Þjóðviljinn - 10.09.1985, Blaðsíða 1
10
september
1985
þriðju-
dagur
207. tölublað 50. örgangur
ÞJÓÐV1UINN
Kirkjusandur
ÍÞRÓTTIR
HEIMURINN
MANNLÍF
Eignir stóriega vannýttar
Ríkharð Jónssonframkvœmdastjóri Kirkjusands: Vildum gjarna vera með í umrœðunum.
Héltþað vœru almennir mannasiðir að svara bréfum.
Sigurjón Pétursson: Dæmigert fyrir borgarstjóra
Eg þekki engin dæmi um að
slíkt bréf hafi ekki verið lagt
fram og kynnt og þessi framkoma
borgarstjóra er að mínu mati
dæmigerð fyrir öll hans vinnu-
brögð í þessu máli, sagði Sigurjón
Pétursson borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
„Þetta sýnir að yfirlýstur til-
gangur viðræðna um framtíð fisk-
vinnslunnar í borginni var falsið
eitt“ bætti Sigurjón við.
„Við skildum tilgang viðræðn-
anna þannig að endurskipuleggja
ætti og jafnvel að efla fiskvinnslu
í Reýkjavík og vildum því gjarna
vera með í þessum viðræðum.
Við sendum borgarstjóra bréf í
byrjun júnísl. enhöfum enn ekk-
ert svar fengið við því. Annars
hefur maður nú haldið að það séu
> almennir mannasiðir að svara
svona bréfum“ sagði Ríkharð
Jónsson framkvæmdastjóri
Kirkjusands h.f. í samtali við
Þjóðviljann í gær, en hann undir-
ritaði áðurnefnt bréf ásamt Vil-
hjálmi Árnasyni stjórnarfor-
manni fyrirtækisins.
í bréfi Kirkjusands til borgar-
stjóra sem hann hefur stungið
undan segir að stjórn Kirkju-
sands hafi samþykkt að leita eftir
því við borgaryfirvöld í Reykja-
vík, að athugað verði hvort
Kirkjusandur h.f. geti orðið aðili
„að þeirri könnun, sem nú fer
fram, og miðar að endurskipu-
lagningu og eflingu á útgerð og
fiskvinnslu í Reykjavík".
Meginástæður þess að Kirkjus-
andur leitar eftir því að gerast að-
ili að könnuninni er sá að fyrir-
tækið á í vissum erfiðleikum
vegna hráefnisskorts á ákveðnum
árstímum og húseignir þess eru
því stórlega vannýttar. Forráða-
menn fyrirtækisins segja í bréfinu
að áhugi þeirra beinist fyrst og
fremst að þátttöku í útgerð, „sem
gæti stuðlað að meira og jafnara
hráefni til vinnslu“. Þá segjast
þeir vera til viðtals um „hvert það
samstarf við aðra aðila, sem gæti
þjónað sameiginlegum hagsmun-
um“.
Borgarritari kveðst hafa séð
umrætt bréf inni hjá borgar-
stjóra, en þar sem það hafi verið
sent honum beint, beri honum
engin skylda til að leggja það
fram.
-gg
Húseignir Kirkjusands h.f. í Reykjavík og bréfið sem forráðamenn fyrirtækisins sendu borgarstjóra. Því var í engu svarað.
Ljósm. E.ÓI.
Bónusviðrœður
Reyna að hræða fólk
Ekkert miðar ísamningaviðrœðum. VSÍhefur kœrt
samúðarvinnustöðvanir Framsóknar og Dagsbrúnar. GuðmundurJ.
Guðmundsson: Þetta er terrorismi. Ragna Bergmannformaður
Framsóknar: Látum okkurþetta enguskipta
Bónusverkfall
Hvað
segir
fólkið?
FÉkverkunarfóIk á Sigtufirði,
Stokkseyrí og á Eskifirði hóf bón-
usverkfall í gær og aðeins var unnið í
tímavinnu í firystíhúsum.
í viðtölum Þjóðviljans við konur á
þessum stöðum kom skýrt fram að
þeim er full alvara með þessum að-
gerðum og em ákveðnar í að halda
þeim áfram eins lengi og þurfa þykir.
Þær em búnar að fá nóg.
-gg-
Sjá bls. 3
essi fundur var árangurslaus
og verra en það. Vinnu-
veitendur eru ósamstíga og óund-
irbúnir og virðast ekki koma sér
saman um nokkurn skapaðan
hlut. Næsti fundur verður á
miðvikudaginn, sagði Guðmund-
ur J. Guðmundsson formaður
Verkamannasambandsins í sam-
tali við Þjóðviljann þegar samn-
ingafundi um bónusmál var að
Ijúka um kvöldmatarleytið í gær.
Það eina sem kom út úr fundin-
um var að skipuð var nefnd sem
kanna á nánar ýmis atriði í sam-
bandi við fastanýtingu í bónus. í
hana voru skipaðir 5 fulltrúar
Verkamannasambandsins og 3
frá vinnuveitendum. Að sögn
Guðmundar sáu vinnuveitendur
ekki ástæðu til að ræða neitt ann-
að en það.
Eins og komið hefur fram í
fréttum hafa Verkakvennafé-
lagið Framsókn og Verka-
mannafélagið Dagsbrún boðað
samúðarvinnustöðvun í vikunni.
VSÍ hefur kært þessar vinnu-
stöðvanir og bárust kærumar í
gær.
„Þetta er bara terrorismi hjá
þeim, þeir eru að reyna að hræða
fólk með þessu. En við erum al-
veg óttalausir og munum gera
það sem við teljum nauðsynlegt
til að ná árangri í þessum við-
ræðum,“ sagði Guðmundur um
þetta mál.
„Við látum þetta okkur engu
skipta að svo stöddu. Okkar að-
gerðir munu að öllu óbreyttu
hefjast á föstudaginn og á þeim
vinnustaðafundum sem við höf-
um haldið virðist mér að það sé
fullur einhugur um að gera
þetta,“ sagði Ragna Bergmann
formaður Framsóknar í samtali
við blaðið í gær.
Starfsfólk Bæjarútgerðarinnar
fór sér reyndar hægt í vinnu þegar
í gær.
„Við vorum á fundi með starfs-
fólki Bæjarútgerðarinnar og ís-
bjarnarins í gær og það var hrika-
leg sjón að sjá mannekluna í þess-
um húsum/- sagði Guðmundur J.
-gg
Noregur
Stjómin
hélt velli
Niðurstöðurnar eftir æsispenn-
andi talningu í norsku þingkosn-
ingunum sem fram fóru í gær
voru sennilega ekki öllum að
skapi, nema þá helst Carl Hagen
formanni Framfaraflokksins sem
kemst í oddaaðstöðu á þingi með
sina tvo þingmenn. Verkamanna-
flokknum og SV mistókst að fella
stjórn borgaraflokkanna þriggja
þótt mjóu munaði að það tækist.
Þegar búið var að telja svo til
öll atkvæði voru borgaraflokk-
arnir þrír, Hægriflokkurinn,.
Miðflokkurinn og Kristilegi
þjóðarflokkurinn, með 78 þing-
menn, en stjórnarandstaðan ein-
um færri eða 77 af 157 þing-
mönnum á Stórþinginu. En það
er óhætt að taka undir með Káre
Willoch og segja að það verði erf-
iðara að stjórna Noregi eftir
kosningar en fyrir þær.
Sjá bls. 17