Þjóðviljinn - 09.10.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 09.10.1985, Síða 3
FRÉTTIR Síldin Alltsvart í Bakkafirði Sjómenrflsegjast aldrei hafa séð aðrar eins torfur. Standa of djúpt. Búið að salta í1300 tunnur Naer allur síldveiðiflotinn beið átekta á Bakkafírði I gær- kvöld, en sjómenn sögðu að sjór- inn væri svartur af sfld. Síldin stóð hins vegar djúpt, á 40-60 föðmum, og erfitt að ná til henn- ar. Vonuðust menn til að sfldin Atvinnuástandið Dökkt framundan Agœtt í september en blikur á lofti. Búið að tilkynna 500 uppsagnir Þrátt fyrir gott atvinnuástand í sumar eru nú ýmsar blikur á lofti og mikil óvissa um atvinnu- ástandið á haustmánuðum og í vctur. í september voru skráðir 9000 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem eru færri dagar en í nokkrum mánuði ársins til þessa, sam- kvæmt frétt frá vinnumálaskrif- stofu félágsmálaráðuneytisins. Undanfarnar vikur hafa skrifstofunni borist tilkynningar um uppsagnir hátt í 500 starfs- manna ýmissa fyrirtækja aðallega verktakafyrirtækja. Þá hefur ver- ið sótt um atvinnuleyfi fyrir 100 útlendinga til starfa við fisk- vinnslu. I mörgum sjávarplássum vofir hins vegar yfir stórfellt at- vinnuleysi þar sem fiskveiðikvót- ar eru á þrotum. _ ig. Kjarnorkustyrjöld sem stór- veldin hæðu fjarri íslands- ströndum hefði hér sambærileg áhrif við móðuharðindin af Skaftáreldum á ofanverðri átj- ándu öld, segir Páll Bergþórsson í gengi upp þegar liði á kvöldið. Guðmundur Kristinn frá Fá- skrúðsfirði náði þó góðu kasti á Bakkafirði í gærdag og fékk full- fermi. Einnig fengu Gjafar frá Vestmannaeyjum og Hamar frá Rifi 60 tonn hver. Gjafar iandaði eftirmála rits sem Samtök eðlis- fræðinga gegn kjarnorkuvá hafa þýtt um „kjarnorkuvetur“, áhrif kjarnorkustríðs á veðurfar og lifrfki. Vegna þess að ísland nýtur hita- á Stöðvarfirði og á leiðinni út aft- ur lóðaði báturinn á góða torfu rétt utan við bryggjusporðinn. Að sögn Kristjáns Jóhannes- sonar hjá Síldarútvegsnefnd segj- ast sjómenn sjaldan eða aldrei bankans í hafinu yrðu afleiðingar „meðal“-kjarnorkustyrjaldar ekki eins skelfilegar hér og á meginlöndum jarðar, þar sem gera má ráð fyrir að meðalhiti lækkaði næstu mánuði um 20 til hafa séð eins stórar síldartorfur og nú væru inni á Bakkafirði. Síldarvertíðin hefur farið rólega af stað fram til þessa og í gær var aðeins búið að salta í um 1300 tunnur. - lg- 30 stig, vegna ryks og reyks í há- loftunum. Á íslandi mætti búast við 5 til 15 stiga kælingu, gras- bresti, langæjum hafís, jafnvel umhverfis allt landið, og að lok- um mannfelli vegna kulda og matvælaskorts eftir um hálft ár. Ritið Kjarnorkuvetur - Straumhvörf í umræðum um víg- búnað er þýtt úr ensku af þeim Hans Kr. Guðmundssyni, Jakobi Yngvasyni, Páli Einarssyni og Tómasi Jóhannessyni. Þar er skýrt frá helstu hugmyndum og rannsóknum um kjarnorkuvetur. Tilgáta um slíká óáran eftir styrj- öld kom fyrst fram fyrir um tveimur árum, og hefur nú verið staðfest með viðamiklum rann- sóknum á vegum Alþjóðaráðs vísindamanna. Örn og Örlygur er útgefandi Kjarnorkuvetrar og kostar ritið aðeins tæpar tvöhundruð krónur. Á blaðamannafundi um bók- ina kom fram að félagar úr Sam- tökum eðlisfræðinga og lækna hafa hafið fræðsluherferð um af- leiðingar kjarnorkustríðs og eru reiðubúnir að flytja erindi og sýna fræðsluefni hvar og hvenær sem er. „Eina læknisaðgerð sem til er gegn kjarnorkustríði er að fyrir- byggja það“, sagði Sigurður Árnason læknir meðal annars á blaðamannafundinum og fram- tak þessara starfsstétta í friðar- málum. _ m. Fangelsishótunin Danskir frétta- menn Á stjórnarfundi danska blaða- mannasambandsins var fjallað um kærur á hendur stjórnar- mönnum starfsmannafélaga út- varps og sjónvarps á íslandi. Stjórnin samþykkti að beina því til norræna blaðamanna- sambandsins að kynna sér kær- una og ganga úr skugga um hvort þær séu árás á réttindi frjálsrar verkalýðshreyfingar. Weekend Ávisen fjallaði einn- ig ítarlega um þetta mál um helg- ina og danska útvarpið skýrði einnig frá því. Þar var tekið fram að hámarksrefsing sem krafist væri, gæti varðað þriggja ára fangelsi. - óg. Sinfónían VerdT Requiem á morgun Klukkan 20.30 annað kvöld verður Verdi Requiem flutt á tón- leikum í Háskólabíói. Flytjendur eru Kór íslensku Óperunnar, Sinfóníuhljómsveit íslands og ein- söngvararnir Sieglinde Kahmann sópran, Jutta Bokor messosópr- an, Dino Di Domenico tenór og Jón Sigurbjörnsson bassi. Stjórn- andi er Robin Stapleton. Hann er breskur og kemur nú hingað í annað sinn. Stjórnaði hátíðatón- leikum íslensku óperunnar fyrir nokkrum árum. Peter Locke hef- ur æft kórinn undanfarnar 3 vik- 4 ur. Sieglinde Kahmann og Jón Sig- urbjörnsson þarf ekki að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnend- um. Jutta Bokor er ungversk. Vann önnur verðlaun í söngva- keppninni í Cardiff í sumar. Hún starfar nú hjá Óperunni í Búdapest en syngur jafnframt víða um Evrópu. Dino Di Dom- enico, - kemur inn í veikindafor- föllum Garðars Cortes, er ít- alskur. Hann starfar við óperuna í Parma og í Róm. Hefur nýlega sungið í Carnegie Hall í New York og með Berlínar Fílharm- ónuhljómsveitinni. Peter Locke er bæði píanóleikari og óperu- „coach", starfaði um 10 ára skeið við óperuna í Feneyjum en vinn- ur nú sjálfstætt. Kór íslensku óp- erunnar skipa um 75 söngvarar, sem hafa sungið hjá íslensku óp- erunni, annað hvort sem ein- söngvarar eða í kórnum. Tónleikarnir verða endurtekn- irlaugardaginn 12. okt. kl. 14.00. - mhg. Umferðin Banaslys íKjós Þrítugur maður beið bana þeg- ar bifreið sem hann ók, fór út af veginum við brúna við Bugðu í Kjós á mánudag. Farþegi sem var í bflnum hlaut minni háttar meiðsli. Mennirnir voru að korna frá Meðalfellsvatni, en bflstjórinn missti stjórn á bílnum skömmu áður en komið var að brúnni og steyptist bifreiðin niður í ána. Einvígi Happatalan Eftir fímm daga frí settust Kasparov og Karpov að tafli í þrettánda sinn í þessu einvígi. Kasparov kom mjög ákveðinn til leiks og ætlaði sér greinilega að vinna. Enda hefur hann lýst því yfír að 13 sé happatala sín. Þetta byggir hann á því að hann er fæddur á 13. degi aprílmánðar og ef hann vinnur í þessu einvígi, sem hann ætlar sér, þá verður hann 13. heimsmeistarinn í sög- unni. En ekki varð þrettán happatala í þetta skipti því að Karpov varð- ist af sinni alkunnu snilld og þrátt fyrir góðar tilraunir áskorandans þá lauk skákinni með jafntefli eftir 24 leiki. Hvítt: Garry Kasparov . Svart: Anatoly Karpov. Nimzoindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 Karpov teflir nú þessa örlagaríku vörn í fjórða skipti í einvíginu. Það mætti halda að hann álíti þessa byrjun fjöregg sitt og að hann þurfi að sanna ágæti hennar áður en einvíginu lýkur. 4. Rf3 cS 5. g3 Rc6 6. Bg2 Re4 7. Bd2 Bxc3 8. bxc3 0-0 9. 0-0 f5 10. Be3 Þessi leikur, sem felur í sér peðs- fórn, kom eftir hálftíma umhugsun. Það er greinilegt að Kasparov ætlar að gera harða hríð að heimsmeistar- anum í þessari skák. 10. - Rxc3 11. Dd3 cxd4 12. Rxd4 Re4 Á a4 yrði þessari riddari út úr spil- inu eftir 13. c5. 13. cS! Þrettándi leikurinn er auðvitað ekki neinn ládeyðuleikur. Ef peðið er drepið með Rxc5 þá vinnur hvítur 13 mann með 14. Rxcó Rxd3 15. Rxd8. Einnig er 13. - Re5 ekki fýsilegur leikur. Framhaldið gæti orðið 14. Dc2 d5 15. cxd6 Rxd6 16. Hfdl og svartur á erfitt um hreyfingar. 13. - Rxd4 14. Bxd4 1)6 15. Bxe4 fxe4 16. Dxe4 Ba6 17. cxb6 axb6 18. De5 Df6 19. De3 Dh6! Mjög góður varnarleikur. Eftir uppskiptin hverfur allur máttur úr hvftu stöðunni og tvípeðið á h-línunni er ekki svo alvarlegur veikleiki. 20. Dxh6 gxh6 21. Hfel Bc4 22. a3 b5 23. Hadl Hf5 24. Bb2 Hd5 Karpov hefur fyllilega jafnað taflið og bauð jafntefli í þessari stöðu. Kasparov þáði jafnteflið því svona stöður með mislitum biskupum enda í langflestum tilvikum með jafntefli. Staðan er því jöfn 6V2 - 6V2. Fyrsta hélan. Vetur konungur sækir óðum að og í gærmorgun þurftu höfuðborgarbúar að minnsta kosti að grípa til sköfunnar áður en lagt var af staö út í umferðina. Ljósrrv. E.ÓI. Kjarnorkuvopn Horfellir skæðari en bomban Kjarnorkuvetur á íslandi sambœrilegur móðuharðindunum. Samtök eðlisfræðinga gefa út rit um afleiðingar kjarnorkustyrjaldar ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.