Þjóðviljinn - 10.09.1985, Blaðsíða 8
MANNLÍF
Hestar þeirra Hafnfirðinga virtust
una sér vel í blíðunni þá blaða-
menn Þjóðviljans áttu leið hjá,
kipptu sér reyndar lítið upp við
það þótt þeir væru Ijósmyndaðir í
bak og fyrir. Ljósm. - Sig.
Ég á fjóra hesta og hef stundað
hestamennsku í 6 ár. Áhuginn
eykst með hverju ári. Eftir að ég
kom hestunum fyrir í húsi hér í
Hafnarfirði ríð ég daglega út ef
fært er, sagði Gunnar Sigurjóns-
son verkamaður og jafnframt
hestamaður í Hafnarfirði þá
blaðmenn Þjóðviljans óku fram á
hann hvar hann stóð við Kaldár-
selsveg, suður af bænum, við
hesthús þeirra Hafnfirðinga.
í hlíðinni vestan við Kaldár-
selsveg, skammt frá vegamótun-
um við Reykjanesbraut, má sjá
fjölda hesthúsa og hesta í girðing-
um. Mörg húsanna eru mjög
snyrtileg. Víða um land hafa
hestamenn byggt slík hesthús,
jafnvel heilu hverfin s.s. í Kefla-
vík, á Akranesi og í Reykjavík og
ræktað upp heiðarflæmi í því
sambandi. Það hafa hestamenn á
Rósmhvalanesi einmitt gert á
Mánagrund, vestanmegin vegar-
ins milli Keflavíkur og Gerða,
hvar væn spilda Miðnesheiðar
hefur verið ræktuð upp.
„Jú það er um töluverð skipti á
Tómstundir
Náið
persónulegt samband
við hestana
Gunnar Sigurjónsson tekinn tali
Víða um lan'j hafa hestamenn byggt slík hesthús, jafnvel heilu hverfin s.s. í Keflavík, á Akranesi og í Reykjavík.
Ljósm. - Sig.
hestum að ræða, en það eru fyrst
og fremst vissir aðilar sem hafa
með höndum kaup og sölu og þá
fyrst og fremst tamningamenn.
Að vísu er ég í slíkum hugleiðing-
um einmitt nú, en að sjálfsögðu
myndast ekki náið persónulegt
samband við hestana ef maður er
alltaf að skipta um. Ég hef nú
verið með hesthús á leigu hér í
Hafnarfirði sl. 3 vetur, áður voru
þeir í vörslu bónda í Borgarfirði.
Hér er mikið um hestamenn en
það eru þó ekki allir sem taka
þátt í mótum og keppnum, þeirra
á meðal er ég, ég hef áhuga á
þessu hestanna vegna.
Verð er mjög misjafnt á hest-
um, í þetta fer að sjálfsögðu mik-
ill tími, hirða verður vel um hest-
ana en það er auðvitað hluti
ánægjunnar, ég kaupi hey af
bónda fyrir austan fjall. - Miðað
við ánægjuna er hestamennska
ekki dýr“, sagði Gunnar að lok-
um.
Gunnar Sigurjónsson hestamaður staddur við Kaldárselsveg: Að sjálfsögðu
myndast ekki náið persónulegt samband við hestana ef maður er alltaf að
skipta um. Ljósm. - Sig.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. september 1985