Þjóðviljinn - 07.09.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.09.1985, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Noregur Vinstri- flokkum spáð meirihluta Samkvæmt skoðanakönnun sem norska Dagblaðið birti í gær mun Verkamannaflokkurinn og stuðningsflokkar hans tveir, SV og Vinstri, hljóta nauman meiri- hluta, 50,2% atkvæða, í þing- kosningum sem fram fara í Nor- egi á mánudaginn. Óvíst er hvort svo naumur meirihluti atkvæða nægi flokkun- um að til að hljóta meirihluta þingsæta því borgaraflokkarnir hafa notfært sér heimildir í kosn- ingalögum og tekið upp listasam- starf sem þýðir að atkvæði þeirra nýtist til fulls. Vinstriflokkarnir hafa ekki tekið upp slíkt sam- starf. Samt sem áður sýnir þessi skoðanakönnun að vinstriflokk- arnir eru í þrumusókn því ekki er langt síðan borgaraflokkunum var spáð öruggum sigri. Á bls. 15 í laugardagsblaðinu er greint frá helstu viðburðum í kosningabaráttunni. _]>H „Ég hef alltaf verið jafnréttiskerling í mér, og stend og fell með meðal annars í opnuviðtali Helgarblaðsins í dag. Sjá bls. 10-11 mínum skoðunum, enda þótt ég fái á mig rauðleita stimpla á stund- Helgarblaði. Mynd E. Ól. um" segir Ragnheiður Davíðsdóttir útvarpsmaður og lögreglukona -v< BÚR/ísbjörn Dan'ð faldi bréfið! Forráðamenn Kirkjusands hf. óskuðu ísumar eftir að fá að taka þáttí viðræðum um hagrœðingufiskvinnsluíborginni. Davíð Oddsson stakk erindinu undirstól. Með því að stinga þessu bréfi frá forráðamönnum Kirkju- sands undan er Davíð Oddsson borgarstjóri að tryggja að við- ræðurnar um framtíð fiskvinnslu í borginni snúist eingöngu um að sameina Bæjarútgerðina og ís- björninn en ekki um að finna hugsanleoa hestn nýfingu á fisk- vinnsluaðstöðu í borginni eins og þó er yfirlýstur tilgangur við- ræðnanna í sumar, sagði Sigur- jón Pétursson borgarfulltrúi og fulltrúi Alþýðubandalagsins í út- gerðarráði BÚR í samtali við Þjóðviljann í gær. Það var í júnímánuði sl. sem borgarstjórinn í Reykjavík fékk bréf frá Kirkjusandsmönnum þar sem þeir óskuðu eftir aðild að viðræðum sem þá voru í gangi um framtíð fiskvinnslu í höfuðborg- inni. Þegar spurt var um bréfið hjá Reykjavíkurborg fengust þær upplýsingar að það finnist ekki í skjalasafni borgarinnar. Borgar- Einvígi Jarfntefli í heimsmeistaraeinvíginu í skák gerðist það í gær að þeir Karpof heimsmeistari og Kaspa- rof áskorandi sömdu um jafntefli eftir 65 leiki. Nánar er greint frá biðskákinni í Sunnudagsblaði. Sjá bls. 18 ritari kvaðst hafa séð bréfið en að það hefði hvergi verið lagt fram og formaður samninganefndar í viðræðum um hagræðingu í fisk- vinnslu mun ekki hafa séð títt- nefnt bréf. „Það er því ljóst að Davíð Oddsson borgarstjóri hefur stungið þessu erindi forráða- manna Kirkjusands undan,“ sagði Sigurjón Pétursson í gær. „Sú málsmeðferð sýnir svo ekki verður um villst að viðræður varðandi framtíð fiskvinnslunnar snúast um það eitt að sameina BÚR og ísbjörninn hvað sem það kostar og að borgarstjóri lætur ekki svo lítið að sinna því verk- efni sem haft er að yfirskini, þ.e. að kunna alla möguleika til hag- ræðingar fiskvinnslunnar í Reykjavík sagði Sigurjón Péturs- son að lokum. -v. Pósturinn Enn vantar póst 9pokar hurfu íLuxemburgfyrir2 vikum. Ekkifundnirenn. Pósturinnfrá Glasgow kominn tilskila. IÞjóðviljanum 5. þ.m. er haft eftir Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa Flugleiða að Skotum sé ókunnugt um flutning pósts með flugvélum og forgang hans fram yflr annan flutning. Þessu er erfitt að trúa. Gildandi alþjóðareglur um þetta efni fela í sér eftirfarandi: Bréfapóstur hef- ur forgang fram yfir allan fiutn- ing. Böggíapóstur gengur fyrir vöruflutningi. Reglur þessar hef- ur Alþjóðasamband flugfélaga samþykkt árið 1948...Geta má þess að enn vantar franskan flug- póst, 3 bréfpoka og 6 bögglapoka, sem áttu samkvæmt flutningsskrá að koma með Flugleiðum frá Luxemborg 22. ágúst sl.“ Svo segir í bréfi sem Þjóðvilj- anum barst frá blaðafulltrúa Pósts og síma í gær. „Ég vil nú að það komi fram að blaðið umorð- aði það sem ég sagði, þó ekki muni miklu. Ég sagði að Skotar „áttuðu sig ekki á reglunum“ en því var breytt í „þekkja ekki regl- ur“, „sagði Sveinn Sæmundsson hjá Flugleiðum. „Ég get ekki út- skýrt þetta á annan veg en að þetta hafi verið hrein handvömm hjá Skotunum. En varðandi þennan franska flugpóst, þá hef- ur það mál verið í vinnslu frá upp- hafi og er enn,“ sagði Sveinn að lokum. „Þessi póstur frá Glasgow kom til skila á fimmtudagskvöld“ sagði Árni Þór Jónsson póst- rekstrarstjóri í samtali við Þjóð- viljann. „En það vantar enn pó- stinn frá Luxemborg og það hefur skapað okkur mikil óþægindi og málarekstur víða. En varðandi útskýringar Sveins um að Skotar átti sig ekki á þessum forgangsreglum, þá vil ég segja að mér finnst það furðu- legt ef Skotar eru farnir að gefa fyrirmæli á skrifstofu Flugleiða, það finnst mér billeg skýring, því auðvitað eru það Flugleiðamenn sem eiga að sjá um slfkt.“ Þessi ummæli voru borin undir Svein Sæmundsson og sagði hann að hann endurtæki sínar fyrri skýringar sem birtust í blaðinu á fimmtudag og bætti því við að stöðvarstjóri Flugleiða hefði ver- ið í fríi þennan ákveðna dag, það gæti hugsanlega átt einhvern þátt í þessum mistökum. -vd. Bónussamningar Svartsýni Líklega verkfall á mánudag Ég er mjög svartsýnn á að samningar takist áður en bónus- verkfallið hefst á mánudaginn. Atvinnurekendur báðu um frest þar til á morgun en það er óhætt að segja að samningar hafi ekkert þokast, sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambandsins í samialj yjð Þjóðviljann í gær að loknum samningafundi með VSÍ um bón- usmál fiskverkunarfólks. Eins og áður hefur komið fram í fréttum mun á ýmsum stöðum á landinu hefjast bónusverkfall í næstu viku. Guðmundur tjáði blaðinu að samfara verkfallinu myndu Dagsbrún og Verka- kvennafélagið Framsókn boða samúðarvinnustöðvun og jafnvel væri von á að fleiri félög myndu gera slíkt hið sama. „Það verður að gera eitthvað til að stöðva fólksflóttann úr fisk- vinnslunni. Þetta hefur gengið svo langt, að mér er kunnugt um að verkstjóri í frystihúsi hafi sagt við yfirboðara sína að ef hann missti enn eina konu úr húsi myndi hann segja upp og hætta“ sagði Guðmundur. „Það verður full þátttaka í bón- usverkfalli hjá okkur hér fyrir austan. Það er hugur í fólki og því er ljóst að ekki er lengur hægt að sitja aðgerðarlaus“ sagði Hrafnkell A. Jónsson formaður verkalýðsfélagsins á Eskifirði í samtali við blaðið í gær gg Sjá leiðaraopnu í Sunnudagsblaði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.