Þjóðviljinn - 01.10.1985, Page 8
MANNUF
brýst fram með nokkurri heift:
Ógeðslegt, sagði ein vinkona
mín.
Ég hefi aldrei verið hrifinn af
myndum Errós, sagði tónskáld
virðulega. En það er ekki leiðin-
legt á sýningum hans, nei.
Myndir sem eru ívitnanir í aðr-
ar myndir, hvað er það eiginlega?
spurði margfróð kona og ég gat
náttúrlega ekki svarað því.
Skemmtilegar
konur
Svona voru menn neikvæðir
um Erró, en hvergi jafn jákvæðir
og á Listasafni ASÍ þar sem tvær
konur vel við aldur, Sigurlaug
Jónasdóttir og Gríma, sýndu
myndir „Úr hugarheimi“. Gríma
fyllir veröldina af blómum og
mannfólkið kemur sér fyrir á
milli þeirra og Sigurlaug annast
Kristnihald undir jökli, skoðar
búskapinn í helvíti því sem Hekla
geymir og horfir á sjómann á
Breiðafirði augum himnaföður.
Þetta er allt svo skemmtilegt og
eðlilegt, sagði kempa úr verk-
lýðsbaráttunni.
Maður kemst í svo gott skap,
sagði kennari á leið í frí.
Þetta er heimslist, sagði hrifinn
maður, og benti á mynd af tveim
Maður kemst í svo gott skap við að sjá þessar myndir....
Blaðberar óskast
Á Seltjarnarnesi
Strax!
DJÓÐVIUINN
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
AB Grundarfirði
Árshátíð
Hin árlega árshátíð Alþýðubandalagsins í Grundarfirði verður hald-
in í Samkomuhúsinu Grundarfirði laugardaginn 12. október og
hefst hún kl. 20.30. Nánar auglýst síðar.
Stjórnin
AB Reykjanesi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi verður haldinn mánudaginn 21.
október í Þinghóli Kópavogi kl. 20.00 stundvíslega.
Dagskrá: 1) Lagabreytingar. 2) Önnur aðalfundarstörf. 3) Geir Gunnarsson
alþingismaður flytur ávarp. 4) Afgreiddar tillögur um undirbúning kosninga-
starfs. 5) Sveitastjórnarmál. 6) Utgáfumál. 7) Önnur mál. - Stjórnin.
Almennur fundur Siglufirði
Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds mæta á almennum opnum stjórn-
málafundi á Siglufirði næstkomandi fimmtudag, 3. október. Fundurinn
verður á Hótel Höfn og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. - Alþýðubandalag-
ið.
Ab Garðabær
Aðalfundur AB
í Garðabæ verður haldinn mánudaginn 14. október kl. 20.30 í Flataskóla.
Dagskrá: 1) Lagabreytingar. 2) önnur aðalfundarstörf. 3) Kosning fulltrúa í
kjördæmisráð og á landsfund.
Geir Gunnarsson alþingismaður og Ólafur R. Grímsson formaður fram-
kvæmdastjórnar AB ræða flokksstarfið og stjórnmálaástandið. - Stjórnin.
Eftir varð samt að heimsækja nýjasta leikhúsið þar sem sýndar eru sögur Astu Sigurðardóttur.
mönnum að spýta skinn. Ekki
kemur nokkur ung manneskja
fram með svona sterkar myndir.
Ekki myndi ég þora að sýna í sal
með svona sterkum listamönnum
ef ég væri í þessu sjálfur.
Það var enn lagt til kvölds og
fýrir utan það sem gerðist í sýn-
ingasölum hélt náttúran litmikla
sýningu í hverjum garði. Meðan
þessi röltari hér hvfldi lúin bein
fór kvenfólkið í húsinu að hlusta
á Sinfóníuhljómsveit æskunnar í
Hamrahlíðarskólanum og kom
aftur með þær fréttir, að þeir
hefðu verið ágætir og afrek út af
fyrir sig og fullt af fólki.
Eins og allsstaðar. Þau tíðindi
bárust líka ofan úr Gerðubergi
þar sem efnt var í fjórða sinn til
ljóðadagskrár kvenna.
Breytt afstaða
til Laxness
Svo var kominn tími til að sjá
íslandsklukkuna í Þjóðleikhús-
inu og standa sjálfan sig að því að
bera sýninguna saman við þær
þrjár sem maður hefur áður séð.
Snæfríður, Jón Hreggviðsson og
Arnas og reyndar persónusafnið
allt er svo stór hluti af okkur, að
leikhúsfólk má þola endalausan
samanburð við þær hugmyndir
sem við höfum um það fyrirfram
hvernig eigi að túlka þennan eða
hinn og við aðra leikara, önnur
leiksvið.
Æ ég veit það ekki, sagði vin-
kona mín ein. Það er eins og bæði
leikendur og áhorfendur hafi
fjarlægst þetta verk, því miður.
Og er þó ýmislegt vel gert.
En við skulum gá að því, að
það eru ekki allir sem koma á þá
sígildu íslandsklukku með sam-
anburðarhugarfari.
Ung stúlka úr nágrenninu var
þarna og ég^purði hvernig henni
litist á:
Vel sagði hún. Allavega
breytir þessi sýning áliti mínu á
Halldóri Laxness.
Halldór hafði fram að þessu
ekki verið hátt skrifaður hjá þess-
ari sextán vetra stúlku. Það kom
líka á daginn að hún hafði ekki
lesið annað eftir hann en eina
smásögu í skóla, söguna frá Nýja
íslandi.
Dagurinn var liðinn. En helgin
var ekki nema hálfnuð og sá sem
vildi gat haldið áfram á sunnu-
degi og komið við á þrem stöðum
eða sex eða níu.
Á íslandi er svo mikið um alls-
konar list. Og allir fá að gera
hvað sem þeir vilja, segir Steinn
Steinarr.
Og eins og fram kemur að
nokkru leyti: á menningarrölti er
maður alltaf að hitta fólk. Sumt
sér maður alltof sjaldan. Og það
er líka menning.
Skák
Kaipov bjaraaði í hom
Þeir þúsundir áhorfendur sem
komu til að horfa á 10. skákina í
heimsmeistaraeinvíginu í Moskvu
urðu ekki fyrir vonbrigðum.
Skákin var geypilega flókin og
einkenndist af djörfum leikjum
áskorandans sem lagði allt í söl-
urnar til að vinna. Eftir tuttugu
leiki var útlitíð hjá Kasparov ekki
gott þar sem hann var í kröggum
með drottninguna úti á væng. En
eftir peðsfórn í 21. leik náði hann
frumkvæðinu. Skákin varð nú
mjög flókin og virtist Kasparov í
essinu sínu. Enda var greinilegt á
taflmennsku Karpovs að hann
var hræddur við allar þessar
flækjur. En í framhaldinu tókst
honum að forðast allar gildrur
áskorandans og Kasparov
neyttist til að þráskáka í 35. leik.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garry Kasparov
Schevingen afbrigðið í Sikileyjarvörn
1. e4 c5
2. Rf3d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Be2 e6
7. 0-0 Be7
8. f4 0-0
9. Khl Rc6
10. a4 Dc7
11. Be3 He8
12. Bgl Hb8
Upphafsmaðurinn að þessum
leik mun vera Jón L. Arnason
sem beitti honum gegn Kudrin í
fyrra í glæsilega tefldri skák.
13. Dd2 e5
14. Rb3 Ra5
15. Rxa5 Dxa5
16. Ba7 Ha8
17. Be3 Db4
18. Dd3 Be6
19. f5 Bd7
20. Ha3
Hróksleiki eins og þennan má
sjá í mörgum skákum Karpovs
gegn Sikileyjarvörn. Nú hótar
hvítur að fanga drottninguna
með Ha3 og Bb6.
20. - Da5
21. Hb3 b5!
Fórnar peði til að losa drottn-
inguna úr þrengingunum.
22. axb5 axb5
23. Rxb5 Bc6
24. BO
Vel kom til greina að hirða
peðið á d6, 24. Rxd6 Hed8 25.
Rc4 og eftir að svartur hefur
slátrað með hrók ád3,e3oge2og
hvítur á meðan með riddara á a5,
c6 og e7 kemur upp staða þar sem
svartur vinnur annað peðið til
baka og fær allgóð sóknarfæri.
En framhaldíð sem Karpov velur
er meira í hans stfl.
24. - Hab8
25. c4 Da8
26. Bg5
Riddaragaffli á c7 er svarað
með 26. - Hxb3 27. Dxb3 Db8.
26. - Bxe4
27. Bxe4 Rxe4
28. Bxe7 Hxe7
29. Ha3 Dc6
30. b4h5
31. Ra7
31. Rc3 er svarað með Rxc3 32.
Dxc3 Hc7 og svartur vinnur peð-
ið til baka. Nú fórnar Kasparov
skiptamun en fær tvö peð í stað-
inn.
31. - Hxa7
32. Hxa7 Hxb4
33. Df3 Hxc4
34. DxhS Rf2+
35. Kgl Rh3+!
Riddarinn er friðhelgur á báð-
um stöðum. Á f2 vegna máts upp
í borði og á h3 vegna Dc5 og hvít-
ur vinnur hrókinn á a7. Þvf var
samið um jafntefli.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlöjudagur 1. október 1985