Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MðDVIUINN Miðvikudagur 2. október 1985 226. tölublað 50. órgangur Seltjarnarnes Innbrot og íkveikja Barnaheimilið Sólbrekka nœr eyðilagðist íbruna í gœrmorgun. Helgi Daníelsson RLR: Talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Edda Margrét Jónsdóttir forstöðukona: Verðum í bráðabirgðahúsnœði þar til viðgerðum lýkur Barnaheimilið Sóibrekka við Suðurströnd á Seltjarnarnesi brann nánast til kaldra kola snemma í gærmorgun. Talið er að um innbrot og íkveikju hafi verið að ræða. Tilkynning um eldsvoðann barst um fimmleytið og var slökkvilið þegar kvatt á staðinn. Mikill eldur var þá kominn í hús- ið, en tiltölulega skamman tíma tók að ráða niðurlögum hans. „Það er álitið að brotist hafi verið inn um glugga á suðurhlið hússins og innbrotsþjófarnir síð- an kveikt í því. Þess má geta að fyrir tæpri viku var brotist þarna inn og þá var stolið þaðan 10 þús- und krónum,“ sagði Helgi Daní- elsson hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það fer ekkert á milli mála að þarna er um íkveikju að ræða, og það er alveg hryllilegt, að svona nokkuð skuli gerast. Við höfum ákveðið að flytja starfsemina til bráðabirgða í félagsheimili og leikskóladeildum verður komið fyrir á gæsluvelli hér í bænum. En það er vonast til að starfsemin geti hafist að nýju að Sólbrekku innan tveggja mánaða. Við höf- um ákveðið að láta gera við húsið og það verður líklega boðið út fljótlega,“ sagði Sigurgeir Sig- urðsson bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi í samtali við blaðið í gær. „Við munum hefja störf aftur í bráðabirgðahúsnæði á morgun, en það verður mikið rót á börn- unum og það mun ekki fara mikið fyrir markvissu uppeldisstarfi þennan tíma þar til við komumst aftur í okkar gamla húsnæði. Það eru tæplega hundrað börn sem koma hingað yfir daginn,“ sagði Edda Margrét Jónsdóttir for- stöðukona Sólbrekku í gær. Húsið sem brann er fjögurra ára gamalt einingahús úr timbri. Verðmæti þess með innbúi, sem eyðilagðist í brunanum, er metið á um 12 miljónir króna. gg Kosið á landsfund í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 verður framhaldsaðalfundur Al- þýðubandalagsins í Reykjavík haldin að Hverfisgötu 105. Auk lagabreytinga og annarra aðal- fundarstarfa verða þar kjörnir fulltrúar á landsfund flokksins í nóvember og umræður um hugs- anlegt vinstra samstarf í átökun- um sem framundan eru. Mikill eldur var kominn í húsið þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Slökkvistartið gekk með ágætum. Ljósm. E.ÓI. Sóttvarnalög Kanakjöti brennt Sögulegur viðburður í samskiptum Islendinga og hersins ' jötið sem kom með Reykja- ég geri ráð fyrir að því verði l fossi er enn í okkar vörslu, en brennt, sagði Kristinn Ólafsson Ríkisstjórnin Tvær nýjar stofnanir Framkvæmdastofnun var formlega lögð niður í fyrradag og í gær tóku til starfa Byggðast- ofnun og Framkvæmdasjóður, sem koma í stað Framkvæmdast- ofnunar og taka við hlutverki hennar. Starfsmenn hinna nýju stofn- ana eru heldur færri en voru í Framkvæmdastofnun og 9 starfs- menn þeirrar gömlu voru ekki endurráðnir í þær nýju. Yfir- mönnum hefur þó ekki fækkað. en nokkrar tilfærslur hafa orðið á embættum og nú eru menn titlað- ir með öðrum hætti en áður. í Framkvæmdastofnun voru tveir forstjórar, þeir Gunnlaugur Sig- mundsson og Kristinn Ziemsen, og þrír framkvæmdastjórar. For- stjóri Byggðastofnunar heitir nú Guðmundur Malmquist og er hann einn um þann titil eftir breytingu. En aðstoðarforstjóri er Bjarni Einarsson og fulltrúi forstjóra heitir eitt embættið sem Benedikt Bogason gegnir. Fram- kvæmdasjóður hinn nýi hefur engan forstjóra, en Guðmundur Ólafsson er forstöðumaður hans. Þá er ótalinn væntanlegur for- stjóri Þróunarfélagsins sem enn hefur ekki verið komið á fót. Það á að vera hlutafélag og mun ríkið eiga þar rúmlega helming. Fram- kvæmdastofnun hefur sumsé ver- ið skipt upp í þrennt; Byggða- stofnun, Framkvæmdasjóð og Þróunarfélag. gg. tollgæslustjóri í samtali við Þjóð- viljann í gaer. Kjötið sem Kristinn talar um kom með Reykjafossi til Reykja- víkur 11. september sl. og mun vera ættað úr Danaveldi og ætlað bandaríska hernum. Að sögn Kristins eru þetta um 280 kfló af alls kyns unninni munaðarkjöt- vöru, pylsur og því um líkt. Tollgæslan lagði hald á kjötið þegar það kom til landsins og er það í fyrsta sinn sem íslendingar taka kjötvöru hermannanna á vellinum í sína vörslu. Eins og áður hefur komið fram í Þjóðvilj- anum hefur tollgæslan fyrirmæli um það frá fjármálaráðherra að leggja hald á alla kjötvöru sem kemur hingað til lands og er ætl- uð hernum. gg Securitas passar borgarstofnanir í gær var undirritaður samn- ingur milli Reykjavíkurborgar og Securitas um vörslu á 48 skólum, dagvistarstofnunum, sund- laugum og félagsheimilum í borg- inni. Samningurinn gildir frá 1. október til 1. júní 1986 og kostar borgina 2 miljónir og 240 þúsund krónur. Securitas hefur annast þessa vörslu í tilraunskyni frá því 1. mars á þessu ári og þykir hún hafa borið mikinn árangur. Tala menn jafnvel um algjör umskipti því innbrot í þessar borgarstofn- anir hafa engin verið á þessum tíma en voru áður 4-5 á ári og tjón mikið. í þessum borgarstofnun- um hefur engin næturvarsla ver- ið, þannig að engum næturvörð- um verður sagt upp vegna samningsins. Aldraðir í Versló? Verslunarskóli íslands hefur boðið Reykjavíkurborg hús- eignir sínar við Grundarstíg og Þingholtsstræti til kaups en Guð- rún Jónsdóttir arkitekt, sem nú vinnur að endurskoðun skipulags í Þingholtunum hefur varpað fram þeirri hugmynd að þær gætu hýst íbúðir og dvalarheimili fyrir aldraða. Var tilboði Verslunar- skólans vísað til nefndar sem ann- ast framkvæmd bygginga í þágu aldraðra. Ragnheiður ráðin Ragnheiður Helga Þórarins- dóttir var í gær ráðin borgarminj- avörður í Reykjavík með 4 sam- hljóða atkvæðum Sjálfstæðis- manna og fulltrúa Framsóknar- flokksins. Áheyrnarfulltrúi Al- þýðuflokksins í borgarráði lýsti stuðningi við Ragnheiði, en full- trúar Alþýðubandalags og Kvennaframboðs sátu hjá og vís- uðu í tillögur sinna flokksmanna í umhverfismálaráði, annars vegar um Gunnlaug Haraldsson og hins vegar um Guðnýju Gerði Gunn- arsdóttur. Nýtt tæki til æðarannsókna Borgarspítalinn hefur fengið grænt ljós hjá borginni og fjár- veitingavaldi ríkisins til að kaupa nýtt æðarannsóknatæki sem kost- ar 12,4 miljónir í innkaupi. Spíta- linn er nú að endurnýja allan búnað á 18 ára gamalli æðarann- sóknastofu sinni og er nýja tækið ætlað til almennra æðarannsókna og rannsókna á æðum í heila, auk mænugangarannsókna. Þá eru möguleikar á að kaupa viðbóta- rbúnað til hjartarannsókna ef þær yrðu teknar upp á Borgar- spítala. Á fjárlögum í ár eru 8,8 miljónir til þessa verks og hefur heilbrigðisráðuneytið ábyrgst af- ganginn á næsta ári. ðldungadeild í Iðnskólann Menntamálaráðuneytið hefur fyrir sitt leyti samþykkt að heirn- ila stofnun öldungadeildar við Iðnskólann í Reykjavík þar sem hægt yrði að leggja stund á ýmsar greinar bókagerðar. Borgarráð fjallaði um þetta á fundi sínum í gær og var ákveðið að bíða með afgreiðslu þar til við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir næsta ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.