Þjóðviljinn - 01.10.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1985, Blaðsíða 3
FRETflR Ríkisstjórnin Fjárlagafrumvarpinu steypt 10 dögum eftir að þingflokkar stjórnarinnar gera með sér samkomulag um fjárlög. Miðstjórnar- og þingflokksfundur Sjálfstœðisflokksins á Stykkishólmi: Skera niður fjárlaga frumvarpið. Albert: Menntamál, vegamál, tryggingamál, heilbrigðismál. Guðmundur Bjarnason: Erfitt að skilja þetta öðruvísi en gengið sé á gert samkomulag flokkanna. Friðrik Sophusson: Vona að Framsóknarmenn sýni þessu skilning. Aðeins tíu dugum eftir að þing- flokkar ríkisstjórnarinnar og ráðherrar hennar höfðu komið sér saman um fjárlagafrumvarp, var kallaður saman fundur í valdamestu stofnunum Sjálfstæð- isflokksins, þingflokki og mið- stjórn og ákveðið að steypa frum- varpinu. Meginniðurstaða fund- arins í Stykkishólmi um helgina var að meira yrði skorið niður í fjárlagafrumvarpinu, en ríkis- stjórnin hafði tilkynnt fyrir rúmri viku að samkomulag hefði náðst um fjárlagafrumvarp. í niðurstöðum sameiginlegs fundar miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að ná yrði meiri árangri í baráttunni gegn viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun, en það þýðir að skera verði meira niður í fjár- lagafrumvarpinu. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sem ekki var á fundinum segir í viðtali við DV í gær, að til greina komi að skera niður í heilbrigðis- og trygging- amálum, vegamálum og menntamálum. „í fljótu bragði er erfitt að líta öðruvísi á þessa niðurstöðu en sem svo að gengið hafi verið á gert samkomulag flokkanna. Ég lít svo á að flokkarnir hafi verið búnir að ná þarna samkomulagi um grunnlínur í fjárlagagerð og tekjuöflun. Ég man ekki betur en að fjármálaráðherra hafi lagt á það áherslu sjálfur að nú væri þetta mál afgreitt, og hann vildi leggja það til mjög ákveðið og eindregið að menn stæðu saman Mjög öflugur fundur var haldinn á Reyðarfirði síðastliðið föstudagskvöld á vegum Alþýðubandalagsins. Formaðurinn, Svavar Gestsson, hélt framsögu og sat síðan fyrir svörum ásamt þingmönnum flokksins í kjördæminu. Um 70 til 80 manns voru þegar mest var. Að sögn heimamanna var þetta einn fjölmenn- asti fundur sem einn flokkur hefur haldið þar í bænum frá því fyrir kosningar. Daginn eftir var svo fjölmennur fundur kjördæmisráðs AB á Austurlandi, þar sem rætt var mjög ýtarlega um kjör fiskvinnslufólks. Meðfylgjandi mynd er frá Reyðarfjarðarfundinum. um þetta gerða samkomulag,“ sagði Guðmundur Bjarnason rit- ari Framsóknarflokksins og al- þingismaður í samtali við Þjóð- viljann þarsem hann var staddur á Húsavík í gær. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins voru fjar- verandi, Steingrímur í ísrael, Halldór á Bfldudal, Alexander á Vesturlandi og Jón Helgason var sagður vera á Suðurlandi þegar blaðið reyndi að ná sambandi við þá í gær. Guðmundur Bjarnason vildi ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi, en hann kvað Fram- sóknarflokkinn hafa staðið við þetta samkomulag af sinni hálfu. Innan Sjálfstæðisflokksins töldu viðmælendur Þjóðviljans í gær, að þingflokkur og miðstjórn flokksins hefðu svarað samkomu- lagsbroti Framsóknarflokksins, en hugmyndir þess flokks um stóreignaskatt hefðu brotið í bága við samkomulagið um fjár- lagafrumvarpið. „Niðurstöðuna ber að túlka sem svo að við ætlum að eiga samstarf við Framsóknarflokk- inn um þetta og við væntum þess að þeir sýni þessu máli skilning,“ sagði Friðrik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins þegar Þjóðviljinn leitaði álits hansá nið- urstöðum fundarins í Stykkis- hólmi. _a„ Fiskverð Fundur Drápuhlíðin Verðum að vera á varðbergi Guðmundur H. Þórðarson heilsugæslulœknir: Lœknarog hjúkrunarfólk hlýtur að berjast gegn innreið nýfrjálshyggjunnar í heilbrigðiskerfið E' g held varla að læknar sem berjast fyrir þessu útboði geri sér grein fyrir afleiðingunum, en 1. október Friðardagur lækna Samtök lækna gegn kjarnorku- vá á íslandi munu í dag 1. október halda upp á alþjóðlegan friðar- dag lækna með því að gangast fyrir opnum fundi í Domus Me- dica. Þar mun verða fjallað um afleiðingar vígbúnaðarkapp- hlaupsins, gerð sprengjunnar, hugsanlegar afleiðingar á veður- far, almannaheill o.fl. Hefst fundurinn kl. 20.30 og þar munu verða flutt erindi af læknum, eðl- isfræðingi og veðurfræðingi. öflin sem knýja á þá vita hvað þau eru að gera, sagði Guðmundur Helgi Þórðarson, heilsugæslu- læknir i Hafnarfirði í gær, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann um skiptar skoðanir starfsbræðra hans á fyrirhuguðu útboði á heilsugæslu í Reykjavík. „Það er sama hvert maður fer,“ sagði Guðmundur, „einka- rekstur á læknisþjónustu hefur alls staðar leitt til þess að þjónust- an hefur orðið dýrari og það sem alvarlegra er: hann hefur aukið á misréttið í samfélaginu með því að sjúklingurinn greiðir meira en samfélagið minna.“ - Nú er því hampað að í Bret- landi séu allar heimilislækningar í höndum verktaka? „Ég er ekki mjög kunnugur breskri heilsugæslu, en ég hygg þó að Bretar séu farnir að átta sig á því að National Health Service þ.e. heilbrigðisþjónusta þeirra, hefur ekki leiðrétt misréttið held- ur jafnvel aukið það. Um þetta hafa verið miklar umræður í Bretlandi ég tala nú ekki um undir stjórn Margrétar, þar sem allt misrétti hefur aukist um allan helming." Guðmundur sagði að fjár- veitingar til heilsugæslu í Reykja- vík og nágrenni væru í lágmarki og hefðu lækkað að tiltölu síðustu ár. Það væri erfitt að sjá hvernig halda mætti uppi sömu þjónustu, hvað þá betri með því að láta lækna bjóða niður þessi fjárfram- lög. „Menn verða að vera á verði gegn innreið nýfrjálshyggjunnar í heilbrigðiskerfið," sagði hann. „Þetta er spurningin um hvort markaðurinn eigi að ráða verði og framboði á þjónustu eða hvort þjónustusjónarmiðið skuli sett ofar. Fyrir því hljóta læknar og hjúkrunarfólk að berjast." í dag Nýtt fiskverð á að taka gildi í dag, en árdegis hefur verið boðað til fyrsta fundar yfirnefndar verð- lagsráðs sjávarútvegsins. Litlar líkur eru taldar á því að nýtt fisk- verð liggi fyrir eftir þann fund. „Mér finnst tónninn vera af- skaplega neikvæður. Okkar við- semjendur þykjast ekkert hafa fram að færa, vinnslan sé komin niður fyrir núllið eftir að lækkun dollarans reið yfir. Ég á hins veg- ar ekki von á því að það verði þolað að menn verði í óvissu um það sem þeim er ætlað fram eftir mánuðinum," sagði Óskar Vig- fússon formaður Sjómannasam- bands íslands í samtali við Þjóð- viljann í gær. -Ig. Veiði Síldin hækkar Sfldarverð var ákveðið í gær eftir mikil fundahöld. Fyrsta sfld- in var söltuð hjá Pólarsfld á Fá- skrúðsfirði, en Guðmundur Kristinn fékk sfldina rétt við bryggjusporðinn í fyrrinótt. Amk. 10 hringnótabátar voru komnir á miðin í gær og höfðu margir orðið varir þegar síðast fréttist. Síldarverðið hækkar um 24% og voru síldarsaltendur afskap- lega óánægðir með verðið. Um 140 bátar stunda sfldveiðarnar og búið er að selja helming aflans, sem er 50 þúsund lestir. _5e ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA RÚV Krakkarnir spila Allur tónlistarflutningur RÚV í dag í höndum barna og unglinga Tvö hundruð börn og ung- lingar hvaðanæva að af landinu sjá um tónlistarflutn- ing allan í Rfldsútvarpinu í dag í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur tónlistardagur og ár æskunnar og tónlistar að auki. Ákvörðun um að helga þennan dag æskufólki og tón- list var tekin í fyrra af útvarps- stöðvum í Evrópubandalagi útvarpsstöðva og Ríkisút- varpið lætur sitt ekki eftir liggja. Til þess að halda upp á daginn var ákveðið að hátta tónlistarflutningi í dag eins og áður greinir. Leitað var til sextán tónlistarskóla á landinu og forstöðumenn þeirra og kennarar beðnir að velja nemendur til að koma fram í dagskránni í dag. Efnið var hljóðritað í maí og júní. gg 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.