Þjóðviljinn - 02.10.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 02.10.1985, Síða 4
LEIÐARI Stjómarslit í Stykkishólmi Tíu dögum eftir aö ríkisstjórnin og þingflokkar hennar lýsa því yfir opinberlega aö náðst heföi samkomulag um fjárlög næsta árs, er kallaður saman fundur í valdamestu stofnunum Sjálf- stæöisflokksins og samþykkt, aö ganga á samkomulagið og skera meira niöur. Og ráö- herrar flokksins segja heilbrigöismál, vegamál, tryggingamál og menntamál tilvalin til niður- skuröar. Sjálfir höföu forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins ásakaö Framsóknarflokkinn fyrir þá ætlun- arsynd, aö vilja leggja á stóreignaskatt og töldu brot á því samkomulagi, sem þeirra eigin flokkur kallaöi heilagt. Friðrik Sophusson varaformaöur Sjálfstæö- isflokksins sagðist í viötali viö Þjóöviljann von- ast til aö Framsóknarmenn sýndu þessu skiln- ing. Varla haföi hann sleþpt oröinu þegar Hall- dór Ásgrímsson varaformaöur Framsóknar- flokksins lét þaö boö út ganga aö hann væri alveg sammála Sjálfstæöisflokknum, þaö þyrfti að skera meira. Aöur haföi þaö gerst aö Albert Guðmundsson fjármálaráðherra haföi hótaö Framsóknarmönnum stjórnarslitum ef þeir samþykktu ekki fjárlagafrumvarpiö einsog þaö lá fyrir fyrir 14 dögum. Framsóknarflokkurinn sýnir Sjálfstæöisflokknum mikinn skilning, flokkurinn samþykkir allt og hríðskelfur af hræöslu við dóm kjósenda, - vill fyrir engan mun aö komi til kosninga í bráö. Á hinn bóginn er ríkjandi vantrú á ríkisstjórn- ina innan beggja flokkanna. Samband ungra framsóknarmanna hefur hvaö eftir annað látið í Ijós vantraust sitt á stjórnina. Innan Sjálfstæðis- flokksins er þó óánægjan og uppgjöfin ennþá meiri. í umræöunum á miðstjórnar- og þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Stykkishólmi kom fram bullandi vantraust á stjórnina. Þaö sýnir best vantraustið aö þingmenn og forysta Sjálfstæðisflokksins skuli hafa forgöngu um að steypa fjárlagafrumvarpi sem sömu menn voru nýbúnir aö skrifa uppá. Það er skoðun forystumanna Sjálfstæðis- flokksins aö í fjárlagafrumvarpinu sem þeir samþykktu sé ekki aö finna stefnumið Sjálf- stæöisflokksins, en fjárlagageröin hafi verið „heilagur hafragrautur". Og haft er eftir ráö- herra flokksins aö flokkinn skorti vald til aö ráöa í stjórnarsamstarfinu. Þess vegna væri komið að leiðarlokum í stjórnarsamstarfi Sjálfstæöis- flokks og Framsóknarflokks. Annars er þaö ekki vantraustið og óánægjan innan þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæöis- flokksins sem ræöur mestu um þá helför stjórn- arinnar sem hófst í Stykkishólmi um sl. helgi. Það er mun frekar óánægja atvinnurekenda sem ræöurför. Víglundur Þorsteinsson formaö- ur félags íslenskra iönrekenda lætur hafa eftir sér að ef ekki veröi hætt viö þær skattahækkan- ir sem þegar hafa verið ákveönar sé þaö þjóö- inni fyrir bestu aö stjórnin segi af sér. Þegar atvinnurekendur bera ekki lengur traust til ríkis- stjórnar atvinnurekenda segir sig sjálft aö sú stjórn á ekki annað eftir en dauöastríðiö. Nú er svo komið aö þaö eru ekki lengur launa- menn einir sem þola þungar byrðar vegna efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar heldur er pening- astefna hennar og efnahagsstefna öll meö því lagi aö fjöldi fyrirtækja, og heilu atvinnu- greinarnar einsog sjávarútvegur, eru nú komin meö rekstur sinn í uppnám. Þaö er m.a. þess vegna sem fyrirtæki eru ýmist aö leggja upp laupana eða sameinast og þar meö er aö hefj- ast uppstokkun í íslenska kapitalinu sem enginn sér fyrir endann á. Allra síst ríkisstjórnin sem veit ekkert hvaö hún er aö gera eins og matseld- in við hinn heilaga hafragraut vitnar best um. í örvilnan sinni dettur nokkrum ráöherrum þaö í hug, aö framlengja dauöastríöiö meö því að setja einhvern úr forystu Sjálfstæöisflokks- ins inní ríkisstjórnina. Þaö á aö finna stól handa Þorsteini enn einn ganginn. Nú kann þaö vel aö vera að óþolinmæði formannsins stóllausa bjóöi honum að þiggja boöiö í hinn pólitíska biösal dauöans, en þaö breytir engu um rétt- mæti þess sem segir í frétt á baksíöu Morgun- blaðsins í gær: „Vex þeirri skoðun fylgi innan Sjálfstæðisflokksins aö rjúfa beri þing og efna til kosninga." -óg KLIPPT OG SKORID Stjómin réttmer O) i4minmng Alþýðuflokksmanna Þeir hjá DV voru með skoð- anakönnun um fylgi flokka og ber þar helst til tíðinda að Al- þýðubandalagið bætir við sig tæp- um fjórum prósentum frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig rösklega þrem prós- entum og Alþýðuflokkurinn tap- ar fjóru og hálfu prósenti. Aðrir flokkar tapa líka, en breytingarn- ar á þeirra fylgi eru smærri. Það hefur oftar en ekki verið minnt hér í blaðinu á annmarka skoðanakannana eins og þeirrar sem DV efnir til. Til dæmis að taka er það ekki nema um helm- ingur þeirra sem hringt er í sem fást til að gefa upp afstöðu sína til flokka. Útreikningarnir byggja á um 300 svörum. í þeirri könnun, sem nú var haldin, sögðust 40 menn ætla að kjósa Framsókn, 41 Alþýðubandalagið og 42 Alþýð- uflokkinn. Gefur auga leið, að hér ræður tilviljun ein því í hvaða röð þessir flokkar skipa sér. Og ýmislegt bendir til þess, að hinn mikli fjöldi þeirra sem telja sig „óráðna" séu í tiltölulega ríkari mæli hallir undir Alþýðubanda- lag en t.a.m. Sjálfstæðisflokk þegar til alvörunnar kemur - í litlu þjóðfélagi treysta menn ekki með öllu á nafnleynd þegar hringt er heim til þeirra og vinstrafylgi er síður en aðrir fúst tilað segjablaði einsog DV alltaf létta. Þetta höfum við nú fjasað um oft. En ekki neitað hinu heldur að í skoðanakönnunum koma fram vissar vísbendingar, ekki síst þegar breytingar á fylgi verða allmiklar. Alþýðu- bandalag Sú kenning hefur sést í blöðum að það sé flokki hollt yfirleitt að vera mikið í fjölmiðlum. Því hafi jafnvel skrif um mikil vandræði innan Alþýðubandalags orðið til að festa athyglina við það og auka fylgið. Semsagt: betra er illt um- tal en ekki neitt. Ekki er þetta beinlínis sannfærandi kenning. Það hefur líka verið mikið skrifað um tilvistarvanda og sundur- þykkju í Bandalagi jafnaðar- manna að undanförnu og það umtal virðist hafa haft neikvæð áhrif á skoðanakönnunina (1,7% tap). Nei. Hitt er líklegra að Al- þýðubandalagið fái nú betri út- komu en á miðju sumri vegna þess, að fólki hafi fundist, að hvað sem líður ágreiningi og leiðindum ýmsum, þá hafi tals- menn og liðsmenn flokksins meira haft sig í frammi að undan- förnu bæði í sjálfsgagnrýni og leit að nýjum leiðum. Og við skulum vona að framhaldið staðfesti þá bjartsýnu útleggingu. Hvar eru hinir? Jón Baldvin hefur áhyggjur af sinni útkomu sem vonlegt er og skrifar forsíðugrein í Alþýðu- blaðið í gær, þar sem hann segir að skoðanakönnunin sé „áminn- ing til Alþýðuflokksmanna". Eftir velgengni undangenginna mánaða er komið bakslag í seglin og um það segir Jón meðal ann- ars: „Það var Ijóst undir lok fund- arherferðarinnar á s.l. vori að þeir sem höfðu áhuga á málefnum Alþýðuflokksins spurðu um meiri breidd í forystu flokksins, sem þýddi að til að staðfesta þetta fylgi þarf á næstu vikum, mánuð- um og misserum að opna flokkinn og virkja hann betur og leiða fram á sjónarsviðið fleiri forystu- menn hans.“ Þessi orð eru reyndar viður- kenning formannsins á því, hve hættulegt það er að eiga allt undir velgengni formannsins eins í fjöl- miðlum eins og raunin hefur orð- ið í Alþýðuflokknum. Það fer varla hjá því að slík sveifla reynist skammgóður vermir, ef ekkert annað gerist um leið. Hinir óráðnu Næst meiriháttar tilfærslum á fylgi er það athyglisverðast að enn fjölgar þeim sem segjast vera óákveðnir eða vilja ekki svara. Þeir hafa stundum áður verið allt að 47% þeirra sem samband var haft við, en nú eru þeir meira en helmingur. Venjulega er þetta útskýrt með mikilli pólitískri þreytu - þeirri sem segir: æ þeir eru allir eins. Og svo mætti kannski bæta því við sem áður var á minnst - að ís- lenskir kjósendur séu eitthvað tregari en aðrir að gefa sig upp. Þreytan er náttúrlega fyrir hendi, og í þeim efnum er ísland engin undantekning. Hún er einkum tengd tvennu. í fyrsta Iagi vonum um að stjórnmálamenn hafi meiri möguleika til breytinga en þeir í raun hafa og þar eftir síendur- teknum vonbrigðum. Sannleik- urinn er sá, að í blönduðu hag- kerfi með velferðarívafi er í raun til óskráð „samstaða" um margt, sem þungt vegur í ráðstöfun skattpenings og þessháttar og afar sterk tregðulögmál hamla gegn því að þeim sáttmála verði mikið hnikað til vinstri eða hægri. í annan stað eru pólitískir flokkar í þeim vanda, að þeir þurfa að reyna að draga fram í málflutningi tvennt í senn: sem mesta sérstöðu (til að eftir þeim sé tekið) og svo um leið aðlögun að hagsmunum sem flestra (til að ná út fyrir þá sem þeir telja sér vísa). Þessar nauðsynjar tvær stangast náttúrlega á og valda persónuleikakreppu. í þessum tilvistarvanda miðj- um standa flokkar - og geta ekki annað. Eina leiðin frá því að hann dragi þá niður er að finna þá þætti í þverstðunni „sérstaða - samnefnari" sem geti örvað pólit- íska hreyfingu. Það er erfitt - en það er hægt. Síðustu fréttir: Menn eru fúsari til að Iýsa andstöðu við ríkis- stjórnina en að lýsa fylgi við ein- staka flokka. Og er það reyndar í samræmi við það sem að ofan var rakið. ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson. Rit8tjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Otltt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Husmœður: Agústa Þórisdóttir, Ólöf Húnfjörð. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingar: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áakrift á mánuðl: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.