Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 5
Frá stofnfundinum. Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri í ræðustóli og Hreinn Ásgrímsson, fundarstjóri.
Verslun
Ný deild Kf. Suðumesja
stofnuð í Vatnsleysustrandarhreppi
Stofnuð hefur verið sérstök
deild Kaupfélags Suðurnesja í
Vatnsleysustrandarhreppi. Er
það sjöunda deildin í Kaupfé-
laginu.
Forsaga þessa máls er sú, að
um mánaðamótin sept.-okt.,
hættir Guðmundur Sigurðsson,
kaupmaður í Vogum, rekstri
verslunar sinnar en kaupandi fæst
engin. íbúar hreppsins hafa
áhyggjur af þessari framvindu.
Hreppsnefndin skrifaði stjórn
Kaupfélags Suðurnesja og óskaði
liðsinnis hennar, enda ýmsir íbú-
ar hreppsins í Kaupfélaginu.
Stjórnin ræddi málið og taldi að
erfitt yrði með verslunarrekstur í
hreppnum nema góð samstaða og
samvinna næðist með íbúunum.
Sett var af stað undirskriftasöfn-
un og söfnuðust 154 undirskriftir,
sem er mjög góð þátttaka.
Stjórnin samþykkti þá að beita
sér fyrir stofnun sérstakrar
deildar í Vatnsleysustrandar-
hreppi svo að greiðast mætti úr
þessum vandkvæðum.
Stofnfundur deildarinnar var
svo haldinn þann 18. sept. sl.. Á
fundinum fórust Gunnari
Sveinssyni kaupfélagsstsjóra
m.a.: þannig orð. „Ýmsir hafa
gagnrýnt þá stefnu samvinnu-
hreyfingarinnar að breiðast út
um byggðir landsins og veita íbú-
um hinna ýmsu byggðarlaga
þjónustu. En því er oft þannig
háttað, að þegar byggðarlög
standa uppi þjónustulaus, verða
íbúar þeirra að taka höndum
saman og set j a á fót eigin verslun.
Á þennan hátt hafa kaupfélögin
orðið til. Pað er skylda þeirra að
leitast við að fullnægja þörfum fé-
lagsmanna og veita þeim þjón-
ustu eftir því, sem við verður
komið. Samvinnuformið er hygg-
ilegasta leiðin, enda mun það
svo, að samstaða og samvinna
ibúanna í þessu byggðarlagi mun
ráða því hvernig okkur vegnar
hér. Eg óska ykkur til hamingju
með hina nýstofnuðu deild og
vona að hún verði gæfuspor í
sögu þessa byggðarlags“.
Fundinn sóttu um 70 manns.
Rúmlega 40 gengu í Kaupfélagið
en ýmsir hreppsbúar voru félags-
menn fyrir. Ýmsir tóku til máls
og sagði Sigurður Brynjólfsson,
stjórnarformaður Kaupfélagsins,
m.a. að það fóstur, sem nú hefði
verið sett á stofn, ætti líf sitt undir
íbúum hreppsins. Hinar ýmsu
deildir Kaupfélagsins myndu
ekki líða það, að þessi deild yrði
mörg ár rekin með tapi. Til þess
að Kaupfélag Suðurnesja gæti
lifað yrði það að standa undir sér.
Góð fundarsókn bæri vott um
góða samstöðu. Sigurður kvað
það skref, sem nú hefði verið stig-
ið, alvörumál og óskaði íbúum
hreppsins til hamingju með
deildina.
í stjórn deildarinnar voru kjör-
in: Hreiðar Guðmundsson,
Brimhildur Jónsdóttir og Stefán
Steingrímsson. Varastjórn skipa:
Sæunn Guðjónsdóttir, Ingi Frið-
þjófsson og Þóra Bragadóttir.
-mhg
Samgöngur
Fimm brýr
á Norður-
landi vestra
Á árunum 1985-1988 er,
samkvæmt vegaáætlun, áfor-
mað að byggja fimm brýr á
Norðurlandi vestra.
í ár verður lokið við byggingu
brúar á Vesturá í Miðfirði. Er
hún byggð á nýrri veglínu,
allnokkru neðan núverandi veg-
ar. Aðkoma að gömlu brúnni er
viðsjárverð og hafa orðið þar
slys. Nýja brúin er eftirspennt
einbitabrú, 30 m löng. Brúar-
smiður er Guðmundur Sigurðs-
son.
Tvær brýr eru byggðar í Skaga-
firði, á Víðimýrará og Suðá. Brú-
arsmiður er Gísli S. Gíslason.
Á verkefnisskránni fyrir næsta
ár er 20 m löng brú á Hofsá hjá
Enni á Höfðaströnd. Verður brú-
in á Höfðastrandarvegi en hann
er nýr þjóðvegur og liggur með
hlíðinni ofan Siglufjarðarvegar,
frá Enni að Litlu-Brekku. Þessi
vegur var áður sýsluvegur að
mestu leyti.
Á árinu 1987 er svo meiningin
að endurbyggja gömlu brúna á
Hofsá sem er 35 m löng bogabrú
frá árinu 1925. Hún þjónar orðið
engan veginn umferð í þorpinu,
þröng, burðarlítil og illa staðsett.
Langstærsta verkefnið við brú-
arsmíði á Norðurlandi vestra í
næstu framtíð er endurbygging
brúarinnar á Vesturósi Héraðs-
vatna. Er sú brú orðin um 60 ára
gömul. Gert er ráð fyrir að brúin
verði smíðuð á öðru tímabili
vegaáætlunarinnar og yrði það á
árunum 1989 til 1990.
-mhg
Félagsmál
Þverpólitísk
þjóðmálahreyfing
Samtök um jafnrétti milli landshluta
Fremur hljótt hefur verið um
landsfund Samtaka um
jafnrétti milli landshluta, sem
haldinn var í Skjólbrekku í Mý-
vatnssveit í sumar, a.m.k. í
Reykajvíkurblöðunum. Það er
þó mikill misskilningur svo
maður ekki segi glapsýni, ef
Reykvíkingar halda að þognin
ein nægi til að drepa þeim fé-
lagsskap á dreif. Þessi fundur
var á margan hátt hin merkasta
samkoma og sótt af hartnær
100 fulltrúum frá 30-40
deildum, sem þá var búið að
stofna, en allmargar hafa bæst
við síðan.
Á fundinum var m.a. fjallað
um byggðamál, atvinnumál og
gjaldeyrismál og lögð fram drög
að lögum fyrir samtökin. Sérstök
nefnd vinnur áfram að stjómar-
skrárdrögunum. Útdráttur úr á-
lyktunum, sem fundurinn sam-
þykkti, fer hér á eftir:
Samtökin starfi hér eftir sem
hingað til sem þverpólitísk
þjóðmálahreyfing, sem stefnir að
því að jafna aðstöðu fólksins í
landinu og draga úr miðstýringu.
Þessu hyggjast samtökin m.a. ná
á eftirfarandi hátt: Að markvisst
verði unnið að því að það fólk,
sem vinnur við undirstöðu-
atvinnugreinar þjóðarinnar,
landbúnað, sjávarútveg og iðn-
að, hafi mannsæmandi laun. Að
hinar dreifðu byggðir fái notið
eigin aflafjár, sem tryggt sé þann-
ig, að verðlagning og sala gjald-
eyris verði flutt til þeirra byggð-
arlaga, sem afla hans. Sem lið í
stjórnarskrárbreytingu hafa sam-
tökin lagt fram drög að nýrri
stjórnarskrá og óska þess að
landsmenn allir kynni sér hana og
ræði hana. Samtökin kjósa nýja
stjórnarskrárnefnd, sem skipuð
er einum manni úr hverju kjör-
dæmi, til að yfirfara drögin og
kynna þau. Samtökin vilja að
kosið verði sérstakt
stjórnlagaþing til þess að fjalla
um væntanlega stjórnarskrá og
heita á íbúa landsins að styðja þá
tillögu, þá fara samtökin fram á
að gerð verði úttekt á fjárstreymi
í þjóðfélaginu og geri tillögur til
úrbóta. Umráð, verðlagning og
sala gjaldeyris verði flutt til
þeirra byggðarlaga, sem afla
hans.
Á undanförnum árum hefur
hið íslenska stjómkerfi leitað í
farveg miðstýringar, bæði á hinu
efnahagslega og pólitíska sviði.
Nú er svo komið, að valdamið-
stöð samfélagsins dregur að sér fé
og völd í svo ríkum mæli, að allri
samfélagsbyggingu landsins er
hætta búin. Stöðugur flótti fólks
til höfuðborgarsvæðisins sýnir,
að fólk í hinum dreifðu byggðum
landsins nýtur ekki til fulls ábata
vinnu sinnar, enda þótt stærstur
hluti gjaldeyristekna skapist þar.
Undirstaða lífvænlegrar afkomu
á landsbyggðinni er að halda
eigin aflafé heima í héraði. Mark-
visst verður að vinna að því, að
það fólk, sem vinnur við undir-
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar,
hafi mannsæmandi laun.
Stjórn samtakanna skipa: Pét-
ur Valdimarsson, formaður,
Ámi Steinar Jóhannsson og
Helga Eiðsdóttir. í varastjóm
eru: Bima Lárusdóttir, Hólm-
og Magnús
fríður Bjarnadóttir
Einarsson.
-mhg
Miövlkudagur 2. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5