Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Slys Há slysatíðni á bömum Félag íslenskra barnalœkna gengstfyrir áróðursherferð til að vara börn og fullorðna við slysagildrum Félag íslenskra barnalækna mun á næstunni gangast fyrir stuttum auglýsingaþáttum í sjón- varpi til að hamla eftir megni gegn hinum tíðu og hörmulegu slysum, sem verða á börnum hér á landi og segir í frétt frá félaginu að þessi árstími hafi verið valinn vegna þess að nú fari í hönd vetur með aukinni hættu fyrir börn í umfcrðinni, svo og aukinni hættu á slysum í heimahúsum samfara aukinni inniveru barna um vetrartímann. í tilkynningu Fé- lags íslenskra barnalækna segir: „Á undanförnum árum og ára- tugum hefir náðst mjög góður ár- angur í meðferð og fyrirbyggingu sjúkdóma meðal barna á íslandi. Tíðni burðarmálsdauða á íslandi er nú með því lægsta sem þekkist í heiminum, ungbarnadauði hefir um áratugaskeið verið í lágmarki á íslandi og bólusetningar og aðr- ar ónæmisaðgerðir hafa verið framkvæmdar með miklum ágæt- um á heilsuverndarstöðvum landsins. Á fslandi er, hins vegar, slysa- tíðni meðal barna hærri en gerist meðal nágrannaþjóða, og virðist síður en svo fara lækkandi. í umferðarslysum einum sam- an deyja árlega 2-3 börn og hátt á annað hundrað slasast alvarlega, sum til varanlegrar fötlunar. Brunaslys á börnum eru algeng á íslandi og sama er að segja um eitranir. Eins og öðrum, sem til þekkja finnst barnalæknum mikil vá að þessum tíðu slysum. Nú er svo komið að þeir telja, að heilsutjón af völdum slysa sé stærsta fyrir- byggjanlega vandamálið, sem við er að glíma innan barnalæknis- fræði á íslandi. Félag íslenskra barnalækna hefur því ákveðið að BSRB Kaupmatt- inn verður að tryggja Meginsjónarmið okkar við næstu kjarasamninga verða þau, að launakjör verði bætt verulega og kaupmáttur þeirra launa sem samið verður um verði tryggður með einhverju móti. En megin- stefna í kjaramálum verður mótuð á þingi bandalagsins sem haldið verður dagana 22.-26. okt- óber sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB í samtali við Þjóðviljann í gær. Stjórn og samninganefnd BSRB samþykktu einróma í síð- ustu viku að segja núgildandi kjarasamningi upp og verða þeir lausir um áramót. „Það hefur sannast enn einu sinni, að yfirlýsingar stjórnvalda duga ekki sem trygging fyrir kaupmætti og það er því ljóst að í samninga verður að koma ákvæði um tryggingu kaupmáttar. Það er hægt að gera með ýmsu móti en við höfum ekki markað ákveðna stefnu í þeim efnum. Það sem maður heyrir helst frá launafólki er að það á í erfið- leikum vegna misræmis milli vaxta, verðlags og kjara, verð- lagið þýtur upp ásamt lánskjara- vísitölunni en launin sitja eftir og skuldirnar hrúgast upp hjá launa- fólki. Þetta verður að lagfæra enda getur enginn unað við þetta ástand til frambúðar,“ sagði Kristján. gg gangast fyrir áróðursherferð til að vara börn og fullorðna við slysagildrum. Þetta verður gert með sýning- um stuttra kvikmynda í sjónvarpi og verða myndirnar sýndar fyrir auglýsingaþættina eftir fréttaþátt kvöldsins. Ríkisútvarpið hefir boðist til að sýna þessar kvik- myndir endurgjaldslaust. Til að fjármagna gerð mynd- anna verður Fél. ísl. barnalækna að leita eftir fjárframlögum ann- SAGA film hefir riðið á vaðið, gert fyrstu myndirnar og gefið all- an kostnað við gerð þeirra. Síðan mun verða leitað eftir stuðningi tryggingafélaga, lyfjafyrirtækja, hreinsiefnaframleiðenda o.fl. til að standa straum af gerð fleiri þátta. Fél. ísl. barnalækna er mjög þakklátt fyrir þær jákvæðu undir- tektir, sem mál þetta hefir hlotið og vonast til þess að almenningur veiti athygli þessum kvikmynd- um og dragi af þeim árang- ursríkan lærdóm. ■TORGIÐ' Kannski fær hann Steini litli stólinn... Tímarit Máls og menningar Einkaviðtal við Milan Kundera Kaffihúsaspjall íslendings í París við frœgan rithöfund Einkaviötal við hinn þekkta tékkneska rithöfund Milan Kundera er að finna í nýjasta hefti tímarits Máls og menningar, tekið sérstaklega fyrir Tímaritið af nemanda Kundera, Friðriki Rafnssyni, á kaffihúsi í París í vor. Viðtalið er stutt en merki- legt, og allnokkur viðburður hér nyrðra. Kundera kenndi um árabil við Kvikmyndaháskólann í Prag, þar sem á meðal nemenda hans voru helstu framámenn tékknesku ný- bylgjunnar í kvikmyndum, þeirra á meðal Milos Forman, sem gerði Amadeus þann sem nú er í Há- skólabíói. Eftir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu 1968 var Milan Kundera rekinn frá Kvikmynda- háskólanum, bækur hans bann- aðar og nafn hans máð út úr tékkneskri bókmenntasögu. Árið 1975 fluttist hann svo til Par- ísar. Síðan hefur hann orðið frægur rithöfundur, og nýtur sívaxandi álits. Einna þekktust er skáldsaga hans Óþolandi léttúð tilverunnar. f viðtalinu í Tímaritinu er spurt um stöðu smáþjóða, sem Kund- era hefur hugleitt mikið og skrif- að um. „Tilvera smáþjóðarinnar vekur sífelldar spurningar," svar- ar Kundera, „og er einlægt vanda undirorpin, þess vegna neyðist smáþjóðin til þess að velta sífellt fyrir sér merkingu tilverunnar... Ef við erum íslenskir eða tékkn- eskir verðum við að réttlæta til- veru okkar án afláts. Hvernig getum við réttlætt tilveru okkar? Einkum á sviði menningarinnar, með því að sýna fram á að okkar viðhorf til tilverunnar sé áhuga- vert, dálítið öðruvísi, og þetta sjónarmið geti hugsanlega auðg- að heimsmenninguna". -ÖS Kaup og kjör Atvinnurekendur tekjulægstir Athugun Húsnœðisstofnunar leiðir margtfróðlegt íIjós. Karlmenn með eigin rekstur með 300þús. að meðaltali í árslaun ífyrra. Einstœðar mœður höfðu 340 þúsundog karlar sem störfuðu hjá öðrum 420 þúsund krónur Pað virðist ekki gefa mikið í aðra hönd að vera með eigin atvinnurekstur á íslandi nú á þessum síðustu og verstu tímum. Sú er að minnsta kosti niðurstað- an úr samanburðarathugun sem Húsnæðisstofnun ríkisins gerði á tekjum þeirra aðila sem sóttu um sérstök lán vegna greiðsluerfið- leika fyrr á árinu. Meðaltekjur umsækjenda sem sóttu um greiðsluerfiðleikalán voru á si, ári 525 þúsund kr, með- altekjur hjóna eða sambýlinga þar sem hvorugur aðilinn stund- aði eigin atvinnurekstur voru 535 þúsund krónur, meðaltekjur karla sem störfuðu hjá öðrum voru á sl. ári 420 þúsund kr, með- altekjur einstæðra mæðra á sama tíma voru 340 þúsund krónur en lægstar meðaltekjur höfðu karl- menn sem stunda eigin atvinnu- rekstur eða 300 þúsund krónur. f fróðlegri greinargerð Hús- næðisstofnunar kemur jafnframt fram að lægstar meðaltekjur karl- manna sem stunda eigin atvinnu- rekstur var í Norðurlandskjör- dæmi vestra eða aðeins 170 þús- sóttu um lán og störfuðu hjá öðr- um en sjálfum sér, ríflega helm- ingi hærri en atvinnurekendanna Meðaitekjur Meðaltekjur karla 1984 sem karla 1984 sem stunda eigin starfa hjáöðrum atvinnurekstur og sóttu um lán og sóttu um lán vegna greiðslu- vegna greiðs- luerfiðleika. erfiðleika Reykjavík 305.000.- 405.000.- Reykjanes 315.000.- 430.000.- Vesturland 205.000.- 450.000,- Vestfirðir 500.000,- Norðuri. v 170.000.- 365.000,- Norðurl. e 325.000.- 425.000,- Austurland 410.000,- Suðurland 330.000.- 380.000,- Meðaltal 300.000.- 420.000,- tekjur launamannsins töluvert og allt að ríflega tvöfalt hærri en at- vinnurekandans eins og sést á meðfylgjandi töflu. Það þarf ekki að taka fram að tölur um launatekjur viðkomandi eru teknar úr skattskýrsium. -•g- und krónur á sl. ári, en á sama tíma voru meðaltekjur annarra karla úr sama kjördæmi sem eða 365 þús. kr. Svipaða sögu er að segja úr öllum öðrum kjör- dæmum landsins, alls staðar voru 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. október 1985 Afram Luxus í síðasta Sunnudagsblaði var því haldið fram að tímaritin Storð og Luxus hefðu lagt upp laupana. Rétt mun vera að útgáfu Storðar hefur verið hætt en Luxus mun áfram verða til staðar. Kváðu menn þar á bæ allar sögusagnir um að tímaritið hefði lagt upp laupana, úr lausu lofti gripar. Næsta tölublað kemur út í mán- aðarlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.