Þjóðviljinn - 30.08.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 30.08.1985, Page 4
LEIÐARI Vinargreiði Sjálfstæðisflokksins íbúum Reykjavíkur fer sífellt fjölgandi, og engum hugsandi manni dylst aö á næstu árum verður nauösynlegt aö skapa fjölmörg ný störf handa nýjum Reykvíkingum sem senn munu streyma út á vinnumarkaöinn. Stjórn Reykjavík- ur þarf þess vegna aö beita sér fyrir aögeröum sem fjölga störfum innan borgarmarkanna - en stuðla ekki aö fækkun þeirra. Undir stjórn Sjálfstæöisflokksins hefur skatt- píning á borgarbúum verið meö eindæmum, einsog fleiri aðilar en Þjóöviljinn einn hafa bent á. Borgarbúar vilja því ógjarnan þurfa aö punga út meö enn meira fé, til þess eins aö kasta í hít óforsjállar ævintýramennsku lítt ábyrgra aðila í borgarkerfinu. Fólkiö vill aö aðgerðir borgar- stjórnar miöi aö skynsamlegri fjármálastjórn - ekki aö sóun og óþarfa eyöslu. í málefnum Bæjarútgeröar Reykjavíkur hefur Davíð Oddsson, fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins, brotið bæöi þessi boöorö: • Hann hefur meö baktjaldamakki nánast komið því í kring aö vinir hans í ísbirninum fái aö hiröa Bæjarútgerðina í nafni „hagræöingar". Fyrirtækiö sem á aö veröa til eftir samruna ís- bjarnarins og BÚR mun einungis hafa 460 til 500 manns í vinnu. Nú þegar vinna hins vegar samtals hjá báöum fyrirtækjunum 734 manns. Vinargreiðinn við hina bágstöddu vini Sjálf- stæðisflokksins í ísbirninum mun því leiða til þess að 250 störf munu tapast úr reykvískum sjávarútvegi. • Vinargreiöi Sjálfstæöisflokksins viö hún- ana í ísbirninum mun ekki einungis kosta Reykvíkinga dýrmæt störf, heldur verulegar upphæöir aö auki. í skýrslunni sem var gerö um sameiningu fyrirtækjanna er bent á, aö þaö þurfi aö auka eigið fé fyrirtækjanna um 180 til 250 miljónir króna. Þetta þýðir, að borgin þarf að leggja fram á annað hundrað miljónir úr vösum borgarbúa, til að bjarga vinum meiri- hlutans í borgarstjórn, sem eiga fyrirtæki í kröggum. Davíö Oddsson er með öörum orð- um búinn aö gera sameiginlega sjóöi Reykvík- inga aö eins konar mæörastyrksnefnd fyrir fallítt útgeröarmenn úr innsta kjarna Sjálfstæðis- flokksins. Það verður aö segjast hreinskilnislega, aö starfshættir Davíös Oddssonar í þessu máli vekja fleiri spurningar en svör. Hvernig stendur á því, fyrst Davíð ákvaö á annað borö aö fórna BÚR, aö hann valdi ísbjörninn hf. sem viðtak- anda að eigum Bæjarútgerðarinnar? Hvers vegna ekki eitthvert annað fiskvinnslufyrirtæki í borginni? Og hvers vegna var öll þessi leynd nauðsynleg í kringum aðdraganda málsins? Hvaö er þaö sem veldur því, aö fulltrúar minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn fá ekki ráörúm til aö gaumgæfa skýrsluna sem unnin var um sameiningu fyrirtækjanna? Sú dapurlega staöreynd blasir við, aö tjöl- skyldan sem á ísbjörninn hf. hefur um langan aldur veriö í innsta hring í veldi Sjálfstæöis- flokksins í Reykjavík. Flokkurinn hefur væntan- lega heldur ekki komiö aö tómum kofunum hjá henni þegar safnað hefur verið í sjóöi fyrir kosn- ingar. Þaö er líka staöreynd, aö Sjálfstæöis- flokkurinn hefur um langt skeiö - gegnum Morg- unblaðið, básúnaö ísbjörninn hf. sem dæmi um fyrirmyndarfyrirtæki einkaframtaksins. Nú blas- ir hins vegar viö aö fyrirtækið er rekið meö helmingi meira tapi en samsvarandi fyrirtæki á félagslegum grunni - þ.e. Bæjarútgerðin - og allt bendir til þess að því sé alls ekki kleift aö reisa sig við af sjálfsdáðum. Myndin af fyrir- myndarfyrirtækinu er því máö og sprungin. Þess vegna kom Davíð og Sjálfstæðisflokk- urinn til skjalanna. Fé Reykvíkinga á aö verja til að bjarga flokksvinum í nauö og endurlýsa ímynd hinnar gömlu fyrirmyndar einkaframtaks- ins. í leiöinni er hægt aö láta gamlan draum frjálshyggjuliðsins, í Sjálfstæöisflokknum ræt- ast: að hrinda BÚR fyrir ætternisstapa. í rauninni segir leyndin kringum meöferö málsins í borgarkerfinu, og viðleitni borgarstjóra til að kæfa alla umræðu um málið, allt sem þarf. íslensk túnga á ágæt orö yfir (Detta: pólitísk spilling! -ÖS KUPPT Skjálftarnir segja til sín Nokkrir skjálftar hafa magnast í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar kjötstríðsins sem Albert Guð- mundsson á öðrum fremur heiður af að hafa byrjað að þessu sinni, þó tilefnið liggi framar í Is- landssögunni, hernámi íslands, varnarsamningi 1951, tilurð fs- lenskra aðalverktaka og fleiri slíkum atburðum. Albert hóf þennan slag á grundvelli ósköp ómerkilegra hagsmuna Hafskips sem ráðherr- ann á hluti í. En þegar hann tók að glugga í pappíra komst hann að þeirri niðurstöðu að víða væri pottur brotinn og kommarnir hefðu máske ekki alltaf haft eins rangt fyrir sér og Mogginn vildi vera láta. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, stjórnarfor- maður Árvakurs og höfuð gamla fjölskylduveldisins í Sjálfstæðis- flokknum, brást snarlega til varn- ar, en fyrr en varði var Morgun- blaðið orðið margsaga og flækt í málinu, svo nú standa menn frammi fyrir óþægilegum spurn- ingum og athygli. Vagg og velta Moggans Afstaða til vinstri manna hefur auðvitað ævinlega verið sú, að það beri að hafa sem allra minnst fjárhagsleg samskipti við hina óboðnu byssumenn á Miðnes- heiði, af þeirri einföldu ástæðu, að þá verður í fyllingu tímans auðveldara að reka þá burt! Innan Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf einhverjir verið sömu skoðunar, en þeim hefur farið fækkandi. í stríðinu við Albert hafa svo furðulegustu drjólar dregið upp þessi gömlu rök okkar vinstri manna og notað sem vönd til að berja á vel vöxnu baki fjár- málaráðherrans. Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra og aðal- eigandi Morgunblaðsins, sem enn hefur tekist að halda honum lifandi í íslenskum stjórnmálum, er þannig rammlega flæktur í hermangið. Þess vegna er það gaman að sjá, að Morgunblaðið er nú allt í einu farið að þeysa úr sér rökunum sem vinstri menn hafa til þessa notað á Geir. Þann- ig sagði í blaðinu í gær: „Flestir Islendinga sem styðja véstrœnt varnarsamstarf, vilja hins vegar ekki að íslenskur þjóð- arbúskapur, eða einstakar atvinnugreinar hans, verði um of efnahagslega háður dvöl varnar- liðs í landinu. Ef aðstœður breytast svo í veröldinni, að dvöl varnarliðs verður óþörf, eiga ekki - og mega ekki - fjármálaleg bönd, tengd dvöl þess, hnýta hendur okkar". Þetta er auðvitað algerlega á skjön við skoðanir aðaleiganda Morgunblaðsins og raunar fjöl- margra skríbenta Mogga á um- liðnum árum. Kannski er ekki heldur mikið að marka þessi skrif, þau var nefnilega að finna í Staksteinum sem fáir taka mikið mark á (HP kallar þáttinn „póli- tískt holræsi blaðsins" í gær). Svipaðar skoðanir hafa líka séð dagsins ljós í leiðurum blaðsins að undanförnu. En þessi skrif eru ef til vill fróðlegust fyrir þá sök að þau upplýsa vel hvernig hug- myndafræðingar blaðsins hring- snúast hvenær sem það hentar innbyrðis slagsmálum - og útvor- tis raunar líka. Kannski þeir Matthías smiður ljóða og Styrmir séu orðnir rokk- arar á gamals aldri, því þessi skemmtilegi hringsnúningur á ekkert skylt við gömlu dansana, - miklu frekar vagg og veltu! Herí brennidepli Lætin í Albert hafa, hvað sem annars má um þau segja, ekki að- eins komið honum persónulega í OG SKORIÐ brennidepil fjölmiðlanna, heldur og líka hermálinu! Um þetta segir Alþýðublaðið: „Síðustu dagana virðist sem umrœður um þessi mál séu hœttar að einskorðast við þau einstöku mál sem til umfjöllunar voru í upphafi, þ.e.a.s. innflutning á hráu kjöti og síðar gjaldeyrismál hersins. Auk þessara einstöku mála er nú allt í einu farið að tala um hermálið í víðara samhengi og íeinstaka tilvikum erfarið að vara við ákveðinni hœttu sem í því sé fólgin að tengja herinn og herset- una of nánum böndum við ís- lenskt þjóðlíf og þá kannski eink- um íslenskt atvinnulíf. “ Aronskan Alþýðublaðið ræðir þetta síð- an nokkuð og segir meðal annars: „Löngum hafa einnig heyrst raddir annað slagið, sem boðað hafa fullnýtingu bandaríska hers- ins eins og hverrar annarrar auð- lindar í þágu þjóðarinnar... í þessu sambandi var gjarnan á það bent, að nota mœtti herinn til að kosta vegalagningu, flugvallagerð ogýmislegtfleira, sem komiðgœti að notum jafnt á friðar- og stríðs- tímum... Andstœðingar Aronsk- unnar hafa hins vegar haldið því fram, að íslenskt atvinnulíf megi aldrei verða svo háð dvöl hersins að brottför hans yrði þjóðinni efnahagslegt áfall. “ Þetta sýnir það, að þörf um- ræða um herinn er aftur á dagskrá og þökk sé Albert fyrir það. Það er mjög í bága við þjóðarhag að ætla að gera herinn að mjólkurkú - einsog mörgum hefur þó tekist því miður - vegna þess að þá mun hann aldrei drattast í burtu. Það skulu menn hafa í huga, áður en þeir fara að dásama Albert ráð- herra fyrir röggsemi gagnvart boðflennunum í heiðinni. Mjór ermikils... Upphaflega var „kjötstríðið" ekki annað en birtingarform á því stríði sem staðið hefur löngum innan Sjálfstæðisflokksins milli gamla fjölskylduveldisins sem einokað hefur hergróðann og ný- ríku aflanna, sem Albert heyr slaginn fyrir. En þetta stríð hefur þróast útí annað miklu merki- legra. Bæði Morgunblaðið og Al- bert Guðmundsson, sem komin eru útí prófskjörsslag fyrir næstu kosningar, hafa borið gæfu til að ræða grundvallaratriði erlendrar hersetu í landinu. Það eru settar fram spurningar um sjálfstæða ís- lenska menningu og sjálfstætt ís- lenskt efnahagslíf. Það eru þessar spurningar sem alþingi Islend- inga mun taka upp af nýjum krafti í haust og almenningi hefur gefist tækifæri til að velta þessum málum fyrir sér í nýju samhengi. Hagsmunir klíknanna í Sjálfstæð- isflokknum mega sín lítils þegar kemur að því að svara verður slíkum grundvallarspurningum. -ÖS DJÚÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar ólason, Valdís Óskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Eiías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsia: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Olqa Ver® 1 lausasölu: 30 kr. y Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.