Þjóðviljinn - 10.09.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
Til sölu
10 ára gömul ný-yfirfarin AEG elda-
vél. Gamall vaskur og blöndunar-
tæki. Selst fyrir lítið. Uppl. í síma
84153.
Kettlingur
Skemmtilegur og þrifinn kettlingur
fæst gefins. Bólusettur gegn kattaf-
ári. Uppl. í síma 686821, eftir kl. 19.
íbúð óskast
Lítil íbúð óskast til leigu. Tvennt í
heimili. Uppl. í síma 75619.
Til sölu
Vegna fjölgunar í fjölskyldunni, er til
sölu Premier trommusett lítið notað á
minna en hálfvirði. Kostar nýtt yfir 80
þús. Einnig til sölu 15“ krómfelgur,
breiðar, á sama stað. Uppl. í síma
12455 eftir kl. 19.
Gólfteppi o.fl.
Rauðrósótt gólfteppi ca 35 m2 til sölu.
Einnig fæst gefins nokkuð stór pott-
ofn, og 5k kappar í ýmsum lengdum.
Uppl. í síma 11773.
Barnavagn til sölu
Til sölu ryðrauður barnavagn á kr. 3
þús. Einnig fjölskyldureiðhjól á kr.
1.500.- Uppl. í síma 15045.
Til sölu
Sem nýr svartur leðurjakki á 15-16
ára strák. Uppl. í síma 30933.
Til sölu
Svefnbekkur með þremur skúffum,
dýnu og púðum. Verð 5 þús. Uppl. í
síma 40988.
Einstaklingsrúm
með náttborði frá Línunni til sölu.
Rúmið er úr reyr og er 2ja ára gamalt.
Kostar nýtt um 12 þús., selst á kr.
5.000. Sími 30504.
Til sölu
Svalavagn, góður gærupoki, burða-
rúm og ef til vill fl. barnadót. Uppl. í
síma 46541.
Blár Emmal Junga barnavagn
með dýnu til sölu, aðeins notuð fyrir 1
barn. Einnig trébarnastóll með sessu
frá Fálkanum. Upplýsingar gefur
Birna í síma 44916 eftir kl. 18.
Svefnbekkur fæst gefins
og 3 hellna gamalt Rafha eldavéla-
borð og bakaraofn af sömu gerð,
með klukku selst ódýrt. Elva barna-
bað, grind yfir baðker selst einnig
ódýrt. Uppl. í síma 14309.
íbúð óskast
strax. Algjört neyðarástand hjá ung-
um útlitsteiknara. Lítil íbúð eða stórt
herbergi með eldunaraðstöðu. Uppl.
á auglýsingadeild Þjóðviljans, eða í
síma 15603 eftir kl. 19.
Bíll óskast
óska eftir að kaupa góðan og vel með
farinn bíl, fyrir ca. kr. 25.000,- Þarf að
vera sparneytinn. Upplýsingar í síma
72072.
Bíll til sölu
Lada 1500 árg. ’78. Ekinn 86 þús.
km. Er í góðu lagi. Verð 40 þús. Stað-
greiðsluafsláttur. Uppl. í síma
621276, eftir kl. 16.
íbúð óskast
Við erum barnlaust par í námi við Há-
skóla Islands, 25 ára gömul. Okkur
bráðvantar húsnæði nú þegar. Skil-
vísum greiðslum, reglusemi, góðri
umgengni er heitið. Húshjálp eða
önnur sambærileg hjálp kæmi til
greina. Uppl. í síma 25127.
Svart/hvítt sjónvarp
Á ekki einhver svart/hvítt sjónvarp,
með U.K.W bylgju, sem hann er
hættur að nota og vill losna við fyrir
lítið? Mamma og pabbi vilja losna við
okkarúrstofunni, þ.e.a.s. mig og tölv-
una mína. svo að þau geti horft á
sjónvarpið. Ég bíð spenntur í síma
33113 (J.K) dag hvern eftir kl. 5.
Klassískur gítar óskast
Óska eftir að kaupa notaðan klass-
ískan gítar helst með nælonstrengj-
um. Sími 71891.
Baðborð
til sölu, sem nýtt, ákaflega vel með
farið. Uppl. í síma 621454.
Dagmamma - sjónvarp
Okkur bráðvantar dagmömmu bú-
setta í Hlíðunum, til að gæta 1 Vfe árs
stelpu í vetur. A sama stað óskast
svart/hvítt sjónvarp og eldhússtólar
gegn vægu verði. Uppl. í síma
621454.
Hæ-hó!
Vantar ekki einhvern ágætis græjur:
útvarpsmagnara, plötuspilara og ka-
settutæki á 15 þús. Vel með farið. Á
sama stað óskast lítið, Ijótt svart/hvítt
sjónvarþ á slikk. Frekari uppl. í síma
20849.
Odýr - skoðaður’85
Peugotinn okkar vantar nýja eigend-
ur. Hann er kominn á fermingaraldur
og nokkuð farinn að láta á sjá, en
töluvert eftir, fái hann góða um-
hyggju.
Sími: 16557
Vantar þig húsnæði?
Hef til leigu 2 herbergi með aðgang
að snyrtingu og baði. Herbergin eru
ekki stóren notaleg. Sanngjörn leiga.
Leigjast reglusömu fólki frá 15. sept.
Tilboð sendist á pósthólf 8711-128.
Barnagæsla og heimilishjálp
Óskum eftir konu til að annast 2ja ára
telpu og til heimilisstarfa 2-3 eftirmið-
daga í viku. Búum í Vesturbænum.
Uppl. í síma 20762 eftir hádegi.
íbúð óskast
Ungt par í námi með eitt barn, óska
eftir 2-3ja herbergja íbúð sem fyrst.
Upplýsingar í síma 15938 eftir kl.
18.00 alla daga.
Dagmamma óskast
í vesturbæ, sem næst Grímsstaða-
holti frá kl. 9.30-17 fyrir tæplega
tveggja ára gamla telpu. Greiösla
samkvæmt samkomulagi. Uppl. í
síma 10253 e. kl. 17.
Til sölu
Volkswagen 71 (nýrri gerð) með vel
nothæfri vél og nýjum geymi. Yfir-
bygging léleg, selst ódýrt. Upplýsing-
ar í síma 32742.
Dagmamma
Þorgerði Vz árs vantar góða dag-
mömmu í Vesturbæ hálfan daginn í
vetur. Uppl. í síma 62103 eftir kl.
19.00.
Göngustafur er tapaður
Silfurbúinn göngustafur tapaðist fyrir
2-3 árum. Merktur: NN á öðrum enda
handfangs, en mánaðardagur og árt-
al á hinum endanum. Sími 29869.
Stólar, sófi
sófaborð og fleira til sölu. Selst ódýrt.
Sími 22928 eftir kl. 17.
Notaður AEG
bakarofn til sölu. Verð 1000.- kr. Sími
16544.
Tauþrykk - taumálun
Kvöldnámskeið verða í september og
október. Innritun í síma 77393 á
kvöldinog81699ádaginn. Steinunn.
Saumanámskeið
Tveir klæðskerar halda saumanám-
skeið miðsvæðis í bænum þegar
næg þátttaka fæst. Nánari uþplýsing-
ar og skráning í símum 83069 og
46050.
Fæst gefins
Barnasvefnbekkur með dýnu og lítið
skrifborð. Uppl. í sima 52901 eftir kl.
19.
Óska eftir ræstingavinnu
4 kvöld í viku. Uppl. í síma 41450, eftir
kl. 18.
Morris bassagítar
til sölu. Uppl. í síma 18054. Teitur.
Ferðaritvél óskast keypt
til sölu Vestf rost 271 L frystikista, nær
ný. Sími 30181.
Verksmiðjustörf
Við óskum að ráða starfsfólk til verksmiðjustarfa í
verksmiðju vorri. Mötuneyti er á staðnum. Upplýsing-
ar veita verkstjórarnir Bergur Ásgrímsson og Jörundur
Jónsson
Kassagerð Reykjavíkur h/f
Kleppsvegi 33.
AWINNUUF
Marika Nyström frá Helsinki í Finnlandi, nemandi við Tækniháskólann f Tammerfors, handleikur prufur úr
þéttiborðum sem notaðir eru við samskeyti þakklæðninga. Marika starfar í sumar hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. Ljósmynd: -sig.
átak er eitt þessara verkefna, í því
sambandi voru hús skoðuð á fjór-
um stöðum á landinu þar sem
ekki er að vænta hitaveitu. Á veg-
um Rannsóknastofnunar bygg-
ingariðnaðarins hafa 16 aðilar
víða um land, einstaklingar og
fyrirtæki, verið sérhæfðir hvað
orkusparnaðarráðgjöf varðar.
Rannsóknir sem hófust á vegum
byggingaverkfræðinga 1979 með
orkusparnað í huga hafa nú feng-
ið raunhæfá þýðingu.
Á okkar vegum er starfandi
kostnaðardeild er m.a. fylgist
með kostnaði við húsbyggingar.
Hagstofan reiknar út bygginga-
vísitölu, við könnum hina ýmsu
kostnaðarliði sem byggingavísi-
talan byggir á. Yfirlit yfír kostn-
aðarliði þessa eru síðan gefin út í
formi bæklinga. Með því móti
ætti verðmeðvitund manna að
aukast.
í þessu sambandi mætti minn-
ast á upplýsinga- og fræðslu-
deildina en hún hefur einmitt út-
gáfu rita og bæklinga á sinni
könnu. Gefin eru út svonefnd
RB-tækniblöð, efni þeirra varðar
ýmis afmörkuð verkefni, þarfar
upplýsingar um efni og fram-
kvæmdir. Geta áskrifendur
þeirra, sem nú eru um 1400, safn-
að tækniblöðunum í þar til gerðar
möppur. Upplýsinga- og fræðslu-
deildin sér einnig um útgáfu
stærri og viðameiri rita, allt að
2-300 bls. að umfangi. Sum þess-
ara rita eru notuð sem handbæk-
ur og við kennslu.
Nýlega hefur hafið starfsemi
sína vísir að tölvudeild. Öll stærri
verkefni á vegum stofnunarinnar
eru unnin í tölvum. Framkvæma
þarf ýmsa útreikninga, útbúa
töflur og línurit. Pá hefur notkun
tölva sparað vélritunarvinnu“.
Verkefnin óþrjótandi
Viltu nefna nokkur dœmi um
þau verkefni sem nú er unnið að á
vegum stofnunarinnar?
„Það eru mörg verkefni í
gangi, ég get t.d. nefnt nokkur
þeirra sem verið er að vinna að á
vegum húsbyggingartæknideild-
ar. Hljóðeinangrunarrannsóknir
eru þar á meðal. Menn gera sér
nú betur grein en áður fyrir vand-
amálum af völdum hávaða í íbúð-
arhúsum og á vinnustöðum og
vilja kanna leiðir til úrbóta. Slíkt
hefur átt vaxandi skilningi að
mæta hjá sveitarfélögum. Þá eru
leiðir til orkusparnaðar að sjálf-
sögðu eitt verkefnanna, upphitun
og loftræsting húsa.
Til rannsóknar er nú klæðning
á húsum og veðrunarþol. I því
sambandi hafa verið settar upp
ýmsar gerðir klæðningar við
veðurstofuna á Vatnsendahæð í
Reykjavík en einnig í Þorláks-
höfn þar sem veðrunaráhrif salts
eru athuguð sérstaklega. Niður-
stöðu er að vænta eftir 5-8 ár.
Nýjasta verkefni deildarinnar
varðar viðhaldsvenjur í íslensk-
um íbúðarhúsum. Rannsaka á
hvað muni verða best og hag-
kvæmast í þeim efnum. Ljóst er
að þáttur viðhalds í húsbygging-
um mun aukast í framtíðinni.
Af rannsóknarverkefnum sem
stofnunin vinnur stöðugt að má
t.d. nefna ástand innfluttra ein-
ingahúsa. Innflytjendur verða að
fá vottorð frá stofnuninni, að
öðrum kosti fá þeir ekki byggð
einingahús sín hér á landi. Sem
dæmi um niðurstöðu rannsóknar
má taka athugun sem fram fór á
endingu einangrunarglers. í ljós
kom að af 3 árgöngum einangr-
unarglers sem hafði verið í notk-
un í 10 ár hafði móða komist milli
glerja hjá 30-35% úrtaksins, þess
sem rannsakað var“.
Hvað viltu segja að lokum,
Jón?
„Verkefni Rannsóknastofnun-
ar byggingariðnaðarins eru
óþrjótandi en því miður - grát-
lega lítið fjármagn er látið af
hendi rakna til starfseminnar".
-já
Jón Baldvinsson stendur hér við geymsluker fyrir steypuhólka. Sjitastig í
geymslukerinu er 38°C, rakastigið er einnig fastákveðið. Jón fæst við alkalí-
rannsóknir, í steypuhólkunum eru ræktaðir alkalíeiginleikar. Ljósmynd: -sig.
Kári Eysteinsson, einn elstu starfsmanna stofnunarinnar, getur allt að sögn
Jóns Sigurjónssonar. Kári fékkst við að prufa þjöppunareiginleika jarð-
vegsefna þá Þjóðviljinn leit inn. Hér fæst hann við lok hólks sem notaður er
við rannsóknirnar. Ljósmynd: -sig.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. september 1985