Þjóðviljinn - 07.09.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.09.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Þjóðin sem geymir Ijóðið íslendingar eru gjarnan stoltir af sjálfstæöri menningu sinni; smáþjóöin á skerinu reit sína sögu, orti ævintýr og drápur meðan aörar þjóöir lásu þrúgur af vínviði og börðu mann og annan. Og enn vitnum við til þessarar sögu og heitum því að ávaxta arf kynslóðanna sem byggt hafa landið í harðindum, pestum og hernámi, - kyn- slóðanna sem geymdu Ijóðið. Margiróttast að þessari sjálfstæðu menning- arlegu tilveru sé ógnað á okkar tímum, og að trauðla geti það sjálfstæði staðið af sér væntan- lega gjörninga á næstu misserum, með gervi- hnattarsjónvarpi, þynnkulegu langlokuefni í sjónvarpsstöðum og útvörpuðu og sjónvörpuðu gauli allan guðslangan daginn. Flestir viður- kenna að það er full ástæða til að staldra við, spyrja, og spyrna við fótum ef ástæða þykir til. Allir stjórnmálaflokkar á íslandi lýsa því yfir að þeir vilji efla sjálfstætt íslenskt efnahagslíf. Og þeir Ijúka upp einum rómi um að við megum t.d. ekki vera of háð efnahagslega amrísku herset- unni á íslandi. í því sambandi er ekki hægt að horfa framhjá því, að um þessar mundir eru hernaðarframkvæmdir í landinu af margvís- legum toga meiri en nokkru sinni. Talið er að þær framkvæmdir nemi að upphæð yfir 42 milj- örðum króna á þriggja ára tímabili. Það segir sig sjálft, að með þessum fram- kvæmdum er og verður íslenskt efnahagslíf og þarmeð þjóðlífið allt háðara hersetunni en nokkru sinni. Herinn sjálfur er launagreiðandi fleiri íslend- inga en nokkurt fyrirtæki í landinu, fyrir utan þau hundruð og þúsundir manna sem vinna hjá stóru einokunarverktökunum, íslenskum Aðal- verktökum og Keflavíkurverktökum. Og á næst- unni eru að hefjast framkvæmdir í öllum lands- fjórðungum sem binda þjóðina enn frekar á klafa hersins og hans framkvæmda. Að sjálf- sögðu er hér það að gerast, sem stjórnmálaflokkarnir, einnig stjórnarflokkarnir segjast vera og vilja varast; það er verið að gera íslendinga efnahagslega háðari hersetunni. Og þarmeð stendur annað í þjóðlífinu í uppnámi. Margir hafa þóst sjá síðustu misseri fleiri merki þess, sem stundum er kallað menningar- heimsvaldastefna, þ.e. að gæti vaxandi menn- ingarlegra áhrifa sérstaklega engilsaxneskra í öllu okkar þjóðlífi. Dæmi: Á þjóðhátíðardegi ís- lendinga 17. júní s.l. var opnaður nýr matsölu- staður í Reykjavík undir heitinu „American style“ og fyrirofan blaktandi þjóðfána í miðbæn- um flaug flugvél með auglýsingaborða: „Amer- ican style". Eigendur staðarins hafa upplýst að fyrirtækið hafi verið starfandi áður undir ís- lensku nafni, en salan hafi ekki farið að ganga vel fyrr en amríska nafnskrípið var komið á stað- inn. Þetta er ekkert einsdæmi. Fjölmargar versl- anir og þjónustustaðir kjósa fremur að starfa undir erlendu heiti en íslensku. Og vörutegundir renna einsog á færibandi inná íslenskan mark- að undir erlendum vörumerkjum. Máske og vonandi er gert helsti mikið úr dæmum sem þessum, en margir spyrja hvort hér sé ekki um tákn annars og verra að ræða. Á síðustu miss- erum hafa samtímis verið að gerast breytingar í þjóðlífinu, þarsem gengið hefur verið á forna samstöðu og samúð manna á milli og þjóðar- innar innbyrðis. Með þeim breytingum hafi menningarimperialisminn átt frjórri jarðveg en áður hérlendis. Fyrirstaðan hafi brostið. Sjálfstæðri, blómlegri menningu íslendinga verður ekki við haldið með einangrunarstefnu, heldur með ríkulegum og nánum menningar- samskiptum við fjölda annarra þjóða. En þau samskipti verða að vera á okkar forsendum, mannfæðar og viðkvæmni, en ekki á forsend- um hrárra markaðslögmála, þarsem amrískar auðhringamiljónir hafa tögl og hagldir. í því sambandi horfum við einna helst til frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Gott dæmi um slík sam- skipti er Norræna Ijóðlistarhátíðin sem verður í Reykjavík í næstu viku. Viðbrögð okkar í ölduróti engilsaxneskra menningaráhrifa gegn menningaheimsvalda- stefnunni, sem vex fiskur um hrygg, eiga að verða þau, að efna til nýrrar sóknar í menning- armálum. Þá þarf að horfast í augu við þá nauð- syn, að veita fjármagni til menningarstarfa í landinu - og að hækka laun fólks þannig að það fái bæði notið skapandi menningarstarfsemi og neytt hennar. Á okkar tímum er rétt að hvetja til nokkurrar íhaldssemi í menningarefnum, þann- ig að við skilum næstu kynslóðum Ijóðinu, sem okkar var trúað fyrir. _óg Ó-ÁLfT MÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóöinsson. Rltatjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Frétta8tjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, MörðurÁrnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, SævarGuð- bjömsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Óskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiöslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglý8ingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. AfgreiÖ8lu8tjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Hú8mæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Olga Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áakriftarverð á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 7. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.