Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Jarðskjálftafrœði Richter látinn Hefnd Ósvífin loftárás á Túnis Isrelskar herþoíur gera víðreist til að klekkja á Arafat Pasadena - í gær lést í Kali- forníu Charles Richter, brautryðjandi á sviði jarð- skjálftafræði, 85 ára gamall. Hann öðlaðist frægð fyrir að finna upp aðferð við mælingar á styrkleika jarðhræringa og er sá mælikvarði kenndur við hann. Richter fann upp mælikvarð- ann árið 1935 eða fyrir hálfri öld. Kvarðinn byggist á lógariþmísk- um mælingum og táknar hver heil tala tíu sinnum meiri orku en sú næsta fyrir neðan. f raun er Ric- hterkvarðinn opinn í efri endann en öflugustu jarðskjálftar sem mælst hafa eru yfir 9 stig. Skjálft- inn sem varð yfir 4.000 manns að bana í Mexíkó á dögunum mæld- ist 8,1 stig á Richterskvarða og er því í hópi öflugari skjálfta. Atvinnu- leysi hafi forgang Strasbourg - Jean-Claude Paye íramkvæmdastjóri OECD skýrði frá því á þingmanna- fundi ráðsins í gær að þótt vænta megi uppsveiflu í efna- hagslífi Vesturlanda á næst- unni yrði hún ekki nógu öflug til að leysa efnahagsvanda heimsins. Þess vegna má áfram vænta mikils atvinnuleysis, tilhneiging- in til að koma á verndartollum og sveiflna á gjaldeyrismörkuðum, sagði Paye. Hann spáði því að hagvöxtur á næsta ári yrði uþb. 3% í Bandaríkjunum, 4-5% í Japan og 2-3% í Evrópu. Paye sagði að baráttan gegn atvinnuleysinu yrði að vera efst á dagskrá allra ríkisstjórna og hvatti til þess að reyndar yrðu all- ar leiðir til að stuðla að hagvexti, svo fremi þær leiddu ekki til verð- bólgu. Beirút - Óþekk samtök mú- hameðstrúarmanna í Líbanon héldu enn í gær fjórum so- véskum sendiráðsstarfs- mönnum í gíslingu. Síðdegis í gær sendu þau myndir af gísl- unum þar sem byssu var mið- að að þeim og því hótað að þeir yrðu myrtir hver af öðrum á klukkustundarfresti ef ekki yrði komið til móts við kröfur ræningjanna. Túnis - Atta sprengjuþotur úr ísraelska flughernum gerðu í gær loftárás á höfuðstöðvar Frelsishreyfingar Palestínu, PLO, í Túnis. Fjögur hús urðu fyrir sprengjum og eldflaugum og er talið að allt að 50 manns hafi fallið í árásinni og yfir 100 særst. Hún hefur verið for- dæmd í Egyptaiandi og af utanríkisráðherrum Efnahags- bandalags Evrópu. Að sögn ísraelskra hernaðaryf- irvalda var tilgangur loftárásar- Bournemouth - Stuðnings- menn Neil Kinnocks, for- manns breska Vekamanna- flokksins, fögnuðu í gærmorg- un naunvjm sigri í kjöri 29 manna framkvæmdastjórnar flokksins á þingi Verkamann- aflokksins sem nú stendur yfir sveita sem njóta stuðnings Sýr- lands um borgina Tripoli í norðurhluta Líbanons verði þeg- ar í stað aflétt. Miklir bardagar hafa staðið um borgina undan- farna daga og meirihluti íbúanna er flúinn. Þar verjast sveitir sunni-múslima sem hallir eru undir ajatollana í íran. Sýrlend- ingar sem styðja við bakið á um- sátursmönnum eru nánustu bandamenn Sovétríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs og fá mestöll hergögn sfn þaðan. innar að leita hefnda fyrir þrjá ísraelsmenn, tvo karla og eina konu, sem palestínskir skærulið- ar felldu í höfninni í Larnaca á Kýpur sl. miðvikudag. Sá dagur nefnist Yom Kippur hjá gyðing- um og er helgasti dagur ársins. Við það tækifæri lét Shimon Per- es forsætisráðherra ísraels þau orð falla að atburðirnir í Larnaca myndu „ekki gleymast og yrðu ekki fyrirgefnir". Yasser Arafat leiðtogi PLO slapp naumlega frá því að lenda í í Bournemouth. Mið- og hægri menn sem studdu Kinnock fengu 15 menn kjörna en vinstrimenn undir forystu Art- hurs Scargill 13 fuiltrúa. Þingið hefur staðið í tvo daga en því lýkur á föstudag. Það hefur einkennst af hörðum átökum gíslingu Þetta er í fyrsta sinn sem so- véskir sendiráðsmenn verða fyrir barðinu á mannræningjum. Allmargir vestrænir sendimenn, fréttamenn og aðrir hafa lent í því að verða rænt og nú eru amk. 14 slíkir í gíslingu í Líbanon. Heimildamenn Reuters í Beirút hermdu að sovéski sendi- herrann í borginni hefði rætt við Amin Gemayel forseta Líbanon og beðið hann um aðstoð við lausn málsins. Einnig að sovéska sendiráðið stæði í viðræðum við menn á „æðstu stöðum“ í Sýr- landi. Ekki var þó að sjá í gær að sókin að Tripoli hefði slaknað nokkuð. sprengjuregninu. Hann hafði lagt af stað áleiðis til skrifstofu sinnar stuttu áður en árásin hófst en snerist hugur og bað bílstjóra sinn að aka sér til fundar við mann í öðrum hluta borgarinnar. ísraelska leyniþjónustan skýrði frá því að henni hefði verið kunn- ugt um ferðir Arafats og reiknað með því að hann yrði á skrifstofu sinni. Höfuðstöðvar PLO hafa verið í Túnis síðan hersveitir samtak- anna voru hraktar frá Líbanon í stuðningsmanna Kinnocks og fulltrúa vinstrimanna í flokknum sem sumir hafa gripið til stóryrða eins og blökkukonan Sharon Atkin frá Brixton sem kallaði Kinnock stéttsvikara. Arthur Scargill leiðtogi námu- verkamanna hefur deilt hart á forystu flokksins fyrir að beita sér gegn því að sektir að upphæð 85 miljónir króna sem námumenn voru dæmdir í að loknu verkfalli þeirra í vor verði endurgreiddar. Kinnock hefur réttlætt þá stefnu sína með því að endurgreiðsla krefðist þess að sett yrðu ný lög sem næðu aftur í tímann og að hann sé mótfallinn slíkum laga- setningum. Scargill hefur forðast að nefna Kinnock með nafni í máli sínu og þegar Kinnock ávarpaðLþingið í gær nefndi hann heldur ekki Scargill á nafn. Hins vegar hélt hann því fram að forgangsverk- efni flokksins hlyti að vera að ná völdum í landinu og réðst á vinstrimenn sem „telja að völd og hugsjónir fari ekki saman,“ slíkt sýndi einungis „hve sósíalískar hugsjónir þeirra eru lítt ígrund- aðar.“ „Sósíalisminn verður að miðast við þær hefðir sem ríkja í landinu,“ sagði formaðurinn. kjölfar innrásar ísraelsmanna í landið árið 1982. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Arafat er aðeins hárs breidd frá því að missa lífið fyrir hendi útsendara ísraels eða öfgasinna í röðum palestínuara- ba. Stjórn Egyptalands sem er sú eina í löndum araba sem gert hef- ur friðarsamninga við ísrael kall- aði loftárásina glæpaverk sem ógnaði friði í Mið-Austurlönd- um. Utanríkisráðherrar EBE fordæmdu árásina en frá Hvíta húsinu í Washington bárust þau boð að þar teldu menn árásina lögmæta hefndaraðgerð. Fram- kvæmdartjóri Sameinuðu þjóð- anna fordæmdi árásina og sagði að slíkar hefndaraðgerðir væru með öllu óþolandi í samskiptum þjóða. Danmörk Niður með Schlriter Kaupmannahöfn - 25 þúsund manns mótmæltu í gær stefnu dönsku íhaldsstjórnarinnar úti fyrir þinghúsinu Kristjáns- borg. Krafðist fólkið þess að Poul Schluter forsætisráð- herra segði af sér. Inni á þinginu vísaði Schlúter öllum slíkum hugmyndum á bug og mælti fyrir stefnu stjórnar sinnar sem gerir ráð fyrir aðhaldi í ríkisfjármálum auk þess sem hann boðaði endurskoðun á skattakcrfinu sem ætti að leiða til aukins sparnaðar. Gumaði ráðherrann af því að stefna sín hefði fætt af sér 90 þúsund ný störf, svo til öll í einkageiranum. Hann gerði lítið úr þeim vanda sem margir telja helsta vandamál dana, þe. hallanum á viðskipta- jöfnuði við útlönd. Kvaðst Schlúter stefna að því að hann hyrfi árið 1990 með því að gæta aðhalds í útgjöldum ríkisins. Og þetta líka... ...Tékkneskar herþotur skutu ekki færri en tveimur eldflaugum að bandarískri herþyrlu nærri landa- mærum Vestur-Þýskalands og Tékk- óslóvakíu sl. laugardag. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins mótmælti þessum atburði harðlega og sagði að þyrlan hefði verið í vest- urþýskri lofthelgi auk þess sem engin viðvörun hefði verið gefin. Eldflaug- arnar hæfðu þyrluna ekki... REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Kröfurnar eru að umsátri her- Svíþjóð Esselte selur í Suöur-Afríku Líbanon Sovétmenn enn í Formaður Verkamannaflokksins, Neil Kinnock (tv.), og leiðtogi námamanna, Arthur Scargill, hafa deilt hart á flokksþing- inu í Bournemouth en þó aldrei nefnt hver annan á nafn. Bretland Kinnock marði meirihluta Stokkhólmi - Sænska stórfyrir- tækið Esselte AB sem fram- leiðir skrifstofugögn af ýmsu tagi tilkynnti í gær að það ætl- aði að selja tvö dótturfyrirtæki sín í Suður-Afríku. Þessi ákvörðun er til komin vegna þrýstings frá sænskum and- stæðingum aðskilnaðarstefn- unnar. Fyrir nokkrum dögum hvöttu sænsk stúdentasamtök félaga sína til að hætta að kaupa vörur frá Esselte og 40 rithöfundar hót- uðu að hætta viðskiptum við bókaforlag sem fyrirtækið á. Esselte rekur tvö lítil fyrirtæki í Suður-Afríku en þau tengjast úti- búi fyrirtækisins í Bandaríkjun- um. Alls starfa 135 manns á veg- um Esselte í landinu. Forstjóri Esselte, Sven Wallgren, skýrði frá þeirri ákvörðun að selja dótt- urfyrirtækin tvö en minntist ekki á þrýstinginn frá andstæðingum aðskilnaðarstefnunnar. Þess í stað sagði hann að þróun gengis- mála í Suður-Afríku hefði gert rekstur fyrirtækjanna óarðbær- an. Geimvísindi Plöntuvöxtur óháður þyngdarafli Moskvu - Sovéska fréttastofan Tass hefur greint frá því að sovéskir geimfarar hafi gert tilraunir með ræktun grænmetis í geimsstöðinni Saljut-7 og hafi þær gengið vel. Grænmetið þreifst vel og eru þar með afsannaðar kenningar um vond áhrif þyngdarleysis á vöxt og viðgang plantna. Geimfararnir höfðu með sér salathöfuð og fleiri tegundir grænmetis og plantna og uxu þær á ofur venjulegan hátt þá 200 daga sem tilraunin stóð. Samt var loftþyngdin einungis einn hundraðasti af því sem hún er venjulega á jörðinni. Frækorn sem kviknuðu í geimnum voru gróðursett á jörðu og döfnuðu þau eðlilega. Jurtafræðingarnir hafa lengi aðhyllst kenningar um að þyngdarlögmálið hafi úrslitaáhrif á líf jurta og vöxt rótar, stönguls og greina. Sovéskir vísinda- menn segja að þessi uppgötvun geti haft mikla þýð- ingu fyrir geimferðir framtíðarinnar þar sem úr jurt- um má vinna vítamín auk þess sem þær framleiða súrefni. Miðvikudagur 2. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.