Þjóðviljinn - 30.08.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 30.08.1985, Síða 7
Fellahellir Unglingur utan úr geimnum á fyrsta vinnslustiginu. Axel starfsmaður aðstoðar krakkana við undirbúninginn. Ljósm. Sig. Birgir 14 ára. Ég er líka úr Árbænum. Mér finnst æðislega gaman að undir- búa Rykk Rokkið. Ég kem oft hingað í Fellahelli og þá aðallega til að dansa og skemmta mér. Ætli maður komi ekki svona 3-4 sinnum í viku. -Afhverju ertu íklœddur svört- um plastpoka? Er það nýjasta tískan? Nei, þetta er ekki nýjasta tísk- an sem betur fer. Ég er bara að vinna við að búa til geimungling fyrir tónleikana. Birgir 14 ára. Kem hingað til að dansa. Ljósm. Sig. Þorkell 15 ára. Ég bý í Árbæ en ég kem samt oft hingað í Fellahelli. Það er skemmtilegra hér en í Árseli. Núna er ég að vinna við að undir- búa Rykk Rokkið, ég er að búa til haus á geimungling sem mun skreyta svæðið á tónleikunum. Nei, ég er ekki í hljómsveit sjálf- ur en þess vegna verður gaman að koma á Rykk Rokk og heyra í hljómsveitunum. Þorkell 15 ára. Kem oft í Fellahelli. Ljósm. Sig. RYKKROKK Rætt við Margréti Sverrisdóttur forstöðumann í félagsmiðstöðinni Fellahelli um Rykk Rokk og krakkana í Fellahelli Margrét Sverrisdóttir forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Fellahelli. Rykk Rokk er fyrir alla þá sem hafa áhuga fyrir góðum rokktónleikum. Ljósm. Sig. RykkRokk. Hvaðer nú það? Eitthvað sem unglingarnireru að tala um. En hvað er það? Margrét Sverrisdóttir for- stöðumaður í félagsmiðstöðinni Fellahelli í Breiðholti: „Rykk Rokk er nafn á útitónleikum sem haldnir verða fyrir utan Fellahelli næsta laugardag frá 6-11. Tónleikar þessir eru okkar framlag í tilefni af ári æskunnar. Það átti að gera svo stóra hluti á ári æskunnar en það brást. Allt hefur verið svo hástemmt í sam- bandi við þetta ár, umræður o. fl.. Svo við ætlum að „flippa“ svolítið í sambandi við þessa tónleika. Yfirskriftin er: Bjóðum ung- menni utan úr geimnum velkom- in. Þetta er mótvægi við allt þetta hástemmda sem hefur einkennt ár æskunnar. - Hvað verður á dagskrá á Rykk Rokkinu? Sex hljómsveitir munu koma fram, bæði þekktar og óþekktar. Þær heita: Dinamite, Sweet Pain, Falskir tónar, The Voice, Tic Tac, Elly, úr Q4U og hennar lið. Einnig munu Megas og Kukl flytja atriði sitt Kuklan Kuklan. Þetta verða almennilegir tónleik- ar. Við verðum með góð tæki, þ.e. söngkerfi o.fl. sem við feng- um að láni hjá borginni. Svo * verður sviðið mjög flott. Þegar hljómsveitirnar eru að koma sér fyrir verður sko aldeilis ekkert stopp og leiðindi heldur mun tjald falla fram yfir sviðið og þar verða bíósýningar. Upp á þakinu verða Gógó Píur með sýningu og áhugamenn um bardagalist þurfa ekki að fara vonsviknir heim, því upp á þakinu verður iðkuð bar- dagalist af miklum eldmóði. - Hverjir sjá um framkvœmd- irnar? Sjón er framkvæmdastjóri Rykk Rokksins en krakkarnir sjá um allan undirbúninginn. Lík- lega eru það um 100 manns sem koma nálægt þessu. Sumir selja pylsur, sumir smíða sviðspallinn, þeir sem eru með rafmagnsdellu sjá um „ljósashow" o.s.frv. Geimunglingar úr vírneti - Er einhver ákveðinn tilgangur með Rykk Rokkinu? Já, þetta er bæði gagn og gam- an. Við erum að gefa krökkunum tækifæri til þess að gera eitthvað sjálf. Bílskúrsgrúppur fá þarna tækifæri til þess að koma fram á stóru sviði fyrir framan margt fólk. Unglingamenning fær að njóta sín. Svo má ekki gleyma því að krakkarnir vinna með þessu skapandi starf. Við erum að gera stóra hluti úr litlum efnum. Við starfsmennirnir reynum að kenna þeim að búa til ýmis konar hluti, t.d. búa þau til geimunglinga úr vímeti, hugmyndaflugið fær að ráða. Þau læra heimikið á þessu, vona ég alla vega. Ég held líka að það sé gott að byrja vetrarstarfið hér í Fellahelli hressilega. Með þessum tónleikum vekjum við vonandi áhuga enn fleiri unglinga á þessari félagsmiðstöð. - Fyrir hvaða aldurshóp er Rykk Rokkið? Þessir tónleikar eru fyrir alla þá sem hafa áhuga á þessu fyrir- bæri Rykk Rokk. Svo vil ég endi- lega hvetja þá sem halda að ekk- ert skemmtilegt gerist í Breiðholtinu að skella sér á Rykk Rokk og sjá að það er margt spennandi að gerast. Bárujárn og diskó - Margrét ertu mjög ung í anda fyrstþú kýst að vinna svona mikið með unglingum? Ja, ég myndi segja að ég væri unglingaorkusuga. Mér finnst unglingar svo orkumikið fólk, þeim fylgir svo mikill lífskraftur. Maður fær heilmikla orku frá þeim í þessu starfi. - Hvernig krakkar scekia Fella- helli? Allar týpur. Hér eru nokkrir „heavy metal gæjar“, einnig „fínt diskó lið“. Krakkarnir sem hing- að koma eru frá allavega heimil- um, efnuðum og illa stæðum. Þetta eru allt ágætis krakkar. Auðvitað höfum við líka erfiða krakka en ef við gætum ekki stað- ið undir því að taka á mót þeim værum við dauð Félagsmiðstöð. Þá værum við bara eins og hvert annað íþróttafélag. Þeir krakkar sem koma frá heimilum þar sem eru erfiðar heimilisaðstæður eru stundum erfiðari heldur en þeir sem fá allt á silfurfati. En það er oft þannig að erfiðari krakkarnir eru litríkari persónur. Þeir eru vanir að taka af skarið og kanna heiminn upp á eigin spýtur, sagði Margrét að lokum. En hvað segja krakkarnir í Fellahelli um Rykk Rokkið? -«A Þórdís Ása og Maríanna. Við emm alveg á fullu. Ljósm. Sig. Þórdís Ása 14 ára og Maríanna næstum 13. Við búum í Breiðholti og komum hingað allavega 3 sinnum í viku. Þetta Rykk Rokk er sko eitthvað spennandi, það er ég alveg viss um sagði Maríanna. En báðar voru þær sammála um að skemmtilegast við Rykk Rokk væri að undirbúa það. Við erum alveg á fullu sögðu þessar lífsglöðu yngismeyjar. - Hvernig er að vera unglingur í Breiðholti í dag? Ha, ha, ha, asnaleg spurning. Við höfum aldrei prófað að vera unglingar annarsstaðar eða á öðrum tíma. Að lokum vildu þær endi- lega taka það fram að skemmtilegustu hljómsveitirnar um þessar mundir eru: Mannakorn, Grafík og Oxsmá. Föstudagur 30. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.