Þjóðviljinn - 01.10.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsfmi: 81348. Helgarsími: 81663.
DJOÐVIUINN
Þriðjudagur 1. október 1985 225. tölublað 50. órgangur
Greiðslujöfnun
Óklárt hjá Alexander
Húsnœðisstofnun bíður eftir ákvörðun félagsmálaráðuneytis um túlkun
laganna. 200 nýjar umsóknir bárust ígœr. Katrín Atladóttir: Bíðum eftir
úrskurðum og svörumfrá ráðuneyti. Vantar skýra afstöðuréttraaðila
Seinagangur og ráðaleysi fé-
lagsmálaráðherra hefur ráðið
mestu um hversu illa hefur gengið
að gefa almenningi skýra mynd af
því hvaða áhrif greiðslujöfnun
húsnæðislána haii á greiðslu -
byrði lántakenda. Þá hafa
beinlínis villandi fréttir í ríkisfjöl-
miðlum um rétt manna til
greiðslujöfnunar ruglað marga í
ríminu og því Ijóst að mun færri
munu nýta sér möguleika
greiðslujöfnunar en reiknað
hafði verið með.
Framlengdur umsóknarfrestur
á greiðslujöfnun rann ut í gær og
var mikið annríki hjá starfsmönn-
um húsnæðisstofnunar. Alls bár-
ust inn um 200 umsóknir í gær en
áður höfðu borist um 500 um-
sóknir.
„Allar forsendur fyrir út-
reiknum samkvæmt þessum
lögum um greiðslujöfnun hafa
verið óklárar til þessa og það hef-
ur gert okkur mjög erfítt. Við
bíðum eftir úrskurðum og
svörum frá félagsmálaráðuneyti
og víðar til að geta gert okkur
ljósa mynd af því hvað þessi
greiðslujöfnun mun þýða í ein-
stökum tilfellum," sagði Katrín
Atladóttir deildarstjóri hjá Hús-
næðisstofnun í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Katrín sagði að þó væri ljóst að
mjög skipti hvenær menn hefðu
tekið verðtryggð lán hjá stofnun-
inni. „Þeir sem hafa verið að
greiða af lánum frá árunum 1982
og 83 eiga mest inni og við álítum
að allt að 40-50% af næstu af-
borgun sem færi í gjaldfrest af
þeim lánum. Þeir sem tóku lán
um áramótin 83-84 virðast hins
vegar eiga mjög lítið inni. Annars
er mjög erfítt að gefa nokkur skýr
svör því það hefur vantað skýra
afstöðu réttra aðila á því hvernig
á að framkvæma þessi lög,“ sagði
Katrín Atladóttir. -Ig.
Kaupmátturinn
Laun og
lífeyrir
hækka
um 4,5%
í dag, 1. október hækka öll
laun hjá ASÍ og BSRB um 4,5%
og sama hækkun verður á öllum
bótum almannatrygginga. Lág-
markslaun hjá BSRB í október
verða 15.736 krónur og hjá ASÍ
16.433 krónur, en samanlagður
ellilífeyrir, full tekjutrygging og
heimilisuppbót verður 15.557
krónur til einstaklinga, 22.828
kr. til hjóna.
Eflaust munar margan um
þessar krónur en ekki er víst að
þær standi lengi við því bensínið,
bíómiðinn og taxtar vinnuvéla
hækka líka í dag. Bensínið hækk-
ar um tæplega 11,5% úr 31.40
hver lítri í 35 krónur. Bíómiðinn
hækkar um 8% úr 120 krónum í
130 og dýrari miðar hækka hlut-
fallslega jafn mikið. Loks hækka
taxtar vinnuvéla um 7%.
Georg Olafsson verðlagsstjóri
sagði í gær að ekki lægju margar
beiðnir fyrir hjá verðlagsráði
núna, en búast mætti við
beiðnum í framhaldi af
kauphækkuninni, m.a. á útseldri
vinnu. Verðlagsstofnun er nú að
vinna úr stórri könnun á verðlagi
matvöru og verður í framhaldi af
henni lagt mat á það hvernig til
hefur tekist með hina svokölluðu
frjálsu álagningu verslunarinnar.
-ÁI
D V/skoðanakönnun
Þorleifur Friðriksson Dagsbrúnarsagnfræðingur rýnir í forn skjöl og pergament sem frumkvöðull fólagsins, Pétur
Guðmundsson reit í tölur og punkta á árunum 1906 til 1911. -Sig
Sagnfrœði
Tombóluskjölin fundin
Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur Dagsbrúnar: Fengum
skjöl Péturs Guðmundssonar fráfyrsta áratug aldarinnar í
Ijósritifrá Ameríku
svo hörð andstaða frá kaup-
Alþýðubandalagið
vinnurá
Skoðanakönnun DV ígœr: AB bœtir viðsig.
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur einnigá. Allir
aðrir tapafylgi. Jón Baldvin tapar4.5%
„Það má segja að þessi saga sé
nokkuð dæmigerð fyrir íslensk
skjalamál og hvernig skjöl lenda
oft á flakki og ekkert um þau
hirt,“ sagði Þorleifur Friðriksson
sagnfræðingur hjá Dagsbrún, en
nýlega fékk hann send ljósrit af
skjölum sem farið höfðu til Amer-
íku.
„í þessu tilfelli endar sagan vel,
en svo er einungis um fáein tilvik.
Þessi skjöl koma frá Ásgeiri syni
Péturs G. Guðmundssonar, eins
af stofendum og formanns
Dagsbrúnar, en Ásgeir hefur ver-
ið búsettur í Ameríku og skjölin
höfðu farið vestur um haf ásamt
öðru erfðagóssi eftir Pétur. Þessi
skjöl eru af þrennu tagi: Skjal um
tombólunefnd Dagsbrúnar 1906,
skrá yfir nefndir Dagsbrúnar
1910-11 og minnispunktar frá
fundi stjórnar frá árinu 1907.
Þar er verið m.a. að ræða at-
vinnumál, um götulagningar og
vatnslagnir í Reykjavík og rætt
um hversu brýn verk þetta séu
með tilliti til atvinnunnar. Þá er
verið að ræða stofnun pöntunar-
félags og þrennt nefnt sem standi
í vegi fyrir slíku félagi: f fyrsta
lagi fátæktin, þá landlæg tor-
tryggni í garð pöntunarfélaga og
monnum.
Núna vantar illilega Árna
Magnússon meðal vor. Það er ó-
fremdarástand í skjalamálum og
ekki síst þarf verkalýðshreyfingin
að bæta úr. Menn þurfa líka að
læra ákveðnar grundvallarreglur
í þessu sambandi og að fylgja
þeim. Hérlendis hugsa menn oft í
pólitískum strategíum, - hvort
ákveðin skjöl komi sér vel fyrir
sig og sinn flokk. Þá er á ferðinni
sá mikli misskilningur að sagan sé
séreign einhvers eða einhverra.
Þessi misskilningur leiðir að lok-
um til þess að skjölin fara á ver-
gang og týnast.
Nú er MFA að koma upp vísi
að skjalasafni, en ég veit til þess
að það er mikil tregða, bæði hjá
flokkum, verkalýðsfélögum og
einstaklingum við að afhenda
safninu gögn. Þetta gerir
mönnum vitanlega mjög erfitt
fyrir að rannsaka sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar og skoða hana
sem heild, því það vantar til-
finnanlega heimildir. Úr þessu
þarf að bæta hið fyrsta,“ sagði
Þorleifur Friðriksson að lokum.
-pv
Alþýðubandalagið er heldur á
uppleið samkvæmt skoðana-
könnun DV sem birtist í gær, og
fær um 14.2% atkvæða þeirra
sem taka afstöðu í könnuninni en
var í júní sl. með 10.5% 41.8%
eru óákveðnir eða um 10% fleiri
en í júní sl. Alþýðuflokkurinn
tapar samkvæmt könnuninni
verulegu fylgi eða fer úr 19% í
14.5%. Sjálfstæðisflokkurinn
vinnur á; fer úr 40.9% í 44.3%.
Framsóknarflokkurinn fer úr
14.3 niður í 13.8% og kvennalist-
inn fer úr 6.4% niður í 5.9%,
Bandalag jafnaðarmanna úr
7.9% í 6.2%.
Þannig tapa allir flokkar fylgi
frá því í júnikönnun, nema Al-
þýðubandalagið og Sjálfstæðis-
flokkurinn.
Könnunin byggir á 600 manna
úrtaki, en samkvæmt yfirliti í DV
í gær, hafa aldrei fleiri verið óák-
veðnir en einmitt nú eða 41.8%.
10% svara ekki, þannig að
könnunin byggir á svörum tæp-
lega helmings úrtaksins.
________________________^óg
SH
Eyjólfur
hættur
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna óskaði í gær eftir lausn
frá störfum frá og með næstu ára-
mótum. Hann hefur starfað hjá
fyrirtækinu síðan 1949. Voru
honum færðar þakkir fyrir unnin
störf á stjómarfundi SH í gær.
Utvarpsmenn
Fangelsishótun að tillögu Ragnhildar
Samkvœmt lögum þarf ríkissaksóknari adfá umsókn og tillögur ráðherra
áður en hann ákveður málssókn á hendur opinberum starfsmönnum.
Svo virðist sem fangelsishótun
ákæruvaldsins gagnvart
starfsfólki Ríkisútvarpsins vegna
vinnustöðvunarinnar sl. haust sé
gerð með velþóknun Ragnhildar
Helgadóttur menntamálaráð-
herra auk ólöglegu einkastöðv-
anna sem störfuðu í verkfaliinu á
vegum Frjálshyggjufélagsins í
Valhöll og Fréttaútvarps Frjálsr-
ar fjölmiðlunar.
I lögum nr. 74 frá 1974 segir
svo: „Áður en ríkissaksóknari
ákveður málshöfðun á hendur
opinberum starfsmanni fyrir brot
í starfí skal hann jafnan leita um-
sagnar ráðuneytis þess, sem í hlut
á. Ráðuneytinu ber að láta ríkis-
um-
rökstudda
fljótt sem
svo
saksóknara í té
sögn og tillögu
verða má.“
Starfsfólkið fékk ekki greidd
mánaðarlaun sín fyrirfram 1. okt-
óber einsog lög gera ráð fyrir og
ákváðu á fjölmennum fundum
vinnustöðvun. Félag Frjáls-
hyggjumanna og Fréttaútvarpið
DV kærði starfsfólkið til ríkis-
saksóknara og einsog segir í áð-
urnefndri' lagagrein hefur hann
samkvæmt lögum fengið umsögn
og tillögur frá ráðherranum.
-óg
Sjá fréttaskýringu bls. 5