Þjóðviljinn - 01.10.1985, Side 5
Vilmar Petersen tæknimaður hjá sjónvarpinu ávarpar útifund í verkfallinu 29. október. - eik.
ísland
Aðför að frjálsri veridýðshreyfingu
Fangelsishótanir ákæruvaldsins hljóða uppáþrjú ár. Ákæran að undirlagi ríkisstjórnarinnar.
Á þriðjudaginn var stjórnum
starfsmannafélaga útvarpsins og
sjónvarpsins gert að taka á móti
kæru frá Sakadómi Reykjavíkur
vegna meints hegningalagabrots
1. október árið 1984. Þann dag
ákváðu fundir starfsmannafélag-
anna að leggja niður vinnu vegna
þess að starfsmenn höfðu ekki
fengið greidd laun, lögum sam-
kvæmt þennan dag.
Fjármálaráðuneytið hafði
ákveðið að greiða ekki laun 1.
október eins og lög segja til um,
vegna þess að BSRB hafði boðað
til verkfalls 4. október.
Starfsmannafélögin undu þess-
ari ákvörðun ekki og samþykktu
á fundum fyrri hluta dags 1. októ-
ber að leggja niður vinnu.
Samdægurs sendu stjórnir
starfsmannafélaganna útvarps-
stjóra bréf þar sem honum var
gerð grein fyrir ákvörðun starfs-
manna. í bréfum sínum vísa
starfsmenn til laga um útborgun-
ardag opinberra starfsmanna og
þá viðteknu meginreglu í vinnu-
rétti að launafólk sem fær ekki
greidd laun sín með umsömdum
og lögbundnum hætti geti fyrir-
varalaust lagt niður vinnu án þess
að teljist brot á vinnusamning-
um.
Allir starfsmenn lögðu niður
vinnu nema þeir sem áttu að fá
greidd laun eftir á, þ.e. þeir unnu
til 4. október. Enn fremur hófu
þeir störf á neyðarvakt sem sam-
þykkt hafði verið af kjaradeilu-
nefnd nokkrum dögum fyrr. Yfir-
lýsingar og fréttir um þessi efni
voru lesnar í síðasta fréttatíman-
um, - og meðan á verkfalli stóð
var ljóst allan tímann að neyðar-
vakt væri í útvarpinu og fólk gat
komið tilkynningum til skila í
slíkum tilvikum.
Sjálfstæðisflokkurinn
fer af stað
Sjálfstæðisflokkurinn sem var
kominn á fleygiferð í kerfinu
gegn einkarétti Ríkisútvarpsins
og fyrir leyfisveitingum til auglýs-
ingastöðva (frjálst útvarp, sjón-
varp), brást harkalega við.
Fljótlega eftir að verkfallið
skall á, hófu tvær útvarpsstöðvar
rekstur. Annað þeirra var Val-
hallarútvarpið, sem Félag frjáls-
hyggjumanna rak meðal annars í
Sjálfstæðishúsinu Valhöll. Hitt
var „Fréttaútvarpið”, sem fjöl-
miðlahringurinn, Frjáls fjölmiðl-
un, rak (DV). Fjölmargir aðilar
kærðu rekstur þessara ólöglegu
útvarpsstöðva sem voru reknar í
skjóli Sjálfstæðisflokksins. Þar á
meðal veittu ráðherrar flokksins
og borgarstjórinn í Reykjavík
stöðinni margháttaða vernd,
m.a. gegn lögregluaðgerðum í
Valhöll. Og í útvarpsráði beittu
Sjálfstæðismenn sér fyrir því að
koma í veg fyrir að fréttaútsend-
ingar yrðu hafnar, en fréttaleysi
þótti skapa einkastöðvunum rétt-
lætingu.
Frjálshyggjumenn
heimta fangelsi
Þann 8. október eru Þórði
Björnssyni sendar tvær kærur.
Önnur þeirra er frá „Félagi frjáls-
hyggjumanna” og undirrituð af
formanni þess Auðunni Svavari
Sigurðssyni. Félagið sem þá þeg-
ar hafði byrjað rekstur Valhallar-
útvarpsins biður ríkissaksóknara
að rannsaka hvort vinnustöðvun
starfsmanna brjóti ekki í bága við
176. grein almennra hegningar-
laga, þar sem segir: „Ef maður
veldur með ólögmætum verknaði
verulegri truflun á rekstri al-
mennra samgöngutækja, opin-
berum póst-, síma- eða útvarps-
rekstri eða rekstri stöðva eða
virkjana, sem almenningur fær
frá vatn, gas, rafmagn, hita eða
aðrar nauðsynjar, þá varðar það
varðhaldi eða sektum allt að 3
árum, eða sektum ef málsbætur
eru”.
Frelsishetjurnar í Félagi frjáls-
hyggjumanna segjast vænta þess
að saksóknari „bregðist skjótt við
þessum tilmælum”.
Innan Sjálfstæðisflokksins
virðast menn hafa haft samráð
um kæruna, því sama dag er dag-
sett bréf frá Frjálsri fjölmiðlun,
DV undirritað af Sveini R.
Eyjólfssyni, Herði Einarssyni,
Jónasi Kristjánssyni og Ellerti B.
Schram. Sá síðastnefndi er eins-
og kunnugt er alþingismaður
fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var
„útvarpsstjóri” DV útvarpsins
ólöglega í verkfallinu. Þessir
herramenn voru ekkert að fara í
launkofa með hverjir þeir væru,
og kæran var skrifuð á bréfsefni
merkt „Fréttaútvarpið”.
Nú er það aginn
í bréfi þeirra er samhljóða til-
vísun í lagagreinina um þriggja
ára fangelsisvist eins og í kæru
Fr j álshyggj ufélagsins.
Þá segir í bréfinu: „Framan-
greint lögbrot leyfum við undir-
ritaðir fyrirsvarsmenn Frétta-
útvarpsins að kæra til yðar, herra
ríkissaksóknari, enda hafa fyrir-
svarsmenn Ríkisútvarpsins, sem
eiga að halda uppi aga í þeirri
stofnun, sem þeim hefur verið
trúað fyrir á vegum almennings,1
ekki sýnt minnsta lit á því að
draga lögbrjótana til ábyrgðar,
en í stað þess beint spjótum sínum
að þeim aðilum, sem á þessum
örlagatímum hafa tekið að sér að
veita almenningi þá þjónustu sem
ríkisvaldinu hefur reynst um
megn að tryggja. Meðferð máls
þessa óskast hraðað sem mest”.
Vítamín hjá
saksoknara
Ríkissaksóknari brást undra
skjótt við og sendi rann-
sóknarlögreglustjóra ríkisins bréf
með beiðni um rannsókn.
Áður en lengra er haldið er rétt
að minna á, að hið meinta brot
átti aðeins við um þrjá daga, því
enginn dró í efa lögmæti vinnu-
stöðvunar BSRB 4. október.
í bréfi sínu mælir Þórður
Björnsson svo fyrir um rannsókn
málsins:
1. Hverjar voru orsakir þess að
útsendingar Ríkisútvarpsins,
hljóðvarps og sjónvarps,
stöðvuðust 1. október s.l.?
2. Hverjir stöðvuðu útsending-
arnar og hvaða einstaklingar
réðu því eða höfðu forgöngu
um að það var gert?
3. Hverjir lögðu niður vinnu?
4. Hvað fór á milli þeirra ein-
staklinga, sem réðu stöðvun
útsendinga og útvarpsstjóra
áður en, um leið og, og eftir að
útsendingar voru stöðvaðar?
Ef skrifleg gögn eru til, verði
þeirra aflað eða ljósrita af
þeim.
5. Hver voru viðbrögð útvarps-
stjóra við stöðvun útsend-
inga? Reyndi hann að koma í
veg fyrir þær eða gerði hann
einhverjar ráðstafanir til þess
að útsendingar væru hafnar að
nýju eftir að þær höfðu verið
stöðvaðar og þar til verkfall
starfsmanna BSRB hófst á
miðnætti aðfararnótt fimmtu-
dagsins 4. þ.m.? Ef svo er,
hvað gerði hann í því skyni?
Átti Andrés
að kalla á herinn?
Af þessum frekjulegu spurn-
ingum Þórðar Björnssonar má
ráða, að hann hefur látið stjórn-
ast af sérhagsmunum þeirra afla í
Sjálfstæðisflokknum sem höguðu
sér einsog þau væru með ofsókn-
aræði. í fjórðu spurningunni um
„viðbrögð útvarpsstjóra” gætir
greinilega áhrifa frá fýlulegri at-
hugasemd úr kæru Fréttaútvarps-
ins, þar sem segir „hafa fyrir-
svarsmenn Ríkisútvarpsins, sem
eiga að halda uppi aga í þeirri
stofnun sem þeim hefur verið trú-
að fyrir á vegum almennings,
ekki sýnt minnsta lit á því að
draga lögbrjótana til ábyrgðar”.
Af þessum rannsóknarspurn-
ingum má einnig ráða, að sak-
sóknari hafi ekki verið búinn að
gera upp við sig, hvern ætti að
lögsækja, a) „forgöngumenn”, b)
alla þá sem lögðu niður vinnu, c)
útvarpsstjóra.
Nú munu fá dæmi jafn rudda-
legrar framkomu opinberra aðila
við jafn háttsettan embættismann
og útvarpsstjóra í þessu tilfelli.
Hér er nefnilega erfitt að lesa
annað útúr máli ríkissaksóknara
en útvarpsstjóri liggi undir grun
um ólögmætt athæfi?
Enda er það líka svo að þegar
Hallvarður Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóri biður út-
varpsstjóra um upplýsingar, þá er
komið annað og kurteislegra
orðalag í spurningarnar:
1. Hverjar voru orsakir þess að
útsendingar Ríkisútvarpsins,
hljóðvarps og sjónvarps,
stöðvuðust 1. október s.l.?
2. Hverjir stöðvuðu útsending-
arnar og hvaða einstaklingar
réðu því eða höfðu forgöngu
um að það var gert?
3. Hverjir lögðu njður vinnu?
4. Ef skrifleg gögn eru til um
samskipti þeirra, sem réðu
stöðvun útsendinga og út-
varpsstjóra, óskast þau eða
ljósrit þeirra afhent RLR sam-
hliða fyrrgreindum upplýsing-
um.
Bréf Hallvarðar til útvarps-
stjóra er dagsett 10. október. En
til hvers ætluðust þeir Hannes
Hólmsteinn, Ellert Schram og
Þórður Björnsson af útvarps-
stjóra? Átti hann að kalla á
bandaríska herinn til að reka
fólkið til starfa með vopnavaldi?
Útvarpsstjóri sendir 15. októ-
ber svarbréf til Rann-
sóknarlögreglustjóra, þar sem
hann upplýsir hvers vegna starfs-
menn lögðu niður vinnu og að
menntamálaráðherra og fjár-
málaráðuneyti hafi samstundis
fengið afrit af bréfum starfs-
mannafélaganna, þannig að í
Þriðjudagur 1. október 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5