Þjóðviljinn - 30.08.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 30.08.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 30. ágúst 1985 198. tölublað 50. árgangur DJOÐVIUINN Lagarfljót Laxinn vill ekki í virkjunina Laxastiginn er ónýtur segja veiðifélagsmenn. Stórar torfur strandfyrir neðan virkjunina. Knattspyrna Valur sigraði Valur varð í gærkvöldi bikar- meistari kvenna í knattspyrnu annað érið í röð. Valsstúlkurnar sigruðu ÍA 1-0 í úrslitaleik í Laugardalnum og skoraði Kristín Arnþórsdóttir sigurmarkið cftir 18 mínútna leik. Nokkuð óvænt úrslit þar sem ÍA er með yfir- burðaforystu í 1. deildarkeppn- inni. Allt í hnút Allt er í einum hnút á toppi 1. deildar karla eftir að KR og Fram gerðu jafntefli í gærkvöldi, 1-1. Tvö stig skilja að efsta og fimmta lið. -VS Sjá bls. 15. Mikil laxagengd hefur verið í Lagarfljót í sumar, en laxinn hefur ekki viljað ganga upp í laxa- stigann við Lagarfossvirkjun, heldur safnast saman í stórar torfur neðan við fossinn. Veiðifé- lag Lagarfljóts fól Sigurði Jónssyni bónda á Kirkjubæ að leggja net í ána fyrir neðan foss tvo sólarhringa í viku í sumar. Veiðin hefur verið með eindæm- um góð og eru um 400 laxar komnir á land. „Pað er ekki hægt að kalla þetta annað en mokveiði. Hér hefur ekki sést eins mikið af laxi í mörg ár. Þegar best gekk þá feng- ust 70 laxar í þrjú lítil lagnet,” sagði Gunnar Jónsson á Egils- stöðum, forsvarsmaður veiðifé- lagsins. Laxastiginn í Lagarfljóti liggur í gegnum virkjunina og hafa að- eins örfáir laxar gengið upp í fljótið í sumar. Sagði Gunnar að menn teldu stigann ónýtan, hann virkaði alls ekki rétt og óskað hefði verið eftir því, ma. við iðn- aðarráðherra að gerðar yrðu lag- færingar á stiganum. Sumir teldu réttast að byggja nýjan stiga til hliðar við virkjunina þar sem af- fallið er leitt. Viðifélagið hefur látið merkja 60 laxa í sumar sem teknir voru fyrir neðan foss og fluttir upp í fljótið því alls er óvíst hvort lax- inn nær að hrygna fyrir neðan fossinn. „Þetta eru frekar smáir laxar sem hafa komið í fljótið í sumar en fiskifræðingar spá mikilli stór- laxagöngu næsta sumar og því er nauðsynlegt að koma þessum málum í viðunandi horf,” sagði Gunnar Jónsson. -Ig/IH Landgrœðsla Verðum að gera betur „Það sem leggja þarf áherslu á í dag er að vernda þau svæði á há- lendinu þar sem ofbeit hefur átt sér stað, þau þarf að friða og sá í þau melgresi.” Þetta sagði Sveinn Runólfsson þegar Þjóðviljinn spurði hann álits á þeirri miklu eyðingu gróð- urs sem átt hefur sér stað á und- anförnum árum og glögglega mátti sjá í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld í dramatískri lýsingu Omars Ragnarssonar. Sveinn sagði að í þeirri frétt hefði gætt dálítils misskilnings hvað varðaði Þjóðargjöfina svokölluðu frá 1974. Sveinn sagði að peningar úr þeirri gjöf færu að mestu leyti í að græða upp land á láglendi og þá aðallega í Þingeyjarsýslum og á Suðvesturlandi. „Það er hins vegar ljóst að það þarf að veita miklu meiri pening- um í að hefta uppblásturinn á há- lendinu, það fjármagn hefur ekki fengist. Það hefur þurft að vega og meta það á undanförnum árum hvar skuli sáð og það er alveg Ijóst að sum svæði hafa e.t.v. orðið útundan,” sagði Sveinn. „Það er skylda okkar kynslóð- ar að skila landinu gróðursælu til komandi kynslóða. í því efni verðum við að gera betur.” IH Ragnheiður Víkingsdóttir fyrirliði Vals lyftir bikarnum eftirsótta. Til hliðar sækir Helga Eiríksdóttir að Skagastúlkunni Laufeyju Sigurðardóttur. Áburðarverksmiðjan Engir sammngar i sjonmali Guðjón Jónsson: Iðnaðarmenn ekkert að gefast upp Fundur var með sáttasemjara síðasta þriðjudag, þar gerðist ekkert nýtt. Enginn nýr sátta- fundur hefur verið boðaður, sagði Guðjón Jónsson formaður og ríkisins. Félags járniðnaðarmanna um „Það eru 20 menn í verkfalli og samningaviðræður milli iðnaðar- þeir eru ekkert að gefast upp. Ég manna í Áburðarverksmiðjunni held að framleiðslan í Áburðar- verksmiðjunni hafi dregist saman um 40% í kjölfar verkfalls iðnað- armannanna, sagði Guðjón. y Suður-Afríka Avextir fyrírtugi milljóna íslendingarflytja inn töluvertmagn af ávöxtumfrá Suður-Afríku. Mörgþekkt vörumerki eru þar á meðal. Fjöldi heildverslana sér um innflutninginn. r Islendingar flytja inn töluvert magn af ávöxtum frá landi kyn- þáttakúgunarinnar, Suður- Afríku. Aðallega er um að ræða appelsínur og alls kyns niður- soðna ávexti en ýmis annar varn- ingur berst hingað til lands frá Suður-Afríku. Fjölmargar heildverslanir sjá um að koma þessum vörum á markað hérlendis og mörg þekkt vörumerki eru á meðal þess sem hér býðst almenningi til sölu í verslunum. Þar má nefna Out- span appelsínur, Goldland appel- sínur, niðursoðna ávexti; Del Monte, Holiday, Western Pride, Golden-Reef og fleiri. Þjóðviljinn hringdi í fjóra stórmarkaði í Reykjavík til að -athuga hvort þessar vörur væru þar á boðstól- um og reyndist svo vera í flestum tilvikum. Sumar þessara tegunda eru vinsæl vara og stundum býðst ekki annað en t.d. appelsínur frá Suður-Afríku. Heildverslunin Björgvin Schram flytur aðallega inn appel- sínur og vínber frá Suður-Afríku, þó ekki beint, yfirleitt berst þetta hingað í gegnum Evrópu og þá í gegnum Holland, Þýskaland, Danmörku og Svíþjóð svo eitthvað sé nefnt. Björgvin Schram flytur t.d. inn Outspan appelsínur. Eyfjörð sf. á Akureyri flytur inn Golden-Reef niðursoðna ávexti, perur, ferskjur, blandaða ávexti, mandarínur o.fl. Nathan & Olsen í Reykjavík er með Libby’s niðursoðna ávexti, perur, blandaða ávexti, ferskjur o.fl. Bananar hf. í Reykjavík flytja inn Goldland appelsínur frá Suður-Afríku í gegnum Svíþjóð og Holland. Bananar flytja einn- ig inn vínber frá Suður-Áfríku. Valdemar Baldvinsson á Akur eyri dreifir Del Monte og Holi- day niðursoðnum ávöxtum. Sund hf. í Reykjavík eru sömu- leiðis með Del Monte og Holiday en auk þess Western Pride niður- soðna ávexti. Sund flytur þetta inn í gegnum fyrirtækið Spar í Hollandi. Eggert Kristjánsson í Reykja- vík flytur inn Outspan appelsínur og vínber, sem nefnast Cape grapes. Éggert Kristjánsson flytur einnig inn Golden-Reef og Del Monte. Þess ber þó að geta að niðursoðnir ávextir undir merki Del Monte koma einnig frá Kenya og Filippseyjum. Fullvíst má telja að enn fleiri fyrirtæki annist innflutning á vörum frá Suður-Afríku. Vöru- merkin eru örugglega fleiri. Árið 1983 voru fluttir inn ávextir frá þessu landi fyrir tæpar 23 milljónir en alls var flutt inn frá Suður-Afríku fyrir um 26 milljónir það árið. Fyrstu fimm mánuði þessa árs var'flutt inn frá Suður-Afríku fyrir rúmar 11 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra var flutt inn fyrir 7 milljónir. Ekki náðist í Geir Hallgríms- son í gær til að leita álits hans á viðskiptum íslands og kúgunar- stjórnarinnar í Suður-Afríku. -gg Hákon Björnsson fram- kvæmdastjóri Áburðarverk- smiðjunnar staðfesti að fram- leiðsía hefði dregist saman um 40% og sagði jafnframt að það væri ómögulegt að segja til um hvenær allt stoppaði. „Við stopp- uðum hluta verksmiðjunnar á mánudaginn var til þess að geta safnað ammoníaki til að nota í fullunnar vörur en við búumst við því að setja allt í gang eftir helgi.” -SA ísbúr 250 störf tapast Samruni BÚR og ísbjarnarins sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur af pólitískum ástæðum afráðið mun leiða til þess að upp undir 250 störf munu tapast úr flsk- vinnslu í Reykjavík. Samtals vinna nú hjá BÚR og ísbirninum um 740 manns. Eftir sameininguna munu hins vegar ekki vinna nema 500 manns við hið nýja fyrirtæki. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.