Þjóðviljinn - 07.09.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.09.1985, Blaðsíða 9
GERSEMl -GULLI BETRI RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS Öll erum við á einu máli um að standa vörð um verðmæti okkar, hvort sem um er að ræða gersemi eins og fálka eða almannafé. Ríkissjóður hefur árvisst þurft að taka lán til sameiginlegrar uppbyggingar innanlands. Leitað hefur verið hagstæðustu leiða hverju sinni. Ein farsælasta leiðin til lánsöfiunar hefur verið útgáfa verðtryggðra spariskírteina. Hún hefur þann kost, að innlent fé er tekið að láni og íslenskir sparifjáreigendur hagnast á lánveitingunni í stað erlendra. Og íslenskir sparifjáreigendur hafa hagnast verulega. Spariskírteini ríkissjóðs hafa reynst hreinasta gersemi. Svo er einnig um þau sem nú bjóðast, 4 mismunandi gerðir einnig með styttri binditíma, þannig að sem flestir geti fundið skírteini sem þeim hentar. Spariskírteini ríkissjóðs eru öll verðtryggð og bera háa vexti þar á ofan. AUÐVELDARI OG ÖRUGGARI FJÁRFESTING ER VARLA TIL. Sölustaðir eru: Seðlabanki íslands, viðskiptabankarnir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.