Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 15
IÞROTTIR England Ipswich án marka Ipswich náði ekki að skora mark fimmta leikinn í röð í 1. deild ensku knattspyrnunnar er liðið tapaði 1-0 fyrir Luton á úti- velli í gærkvöldi. Ipswich hefur aðeins gert 4 mörk í 10 leikjum í deildinni og er næstneðst. í 2. deild tapaði Crystal Palace 0-2 fyrir Hull og Sheffield United og Charlton skildu jöfn, 1-1. í 3. deild tapaði Wolves í áttunda skiptið í fyrstu 10 leikjunum, 3-1 gegn Bury, og Colchester jók for- ystu sína í 4. deild með 2-0 útisigri á hinu fornfræga Burnley. -VS/Reuter 1. deild Umferð í kvöld Heil umferð verður leikin í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. KA og Valur mætast á Ak- ureyri kl. 19.30 og kl. 20 hefst viðureign FH og Fram í Hafnar- firði. Víkingur og Stjarnan leika í Laugardalshöllinni kl. 20 og á eftir, eða kl. 21.15, eigast við Þróttur og KR. 2. deild IR og Ar- mann unnu IR og Armann halda áfram sig- urgöngu sinni í 2. deild karla í handknattleik. I gærkvöldi vann ÍR sigur á Gróttu, 27-20, í Selja- skóla og síðan sigruðu Armenn- ingar Hauka 26-21. Staðan í 2. deild er þá þessi: IR..................3 3 0 0 69-60 6 Armann..............3 3 0 0 70-62 6 HK..................2 2 0 0 50-40 4 Breiðablik..........2 1 0 1 45-38 2 ÞórVe...............2 1 0 1 39-37 2 Afturelding.........2 0 0 2 49-53 0 Haukar..............3 0 0 3 59-68 0 Grótta..............3 0 0 3 51-74 0 í kvöld leika Breiðablik og Afturelding í Digranesi kl. 20. -VS Guðni Bergsson og félagar snúast í kvöld. Valsvörninni fá væntanlega í nógu að Evrópuleikirnir Tvö í 2. umferð? Erfiðir leikir erlendis í kvöld Komast tvö íslensk félög í 2. umferð Evrópumótanna í knatt- spyrnu? Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi eftir góða frammi- stöðu Fram og Vals í fyrri leikjunum hér heima í síðasta mánuði. Róðurinn verður þó þungur, sérstaklega fyrir Valsmenn. Þeir unnu franska stórliðið Nantes 2-1 á Laugardalsvellinum og þeir mæta Frökkunum á þeirra heimavelli í kvöld í UEFA- bikarnum. Fram leikur gegn Glentoran í Belfast í Evrópukeppni bikar- hafa. Það verður ekki síður erfitt fyrir Framara að verja 3-1 forystu sína úr fyrri leiknum og ekkert má útaf bera hjá þeim. Liðin virðast áþekk að styrkleika en Norður-írarnir eru á heimavelli og það gæti hæglega ráðið úrslitum - mark þeirra á Laugardalsvellinum kynni að reynast Frömurum dýrkeypt. í A leikur við Aberdeen í Evrópukeppni meistaraliða í Skot- landi. Skosku meistararnir unnu 3-1 hér heima þannig að mögu- leikar Skagamanna eru nánast engir. _vs Haukar Viðar úr leik Pálmar í sérstakt gips og verður með Viðar Vignisson landsliðsmað- ur í körfuknattleik getur ekki leikið með sínu nýja félagi, Haukum, í Evrópuleiknum við Táby Basket frá Svíþjóð á laugar- daginn. Hann tognaði á fæti fyrir skömmu og meiðslin reyndust al- varlegri en í fyrstu var talið. Þetta er mikið áfall fyrir Haukana, en aftur á móti kemur að Pálmar Sigurðsson getur ör- ugglega spilað. Mikill vafi lék lengi á því eftir slæm meiðsli sem hann varð fyrir. Til að tryggja betur að Pálmar geti beitt sér á fullu hefur Hjálpartækjabankinn í Hafnarfirði útbúið sérstakt gips sem hann getur leikið með og sett verður á fótinn, ökklanum til hlífðar! Bandaríkjamaðurinn Mike Schieb er byrjaður að æfa með Haukunum. Hann er lítill en eldsnöggur bakvörður og binda Haukarnir miklar vonir við hann, sérstaklega í hraðaupphlaupum. Auk Viðars verða Haukar án Hálfdáns Markússonar og Sveins Sigurbergssonar. Hálfdán hefur ekki getað hafið æfingar enn vegna erfiðs náms og Sveinn hef- ur ekki náð sér af slæmum meiðslum sem hann varð fyrir í vor. _VS Körfubolti KR og Haukar? Pjálfararnir spá í úrvalsdeildina Ef marka má spádóma þjálfara úrvalsdeildarliðanna í körfu- knattleik verða lið KR og Hauka í tveimur efstu sætum Islandsmóts- ins í vetur. Keppnin hefst með leik Hauka og IBK kl. 20 annað kvöld. í Hafnarfirði Þjálfarar fimm af sex liðum deildarinnar röðuðu upp liðun- um eins og þeir töldu líklegast. Allir voru sammála um að KR, Haukar, Njarðvík og Valur færu í 4-liða úrslitin. Ef liðum eru gefin 1-4 stig eftir því hvaða sæti þeim var spáð eru KR og Haukar jöfn með 14 stig. Samt spáðu þrír þjálfaranna Haukum sigri en enginn KR! Haukar voru hins- Kvennahandbolti Landsliðið til Hollands Leikið við Ungverjaland, Noreg, Holland og Frakkland vegar settir í fjórða sætið af tveimur, en KR yfirleitt í annað sæti. Njarðvík er þá þriðja með 12 stig og Valur fjórða með 10. ÍR og IBK ættu því að berjast við fallið og voru flestir á því að ÍR hefði betur í þeim slag. Fram var síðan einróma spáð sigri í 1. deild karla og sæti í úrvals- deildinni. -VS Fylkiskœran Vísað frá Kæru Fylkis vegna dómgæsl- unnar í leiknum við Njarðvík í 2. deildinni í knattspyrnu var vísað frá dómstóli KSÍ í gærkvöldi. Það fór fram á sama hátt og hjá dóm- stóli KRR - henni var vísað frá vegna formgalla - Fylkismenn gerðu ekki athugasemd við dóma- rann fyrir leikinn. Hinsvegar mun dómstóllinn, samkvæmt heimildum Þjóðviljans, hafa ávítt dómaranefnd KSÍ fyrir að setja á leikinn dómara sem ekki hafði til- Kvennalandsliðið fer í næstu viku til Hollands og tekur þar þátt í fimm landa keppni. Auk íslands taka þar þátt landslið Ungverja- lands, Noregs, Frakklands og A- og B-landslið Hollands. Hilmar Björnsson landsliðs- þjálfari hefur valið 15 stúlkur til fararinnar og eru þær eftirtaldar: Markverðir: Jóhanna Pálsdótt- ir, Helsingör, Fjóla Þórisdóttir, Kvennahandbolti Ekkert lið vill lausa sœtið í 1. deild. Fjögur úr 1. deild hafa hœtt á tveimur árum. Aðeins 13 lið eftir ííslandsmótinu. Vaxandi styrkleikamunur. Tvö félög, Þróttur og ÍBV, hafa afþakkað sæti í 1. deild kvenna í handknattleik í vetur og allt bend- ir til þess að þriðja 2. deildarlið- ið, Ármann, fari að dæmi þeirra! Eitt sæti losnaði í 1. deild þegar Þór frá Akureyri hætti við þátt- töku. Þá stóð Þrótti til boða að taka sætið en það var ekki þegið. ÍA hafði ekki rétt á að leika á- fram í 1. deild - liðið hafnaði í 7. sæti í fyrra - en Skagastúlkur til- kynntu ekki þátttöku í íslands- mótinu. Næst kpm til greina aukakeppni milli ÍBV, sem varð neðst í 1. deild í fyrra, og Ár- manns, sem lék í 2. deild. ÍBV hafði ekki áhuga á 1. deildarsæt- inu, Ármanna hefur ekki gefið endanlegt svar en leikmenn liðs- ins treysta sér tæplega til þess að leika í 1. deild þannig að líklegt er að svarið verði neikvætt. Þá standa eftir 7 lið í 1. deild og 6 í 2. deild og mótanefnd HSÍ er komin í vanda. Sérstaka stjórn- arsamþykkt þarf til þess að ein- ungis 7 lið leiki í 1. deildinni en úr þessu verður að telja líklegt að það verði lausnin. Það kallar þá á sérstök ákvæði um fall í 2. deild og fjölda liða í 1. deildinni næsta vetur. Þróunin í kvennahandboltan- um hefur verið sú síðustu árin að örfá sterk lið ná til sín bestu leik- mönnum hinna liðanna. Styrk- leikamunur milli betri og lakari liða 1. deildar, og síðan þeirra og 2. deildar, hefur farið stigvaxandi og þetta virðist hafa dregið þrótt og metnað úr mörgum. Liðum hefur fækkað, nú standa aðeins eftir 13 félög alls í íslandsmótinu og meðal þeirra sem hafa hætt eru fjögur sem hafa átt lið í 1. deild síðustu tvö árin, ÍR, Fylkir, ÍA og Þór Akureyri. Ef svo heldur fram sem horfir verða innan skamms eftir 5-6 fé- lögíkvennahandboltanum. Þetta er öfug og óæskileg þróun fyrir íþróttina og ætli handknattleiks- konur ekki að láta hana lognast útaf þurfa þær að grípa í taumana sem allra fyrst. -VS Stjörnunni og Gyða Ulfarsdóttir, FH. Aðrir leikmenn: Eva Baldurs- dóttir, FH, Rut Baldursdóttir, FH, Sigrún Blomsterberg, Fram, Hildur Harðardóttir, FH, Soffía Hreinsdóttir, Val, Guðrún Krist- jánsdóttir, Val, Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni, Kristín Arnþórsdótt- ir, Val, Margrét Theodórsdóttir, Stjörnunni, Inga Einarsdóttir, FH, Erna Lúðvíksdóttir, Val og Jóna Bjarnadóttir, Víkingi. Liðsstjóri er Björg Guðmunds- dóttir og fararstjórar þau Helga Magnúsdóttir og Davíð B. Sig- urðsson. Fyrsti leikurinn er gegn Ungverjalandi á þriðjudag en sá síðasti gegn b-liði Hollands ann- an laugardag. skilin réttindi. -VS Körfubolti Guðni brotinn! Guðni Guðnason, landslið- maðurinn efnilegi í KR, verður ekki með liði sínu í fyrstu leikjum úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik. Hann er handarbrotinn og brotið er slæmt þannig að óvíst er hvenær hann verður leikfær. -VS Maraþon Met hjá Sigurði Varð 25. afl0,600 í Vestur-Berlín Sigurður P. Sigmundsson úr FH setti nýtt íslandsmet í mara- þonhlaupi á sunnudaginn. Hann tók þá þátt í sterku hlaupi í Vestur-Berlín og varð í 25. sæti á 2 klukkustundum, 19,46 mínút- um. Hann bætti eigið met um rúmlega hálfa aðra rnínútu. Þátttakendur í hlaupinu voru hvorki fleiri né færri en 10,600. Bretinn James Ashworth sigraði á 2:11,43 klst., Daninn Henrik Albahn varð annar á 2:13,47 og Belginn Marc de Blander þriðji á 2:13,59 klst.. Fljótust kvenna var Magda Ilands frá Belgíu sem hljóp á 2:34,10 klst., Karen Holdsworth-Goldhawk frá Bret- landi varð önnur á 2:35,19 og Agnes Sipka frá Ungverjalandi þriðja á 2:35,26 klst.. -VS/Reuter Miövikudagur 2. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.