Þjóðviljinn - 10.09.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.09.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663. MÓÐVIUINN Þrlðjudagur 10. september 1985 207. tölublað 50. árgangur Vestfjarðaframsókn VIII kvótakerfið Fiskgengd við Island ekki verið jafnmikil um áratugaskeið, segirí ályktun Kjördœmisráðs Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. Evtúsénká skammar skrifíinna Moskvu - Pravda, málgagn so- véska kommúnistaflokksins, birti í gær tióð eftir Évgení Évtúsénko en í því tekur skáldið heilshugar undir herferð flokksleiðtogans Gorbatséfs fyrir endurbótum á efnahagskerfi Sovétríkjanna. Ljóðið ber heitið „Þeir sem enga áhættu taka“ og gerir skáldið grín að skriffinnum og forstjórum sem taka hóglífi við skrifborðið fram yfir að taka til hendinni og breyta sovésku efna- hagslífi. í ljóðinu eru m.a. þessar hendingar: Ég fagna þeirri stundu þegar gungunum verður fleygt úr hæg- indum sínum. Ó, mikla föðurland, rektu þá út úr skrifstofum sínum svo þeir megi anda að sér hreinu lofti. Évtúsénkó sem nú er 52 ára var um tíma nokkuð baldið skáld og birti þá ljóð þar sem hann gagnrýndi stalínismann. Nú hef- uí 'nkem -táieíd §ej tiór wrcl í1 ssA*t>g r •' nóvember í fyrra fékk hann verð- laun frá hinu opinbera fyrir ljóð sem hann nefndi „Mamma og nevtrónusprengj an“. -ÞH/reuter Það voru ræddar ýmsar hug- myndir um aðra lausn á vánda sjávarútvegsins en kvóta- kerfið en við ákváðum að láta þær bíða betri tíma.“ Þetta sagði Sigurður Viggós- son, nýkjörinn formaður Kjör- dæmisráðs Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og var þar sam- þykkt samhljóða ályktun um sjávarútvegsmál þar sem fram komu harðorð mótmæli gegn kvótastefnu Halldórs Ásgríms- sonar. Steingrímur Hermanns- son sat þennan fund og mótmælti ekki. f ályktuninni segir m.a.: Kjördæmisþingið lítur svo á að afnema beri kvótakerfið á næsta art Vnaa1 - var pko 5uhgsao Nenr* neyðarúrræði til skamms tíma á miklum fiskleysistímum í kjölfar lélegra lífsskilyrða við stendur landsins. Ljóst er að friðunarað- gerðir síðustu ára hafa borið þann ávöxt að fiskgengd við ís- land hefur ekki verið jafnmikil um áratugaskeið." Sigurður Viggósson sagði að kvótakerfið gæti haft alvarlegar gerekki kvótamaðurog hef j m tí raun aldrei verið það. Og afli er nú orðinn það mikill, að mér flnnst að það megi alveg skoða það hvort ekki sé ráð að hverfa frá kvótaskiptingunni í ná- inni framtíð.“ afleiðingar fyrir byggðarlögin. „Við mótmæltum þessu kerfi í fyrra en féllumst á að þetta væri e.t.v. skammtímaaðgerð sem væri nauðsynleg í ákveðinn tíma. Þetta sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, þegar hann var spurður hvort hann væri sammála þeirri gagnrýni sem kom fram í ályktun Kjördæmisráðs Framsóknar- manna í Vestfjarðakjördæmi. Nú sýnist okkur hinsvegar að þetta eigi að verða til frambúðar og það líst okkur ekki á,“ sagði Sigurður. Steingrímur sagði ennfremur aö hánn teldi ‘áð þáð ætti áð köma á meira frjálsræði í þessum efnum eins fljótt og auðið er, þá t.d. með því að endurbæta það kerfi sem áður var. -IH -IH Steingrímur Ég er ekki kvótamaður Vill hverfafrá kvótaskiptingunni eins fljóttogauðið er. Félagar í Æskulýðsfylkingunni afhentu fólki lista yfir þaer suður-afrísku vörur sem eru seldar í stórmörkuðunum. Ljósm. Sig. Apartheid Kaupir þú s-afrískar vörnr? Félagar Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins könnuðu afstöðu neytenda ígær Má ég benda þér á að þetta eru vörur frá S-Afríku sem þú ert að kaupa.“ Þetta var eitt af því sem félagar í Æskulýðs- fylkingu Alþýðubandalagsins sögðu við fólk sem var að versla í helstu stórmörkuðum höfuðborg- arinnar í gær. Æskuiýðsfylkingin dreifði bréfi þar sem fólki var bent á hvaða vörur eru á boðstói- um frá S-Afríku. Einnig afhenti Æskulýðsfyikingin verslunar- stjórum stórmarkaðanna bréf þar sem þeim var vinsamlega bent á að í verslunum þeirra væru því miður seldar s-afrískar vörur. Verslunarstjórarnir voru beðnir um að sýna málinu skiln- ing og fjarlægja suður-afrísku vörurnar úr verslunum þar sem nóg framboð er af samsvarandi vörum frá öðrum löndum. Undirtektir almennings voru mjög misjafnar. En að sögn þeirra félaga í ÆF sem að dreifingunni stóðu var mjög mikið um það að fólk bæði um aukablöð til þess að geta bent vinum og kunningjum á það hvaða vörur væru frá S-Afríku til þess að varast að kaupa þær. -SA Fjölmiðlun - Framtíðarstarf Ríkisútvarpið gegnir forystuhlutverki í fjölmiðlun á ís- landi. Það fræðir, skemmtir og flytur fréttir í fjölbreyttri og vandaðri dagskrá útvarps og sjónvarps. Ríkisútvarpið beitir nýjustu tækni við gerð og flutning dagskrár til notenda. Framundan eru þáttaskil. í nýju útvarpshúsi verður starfað við fuflkomnustu tæknileg skilyrði, sem munu auka á gæði dagskrárefnis og bæta aðstöðu starfs- manna. Ríkisútvarpiö vill ráöa rafeindavirkja, eöa aðra með sambærilega menntun, í lausar stööur tæknimanna hjá sjónvarpi og útvarpi, Rás 1 og Rás 2. Einnig parf að ráða lærðan Ijósmyndara til sjónvarpsins. Umsækj- endur purfa að sækja námskeið hjá erlendum útvarps- og sjónvarpsstöðvum að lokinni þjálfun á fyrstu mánuðum í starfi. Til greina kemur að ráða í hlutastörf, t.d. í kvöld- og helgarvinnu. Umsóknarfrestur er til 20. september n.k. og ber að skila umsóknum til starfsmannastjóra Ríkisútvarpsins, Skúla- götu 4 eða Laugavegi 176, á eyðublöðum sem fást á báðum stöðum. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofutíma hjá útvarpi í síma 22260 og hjá sjónvarpi í síma 38800. Ffftf RÍKISÚTVARPIÐ ÚHVARP ALLRA LANDSMANNA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.