Þjóðviljinn - 07.09.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.09.1985, Blaðsíða 5
Einn af ágætustu liðs- mönnum vinstri vægnsins, háðfugl með afbrigðum og lífslistamaður, Stefán Jónsson alþingismaður fyrrum, gerði stundum tíðrætt um þá sér- íslensku sameignarstefnu sem hann vildi hrinda í fram- kvæmd og kallaði Gríms- eyjarkommúnisma. Sú tegund kommúnisma var ekki í ætt við þann sem situr á valda- tróni í austurvegi heldur átti að byggjast á sjálfsþurftarbú- skap og smáum einingum. En þá riðu stóriðjuhetjur um hér- uð og kusu frekar að líta á Grímseyjarstefnu Stefáns einsog hvern annan brandara en alvöru, og kannski gerði Stefán ekki mikið til að breyta þannig að offramleiðsluvandinn stórminnkar án þess að byggð raskist mjög. Fleiri nýjar greinar mætti nefna. Óforsjálir menn hafa hingað til ekki gert mikið úr þessum nýju möguleikum, og sumir jafnvel kímt í launi. Hjá Búnaðarfélagi fsland kíma menn hins vegar ekki mikið yfir þeim, þar hafa menn brett upp ermar og eru í óða önn að framkvæma hljóðláta atvinnubyltingu í sveit- um landsins, sem miða fyrst og fremst að tvennu: að halda þeim í byggð og auka arðsemi íslensks landbúnaðar. Nú eru í kringum hálft annað hundrað loðdýrabúa á íslandi og álíka margir bændur bíða eftir leyfi frá stjórnvöldum til að hefja loðdýrarækt. í nýlegri,vandaðri skýrslu um þróun og möguleika greinarinnar er gert ráð fyrir því dæmi um starfsdauða í heilum at- vinnugreinum mætti taka, en há- tækniáhrifin í fiskvinnslunni eru að því leytinu djúptækari að þau kynnu að valda byggðadauða líka. Gegn þessari hrikalegu þróun eru í rauninni engar lausnir aðrar en þær sem byggjast á samhjálp, félagslegum rekstri og samvinnu, - með öðrum orðum: sósíalískar lausnir. Samvinna - sameign Á pappír lítur dæmið ekki svo illa út: sjálfvirknin býður upp á að vélar taki við verkum sem okkur sem erum af holdi og blóði þykja leiðinleg og erfið. Þessvegna ætt- um við að hafa rýmri tíma fyrir Grímseyjarkommúnismi og smáar einingar Stóriðjan hæfir ekki íslendingum. Hátœkniframtíðarinnarmun byggjast á smáum einingum. Atvinnusviptir í kjölfarsjálfvirkninnar verður aðeins leystur meðfélagslegum lausnum. Hverfafrystihúsin í framtíðinni? þeirri skoðun þeirra sem helst vildu verpa sínum eggjum í hreiður stóriðjunnar. Smáar einingar Nú blasa við byltingarkennd umsvif í atvinnuháttum á Vestur- löndum, lykilorðið heitir há- tækni, og muni einhver eftir Grímseyjarkommúnisma Stefáns Jónssonar, þá er viðbúið að hinn sami telji lífslíkur þeirrar ágætu stefnu allsmáar. Það er hins vegar rangt. Hátækniiðnaður framtíðarinn- ar mun fyrst og fremst byggjast á smáum einingum, þar sem fá- mennur en vel menntaður mann- afli mun smíða úr hugviti og til- tölulega ódýru hráefni eftirsóttar vörutegundir. Ólíkt stóriðjunni verður hátæknin ekki háð mikilli orku, og allt bendir til þess að sú framtíðariðja sem mun á henni byggja geti allt eins verið staðsett í Grímsey, Skagaströnd eða öðr- um smærri byggðarlögum lands- ins. En hvað þá um sveitirnar og sjálfsþurftarbúskapinn?, kynni einhver mannvitsbrekkan að spyrja; er nokkur leið að ráða bót á offramleiðsluvanda landbúnað- arins - nema með því að fækka bændum stórlega? Og það er hárrétt, sá vandi er fyrir hendi og honum þarf að koma fyrir katt- arnef með eins lítilli röskun á byggðum landsins og unnt er. Og það er hægt. Dalalíf Séríslenskar aðstæður - hag- stætt loftslag og gnótt fiskúrgangs sem enn er lítt nýttur - bjóða upp á innreið nýrra, verðmætra bú- greina í stað þeirra sem fyrir hendi eru. Með loðdýrarækt má til dæmis breyta landbúnaði að allt að 1500 bændur geti í fram- tíðinni snúið sér að greininni. Með því myndi verðmæta- sköpun þessarar margníddu atvinnugreinar ekki einasta stór- aukast, heldur myndi offram- leiðsluvandinn stórminnka, án þess að hinar dreifðu byggðir myndu raskast um of. Hin gamal- kunna eining, fjölskyldurekstur- inn, myndi þannig halda sínu. íhugum vandann Iðnaður sem byggist á hátækni hvers konar, rafeindaiðnaður og upplýsingaiðja af ýmsu tagi, virð- ist. samkvæmt reynslunni þrífast langbest í smáum einingum. Hér á íslandi virðist þróunin ætla að hníga í sömu átt. Hinar smáu ein- ingar, sem hin gáskafulla hug- mynd að Grímseyjarkommún- isma Stefáns Jónssonar byggðist á, virðist þannig munu verða þungamiðjan í atvinnulífi okkar þegar fram í sækir. Ekki þrátt fyrir hátæknibyltingar heldur einmitt vegna þeirra. Stóriðjan, einsog hún er rekin í dag, hæfir ekki íslendingum, og dæmin sanna að hún borgar sig heldur ekki fyrir okkur. Erlendis er fylgi við slík atvinnuform á unda- nhaldi og það er að renna upp fyrir æ fleirum, að smátt er fagurt eins og Schumacher sagði forðum daga. Það þýðir ekki fyrir nokkurn mann að ætla að standa gegn tækniþróuninni, þó ekk' sé ör- grannt um að hún muni leggja grunn að öðru vísi Grímseyjar- kommúnisma en þeim sem Stef- án Jónsson brá á glesn með eina stund fyrir löngu. Fyrir sósíalista og félagshyggjufólk skiptir miklu máli að vera viðbúin komu hinn- ar nýju tækni. Við verðum að gera okkur grein fyrir þeim breytingum sem sigla í kjölfar há- tæknivæðingar, eygja þau vanda- mál sem koma upp, skilja þá möguleika á samvinnu og félags- legum rekstri sem spretta með henni. Því þó það kunni að orka heldur þverstæðukennt, þá sýnist sem einmitt ýmis félagslegur vandi, sem kann að leiða af tækniöld, muni vísa mönnum í auknum mæli að sósíalískum lausnum. Hverfa frystihúsin? Tökum fiskvinnsluna sem dæmi, undirstöðu okkar í dag. Margs konar vandamál kunna að fylgja sjálfvirkni hennar hátækni- væddu framtíðar í tengslum við einmitt hana. í dag eru frystihús- in aðaluppspretta atvinnu í nær öllum íslenskum sjávarplássum, og konur eru sérstaklega háðar þeim um atvinnu. Tölvuvæðing og stóraukin sjálfvirkni mun hins vegar útrýma þessum störfum að verulegu marki, og „kvennastörf- in“ í fiskvinnslunni munu verða langfyrst fyrir barðinu á þróun- inni. Þannig eru tveir íslendingar um þessar mundir að vinna að því að smíða rafeindabúnað, sem finnur og tínir orma úr fisk- flökum. Það er því alls ekki spurning um hvort heldur hvenær slík störf og skyld verði fram- kvæmd að öllu leyti af vél- mennum. Þó líklegt sé, að það verði kvennastörfin sem í fyrstu glatist í fiskvinnslunni, þá er vandinn þó miklu, miklu yfirgripsmeiri. Um síðir mun vélvæðingin líka gleypa obbann af þeim störfum sem karlarnir vinna í frystihúsunum í dag, og margt bendir til þess, að þegar kemur fram á 21. öldina, þá verði fyrirbærið frystihús ekki lengur til. Það er einfaldlega margt sem bendir til þess að sjáv- arútvegur muni í framtíðinni fær- ast að miklu leyti úr landi, byg- gjast upp á frystiskipum sem veiða fiskinn og vinna síðan aflann um borð, - að sjálfsögðu með því sem næst sjálfvirkum vinnslubúnaði. Hvað verður um fólkið? í framhaldi af því er auðvitað spurt: hvað verður þá um fólkið? Hvar á að finna störf handa kon- unum sem munu glata störfum sínum? Hvað verður um heimilin sem eru háð þeim tekjum sem móðirin færir inn á heimilið (fátt bendir til annars en um langt skeið muni þurfa tvær fyrirvinnur til að framfleyta venjulegri fjöl- skyldu)? Spurningin er í rauninni miklu stærri: Hvað verður um sjávar- þorpin, þegar fiskvinnslan verður að verulegu leyti komin úr hönd- um landverkaþfólks? Má til dæmis vænta þess, að byggðin við sjávarsíðuna muni á næstu öld verða fámennir kjarnar, þar sem fáar fjölskyldur sjómanna frysti- togaranna búa, að viðbættum þeim hræðum sem framfleyta sér á þjónustu kringum togarana? í sjálfu sér er eins líklegt, að útgerð verksmiðjuskipa framtíð- arinnar muni sömuleiðis safnast saman í þéttbýliskjörnum á suð- vesturhorninu og norðanlands, hreinlega vegna þess hversu dýrt og erfitt yrði fyrir fólk að búa í slíkum smákjörnum. Nú þegar horfum við upp á daglega fækkun fólks á landsbyggðinni og hversu miklu hraðari verða ekki flutn- ingarnir á suðvesturhornið ef sjálfvirkni tölvualdar mun út- rýma sjávarútveginum í núver- andi mynd. Verði ekkert að gert, þá mun- um við standa frammi fyrir land- auðn á stórum landssvæðum í fyllingu tímans. Fleiri framtíðar- okkur sjálf. Draumur marxista orðinn veruleiki. En þetta er því aðeins rétt, að við eigum vélarnar sjálf. Gerum okkur grein fyrir hvers konar vara fiskurinn er. í fyrsta lagi er markaðurinn í stöðugum vexti, því mannfólkinu fjölgar. í öðru lagi þá er varan einungis til í takmörkuðu magni, sem mun varla aukast þar sem heimshöfin bera einungis ákveðinn sóknar- þunga. Samkeppnin um markað- inn er því ekki þess eðlis, að aukin sjálfvirkni myndi birtast í lækkuðu vöruverði einsog gerist með aðrar vörur. Vélmenning og sjálfvirkni í frystihúsum einka- framtaksins myndi því einungis leiða til stóraukins gróða. Að sjálfsögðu myndi þeim ekki detta í hug að fara að greiða íbúum í viðkomandi þorpi laun fyrir að vinna ekki hjá sér og afleiðingin yrði útbreidd nauð og síðar byggðadauði. Væru fyrirtækin í félagslegri eign myndi málið horfa við allt öðruvísi. Verðmætasköpunin og sameiginlegar tekjur bæjarfé- lagsins yrðu áfram þær sömu og ákvörðunin um dreifingu þeirra væri á valdi þess samfélags sem í bænum byggi. Arðurinn myndi ekki fljúga suður til Reykjavíkur til að verða sólundað í einka- neyslu, heldur sitja heima í hér- aði, þar sem honum yrði veitt í frekari uppbyggingu og sömu- leiðis þá auknu þjónustu sem nauðsynlegt verður að veita frí- stundaþjóð hinnar sjálfvirku framtíðar. Þeim vanda sem tölvuöld mun færa með sér verður einungis út- rýmt með lausnum félagshyggj- unnar og því fyrr, sem við hyggj- um að þeim, því betra. Ys og þys hversdagsbaráttunnar má ekki verða svo yfirþyrmandi að við gleymum að hyggja að vanda mórgundagsins. Össur Skarphéðinsson Laugardagur 31. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.