór Herraskór þrungna nafn Ruddudu og minnir mig á Grýlurnar og gömlu (þunga)rokksveitina Uriah Heap (þegar maður er kominn á vissan aldur miðast allt við fortíðina). Hitt lagið hefur brotið sér leið inn á vinsældalista Rásar 2 - í 7. sæti takk fyrir - og gengur hér á bæ undir nafninu kínverska lagið, þannig að ekki þurfa Fásinnu- menn að kvarta undan við- brögðum. Hins vegar ætla ég að leyfa mér að kvarta smávegis. Þeir Fásinnungar komast ágæt- lega frá hljóðfæraleiknum, trommur og bassi stöðug og gítar og hljómborð í ágætu bróðerni. Viðar er ágætissöngvari, en t.d. í laginu Spurningar og svör fer hann yfir eigið strik, en er þó góð- ur nokk í rólegum milliköflum lagsins. Þetta fellur líklega undir útsetningu og kemur þá upp sú spurning hvort ekki þyrfti að vera viðstaddur upptöku hljómplatna yfirleitt einhver sem gerði at- hugasemdir við framreiðslu hljómlistarmanna, án þess þó að yfirsetumenn þyrftu að hafa ein- hver völd, frekar að slíkt væri til að viðra andann og fjöiga hug- myndum. Annars er um Fásinnu að segja, að þetta er hin ágætasta frumraun á skífu og ættu þeir pilt- frá kr. 390.- 350.- 150.- 690.- 1.990.- 690.- 590.- 990.- 590.- 490.- 280.- 990.- 100.- ar að láta ógert að ljúka samstarf- inu eins og heyrst hefur að til standi - músik þeirra er skemmti- leg blanda af gömlum og nýjum straumum í poppinu. Með nöktum Þessir ágætu herrar spila ekki ólíka músik og Fásinna, eru að vísu pönkaðri og gæfumunurinn er hvað þeir eru meira pró- fessjónal. Hins vegar eru þeir svo sem ekkert betri lagasmiðir. Að vísu vingsa þeir til á þessari plötu sinni Skemmtun allt frá því að standa undir því nafni og niður í að vera leiðinlegir, en að vísu all- an tímann harla góðir. Lagið Emotional Swing hefur sést og heyrst hér í sjónvarpi. Mér finnst það hiklaust besta lag Skemmtunar og þó víðar væri leitað. Bara hálfgerð snilld með anda Ragga Bjama yfir vötnum. Næsta lag skífunnar er Fears of fear og er skolli gott. Næstum eins gott er Swimmers og þar næst Holes. Hins vegar leiðast mér heldur síðustu lög beggja vegna skífunnar, Breath og Lust. Þau em einhvern veginn allt of lík dökkum og tilbreytingarlausum töktum sem Þeysarar áttu til og gerðu mér lífið heldur leitt. En hvað sem lagasmekk líður, verður ekki af þeim Með nöktum skafið að þeir hafa spilamennsk- una í hendi sér og Magnús rödd- ina á betri stað á þessari Skemmtun. Og af einhverjum ástæðum er hljómburðurinn betri en á plötu Fásinnu, og flestum öðmm íslenskum skífum reyndar. Hinsvegar hefur Fá- sinna það framyfir Með nöktum að syngja á íslensku nokkuð frumlega samsetningu í Grýlustíl. Með nötkum em textar á ensku... og hvar er textablaðið mitt Magnús? Mannakornið Magnús Magnús Eiríksson hefur farið í gegnum tíðina í dægurlagagerð okkar íslendinga ekki þegjandi en stórhljóðalaust, enda maður lítillátur. Hins vegar er hann músikant af Guðs náð og hefur haldið sínu persónulega striki allt frá hann fór að fást við að músis- era á sjöunda áratugnum. Hann hefur rennt sér í gegnum Pónik, Blúskompaní, Bmnaliðið og Mannakorn og allsstaðar skilið eftir sig viðfelldin lög og stundum algera smelli: Sígild, íslensk dæg- urlög. Af handahófi nefnum við í gegnum tíðina, Braggablús, Ga- rúnu, Ég er á leiðinni og Draumaprinsinn og eigum þó mörg ótalin. Nú er Magnús enn á ferð með Mannakornunum, í ljúfum leik. Lögin eru eins og áður blúsað rokk á la Magnús Eiríksson með textunum hans um partý, illa rekna þjóðarskútu, ást og einmanaleik og vangaveltur um lífið og tilveruna. Magnús sannar hið löngu vitaða, að dæg- urlög koma best út þegar sama manninum er gefið að gera bæði lag og texta; og ekki er síðra að hann syngi þau líka. Magnús sýnir enn hér að hann er yndisleg- ur raulari í Eldi Steins Steinarrs. Annars hefur Magnús kosið að láta Pálma Gunnarsson um söng laga sinna að mestu og hefur Pálmi enda skilað því verki með sóma. Hins vegar finnst mér hann stundum vera ýkjukenndur þama I ijúfum leik, tilgerðarlega töff. Það er enginn viðvaningsbrag- ur á spilamennskunni á í ljúfum leik. Mest áberandi er glæsilegur trommuleikurinn þar sem eiga hlut að máli Ragnar Sigurjónsson (Dúmbó, Mánar, Brimkló) og Sigfús Örn Óttarsson (Bara- flokkur), bassaleikur Pálma og gítarleikur Magnúsar, sem reýndar mætti standa betur út úr á stundum (Hversvegna). Hljóm- borðsleikurinn er mjög hæfilegur og smekklegur í höndum þeirra Guðmundar Benediktssonar og Magnúsar Kjartanssonar. Hljómurinn á plötunni mætti vera betri, en Mannakornsdreng- irnir bæta það upp með hrá- leikanum og spilagleðinni. Þetta er að vísu hljómsveitar- plata, Mannakornsplata, en hún sannar engu að síður að einstakl- ingurinn Magnús Eiríksson er einn fastmótaðasti rokklagahöf- undur og -flytjandi hérlendur og glimrandi notalegur í ofanálag, þrátt fyrir hráleikann sem ein- kennir I ljúfum leik. Svona í restina langar mig að kvarta yfir því að ekki er tíundað hvaða hljóðfæraleikari gerir hvað íhverju lagi... t.d. langaði migað vita nánari skil á trommu- leiknum. Enda þótt ég þykist þekkja bæði fasta og húmoríska takta Ragnars vinar míns, hér í eina a.m.k., þá væri gaman að vera viss í sinni sök. Bestu lög? Þegar svona laga- smiður á í hlut er ekki hægt að svara slíkri spurningu. Kannski ekkert þama sem kemur á óvart, en með stimpli Magnúsar í bak og fyrir. Það er meira en margur heldur til streitu í fjöldafram- leiðslu nútímans. 295.- 590.- Auk þess margt fleira ódýrt og fallegt DOMUS 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur B og B Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í endurbætur á Reykjanesbraut í Ytri-Njarðvík. (Malbik 2.200 m2, kantsteinn 1000 m, umferðareyjar 470 m2). Verki skal lokið 1. nóvember 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 26. ágúst n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir ki. 14.00 þann 2. september 1985. Vegamáiastjóri Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritun nýnema í öldungadeild verður mánudaginn 26. ágúst kl. 16-19. Stöðupróf verða sem hér segir (kl. 17 alla dagana): í ensku, þriðjudag 27. ágúst, í þýsku, miðvikudag 28. ágúst, í frönsku og spænsku, föstud. 30. ágúst. Stöðupróf í dönsku fellur niður. Deildarstjórafundur verður miðvikudaginn 28. ágúst kl. 10. Nýnemar í dagskóla komi fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17. Kennarafundur verður föstudaginn 30. ágúst kl. 10. Skólinn verður settur mánudaginn 2. september kl. 10 og stundatöflur afhentar nemendum í dagskóla gegn greiðslu 1000 kr. innritunargjalds. Kennsla í dagskóla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 3. september. í öldungadeild hefst kennsla samkvæmt stundaskrá mánud. 2. sept. Rektor Aðalfundur Alþjóðleg ungmennaskipti (ICYC - lceland) halda ár- legan aðalfund sinn laugardaginn 14. sept. 1985 kl. 14.00 að Snorrabraut 60 (skátahúsinu). Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum fundi verður veitt kaffi. Allir velkomnir. Stjórn AUS. ÚTSALA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.