Þjóðviljinn - 24.08.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Side 13
Söngleikur um stríðsárin Land míns föður Rœttvið Kjartan Ragnarsson, leikskáld og leikara um söngleikinn Land míns föður sem verður frumsýndur í haust „Söngleikurinn Land míns föður er tvímælalaust lang- stærsta verk sem ég hef feng- ist við,“ sagði Kjartan Ragn- arsson, leikskáld og leikari. „Land míns föður er söng- leikur um stríðsárin í Reykja- vík, hernámið og allt heila dót- ið. Við erum að reyna að gera þróttmikinn og lifandi söngleik og segja eitthvað um leið. Leikarar í sýningunni eru 30 og 6 eða 8 hljóðfæraleikarar. Þetta verður fyrsta verk Leikfélagsins á þessu ári, æfingar hófust í vor en frum- sýningin verður um mánaða- mótin september-október. Ég held að þetta sé mjög ólíkt örðum leikritum sem ég hef skrif- að, eða réttara sagt eru þau öll ólík innbyrðis. Fyrsta leikritið mitt var með söngvum, léttum lögum við píanóundirleik, það var Saumastofan. Þetta nýja verk ber það með sér að ég er að reyna að fást við ieikhús í sínu stærsta formati. Mörg minna leikrita eru með fáum leikurum og gerast á stuttum tíma. Þetta er hins vegar sögulegt verk að formi til þó létt sé yfir því, og það gerist á fimm árum.“ Viðamikið og spennandi „Undirbúningsvinnan við Land míns föður var miklu meiri en nokkuð annað sem ég hef fengist við. Ég þurfti að fara vel ofaní saumana á þessu tímabili til að vita hvað ég var að skrifa. Það tók mig þrjú ár að vinna leikritið frá því að ég reyndi að byrja og þartil ég hafði lokið við að skrifa það. Ég byrjaði að vinna í þessu verki strax eftir að ég lauk við Skilnað. Það reyndist miklu við- ameira en mig óraði fyrir en um leið miklu meira spennandi en nokkuð annað. Þetta tímabil er eitt það magnaðasta í íslands- sögunni. Við fáum sjálfstæði og fáum um leið her í landið en þetta er í fyrsta skipti sem það er her á íslandi. Við hoppum úr því. að vera meðal fátækustu þjóða Evr- ópu yfir í það að verða meðal þeirra ríkustu. Það var orðin slík gjörbylting á öllum lifnaðarhátt- um og hugsunarhætti þjóðarinn- ar þegar þessu tímabili lauk að ég held að það sé ekki til neitt sambærilegt tímabil í íslands- sögunni. Islendingar hafa líka sennilega grætt einna mest allra þjóða á þessu stríði, en þá er líka spuming, hvað er gróði og hvað er tap. Hvað misstum við? Stríðið átti sér líka sínar dökku hliðar. Hér var meira mannfall en marga grunar og miðað við þessa frægu prósentutölu held ég að hlutfalls- Íega fleiri íslendingar, þ.e. ís- lenskir sjómenn, hafi fallið en Bandaríkjamenn. Ég var búinn að ganga með stríðsárin í magan- um lengi áður en ég byrjaði að skrifa um þau. Mér hefur alltaf ...en þáer líka spurning hvað ergróði og hvað ertap. Hvað misstum við. þótt þetta tímabil mjög gefandi ef maður er með söngleik eða eitthvað slíkt í huga.“ Leikið, sungið og dansað „Land míns föður er á tveimur tungumálum. Það er bæði sungið og talað á íslensku og ensku þó leikaramir séu allir íslenskir. Þeir verða þá bara að bæta framburð- inn. Það er feikilega mikið um að menn leiki fleiri en eitt hlutverk, til dæmis íslenskan sjómann, breskan hermann og bandarísk- an. Þó leikaramir séu ekki nema þrjátíu em hlutverkin miklu fleiri og búningamir alls um 170. Steinþór Sigurðsson sér um leikmynd sýningarinnar en bún- ingahönnuður er Gerla. Það hef- ur kostað töluverða fyrirhöfn að fá breska hermannabúninga. Það kom í Ijós að það var auðveldara að kaupa þá en leigja til langs tíma og farin sérstök ferð til London til þess. Auður Bjamadóttir semur dansa. Við komum til með að vinna töluvert með þá dansa sem vom dansaðir á þessum tíma og semja útfrá þeim. Síðast en ekki síst er það Atli Heimir Sveinsson sem hefur sam- ið tónlistina..Þetta er létt tónlist og hann hefur tekið mið af tíðar- andanum sem ríkti á stríðsárun- um. Ég er mjög ánægður með tónlist Atla Heimis. Hann hefur samið tónlist fyrir leikhús og er snillingur með ólíkar stíltegund- ir. Nægir að minna á jafn ólíka hluti og Lýsiströtu og Ofvitann í því sambandi. Söngtextamir em eftir mig nema auðvitað Land míns föður og þau topplög frá þessu tímabili sem fyrir koma í leiknum. Lög úr söngleiknum verða svo gefin út á plötu. Platan verður tekin upp í stúdíói og kemur út á fmmsýn- ingardaginn eða í beinu fram- haldi af honum.“ - Iðnó hlýtur þá að búa yfir fjölhæfum leikurum sem geta allt í senn, leikið, sungið og dansað? „Já, það er alveg rétt,“ segir Kjartan, „en auk þeirra koma fram dansarar sem leika kannski minni hlutverk.“ Stœrsta verk LR „Iðnó er auðvitað lítið hús fyrir svona stóra sýningu en það verð- ur leikið á göngum, uppá svölum og út um allt. Hljóðfæraleikar- arnir sitja á palli aftast á sviði bak við gas. Það er hægt að lýsa á þá svo þeir sjáist og stundum leika þeir með í atriðum þar sem dans- hljómsveitir koma fyrir. Sviðið verður stækkað um tvo metra framávið en á móti kemur að hljómsveitin tekur tvo metra aft- anaf. Það er rétt að það er feiki- leg kúnst að koma öllu þessu fyrir en sýningin kemur til með að rúmast alveg ótrúlega vel. Ég held að þetta sé stærsta verk sem Leikfélagið hefur ráðist í síð- an það fór að starfa algjörlega á atvinnumannagrundvelli. Kostn- aðurinn við sýninguna er heldur enginn barnaleikur. Við verðum að þjálfa okkur í að vera með stór verk áður en við flytjum í stórt leikhús,“ segir Kjartan og brosir í kampinn. Talið berst þá að Borg- arleikhúsinu og segist Kjartan vera vongóður um að það verði tekið í notkun eftir tvö til þrjú ár. Langur tími? „Nei, mér finnst það ekki langur tími“ segir Kjart- an, „miðað við að það eru þrjátíu ár síðan byrjað var að vinna að hugmyndinni um nýtt leikhús og tíu ár síðan byrjað var að byggja. Það má segja að við séum hálf- partinn komin inní húsið. Við erum með í að móta það og það er byggt í kringum okkar þarfir.“ Fjölskyldusaga „Land míns föður er saga fjöl- skyldu og í leiknum er fylgst með henni gegnum þessi fimm ár. Leikurinn byrjar daginn sem tveir krakkar trúlofast og við fáum að sjá hvaða áhrif stríðsárin og hemámið hefur á þeirra fjöl- skyldur. Helgi Bjömsson, leikari og poppari með meira leikur strákinn, kæmstuna hans leikur Sigrún Edda Bjömsdóttir en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Laugardagur 24. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.