Þjóðviljinn - 09.10.1985, Page 5
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Sími 25800
1. scptember n.k. voru um 17 þúsund
manns án heimilislæknis eða heilsugæslu-
stöðvar í Reykjavík. Þar eru nú rekin hlið
við hlið tvö ólík kerfi heilsugæslu: gamla
múrarakerfið hjá heimilislæknunum ann-
ars vegar og nýja heilsugæslukerfið hins
vegar. Hið þriðja virðist í burðarliðnum
því Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
hyggst bjóða út rekstur heilsugæslu-
stöðvar í Drápuhlíð og knýja fram laga-
breytingu til þess ef ekki vill betur.
Fyrir síðustu kosningar lofaði Sjálf-
stæðisflokkurinn cinni heilsugæslustöð á
ári en efndirnar eru engar: Nú eru 5
heilsugæslustöðvar í Reykjavík og hefur
engin bæst við frá 1982.
Heilsugæslulögin eru bráöum 12 ára
gömul en eru ekki enn komin til fram-
kvæmda í Reykjavík. Gamla heimilis-
læknakerfið sem samkvæmt þeim átti að
leggjast af í síðasta lagi 1. janúar 1984 er
þvert á móti að sækja í sig veðrið. Á með-
an er allt stopp í uppbyggingu heilsu-
gæslustöðva og blikur á lofti vegna frjáls-
hyggjuhugmyndanna í borgarkerfinu.
Skömmu áður en meirihlutinn í
heilbrigðisráði samþykkti að bjóða út
rekstur heilsugælsustöðvarinnar í Drápu-
hlíð var lagt fyrir ráðherra nefndarálit um
heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Þar er
m.a. að finna lagafrumvarp sem gerir ráð
fyrir því að útboð á rekstri heilsugæslu sé
mögulegt en það stangast á við núgildandi
lög. Borgarráð frestaði ákvörðun heil-
brigðisráðs um útboð eftir að lagt var frarn
álit um lögfræðinga borgarinnar um þessa
staðreynd og vísaði hugmyndinni til um-
sagnar í heilbrigðisráðuneytinu.
Þjóðviljinn ræddi um heilsugæslu í
Reykjavík við þrjá menn: Matthías
Bjarnason, heilbrigðisráðherra, Skúla John-
sen, borgarlækni og Þorvarð Brynjólfs-
son, heilsugæslulækni í Árbæjarhverfi.
Skúli
Johnsen,
borgar-
læknir:
„Ég get ekki séð að það þurfi
að vera lakara starf þó það sé gert
á þennan hátt. Hins vegar tel ég
að það þurfi að vera fullkomin
stoð fyrir því í lögum og það þurfi
að liggja ljóst fyrir áður en farið
er út í útboð. Það atriði er nú til
umsagnar í heilbrigðisráðu-
neytinu.
Þorvarður
Brynjólfsson
hellsu-
gæslu-
læknir:
„Ég tel að það sé út í hött að
gera einkarekstur úr heilsugæslu-
þjónustu. Það gæti aldrei gengið
hér á íslandi. Heilsugæslan á ekki
að borga sig, heldur á hið opin-
bera að kosta hana. Menn geta
ekki látið sjúklingana sjálfa
borga lyfjakostnað eða sjúkra-
húskostnað.
Matthías Bjarnason, ráðherra:
„Ekkert alltof ánægður“
Ráðherra telur vafasamt að hœgt verði að breyta
lögum áður en Drápuhlíðin verður tilbúin ídesember
- Ætlar þú að leggja fram
frumvarp á alþingi í haust þannig
að hægt verði að bjóða heilsu-
gæslustöðina við Drápuhlíð út?
„Það liggur ekkert fyrir um
það. Ég hef lagt nefndarálitið
fyrir ríkisstjórnina og stjórnar-
flokkarnir hafa það nú til athug-
unar. Það eru tvær hliðar á þessu
máli og erfitt að samræma þær.
Að mörgu leyti finnst mér
æskilegt að það séu fleiri valkost-
ir í heilsugæslu hér í Reykjavík en
í þéttbýlinu, en ég hef enga int-
ressu í að breyta heilsugæslunni
eins og hún er rekin úti um land.
En það eru aðrar forsendur hér
þar sem fólkið er flest cg aðalá-
hugamál mitt er að það verði ekki
miklu dýrara hér þó þjónustan
eigi auðvitað að vera sú sama.“
- Ertu búinn að gefa út starfs-
leyfi fyrir heilsugæslustöðina í
Drápuhlíð?
„Nei, starfsfólk ráðuneytisins
hefur skoðað húsnæðið og í sjálfu
sér skiptir það ekki máli varðandi
starfsleyfið hvort reksturinn yrði
boðinn út eða ekki. Ráðuneytið
gerir ákveðnar kröfur sem heilsu-
gæsluhúsnæði þarf að uppfylla og
þeirri athugun er ekki lokið“.
- Þú talar um að æskilegt sé að
hafa fleiri valkosti í heilsugæslu
hér í Reykjavík. Heldurðu að það
megi spara í heilsugæslunni með
útboði?
„Það veit maður aldrei fyrr en
útboðið liggur fyrir. Það telja
margir að það sé hægt að spara
svo og svo mikið með útboðum
og mér fannst sjálfsagt að reyna
þetta með ákveðna þætti á ríkis-
spítölunum. Það kom svo á dag-
inn að það er ekki mikill sparnað-
ur að því“.
- Nú tala menn ekki aðeins um
sparnað heldur hitt að cinka-
reksturinn eigi að fá að spreyta
sig á þessum rekstri?
„Það er nú þetta með einka-
reksturinn. -Læknar og hjúkrun-
arfólk er að reka einkastofur víða
en það er enginn sparnaður af því
enda borgar sami aðilinn meiri-
hlutann af kostnaðinum, þ.e.
ríkiskassinn. Það er alltaf samfé-
lagið sem borgar og það er
auðvitað enginn einkarekstur ef
alltaf eru sóttir peningar í þann
sama kassa. Það þarf að mörgu
að hyggja í þessu máli og snurfusa
þetta frumvarp. Það var ekki
auðvelt að koma því saman, held-
ur var þetta nokkurs konar milli-
leið sem menn völdu. Ég er ekk-
ert alltof ánægður með nefndar-
álitið og sumir nefndarmenn ekki
heldur“.
- Hvenær verður tekin afstaða
til þess?
„Ég á von á því að stjórnar-
flokkarnir athugi þetta á næst-
unni og síðan vildi ég líka kanna
viðbrögð stjórnarandstöðunnar.
Ég kæri mig ekki um að gera
þetta mál að pólitísku bitbeini".
- Nú á Drápuhlíðin að vera til-
búin fyrir áramót. Heldurðu að
lögunum verði breytt fyrir þann
tíma svo hægt verði að bjóða
hana út?
„Ef það er álit lögfræðinga
ráðuneytisins að ekki sé hægt að
Matthías Bjarnason, heilbrigðfs-
ráðherra: „Mér þótti sjáltsagt að
reyna útboð með ákveðna þætti í
ríkisspítölunum. Það kom svo á dag-
inn að það var ekki mikill sparnaður
að því. ...Það er auðvitað enginn
einkarekstur ef alltaf eru sóttir pen-
ingar í sama kassann, ríkiskassann."
bjóða þetta út nema að breyttum
lögum, þá tel ég ákaflega ólíklegt
að það verði hægt fyrir þann
tíma. Svona frumvarp þarf mik-
inn tíma í vinnslu og það þarf að
afla umsagna frá fjölmörgum að-
ilum. Ég mun ekki ganga það
hart að nefndum þingsins að þær
fái ekki tíma til rækilegrar um-
fjöllunar um svo stórt mál. Það
má auðvitað alltaf breyta lögum
ef menn telja það rétt, en það er
nauðsynlegt að þingið fá til þess
nægan tíma“. _ÁI
Sjá næstu síðu.
Miðvikudagur 9. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5