Þjóðviljinn - 24.08.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Side 14
t«pni mii*- McNNINv Norðurland Listavika í skólum Aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga Aðalfundur Menningarsam- taka Norðlendinga verður haldinn í Hafralækjarskóla í Aðaldal dagana 29. og 30. ág- úst n.k. Erfundarstaðurinn að nokkru valinn með hliðsjón af fjórðungsþinginu, sem haldið verðurað Laugum sömu daga. Megin efni fundarins að þessu sinni verður það að ræða um sam- starf Menningarsamtakanna við grunnskólana á Norðurlandi, en eins og kunnugt er kom fram til- laga á aðalfundinum á Akureyri haustið 1983 um að efnt skyldi til listaviku í skólum á Norðurlandi. Vel fer á því að nú á ári æskunnar virðist þessi hugmynd ætla að verða að veruleika, með góðri samvinnu við fræðslustjórana á Norðurlandi og skólastjóra grunnskólanna. Verða þeir gestir aðalfundarins og skiptast á skoð- unum við félaga MENOR um möguleika á útfærslu þessarar listviku, sem stefnt verður að í sem flestum grunnskólum á Norðurlandi á komandi hausti. Er þetta þannig hugsað, að MENOR útvegi skólunum, úr sínum röðum, leiðbeinendur, sem verða á launum í vikutíma við ákveðið verkefni, allt eftir óskum hvers skóla. Svipað form hefur áður verið reynt í nokkrum skólum á Norðurlandi og gefist vel. Verður nánar skýrt frá því á aðalfundinum og eru félagar MENOR eindregið hvattir til að fjölmenna á fundinn og leggja sitt af mörkum til að gera þetta að sjálfsögðum þætti í skólastarfinu. Dagskrá fundarins verður í meginþáttum þannig, að fyrri daginn verður rætt um „listir í skólurn" en framsögumenn þeir Sturla Kristjánsson fræðslustjóri, Guðmundur Norðdahl tónlist- arkennari og Pétur Þorsteinsson skólastjóri. Þá fara og fram við- ræður milli skólastjóra og félaga í MENOR um væntanlegt sam- starf. Loks verður fundar- mönnum skipt niður í umræðu- hópa eftir listgreinum. Síðan vel- ur hver hópur sinn fulltrúa í upp- stillingarnefnd, sem þarf að ljúka störfum fyrir hádegi á föstudag. Síðari daginn kemur uppstill- ingarnefnd saman til Émdar. Eftir hádegið verður aðalfundur MENOR og rædd „önnur mál“. Fundinum lýkur svo með kvöld- vöku, sem verður í þremur meg- inþáttum: A) Kynning á ljóð- skáldum á Norðurlandi. B) Tón- listardagskrá úr Suður-Pingeyj- arsýslu. C) Sýning á verkum nemenda úr Hafralækjarskóla. -mhg 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1985 Breskir hermenn marsera niður Bankastræti. margt sem hægt er að segja án orða.“ „Ég leikstýri Landi míns föður og hef leikstýrt flestum mínum verkum nema þeim sem hafa ver- ið sett upp í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst gott að leikstýra verkunum sjálfur því ég er fyrst og fremst að í íslandssögunni? Ég byrjaði svona nálægt mér í tíð og tíma meðal annars vegna þess að það var auðveldast frá sjónarmiði málfarsins. Ég hef reyndar skrif- að eitt leikrit áður sem fjallaði um ákveðið tímabii. Það var Peysufatadagurinn sem ég skrif- aði fyrirNemendaleikhúsið 1980. Það gerðist allt á einu kvöldi og því var einfaldara að vinna að heimildasöfnun fyrir það en Land míns föður. Krakkarnir í Nem- endaleikhúsinu unnu líka með mér í því, bæði að heimildasöfn- un og öðru. Leikritið segir frá Peysufatadegi í Versló árið 1937 þegar menn hér í bæ voru annað hvort kommúnistar eða nasistar. Það má kalla það upphitun að Landi míns föðurs því það var fyrsta sögulega, ja sögulega, segj- um heldur leikrit sem gerðist á öðrum tíma en okkar eigin. Það er kannski eitthvað sem kemur með aldrinum að maður verður meira og meira spenntur fyrir sögunni. Ég gæti vel hugsað mér að semja leikrit um annað tímabil f íslandssögunni ef það hefði einhvern boðskap, hefði eitthvað að segja.“ -aró leikur yngri systur hennar. Þær systur eru 20 og 12 ára þegar leikurinn hefst og 25 og 17 í lokin. Aðrir leikarar í aðalhlutverkum eru Jón Sigurbjörnsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Ragnheiður Arnar- dóttir. Við æfðum mjög stíft í vor og vorum viku lengur en við erum vön til að fá heildarmynd á sýn- inguna og byrjum aftur að æfa 2. september. Söngleikurinn hefur breyst mjög lítið í meðförum. Ég bætti inní tveimur eða þremur lögum og svo er alltaf einhverju hnikað til í textanum. Maður hefur ákveðið frelsi þegar maður leik- stýrir texta sem maður hefur skrifað sjálfur og losnar alveg við þá ofurvirðingu sem er borin fyrir texta höfundar í leikhúsunum en hins vegar má breyta öllum öðr- um hugmyndum höfundar en orðalaginu. Þegar ég leikstýri eftir sjálfan mig fer ég öfugt að. Ég breyti kannski orðalaginu en ekki því sem höfundur er raun- verulega að segja. Sýning aldrei merkilegri en handritið Þegar ég var að byrja að skrifa leikrit hafði ég þá áráttu að vera stöðugt að bæta inní. Nú tek ég frekar burt vona ég. Það er svo semja atriði til að vinna með leikurunum. Ég lít á þetta sem vinnuhandrit án þess þó ég vilji tala með fyrirlitningu um handrit því í handritinu gerist allt. Það er aldrei hægt að gera sýningu merkilegri en handritið þó miklu sé hægt að bjarga eða eyðileggja í leikhúsi. Vinnan í leikhúsinu er það skemmtilegasta. Það að skrifa leikrit er aukaatriði og mér líður ekki þannig núna að ég gæti hugs- að mér að sitja bara við skriftir og láta aðra um uppfærslu. Þetta hangir allt saman, er ein heild. Mér finnst ég ekki vera búinn að skrifa leikritið fyrr en vinnan í leikhúsinu hefst. Þetta er eins og maður hafi saumað stórt tjald og það liggi í bendu fyrir framan mann. Þótt maður viti hvernig það muni líta út er það ekki full- nægjandi fýrr en maður hefur séð það reist fyrir framan þig og helst að söfnuðurinn sé kominn inn og tjaldsamkoman geti hafist.“ Tímabil með boðskap Nýtt leikrit á döfinni? „Nei, ég er ekkert alvarlega byrjaður að hugsa um nýtt leikrit, ekki búinn að marka stefnuna ef svo má að orði komast, enda ærið í bili. Maður er þó alltaf að horfa í kringum sig og leita að nýjum leiðum til að vinna eftir. Af hverju ég valdi þetta tímabil Frá æfingu á Landi míns föður. Fr. v. Karl Guðmundsson, Karl Ágúst Úlfsson og Helgi Björnsson. Kópavogur Sumarferð a Reykjanes Frístundahópurinn Hana-nú í Kópavogi fer í síðustu stóru ferð sumarsins á morgun, laugardaginn 24. ágúst. Fyrsti áningarstaður verður kapellan við Straumsvík og síðan ekið eftir Vatnsleysuströnd, gegnum Voga, komið í Blá lónið í Svartsengi og ekið um Reykjanes og endað í Höfnum þar sem Hafnahreppur býður Hana-nú félögum upp á veitingar. Lagt af stað kl. 13.00 frá Digra- nesvegi 12. Allir Hana-nú félagar eru hvattir til að taka þátt í þess- ari síðustu stórferð sumarsins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.