Þjóðviljinn - 01.10.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 01.10.1985, Page 7
Heyrt og séð á menningarrölti Ég var á menningarrölti um helgina og oftar en ekki heyrði ég fólk segja: Maður kemst bara ekki yfir þetta allt. Það er kannski ekki nema von að slíkt andvarp heyrist. Ef ein- hver hér [ borginni spyr, hvert hann eigi að fara um helgi fær hann fleiri svör en trúlegt er. Til dæmis var nú um helgina hægt að horfa á sex leikverk eða sækja tvær bókmenntadagskrár, þrennir tónleikar voru á dagskrá og hvorki meira né minna en ein- ar fimmtán myndlistasýningar. Og þegar allt kemur tií alls er þetta ósköp venjulegur skammtur. Það er meira af mynd- verkasýningum en endranær og munar þar mestu um þá viðbót sem Listahátíð kvenna er. En á hitt er að líta, að tónleikar eru Snæfríður fyrsta og Snæfríður fjórða... menn eru alltaf að bera saman.... ing hver af annarri og ég held að það sé ágætt. Mynd, mynd, mynd... Laugardagsröltið hófst með ljósmyndasýningu í Nýlistasafn- inu með fjölmenni, gosi og já- kvæðum straumum. Valdís Ósk- arsdóttir var að flytja til myndir á sínum vegg, einhver hafði hengt vitlaust upp og truflað frásögn hennar úr mannsauga og við- staddir kinkuðu kolli og töldu sig skilja allt miklu betur. Já það eru alltaf þessi tvö sjón- armið, sagði íslenskufræðingur, hvort ljósmyndarinn gómar augnablikið eða hefur virk af- skipti af hlutunum áður en hann smellir af. Altént er þetta lýrísk sýning og skemmtileg... í Gallerí Grjót við Skólavörðu- stíg voru litlir skúlptúrar eftir Magnús Tómason og heita einu nafni Konan til gagns og gamans. Stundarkorn var ég einn innan um látúnsbrjóst og fleira gott og kann því ekki að fara með ívitnair í listaviðbrögð, en listamaður hafði sagt sem svo fyrr um dag- inn: Grjótið já, það átti að vera harður kommersíalismus en þró- aðist yfir í einhverskonar mannlegheit. Og það er miklu betra en að byrja með hátimbr- aðri hugsjón og hrökklast svo niður í svaðið eins og komið hef- ur fyrir... Þetta var síðasta sýningarhelg- in hjá Erró í Norræna húsinu. Skrýtið annars: þegar lofið verð- ur mjög hávært og fyrirferðar- mikið um einn listamann þá fer jafnan af stað andsefjun og það sem menn eru óánægðir með Framhald á bls. 8 Hinar mörgu freistingar. Hvernig á maður að komast yfir þetta alit? - Hvað hinir sögðu - Hin neikvæða og hin jákvæða sef jun. einatt fleiri en nú um síðustu helgi og hvorki Leikfélag Reykjavíkur né íslenska óperan eru komin af stað. Blanda á staðnum Og svo voru kvikmyndahúsin að hressast í sínu framboði og ef menn eru í matarmenningunni þá gátu þeir étið og dansað sér til matarlystar á tuttugu stöðum eða fjörtíu, hver veit það? Reyndar var afmælissýning í Blómavali þar sem sýndar voru skreytingar sem sameinuðu list fyrir listina og lystina: rósir með paprikum og hvítlauk og margt fleira þesslegt. Við lifum í blöndu á staðnum. Allt er þetta með ólíkindum og margir útlendingar sem hingað koma hrista hausinn og skilja þetta ekki. Og höfuðborgin er ekki ein á báti. Sá sem flettir Ár- bók Akureyrar stendur upp með tölur um tónleikahald og leikstarfsemi og fleira sem tvö hundruð þúsund manna bæir væru hæstánægðir með í öðru landi. Jakobína hér og nú Menningarröltið hófst á Kjar- valsstöðum á föstudagskvöldið, þar var verið að flytja dagskrá sem Bríet Héðinsdóttir hafði tekið saman úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Marksækin dag- skrá og kemur Jakobínu vel til skila, en kannski þarf að stíga skrefið til fulls í slíkri kynningu og búa til leiksýningu? Skrýtið annars - þegar maður hlustar á meðferð jafnréttismála í fyrri hlutanum þá finnst manni að áherslur væru allt aðrar ef verið væri að skrifa í dag. Eða hvað? Já, sagði leikhúsfrömuður. Og það sýnir kannski, að sem betur fer er eitthvað sem breytist í þessu þjóðfélagi... Aftur á móti minnti kaflinn sem fluttur var úr Snörunni Jako- bínu rækilega á hve síferskt þetta verk er, sem lagt er í munn þeim hvunndagsmanni, sem er svo óendalega fundvís á „rök“ til að réttlæta aðlögun sína að hverju sem yfir gengur, hvort það er her- inn eða auðhringurinn. Sýningin var innan um stóra samsýningu kvenna sem heitir Hér og nú,og ég gekk um hana án sýningarskrár af ásettu ráði, til að prófa hve marga listamenn ég þekkti. Og féll oftar en ekki á því prófi þótt skömm sé frá að segja. En ég var líka að velta því fyrir mér, hvort það lægi í augum uppi að listamennirnir eru konur? Eiginlega ekki, fannst mér. Er þá nóg tilefni í sýningu að minna á að konur geta búið til myndir, góðar og vondar? Er það ekki lið- inn áfangi í baráttunni? Ég spurði kunningjakonu úr pólitíkinni hvað henni fyndist og hún svaraði sem svo: Ég veit það ekki. Konur eru einatt óframfærnar en við svona tækifæri er eins og þær hafi stuðn- Ef þú vissir ekki, að þetta eru allt myndir eftir konur.... Þriðjudagur 1. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.