Þjóðviljinn - 10.09.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1985, Blaðsíða 2
ístak FRÉTTIR Ekki mikið tjón Þctta var ekki alvarlegt tjón. Bruninn hefði getað orðið miklu verri t.d. ef það hefði verið vindur, sagði Páll Sigurjónsson framkvæmdastjóri ístaks um brunann í birgðageymslu ístaks á Keflavíkurflugvelli. Ég hef enga trú á aö um í- kveikju sé að ræða. Eldurinn hefði vel getað komið upp í fata- geymslu starfsmannanna, ef log- andi sígaretta hefði verið skilin eftir. Annars er ég enginn sér- fræðingur á þessu sviði. SA ABR Slagurinn hafinn Steinar Harðarsonformaður ABR: Veturinn mun taka mið afþvíað borgarstjórnarkosningar verða næsta sumar. Málin rœdd á félagsfundi ABR annað kvöld Við höfum opnað aftur eftir gagngerar endurbætur sem gera okkur kleift að veita fljótari og betri þjónustu. Nú getum við tekið við bílum af öllum stærðum og gerðum. Tryggðu þér öruggt eftirlit og umhirðu þess búnaðar bílsins sem mest mæðir á. Með því að ... ... taka upp símtólið og panta tíma í síma 21246, eða renna við á smurstöð Heklu hf. Laugavegi 172. Þar sem ... oo ... þú slappar af i nýrri vistlegri móttöku, færð þér kaffi og lítur í blöðin. A meðan ... ... við framkvæmum öll atriði hefðbundinnar smurningar, auk ýmissa smáatriða t.d. smurningar á hurðalömum og læsingum. Auk þess... ... athugum við ástand viftu- reima, bremsuvökva, ryðvamar og pústkerfis og látum þig vita ef eitthvert þessara atriða þarfnast lagfæringa. Allt... ... þetta tekur aðeins 15-20 mínútur og þú ekur á brott með góða samvisku á vel smurðum bíl. Við erum með fund á miðviku- dagskvöldið um vetrarstarfið framundan. Auðvitað er Ijóst að veturinn mun taka mikið mið af því að það verða borgarstjórnar- kosningar í lok hans, og við verð- um að fara að búa okkur undir þær. Þetta sagði Steinar Harðarson, formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík við Þjóðviljann í gær, en á miðvikudagskvöldið mun hann hafa stutta framsögu á fyrsta félagsfundi vetrarins, þar sem hann mun reifa hugmyndir stjórnarinnar um starfið á næst- unni. „Við vorum með öflugt starf í fyrra, marga fundi, og þó þátt- taka hafi auðvitað verið mis- mikil, þá var að jafnaði fjöl- mennt. Mér heyrist að það sé verulegur hugur í fólki, og hvet alla til að koma og helst með hug- ann fullan af frjóum hugmynd- um. Við hvetjum sérstaklega full- trúa okkar í borgarstjórn og á þingi til að koma, því oft finnst okkur að sambandið á milli þeirra og félagsmannanna mætti vera sterkara. Svo hvet ég að lokum alla fé- lagsmenn til að koma og hafa áhrif á mótun vetrarstarfsins, það er um að gera að kasta fram sem flestum hugmyndum. Einungis þannig verður starfið í flokknum frjótt, að sem flestir taki þátt,“ sagði Steinar að lokum. -óg Steinar Harðarson formaður ABR: Félagsfundur að Hverfisgötu 105 annað kvöld. Ljósm. E.ÓI. Tjarnarskóli 75 nemendur Einn karlkyns kennari við skólann r Aföstudag var hinn umdeildi einkaskóli Tjarnarskóli settur í fyrsta sinn. Eins og menn muna var talað um að skólinn tæki við 100 nemendum í þrjár bekkjar- deildir 7., 8. og 9. bekk, en nú hefur komið í ljós að skólinn mun aðeins taka við 75 nemendum. Einnig vekur athygli að aðeins einn kennari er karlkyns, það er handa vinnukennari. „Ástæðan fyrir því að ákveðið heftir verið að fækka nemendum um 25 er sú að fyrir 2-3 vikum kom endanlega í ljós að ekki er rúm fyrir fleiri nemendur en 75 í þessu húsnæði," sagði María Sol- veig Héðinsdóttir annar af tveimur skólastjórum einka- skólans í samtali við Þjóðviljann. Hún var að því spurð hvernig á því stæði að þetta kæmi svo seint í ljós og svaraði hún því til að mál- ið hefði verið í athugun frá upp- hafi. „Þetta liggur ekki í augum uppi strax, ákveðinn fermetra- fjöldi segir ekki svo áþreifanlega til um hve mörgum nemendum er hægt að taka við. Og varðandi karlkyns kennara, þá mun einn slíkur starfa við skólann, auk tveggja sem eru á vegum Stjórn- unarfélagsins og sjá um tölvu- kennslu í hlutastarfi. Ástæðan fyrir því að aðrir kennarar eru konur er sú að flestir karlkyns umsækjenda sóttu um mjög mikla kennslu, allt upp í 48 stund- ir á viku og svona lítill skóli ræður ekki við slíkar óskir.“ Hvað telur þú að valdi því að karlar sœkja um meiri kennslu en konur? „Eins og allir vita þá lyfti Ragn- hildur Helgadóttir menntamála- ráðherra yfirvinnuþaki af kenn- urum í síðustu viku en af hvaða ástæðu karlar nýta sér það frekar en konur vil ég ekki dæma um,“ sagði María Solveig að lokum. -vd. Alþingi Yfirfýsing 20 þingmanna Styðja friðarumleitanir Contador-ríkjanna í málefnum Mið-Ameríku Tuttugu fslenskir alþingismenn undirrituðu yfirlýsingu þar sem m.a. segir: „Við undirrituð, þingmenn á Alþingi' Islendinga, lýsum yfir stuðningi við friðar- umleitanir Contadora-ríkjanna í málefnum Mið-Ameríku. Við fordæmum viðskiptabann Bandaríkjastjórnar á Nicaragua og teljum að það gangi þvert á alla viðleitni til friðsamlegrar lausnar á vandamálum þessa heimshluta. Við hvetjum allar vestrænar þjóðir til aukinna viðskipta og samstarfs við Nicaragua, enda teljum við að þannig megi best styðja lýðræðislega þróun í landinu.“ Sex þingmenn Alþýðubanda- lagsins skrifuðu undir, 5 þing- menn Alþýðuflokksins, 2 úr Bandalagi jafnaðarmanna, 3 kvennalistakonur og 1 þingmað- ur Sj álfstæðisflokksins. 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 10. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.